Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Fasteignamat 1997 UNDANFARNAR vikur hefur orðið nokk- ur umræða um fast- eignamat og fram- reikning þess í nóvem- bermánuði síðastliðn- um. Það er ánægjulegt að matið skuli nú hljóta almenna umfjöllun og um leið kærkomið tækifæri til að skýra fasteignamatið og framkvæmd þess með örfáum orðum. Fasteignamat og framkvæmd þess Sérstök stofnun, Fasteignamat ríkisins, annast framkvæmd fasteignamats. Skráð matsverð fasteigna skal skv. lögum um skráningu og mat fast- eigna vera gangverð umreiknað til staðgreiðslu í nóvembermánuði næst á undan matsgerð. Fasteignamat húsa og annarra mannvirkja fer í stuttu máli þannig fram, að fyrst er áætlaður bygging- arkostnaður sambærilegs mann- virkis á viðkomandi verðlagi. Kall- ast það endurstofnverð í gögnum Fasteignamatsins. Því næst er end- urstofnverðið afskrifað með hlið- sjón af aldri og ástandi viðkomandi mannvirkis og þannig fundið svo- kallað efnislegt verðmæti (afskrifað endurstofnverð) eignarinnar. Al- gengt er síðan að nokkur munur sé á efnislegu verðmæti eigna og sölu- verðmæti þeirra og er frávikið mis- munandi eftir tegundum eigna og staðsetningu þeirra á landinu. Jafn- framt hefur þetta frávik tilhneig- ingu til að sveiflast með atvinnuá- standi, lánsfjármöguleikum og væntingum fólks. Fasteignamat ríkisins stundar umfangsmiklar athuganir á sölu- verði fasteigna í landinu. Á grund- velli þeirra upplýsinga metur Fast- eignamatið frávikið milli efnislegra verð- mæta og söluverðs hinna ýmsu tegunda eigna og leiðréttir mis- muninn með svonefnd- um markaðsstuðlum. Markaðsstuðlar geta vissulega verið bæði til hækkunar og lækkun- ar. Algengt er þó að söluverð miðað við staðgreiðslu sé lægra en meint efnislegt verð- mæti eignanna, einkum á stöðum þar sem fast- Pétur eignamarkaður er veik- Stefánsson ur. Eðli fasteignamats Fasteignamat er í eðli sínu fjöldamat og þannig nokkrum tak- mörkunum háð. Öll ný hús eru skoðuð og metin af Fasteignamati ríkisins þegar þau eru fullbúin en síðan getur liðið langur tími milli þess sem hús eru skoðuð og metin á ný. Af hvorutveggja leiðir að ávallt verður að reikna með ein- hverri óvissu bæði varðandi mat einstakra eigna og einstakra flokka eigna. Þetta á ekki síst við um eldri eignir þegar viðhald er tekið að hafa afgerandi áhrif á söluverð eignanna. Fasteignamat er að sönnu gjaldstofn bæði fyrir fasteignaskatta og eignarskatta, en fasteignamat veitir jafnframt mikilvægar upplýsingar fyrir reikningshald fyrirtækja og ein- staklinga og um veðhæfni eigna. Það eru því víðtækir hagsmunir að fasteignamatið sé ávallt svo rétt sem kostur er enda skýlaus vilji löggjafans. Framreikningur fasteignamats Fasteignamat er framreiknað einu sinni á ári til að leiðrétta mat- ið með hliðsjón af almennum verð- Fasteignamat ríkisins, segir Pétur Stefánsson, stundar umfangsmiklar athuganir á söluverði fasteigna í landinu. lagsbreytingum. Yfirfasteigna- matsnefnd ákveður framreikning matsins í nóvembermánuði að fengnum tillögum Fasteignamats ríkisins og tekur nýtt mat gildi 1. desember ár hvert. Við framreikn- ing matsins fjallar yfirfasteigna- matsnefnd einkum um fjóra meg- inflokka eigna, þ.e. íbúðarhús, at- vinnuhús, bújarðir ásamt útihús- um á bújörðum og sumarhús í hverju sveitarfélagi um sig. Innan hvers flokks geta eðli máls sam- kvæmt verið eignir, sem hækka meira en meðaltalsbreytingin milli ára og aðrar sem hækka minna. Varhugavert getur því verið að styðjast blint við meðaltalið. Það getur leitt til þess að einhverjar eignir verði ofmetnar eftir fram- reikning. Þessi hætta er einkum fyrir hendi ef viðkomandi flokkur er í tiltölulega háu mati miðað við söluverð. Þessi hætta er að sama skapi minni ef flokkurinn er í slöku mati frá fyrra ári. Fasteignamat ríkisins vinnur árlega úr um 7.000 kaupsamningum víðs vegar að af landinu. Við úrvinnslu kaupsamn- inganna verður stofnunin að um- reikna greiðsluskilmála og breyta þeim í ígildi staðgreiðslu. Síðan eru kaupsamningar flokkaðir bæði eftir staðsetningu og tegundum eigna. Yfirleitt byggist úrvinnsla á þriggja mánaða meðaltölum og jafnar þannig út stuttar sveiflur. Á stöðum þar sem sölur eru fáar verður þó að styðjast við ársmeðal- töl eða jafnvel meðaltöl fyrir enn lengri tímabil. Þegar Fasteignamat ríkisins ger- ir tillögur sínar til yfirfasteigna- matsnefndar varðandi framreikning í nóvembermánuði ár hvert liggja yfirleitt fyrir hjá stofnuninni hald- góðar upplýsingar um markaðsverð á þriðja ársfjórðungi, þ.e. til loka séptembermánaðar. Upplýsingar um verðþróun í október og nóvem- ber eru þá enn takmarkaðar og verulegri óvissu háðar. Af þeim sök- um er ávallt beitt varfærni þegar verðþróun síðustu mánaða er metin við ákvörðun framreikningsstuðla í nóvember. Af sömu ástæðu kemur fyrir að síðustu verðbreytingar fyrir framreikning ná ekki að endur- speglast til fulls í nýju mati. Slík frávik eru þó oftast óveruleg og leiðréttast sjálfkrafa með næsta framreikningi að ári. Mikilvægt er að allt þetta sé haft í huga þegar framreikningur er skoðaður milli ára. I nóvember sl. ákvað yfirfast- eignamatsnefnd að mat íbúðarhúsa, íbúðarlóða og bújarða ásamt íbúð- arhúsum og útihúsum skyldi fram- reiknast að meðaltali um 4,5%. Samhliða framreikningi eru hús og mannvirki yfirleitt fyrnd um 1-2% milli ára, breytilegt eftir gerð og aldri, en lönd og lóðir taka ekki fyrningum. Hin almenna hækkun fasteignamats íbúðarhúsnæðis í fasteignamati því er gildi tók 1. desember sl. var þannig jafnan á bilinu Z-4% þegar tillit hefur verið tekið til fyrninga. Lokaorð Nú þegar verðbólga hefur hjaðnað og stöðugleiki ríkir í þjóð- félaginu hefur fasteignamat vissu- lega færst nær því marki að upp- fylla hið afdráttarlausa ákvæði laganna um að matið endurspegli gangverð miðað við staðgreiðslu í nóvember næst á undan matsgerð. Vegna takmarkana fjöldamats á borð við fasteignamatið og vegna þeirrar vinnureglu yfirfasteigna- matsnefndar að skattþegninn njóti óvissunnar við framreikning mats- ins næst þetta markmið þó sjaldn- ast til fulls. I umræðu síðustu vikna hefur örlað á þeirri skoðun, að framreikningur í nóvember- mánuði kunni að hafa verið ofáætl- aður á einhverjum tegundum eigna. Hafa þar gjarnan verið nefndar til sögu 70-110 fm íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, sem hækk- uðu einungis um 0,9% frá nóvem- ber til nóvember skv. Markaðs- fréttum Fasteignamats ríkisins í desember sl. Þessi tegund eigna hefur verið mjög sterk í sölu á síð- ustu árum og var einmitt í há- sveiflu í nóvember 1996. Þær eru því dæmigerðar fyrir eignir sem voru í tiltölulega lágu mati í árslok 1996. Þessar eignír hafa að sönnu aðeins dalað í samanburði við aðr- ar tegundir íbúðarhúsnæðis en eru enn ótvírætt í slöku mati þrátt fyr- ir framreikning í nóvembermánuði sl. Fasteignamat ríkisins hefur nú unnið úr 1.300 kaupsamningum frá 4. ársfjórðungi 1997. Enga vísbend- ingu er þar að finna um að mat sé of hátt í neinum flokki eigna í fast- eignamati því er gildi tók 1. desem- ber 1997. Þessi staðreynd breytir ekki því að fjöldamat á borð við fasteigna- mat er ávallt nokkurri óvissu und- irorpið. Það er þegar af þeirri ástæðu æskilegt að fasteignaeig- endur fylgist með og ígrundi mat eigna sinna. Réttur hagsmunaaðila er vel tryggður í lögunum um skráningu og mat fasteigna. Þeir geta ávallt óskað endurmats af hálfu Fasteignamats ríkisins á skráðu mati og stutt það rökum. Niðurstöðu slíks endurmats er síð- an hægt að kæra til yfirfasteigna- matsnefhdar. Það á því enginn að þurfa að búa við skarðan hlut varð- andi sanngjarnt mat fasteigna sinna. Höfundur er formaður yfirfasteigna matsnefndar Sjálfstæðisflokkurinn byggir ekki á djúpri hugmyndafræði SJALFSTÆÐISFLOKKURINN varð til við samruna íhaldsflokks- ins og Frjálslynda flokksins árið 1929. Stefna Sjálfstæð- isflokksins hefur ávallt verið blanda af frjáls- lyndi og íhaldssemi en flokkurinn byggir ekki á djúpri hugmynda- fræði heldur er fyrst og fremst félagsform til að gæta sérhagsmuna, ná vóldum og halda þeim. Þrjú atriði, afstaðan í utanríkismálum, yfir- ráð yfir fyrirtækjum og einstaklingsframtak, mörkuðu sérstöðu Sjálfstæðisflokksins og hafa verið undirstaða fjöldafylgis hans. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur hins vegar breyst á síðustu árum í formannstíð Þorsteins Pálssonar og Davíðs Oddssonar. Einkavinavæðing og skipting herfangs Einkavæðing Sjálfstæðisflokks Þorsteins og Davíðs hefur lítið með það að gera að koma ríkisfyrir- tækjum yfir í annað rekstrarum- hverfi. Markmið einkavæðingar- innar er fyrst og fremst að tryggja fyrirtækjum vinveittum Sjálfstæð- isflokknum betri samkeppnisstöðu og yfirráð yfir mikilvægum at- vinnufyrirtækjum. Við framkvæmd einkavæðingar er ekki sama hver kaupir. Við einkavæðingu SR (Síld- arverksmiðjur ríkisins) var þeim aðila sem átti hæsta tilboðið ekki Ágúst Einarsson gefinn kostur á að standa við það því aðrir tilboðsaðilar hugnuðust Sjálfstæðisflokknum betur. Gengið var til samninga við þá. Þegar Áburðarverk- smiðjan var boðin út og tilboð kom sem ekki hentaði hagsmunum Framsóknarflokksins var einfaldlega hætt við söluna. Löngu tímabær end- urskipulagning á þátt- töku ríkisins í atvinnu- rekstri er nýtt blygð- unarlaust til að færa fé og ítök úr almannaeigu til aðila nátengdra þessum stjórnmála- flokkum. Þegar Bún- aðarbanka og Lands- banka var breytt í hlutafélóg og við sameiningu Fisk- veiðisjóðs, Iðnlánasjóðs og Iðnþró- unarsjóðs, þar sem sú fráleita leið var farin að búa til nýjan banka, Fjárfestingarbanka, sátu flokks- hagsmunir í fyrirrúmi. Það var einnig gert í svokölluðum Nýsköp- unarsjóði. Hér er fjármálakerfið stokkað upp þvert á þá aðferða- fræði sem er algengust í Vestur- Evrópu, þ.e. að einkavæða ríkis- banka, tryggja dreifða eignaraðild og láta markaðinn um að laða fram samkeppni til að ná fram hag- kvæmum rekstri. Margt bendir til þess að við einkavæðingu Pósts og síma verði það enn og aftur stóru fyrirtækin úr VSÍ-umhverfinu sem fá yfirráð yfir þessum eigum almennings. Þriðja stoð Sjálfstæðis- flokksins, verndun einkaframtaksins, segir Agúst Einarsson í annarri grein sinni, er ekki lengur við lýði. Ríkisstjórnin er svo ósvífin að sem stjórnarformann Landssímans skipar hún framkvæmdastjóra VSI, Þórarin Viðar Þórarinsson, en hann er vitaskuld virkur áhrifa- maður í Sjálfstæðisflokknum. Landssíminn er eitt stærsta fyrir- tæki VSÍ, hagsmunaárekstrarnir ótvíræðir og fyrirtækið allt í ríkis- eigu. Ríkisstjórn Davíðs Oddsson- ar skipar þó framkvæmdastjóra VSÍ sem fulltrúa ríkisins og þjóð- arinnar. Sjálfstæðisflokkurinn gætir þess vel að hagsmunir stór- vinnuveitenda verði ekki fyrir borð bomir og allt er þetta á kostnað al- mennings. Sjálfstæðisflokkurinn hunsar smærri atvinnurekendur Hin skýra afstaða Sjálfstæðis- flokksins að vinna með öllum ráð- um að því að efla stóratvinnurek- endur eins og rakið var í fyrri grein gengur ekki einungis þvert á hagsmuni launþega heldur einnig á hagsmuni smærri atvinnurekenda. Það er ein stærsta blekkingin í stjórnmálasögu hérlendis síðustu árin að smærri atvinnurekendur eigi sér eítthvert skjól í Sjálfstæð- isflokknum. Því fer víðs fjarri. Það eru einungis hagsmunir stórfyrir- tækjanna sem ráða stefnu Sjálf- stæðisflokksins, t.d. við mótun skipulags á vinnumarkaði, endur- skoðun á skattalöggjöf, uppstokk- un ríkisfyrirtækja, einkavæðingu og aðgang að lánsfé. Ekkert tillit er tekið til sjónarmiða smærri at- vinnurekenda í Sjálfstæðisflokkn- um. I þeim hópi eru m.a. sjálfstæð- ir iðnaðarmenn, kaupmenn, smærri iðnfyrirtæki, atvinnubíl- stjórar, bændur, þjónustufyrir- tæki, smábátamenn, veitinga- og ferðaþjónusta, afþreyingarstarf- semi og margt fleira. Þriðja stoð Sjálfstæðisflokksins, verndun einkaframtaksins, er þannig ekki lengur við lýði. Smærri atvinnurekendur eiga ekki mikið skjól. Framsóknarflokkurinn hefur síðustu misseri, í formanns- tíð Halldórs Ásgrímssonar, reynt að breyta ásýnd sinni en þegar á reynir eru það vitaskuld gömlu Sambandstengslin og framsóknar- þræðirnir sem ráða hjá kaupfélög- unum og mörgum af stórfyrirtækj- um Framsóknar eins og Vátrygg- ingafélagi íslands (VÍS), íslensk- um sjávarafurðum (ÍS) og Olíufé- laginu (ESSO) og Samskip. Sjálfstæðisflokkurinn ver fá- keppnina Jafnaðarmenn hafa á undanförn- um árum orðið öflugir talsmenn launþega, smærri fyrirtækja og frjálsrar samkeppni, auk þess að hafa aldrei misst sjónar á baráttu fyrir velferðarkerfinu sem er horn- steinn jafnaðarstefnunnar. Það eru jafnaðarmenn sem hafa talað mest fyrir frjálsri samkeppni í atvinnu- lífinu undanfarin misseri en hvorki sjálfstæðismenn né framsóknar- menn, sem vilja halda í hina gömlu miðstýringu og fara með þá úreltu stefnu inn í 21. öldina. Frjáls sam- keppni er undirstaða heilbrigðs markaðskerfis en einkenni stórfyr- irtækja Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokksins er verndað umhverfi fákeppninnar. Smæð heimamark- aðarins er nýtt út í ystu æsar til að hleypa ekki öðrum aðilum að. Allir muna þegar erlent olíufé- lag, Irving Oil, ætlaði að hasla sér hér völl. Þá var allt í einu hægt að lækka verð á olíu og sýna íslend- ingum þjónustulund. Það breyttist um leið og hið erlenda félag hætti við að fjárfesta hér. Sama hefur gerst í tryggingamálum. Um leið og erlend félög (Scandia og FÍB- trygging) komu hér inn á markað- inn var allt í einu hægt að lækka ið- gjöld og taka tillit til óska við- skiptavinarins. Það var ekki hægt áður. Sama gerist í flutningum og fjölmiðlum. Slík stórfyrirtæki við fákeppnisaðstæður eru ein versta mynd nútímamarkaðshagkerfis og er ekki einungis vandamál hér á landi heldur víða erlendis. Sérstað- an hérlendis er hins vegar hin nánu tengsl við Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokk. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur þess að enn eru fjölmargir launþegar og smærri atvinnurekendur sem hafa ekki áttað sig á hverra hagsmuna þessi flokkur er nú farinn að gæta. Eðlilegt kjörfylgi Sjálfstæðis- flokksins miðað við þá stefnu sem hann hefur er um 25%. Verkefni sameinaðra jafnaðarmanna er að draga þetta nógu skýrt upp fyrir íslenska kjósendur. Höfundur er afjnngismadur íþing- flokki jafnaðarmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.