Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR11. FEBRÚAR1998 19 VIÐSKIPTI Jeffrey D. Sachs á afmælisráð- stefnu FVH FELAG viðskiptafræð- inga og hagfræðinga heldur upp á sextíu ára afmæli sitt á fóstudag- inn kemur, 13. febrúar, með ráðstefnu um framtíð íslands í ljósi þróunar atvinnu- og efnahagslífs á alþjóða- vettvangi. Ráðstefnan ber heitið Horft til framtíðar - ísland í samfélagi þjóðanna á nýrri öld. Sérstakur gestur ráðstefhunnar og aðal- fyrirlesari er dr. Jeffrey D. Sachs, pró- fessor í alþjóðaviðskiptum við Har- vard háskóla og forstjóri Alþjóða- þróunarstofnunar Harvard háskóla. Jeffrey Sachs er sérfræðingur um alþjóðaefnahagsmál og hann er mikill talsmaður markaðshagkerfis. Hann hefur verið ráðgjafi margra ríkisstjórna, m.a. Rússlands og Pól- lands og ýmissa ríkja í Suður-Am- eríku, Asíu og Afríku. Sachs hefur jafnframt verið ráðgjafi alþjóða- stofnana, m.a. Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, Alþjóðabankans og OECD. Hann hefur skrifað á annað hundrað greina og fjölda bóka um skipulag hagkerfa og alþjóðavæð- ingu. Þrátt fyrir að Jeffrey Sachs sé aðeins 44 ára gamall er hann talinn einn áhrifamesti og þekktasti hag- fræðingur í heiminum í dag. Alþjóðaþróunarstofhun Harvard háskóla hefur undir forystu dr. Dr. Jeffrey D. Sachs Jeffrey Sachs rannsak- að samkeppnisstöðu og samkeppnishæfni þjóða. I því sambandi hefur áhugi dr. Sachs beinst að samhengi hagvaxtar, staðhátta og náttúruauðlinda. Morgunblaðið birtir ítarlegt viðtal við Sachs í blaðinu á morgun og jafnframt grein um Sachs eftir Þorvald Gylfason prófessor. Aðrir fyrirlesarar á ráðstefnunni eru Hörð- ur Sigurgestsson, for- stjóri Eimskipafélags Íslands sem ræðir um áhrif alþjóða- væðingar á innlent atvinnulíf og fyr- irtæki, Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstóðvar hraðfrystihúsanna sem fjallar um vaxtarmöguleika í sjávarútvegi á alþjóðavettvangi, Rannveig Rist, forstjóri íslenska ál- félagsins sem ræðir um framtíð iðn- aðar á íslandi, Bjarni Armannsson, forstjóri Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins sem talar um fjármála- þjónustu á nýrri öld og dr. Þorvald- ur Gylfason, prófessor við Háskóla íslands sem fjallar um hagstjórn og rekstur fyrirtækja við upphaf nýrr- ar aldar. Davíð Oddsson forsætisráðherra mun flytja ávarp og Geir Haarde al- þingismaður verður ráðstefnustjóri. Ráðstefnan hefst kl. 13:30. með setningu sem er í höndum Kristjáns Jóhannssonar formanns FVH. Verðlaunaveiting til ríkisstofnunar í annað sinn Svæðisskrifstofa fatlaðra til fyrirmyndar SVÆÐISSKRIFSTOFA málefna fatlaðra á Reykjanesskaga hlaut sérstök verðlaun nefhdar á vegum fjármálaráðherra fyrir að skara fram úr og vera til fyrirmyndar í starfsemi siimi. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra afhenti Þór Þór- arinssyni, framkvæmdasrjóra Svæðisskrifstofunnar, viðurkenn- inguna í gær við hátíðlega athöfn í Listasafni Islands í gær og er myndin tekin við það tækifæri. Þetta er í annað sinn sem slík við- urkenning er veitt en fyrir tveim- ur árum hlaut Kvennaskólinn í Reykjavík slfk verðlaun. Allar rík- isstofnanir komu til greina og fengu senda sérstaka Iista með spurningum um gæðamál o.fl. 32 stofnanir svöruðu spurningunum og ákvað nefndin að taka fimm þeirra til nánari skoðunar. Þær voru auk Svæðisskrifstofunnar: Fjölbrautaskóli Vesturlands, Iðn- tæknistofnun íslands, Rfkisspítalar og skattrannsóknastjóri ríkisins. Ahersla á altæka gæðastjórnun I niðurstöðu nefndarinnar segir m.a. að Svæðisskrifstofan byggi starfsemi sína á þeirri grunnhug- mynd að til þess að veita megi fólki með fötlun og aðstandendum þeirra góða þjónustu þurfi starfs- menn að vera í stakk búnir til að gefa af sjálfum sér. Hver starfs- maður beri skilgreinda ábyrgð á þjónustu við þjónustuþega sem byggist á metnum þörfum þeirra. í niðurstöðu nefndarinnar kemur einnig fram að í srjórnun stofnun- arinnar sé mikil áhersla 16gð á al- tæka gæðastjórnun, rýni og úrbæt- ur og að liðsvinna sé byggð inn í hið opna skipulag og þann metnað- arfulla menningarbrag sem tekist hafi að skapa. Markmiðasetning og eftirfylgni verkefna sé til mik- illar fyrirmyndar og stofnunin nýti í senn aðferðir og hugmyndafræði úr einkarekstri og bestu fræðileg- ar aðferðir, kenningar og viðmið. I verðlaunanefndinni voru Páll Kr. Pálsson framkvæmdasrjóri ¦ Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, formaður, Arney Einarsdóttir framkvæmdasrjóri Gæðasrjórnun- arfélags íslands, Erna Gísladóttir framkvæmdasrjóri Bifreiða- og landbúnaðarvéla hf'., Kristinn Briem blaðamaður við viðskipta- blað Morgunblaðsins og Svafa Grönfeldt lektor við viðskiptadeild Háskóla íslands og forstöðumaður starfsmannaráðgjafar GALLUP. Með nefhdinni störfuðu Haukur Ingibergsson forstöðumaður Hagsýslu ríkisins og Gísli Þór Magnússon srjórnsýslufræðing- Svipuð afkoma hjá Þróunarfélaginu milli ára Hagnaðurinn nam 425 milljónum króna HAGNAÐUR Þróunarfélags Islands nam 424,8 milljónum króna á síðast- liðnu ári, en 437,6 milljónum árið áð- ur, og minnkaði hagnaðurinn því um 3% á milli ára. Innifalinn í hagnaðin- um er óinnleystur gengishagnaður hlutabréfa að fjárhæð 353 milljónir króna. Fjármunatekjur jukust um 5% og námu 673 milljónum króna á síðastliðnu ári en fjármagnsgjöld lækkuðu um 3% og námu 43 milljón- um. Arðsemi eigin fjár var 28% hjá félaginu á árinu. I frétt frá Þróunarfélaginu kemur fram að raunávöxtun allra hluta- bréfa í eigu félagsins nam 46,7% á síðasta ári. Gengishagnaður hluta- bréfa nam alls 593 milljónum króna og þar af var innleystur hagnaður vegna sölu hlutabréfanna á árinu 240 milljónir og óinnleystur gengishagn- aður 353 milljónir. Þróunarfélagið keypti hlut í 41 fé- lagi að fjárhæð 322 milljónir króna á árinu og seldi hlutabréf fyrir samtals 422 milljónir í 33 félögum. I árslok átti félagið hlutabréf í 67 fyrirtækj- um. 33 þeirra eru skráð á aðallista Verðbréfaþings íslands, eitt er skráð á vaxtarlista þingsins, 14 fyrirtæki eru á Opna tilboðsmarkaðnum og 19 eru óskráð. Heildareignir félagsins námu 2.292 milljónum króna í árslok og þar af eru 77% eigna í hlutabréf- um, 21% í skuldabréfum og 2% í öðr- um eignum. I árslok nam eigið fé Þróunarfé- lagsins 1.899 milljónum króna eða um 83% af heildareignum. Hlutafé þess er um 1.100 milljónir og var það aukið um 250 milljónir eða 29% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu. Hlutabréf félagsins hækkuðu um 31% á árinu að teknu tilliti til útgáfu jöfnunarhluta- bréfa og 10% arðgreiðslu. Hluthafar voru 230 í ársbyrjun en í árslok voru þeir orðnir 360 talsins. Afkoma ræðst af gengi hlutabréfa Búist er við því að afkoma félags- ins á þessu ári ráðist að töluverðu leyti af þróun á hlutabréfamarkaðn- um enda eru markaðsskráð hluta- bréf 71% af heildareignum félagsins. Aðalfundur Þróunarfélagsins verður haldinn 9. mars næstkomandi en ársreikningur félagsins mun liggja frammi á skrifstofum þess viku fyrir aðalfund. Stjórn félagsins leggur til að hluthöfum verði greidd- ur 7% arður af hlutabréfaeign sinni í félaginu. Arðgreiðslur nema 77 millj- ónum króna í ár en árið áður var greiddur 10% arður að fjárhæð 85 milljónir. Hlutafjárútboði Islandsflugs lokið Hlutafé aukið um 45 milljónir HLUTAFJARUTBOÐI Islands- flugs lauk í gær og liggur fyrir að hlutafé félagsins verður aukið um 45 milljónir króna að nafnvirði. Þetta er um 15 milljónum króna meira að nafnvirði en upphaflega var áætlað að auka hlutafé um. Fimm nýir fjár- festar koma inn í félagið og eru þeirra á meðal Sjóvá-Almennar og Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn, en hið síðarnefnda keypti 17 milljón- ir króna að nafnvirði, eða rúm 10% af heildarhlutafé. Að sögn Ómars Benediktssonar, framkvæmdastjóra íslandsflugs, verður þetta fé notað til að styrkja fjárhagsstöðu félagsins og fjár- magna þann vöxt sem áætlaður er á þessu ári. Kaupverð bréfanna er ekki gefið upp en Omar staðfestir að það liggi á bilinu 2-3 og því ljóst að markaðsvirði útboðsins er ekki lægra en 90 milljónir króna. Nokkrar vaxtalækkanir í viðskiptahrinu á Verðbréfaþingi í gær Avöxtunarkrafa hús- bréfa aldrei lægri ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa lækkaði um 4 punkta í gær og hefur krafa bréfanna aldrei verið lægri frá því farið var að gefa bréfin út. Stóð krafan í 5,13% við lokun í gær en áður hafði hún lægst farið í 5,15 í janúar sl. Þá lækkaði ávöxtunarkrafa verð- tryggðra sparisldrteina á lengri endanum um 4 punkta. Nam ávöxt- unarkrafa 20 ára spariskírteina 4,69% við lokun í gær og á 10 ára spariskírteinum var krafan komin niður í 5,1% í gær. Þeir sérfræðingar á verðbréfa- markaði sem Morgunblaðið ræddi við í gær sögðu greinilegt að yfir- vofandi útboð Landsvirkjunar á skuldabréfum hefði haft þó nokkur áhrif á markaðinn. Tilboð í umsjá með útboðinu verða opnuð í dag og virðist sem aðilar hafi boðið nokkuð hátt í útboðið, þ.e. að ávöxtunar- krafa þess verði nokkuð lág. Viðskipti gærdagsins hafi því nokkuð einkennst af vangaveltum um framhaldið. Fari svo að ávöxt- unarkrafan í útboði Landsvirkjunar verði lág og auðveldlega gangi að selja það, þá sé fyrirsjáanlegt að frekari vaxtalækkanir séu framund- an. Þetta hafi því hleypt vaxtalækk- unum af stað í gær. Þá spili hér einnig inn í að nokk- urri óvissu hafi verið aflétt með þeirri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að hún hygðist setja lög á sjó- mannaverkfall. í framhaldinu hafi gengi krónunnar hækkað nokkuð og búist sé við frekari styrkingu þess, sem yfirleitt leiði til vaxta- lækkana. Viðskipti voru mjög mikil á Verð- bréfaþingi í gær, alls rúmir 3 millj- arðar króna. Mest ásókn var í ríkis- víxla og námu viðskipti með þá tæp- um 1.200 milljónum króna. Að auki áttu sér stað viðskipti að fjárhæð rúmlega 670 milljónir króna með bankavíxla. Ávöxtunarkrafa ríkis- víxla var hins vegar óbreytt frá síð- asta viðskiptadegi. Viðskipti á gjaldeyrismarkaði voru einnig umtalsverð í gær og hélt gengi krónunnar áfram að styrkjast. Búist er við auknu gjald- eyrisinnstreymi í kjölfar lagasetn- ingar á sjómannaverkfall og hefur krónan nú styrkst um 0,7% frá því tilkynning ríkisstjórnarinnar um lagasetningu var gefin út á mánu- dag. Ómar segir að auk hlutafjár- aukningarinnar hafi félagið tekið ný lán og því komi nýtt fjármagn upp á 150 milljónir króna inn í rekstur þess nú. „Vöxtur félagsins á síðasta ári var mikill og fjárfest- ingar okkar voru umtalsverðar. Hluti af þessu fjármagni fer því í að greiða niður skammtímaskuldir," segir Ómar. „Ahugaverður fjárfestingarkostur" Heildarhlutafé íslandsflugs eftir þessa aukningu nemur 165 milljón- um króna að nafnvirði og er hlutur Eignarhaldsfélagsins Alþýðubank- ans sem fyrr segir 10,3%. Gylfi Arn- björnsson, framkvæmdastjóri Eign- arhaldsfélagsins, segir að forsvars- menn íslandsflugs hafi leitað til þeirra og kynnt stjórn félagsins áætlanir og rekstur félagsins. „Eftir að hafa skoðað málið ákvað stjórn Eignarhaldsfélagsins að kaupa hlut í félaginu enda um áhugaverðan fjárfestingarkost að ræða." Ómar segir að fjárhagsleg staða fyrirtækisins eftir þessa hlutafjár- aukningu sé mjög góð. Engan bil- bug sé að finna á félaginu í þeirri hörðu samkeppni sem verið hefur í áætlunarflugi innanlands undan- farna mánuði. Ómar segir greinilegt að ný verðskrá félagsins hafi fengið góð- ar viðtökur. „Janúar og febrúar eru yfirleitt mjög lélegir mánuðir en við finnum hins vegar greinileg- an meðbyr. Við ákváðum að hækka gjaldskrá okkar lítið og treysta á að fólk myndi styðja við bakið á okkur og það er greinilegt að sú ákvörðun hefur fallið vel í kramið hjá fólki."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.