Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 37
-r « MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 37 MINNINGAR « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « 4 ÞURIÐUR JENNY BJÖRNSSON + Þuríður Jenný Björnsson fædd- ist á Patreksfirði 13. janúar 1907. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 21. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þóra Júlíusdóttir Björnsson húsfreyja og Guðmundur Björnsson sýslumað- ur. Systkini hennar eru: Ingibjörg Emma, f. 5.7. 1903; Pétur Emil Júlíus, f. 25.7. 1904, d. 1991; Björn, f. 7.10. 1905; Karl Leó, f. 22.2. 1908, d. 1941; Jórunn, f. 6.9. 1913; Anna, f. 19.5. 1915, og Mar- grét, f. 14.11.1917, d. 1997. Þuríður giftist Þuríður fóðursystir mín sem alltaf var kölluð íða er látin. Hún ólst upp í glöðum systkinahópi á Patreksfirði og Borgarnesi en þangað flutti fjölskyldan þegar íða var 11 ára. Flestar minningar mín- ar um hana tengjast garðrækt eða matargerð. Þetta tvennt var hennar ástríða og hún var slíkur snillingur að engum datt í hug að leita annað þegar leiðbeininga var þörf. Ung stúlka sigldi hún til Noregs til að gerast húshjálp á heimOi í Bergen og þar sinnti hún almenn- um húsverkum en húsfreyjan drýgði tekjur bónda síns með því að baka kex sem hún seldi í nágrenn- inu og vann íða einnig við það. Fjöl- skyldan vildi allt fyrir þessa ís- lensku stúlku gera og bauð henni í ýmsar ferðir og sá til þess að menn- ingarviðburðir færu ekki fram hjá henni. Henni líkaði dvölin vel og tók skjótum framförum í norsku og alla ævi bar hún sterkan hlýhug til Nor- egs og Norðmanna. Um haustið fékk hún pláss í húsmæðraskóla í Svíþjóð og þar lærði hún ekki bara til húsverka heldur einnig ýmislegt til búskapar og bjó að því alla ævi. Bestu vinkonum sínum, þeim Onnu og Björgu, kynntist hún í Bergen þar sem þær dvöldu einnig um tíma og hélst sú vinátta alla ævi þeirra. Oft sagði hún sögur af skemmti- legum atvikum frá dvöl sinni i Bergen og í sænska skólanum og var auðfundið hve dýrmætur þessi tími var henni enda bestu mótunar- ár ungrar konu. Hún kom heim til íslands tilbúin að miðla öðrum af þekkingu sinni en fljótlega dundi ógæfan yfir. Hún greindist með berkla og einnig tvö systkini henn- ar þau Ingibjörg og Karl. Skjótra úrræða var þörf og tóku foreldrarn- ir til ráðs að kosta þau til lækninga í Danmörku. Ingibjörg, sem var veikust, fór á sjúkrahús í Kaup- mannahöfn en íða og Kalli voru á hæli á Jótlandi. 011 komust þau á fætur og heim aftur þótt aldrei yrði heilsan sú sama. Þegar heim kom fór hún fyrst í Borgarnes til foreldra sinna en ákvað svo að reyna fyrir sér á nýj- um stað og ásamt Ónnu vinkonu sinni frá Noregsárunum flutti hún til Akureyrar. Anna hafði lært körfugerð eins og gerð reyrhús- gagna var kölluð þá og þær stöllur ætluðu að koma á námskeiðahaldi á Akureyri. Þær fengu íbúð og aug- lýstu með pompi og pragt námskeið í málun eða eins og sagði í auglýs- ingunni: Kennum brokaðemáln- ingu, olíumálun á flauel og silki, vatnslitamálun á tré. Leðurvinnu. Körfugerð og mottuhnýtingar. Út- saum, margs konar hekl, fíleringu og útprjón. Ekki gekk þetta upp og nemendurnir urðu fáir svo nám- skeiðshaldið datt upp fyrir. Þær 3)ómabwðin £Aavós\\om v/ T-ossvogskirkjugarð Simíi 554 0500 Birni Stefánssyni frá Borgarnesi 1936. Þau áttu eina dóttur: Huldu, en hún er glft Jóni Ilóini Einarssyni og eiga þau þrjár dætur: Kolbrúnu, Þuríði og Rakel. Þuríður vann við verslunarstörf á Akureyri, Siglufirði og Reykjavík. Hún var verkstjóri við fatagerðina Herkúles og matráðskona á Sólvangi og Reykja- iundi um nokkurra ára skeið. Útför Þuríðar fór fram frá Langholtskirkju 30. janúar. fengu sér þá aðra vinnu og íða vann við hannyrðir og við afgreiðslu í verslunum á Akureyri og á Siglu- firði. Á einum þessara vinnustaða var vond vist, milli þess sem hún af- greiddi sat hún bakatil í búðinni og saumaði og heklaði fyrir viðskipta- vini en þarna var mikill gólfkuldi og slæmur aðbúnaður á margan hátt og hún fann að heilsan var að gefa sig. Þótt Akureyringar væru ekki duglegir að sækja námskeið hjá þeim stöllunum var þeim samt vel tekið og meðal vina þeirra var Odd- ur Björnsson prentsmiðjueigandi en í prentsmiðju hans, sem var í næsta húsi við þær, voru auglýsing- ar þeirra prentaðar. Oddur var um margt mjög sérkennilegur maður og líklega hefur honum fundist sér bera skylda til að greiða götu þess- ara Sunnlendinga þótt hann þekkti ekkert til þeirra áður því hann tók að senda þeim boðsmiða á Ieiksýn- ingar eða tónleika og gjarna pen- inga með fyrir leigubíl eða prívatbíl eins og þeir voru kallaðir þá. Hann hlynnti að þeim á margvíslegan annan hátt en ætíð með framkomu hins kurteisa gestgjafa sem sýnir gestum alúð og virðingu en ætlast ekki til neins nema vissu um vellíð- an jjeirra í staðinn. Iða giftist Bjössa sínum árið 1936 og þau hófu búskap í Reykjavík. Hann Bjössi var mikill bílakarl og ók lengi vörúbíl fyrir Sænska frystihúsið. Hann var líka mikil barnagæla og gott var fyrir okkur systMnabörn íðu að fá að vera hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Þau eignuðust ekki börn en ætt- leiddu lítið krútt sem fékk nafnið Hulda og hún færði tilgang og sól- skin í líf þeirra. Um 1950 festu þau kaup á sumarbústað við Elliðavatn sem sumum fannst þá næstum hin- um megin á landinu og fluttu upp- eftir. Þessu húsi fylgdi allstór land- skiki og nú var hafist handa. Sumarbústaðurinn litli varð að hlý- legum mannabústað sem sífellt tók breytingum og stækkaði því hús- bóndinn var hagur og húsfreyjan setti sinn svip á heimilið með ein- stöku handverki hvert sem litið var. Á gólfunum voru fléttaðar mottur og minnisstæð eru stór gólfteppi sem hún gerði með Aladdínnál úr ull og munstrin voru sótt í frjóan hugarheim. Blásnu óræktarmóarnir urðu að ævintýraheimi þar sem gerðar voru tilraunir með tré og jurtir og besta grænmeti heimsins uppskorið að hausti. Bjössi útbjó jarðhýsi svo allan veturinn höfðu þau grænmeti sem var eins og ný- upptekið. Þau voru ekki rík en út- sjónarsöm og hagsýn og stundum var göldrum líkast að sjá íðu gera veislu fyrir stóran hóp úr því sem ekki leit út fyrir að geta mettað nema faa. íða var einstakt nátt- úrutalent hvað matargerð varðaði og varla til sá ætur biti sem hún vissi ekki hvernig best var tilreidd- ur. Oft leituðum við frænkurnar sem fákunnandi og nýbakaðar hús- mæður í sjóð til hennar og urðum ætíð vitrari. Það var sama hvort um var að ræða bökunartíma, magn af einhverju hráefni eða framandleg orð í útlendum uppskriftum, hún gat alltaf leyst vandamálið. Hún var sérlega útsjónarsöm og undravert var hve mikið hún gat gert úr litlu og hve lystilega hluti hún gat töfrað úr því sem öðrum fannst varla taka að elda. Ekki var síðra að leita til hennar um hjálp við garðrækt og var sama hvort átti að rækta skrautrunna eða eitthvað ætilegt, alltaf gat íða bent á skynsamleg- ustu lausnina. Gott er að eiga slíka að í fjöl- skyldu sinni og veit ég að ég tala fyrir hönd okkar frændsystkinanna allra þegar ég segi: Gæfusöm erum við að hafa átt svona frænku. Þóra Elfa Björnsson. t Eiginmaður minn, VALTÝR SNÆBJÖRNSSON frá Hergilsey, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þriðjudaginn 10. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Gisladóttir. + AXEL KRISTJÓNSSON kennari frá Útey, er látinn. Útförin ferfram frá Kópavogskirkju föstudaginn 13. febrúar kl. 15.00. Sigrún Kristjónsdóttir, Baldur Kristjónsson. + Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR EIRÍKSSON, Tómasarhaga 21, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu- daginn 16. febrúar kl. 13.30. Svanur Halldórsson, Áslaug Ágústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, MÍNERVA GfSLADÓTTIR frá Bessastöðum, lést á Dvalarheimili aldraðra, Sauðárkróki, mánudaginn 9. febrúar. Böm, tengdaböm, bamaböm og bamabamabðm. + Móðir mín, tengdamóðir og amma okkar, HÓLMFRÍÐUR ÁSBJARNARDÓTTIR, Hringbraut 69, Reykjavik, lést á elliheimilinu Grund föstudaginn 6. febnjar. Jarðsungið verður frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 13. febrúar kl. 13.30. Dóra Snorradóttir, Hans Chrístiansen, Bryndís Pape, Greta Pape, Þóra Chrístiansen. + Móðir okkar og tengdamóðir, INGIBJÖRG STEPHENSEN, fyrrum til heimilis að Breiðabliki á Seltjamamesi, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 10. febrúar. Ólafur S. Bjömsson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Jón H. Bjömsson, Krístín Ásgeirsdóttir, Björn I. Bjömsson, Alda Bragadóttir. + Minn ástkæri eiginmaður, vinur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR ÓLAFSSON, Lambhaga 46, Selfossi, andaðist á heimili sínu laugardaginn 7. febrúar. Ingibjörg H. Guðmundsdóttir, böm, tengdaböm og barnabarn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ELÍAS HELGASON, Hrafnistu Hafnarfirði, áður til heimilis á Hörpugötu 7, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 13. febrúar kl. 15.00. Margrét Jóhannesdóttir, Sigurrós Jónsdóttir, Páll V. Jónsson, Gunnlaugur Jónsson, Jóhannes Jónsson, Ingigerður Sigurðardóttir, Magnús Jónsson, Sigrún Knútsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SOFFÍA JÓNSDÓTTIR, Lindargðtu 57, áður Grettisgötu 73, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun, fimmtudaginn 12. febrúar, kl. 15.00. Sigurður G. Kristjánsson, Valur Sigurðsson, Stefanía Pálsdóttir, Jón Krístján Sigurðsson, Hlif S. Arndal, Rúnar Dagbjartur Sigurðsson, Ingibjörg Kjartansdóttir og bamaböm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.