Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 49 FOLK I FRETTUM Kvikmyndahátíðin í Gautaborg Sænsk mynd hlut- skörpust Gautaborg. Morgunblaðið. A MÁNUDAG lauk Kvikmyndahá- tíðinni í Gautaborg, sem hófst hinn 30. janúar síðastliðinn. íslensku myndirnar Perlur og svín og Stikk- frí, fengu góðar móttökur og mátti heyra skiptar skoðanir um þær báðar meðal hátíðagesta. Stutt- myndin Siggi Valli á mótorhjóli eft- ir Böðvar Bjarka Pétursson var einnig sýnd á hátíðinni. Úrslit í keppni um titilinn „Besta norræna myndin" voru opinberuð á laugardagskvöldið (7.2.) og sænska myndin „Tick Tack" reyndist þar tvöfaldur sigurvegari. Aliti nor- rænnar dómnefndar á vegum Gautaborgarpóstsins og áhorfenda bar saman að þessu sinni. Norska myndin „Junk Mail" eftir Pál Sletaune var einnig ofarlega á vin- sældarlista áhorfendadómnefndar. Leikstjóri Tikk Takk er Daniel Al- fredson, en handritið er eftir Hans Renháll. Myndatöku sá Peter Mokrosinski um en framleiðandi er Katinka Faragó. Daniel er sjálflærður leikstjóri, hefur meðal annars unnið að kvik- myndagerð með fóður sínum, Hans Alfredsson, og leikstýrt röð af sjónvarpsmyndum á undanförnum árum. I Tikk Takk eru örlög ólíkra persóna ofin saman í einn vef á sól- arhring. „Eins konar saga um sið- ferði..." segir leikstjórinn sem læt- ur uppi að takmarkið hafi verið að segja frá Svíþjóð dagsins í dag. Myndin var auk áðurnefndra verð- launa heiðruð með sænsku gagn- rýnendaverðlaununum meðan á hátíðinni stóð. Fjögurra daga pallborðsumræð- ur um stöðu listrænnar kvik- myndagerðar voru þáttur hátíðar- innar og stóðu þær frá miðvikudegi til laugardags. íslensku kvik- . O P PA R í BÍÓ 13. E'EBJR Ú£ R KVIKMYNDIN Perlur og svín var meðal þriggja íslenskra mynda sem sýndar voru í Gautaborg. myndagerðarfólki til heiðurs má nefna að þegar einn af alþjóðlegri gestum hátíðarinnar Wim Wend- ers forfallaðist, þótti enginn annar en Friðrik Þór Friðriksson bæri- legur staðgengill og var honum því falið að halda framsöguerindi í stað prófessors Wenders í umræðum um stöðu listrænna kvikmynda í gróðahyggjukerfi. Af öðrum fram- sögumönnum má nefna Nik Powell, formann Evrópsku Kvik- myndaakademíunnar, og Krzysztof Piesiewicz frá Varsjá, sem skrifaði m.a. handritin að Bláum, Hvítum og Rauðum ásamt nafna sínum Kieslowski. Á blaðamannafundi á sunnudag kom fram að aðsókn virtist svipuð og í fyrra, á annað hundrað þúsund seldir miðar. Á sama fundi voru kynnt samvinnulög milli Kvik- myndahátíðarinnar í Gautaborg og Sænsku kvikmyndastofnunarinnar (Svenska Filminstitutet), sem styrkir hátíðina með 950 þúsund sænskum krónum í ár, en á móti skuldbindur Gautaborgarhátíðin sig til að kynna innlenda kvik- myndaframleiðslu eftir settum reglum. Samkvæmt túlkun Gunnar Ð © FIUBBER Bergdal, framkvæmdastjóra hátíð- arinnar, felur samningurinn í sér þá viðurkenningu að Gautaborgar- hátíðin þyki best til þess fallin að vera stökkpallur út á alþjóðamark- aðinn og um leið séu úr sögunni vangaveltur fyrri ára um að stærsta norræna hátíðin væri bet- ur sett í Stokkhólmí. Að þessu sinni var hátíðin fram- lengd um einn dag og glæný heim- ildarmynd um Bertolt Brecht frumsýnd að kvöldi ellefta dags í tilefni þess að 10. febrúar eru hundrað ár liðin frá fæðingu hins sögulega meistara epíska leikhúss- ins. í bígerð Heimskustu konurnar ? ÞÆTTIRNIR „The Jenny McCarthy Show" voru teknir af dagskrá á MTV-sjónvarps- stöðinni eftir stutta göngu, en Jenny McCarthy er ekki af baki dottin. Leikkonan íhugar nú að taka að sér annað aðal- hlutverkið í kvikmyndinni „The Dumbheads" á móti Suzanne Somers. I þáttunum léku þær mæðg- ur og var Somers í hlutverki Chrissy Snow úr þáttunum „Three's Company". „Okkur Jenny fannst þetta svo skemmtilegt að ég bjó til drög að gerð kvikmyndar," segir Somers. Hugmyndin snýst um ævintýri „tveggja heimskustu kvenna á yfirborði jarðar", að sögn Somers. „Við erum hrifin af hug- myndinni," segir Ray Manz- ella, umboðsmaður McCarthy, í viðtali við Entertainment Weekly. „En hún er ennþá á umræðu- stigi." Þú hefur enn 4 daga til að fá 7 króna afslátt Nú geta bílstjórar ekið í sjöunda himni því ný ÓB bensínstöð hefur verið opnuð við Snorrabraut, með 7 króna afslætti af öllu eldsneyti í 7 daga. • 7. hverviðskiptavinurfærókeypis bílþvott á þvottastöð Olís við Skúlagötu.* • Minnislyklar fyrir pin-númerið og handhægur leiðarvísir um notkun sjálfsalanna fyrir þá sem vilja.* • ÓB dagatalið, beint í veskið.* • Aðstoð við notkun sjálfsalans á Snorrabraut.* ' Glldlr tllboSsdagana 7. ¦ 14. febrúar frá kl. 9:00 - 17:00. áSk mmmm ^iSÉ& ódýrt bensín Afirar ÓB •tðövan *" Starengi í Grafarvogi *¦ Arnarsmári í Kópavogi •*¦ Fjarðarkaup í Hafnarfirði +* Holtanesti í Hafnarfiröi **¦ Brúartorg f Borgarnesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.