Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 49
FOLK I FRETTUM
Kvikmyndahátíðin í Gautaborg
Sænsk
mynd
hlut-
skörpust
Gautaborg. Morgunblaðið.
A MÁNUDAG lauk Kvikmyndahá-
tíðinni í Gautaborg, sem hófst hinn
30. janúar síðastliðinn. íslensku
myndirnar Perlur og svín og Stikk-
frí, fengu góðar móttökur og mátti
heyra skiptar skoðanir um þær
báðar meðal hátíðagesta. Stutt-
myndin Siggi Valli á mótorhjóli eft-
ir Böðvar Bjarka Pétursson var
einnig sýnd á hátíðinni.
Úrslit í keppni um titilinn „Besta
norræna myndin" voru opinberuð á
laugardagskvöldið (7.2.) og sænska
myndin „Tick Tack" reyndist þar
tvöfaldur sigurvegari. Aliti nor-
rænnar dómnefndar á vegum
Gautaborgarpóstsins og áhorfenda
bar saman að þessu sinni. Norska
myndin „Junk Mail" eftir Pál
Sletaune var einnig ofarlega á vin-
sældarlista áhorfendadómnefndar.
Leikstjóri Tikk Takk er Daniel Al-
fredson, en handritið er eftir Hans
Renháll. Myndatöku sá Peter
Mokrosinski um en framleiðandi er
Katinka Faragó.
Daniel er sjálflærður leikstjóri,
hefur meðal annars unnið að kvik-
myndagerð með fóður sínum, Hans
Alfredsson, og leikstýrt röð af
sjónvarpsmyndum á undanförnum
árum. I Tikk Takk eru örlög ólíkra
persóna ofin saman í einn vef á sól-
arhring. „Eins konar saga um sið-
ferði..." segir leikstjórinn sem læt-
ur uppi að takmarkið hafi verið að
segja frá Svíþjóð dagsins í dag.
Myndin var auk áðurnefndra verð-
launa heiðruð með sænsku gagn-
rýnendaverðlaununum meðan á
hátíðinni stóð.
Fjögurra daga pallborðsumræð-
ur um stöðu listrænnar kvik-
myndagerðar voru þáttur hátíðar-
innar og stóðu þær frá miðvikudegi
til laugardags. íslensku kvik-
. O P PA R
í BÍÓ
13.
E'EBJR Ú£ R
KVIKMYNDIN Perlur og svín var meðal þriggja íslenskra mynda sem
sýndar voru í Gautaborg.
myndagerðarfólki til heiðurs má
nefna að þegar einn af alþjóðlegri
gestum hátíðarinnar Wim Wend-
ers forfallaðist, þótti enginn annar
en Friðrik Þór Friðriksson bæri-
legur staðgengill og var honum því
falið að halda framsöguerindi í stað
prófessors Wenders í umræðum
um stöðu listrænna kvikmynda í
gróðahyggjukerfi. Af öðrum fram-
sögumönnum má nefna Nik
Powell, formann Evrópsku Kvik-
myndaakademíunnar, og Krzysztof
Piesiewicz frá Varsjá, sem skrifaði
m.a. handritin að Bláum, Hvítum
og Rauðum ásamt nafna sínum
Kieslowski.
Á blaðamannafundi á sunnudag
kom fram að aðsókn virtist svipuð
og í fyrra, á annað hundrað þúsund
seldir miðar. Á sama fundi voru
kynnt samvinnulög milli Kvik-
myndahátíðarinnar í Gautaborg og
Sænsku kvikmyndastofnunarinnar
(Svenska Filminstitutet), sem
styrkir hátíðina með 950 þúsund
sænskum krónum í ár, en á móti
skuldbindur Gautaborgarhátíðin
sig til að kynna innlenda kvik-
myndaframleiðslu eftir settum
reglum.
Samkvæmt túlkun Gunnar
Ð
©
FIUBBER
Bergdal, framkvæmdastjóra hátíð-
arinnar, felur samningurinn í sér
þá viðurkenningu að Gautaborgar-
hátíðin þyki best til þess fallin að
vera stökkpallur út á alþjóðamark-
aðinn og um leið séu úr sögunni
vangaveltur fyrri ára um að
stærsta norræna hátíðin væri bet-
ur sett í Stokkhólmí.
Að þessu sinni var hátíðin fram-
lengd um einn dag og glæný heim-
ildarmynd um Bertolt Brecht
frumsýnd að kvöldi ellefta dags í
tilefni þess að 10. febrúar eru
hundrað ár liðin frá fæðingu hins
sögulega meistara epíska leikhúss-
ins.
í bígerð
Heimskustu konurnar
? ÞÆTTIRNIR „The Jenny
McCarthy Show" voru teknir
af dagskrá á MTV-sjónvarps-
stöðinni eftir stutta göngu, en
Jenny McCarthy er ekki af
baki dottin. Leikkonan íhugar
nú að taka að sér annað aðal-
hlutverkið í kvikmyndinni
„The Dumbheads" á móti
Suzanne Somers.
I þáttunum léku þær mæðg-
ur og var Somers í hlutverki
Chrissy Snow úr þáttunum
„Three's Company". „Okkur
Jenny fannst þetta svo
skemmtilegt að ég bjó til drög
að gerð kvikmyndar," segir
Somers. Hugmyndin snýst um
ævintýri „tveggja heimskustu
kvenna á yfirborði jarðar", að
sögn Somers.
„Við erum hrifin af hug-
myndinni," segir Ray Manz-
ella, umboðsmaður McCarthy,
í viðtali við Entertainment
Weekly. „En hún
er ennþá á
umræðu-
stigi."
Þú hefur enn 4 daga
til að fá 7 króna afslátt
Nú geta bílstjórar ekið í sjöunda himni því ný ÓB bensínstöð hefur verið opnuð
við Snorrabraut, með 7 króna afslætti af öllu eldsneyti í 7 daga.
• 7. hverviðskiptavinurfærókeypis bílþvott á þvottastöð
Olís við Skúlagötu.*
• Minnislyklar fyrir pin-númerið og handhægur leiðarvísir
um notkun sjálfsalanna fyrir þá sem vilja.*
• ÓB dagatalið, beint í veskið.*
• Aðstoð við notkun sjálfsalans á Snorrabraut.*
' Glldlr tllboSsdagana 7. ¦ 14. febrúar frá kl. 9:00 - 17:00.
áSk mmmm ^iSÉ&
ódýrt bensín
Afirar ÓB •tðövan
*" Starengi
í Grafarvogi
*¦ Arnarsmári
í Kópavogi
•*¦ Fjarðarkaup
í Hafnarfirði
+* Holtanesti
í Hafnarfiröi
**¦ Brúartorg
f Borgarnesi