Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson FRA skrautskriftarnámskeidinu í Arneshreppi. Skoðanakönnum DV Rey kj avíkurlistmn með forystu REYKJAVIKURLISTINN fengi átta fulltrúa í borgarstjórn og væri ekki langt frá því að ná níunda full- trúanum, væri gengið til kosninga nú, samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í DV í gær. 45,6% aðspurðra sögðust ætla að kjósa Reykjavíkurlistann en 36,4% Sjálfstæðisflokkinn. 13,3% voru óá- kveðin og 4,7% neituðu að svara. Ef einungis er tekið mið af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni er fylgi R-listans 55,6% og fylgi D-list- ans 44,4%. I síðustu borgarstjórnar- kosningum árið 1994 fékk Reykja- víkurlistinn 53% atkvæða og Sjálf- stæðisflokkurinn 47%. Samkvæmt könnuninni er mis- munur á afstöðu kynjanna vart marktækur á meðal þeirra sem taka afstöðu. Mun færri konur virðast hins vegar hafa gert upp hug sinn en karlar. Skoðanakönnunin var fram- kvæmd af markaðsdeild Frjálsrar fjölmiðlunar um síðustu helgi. Úr- takið var 445 kjósendur í Reykjavík, 215 karlar og 230 konur. Þriðjungur íbúa á skrautskriftarnámskeiði Ámeshreppi. Morgunblaðið. A dögunum hélt Farskóli Vestfjarða námskeið í skrautskrift hér í sveit, en svona námskeið hafa verið haldin víða á Vestfjörðum og yfírleitt með góðri þátttöku. Þátttakan var mjög góð, þrettán manns, og voru konur í meirihluta, tíu talsins, en karlar þrír. Þetta mun vera um einn þriðji íbúa sem eru hér heima yfir veturinn. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Jens Krislján Guð- mundsson frá farskólanum og var hann mjög ánægður með þátttökuna og að hafa getað komið hér og hald- ið námskeiðið. Þátttakendur voru líka ánægðir og töldu sig hafa haft mikið gagn og gaman af. Allir fengu skírteini að námskeiðinu loknu. Fólk Nýr fram- kvæmdastjóri hjá Styrktarfé- lagi vangefínna •UM áramótin urðu framkvæmda- stjóraskipti hjá Styrktarfélagi van- gefínna í Reykjavík. Tómas Stur- laugsson lét af störfum að eigin ósk eftir 20 ára farsælt starf hjá félaginu. Við starfi hans tók Kristján Sigur- mundsson sem verið hafði starfs- mannastjóri hjá Styrktarfélaginu síðastliðin 7 ár. Jafnframt hefur Erna Einarsdóttir, þroskaþjálfí, verið ráðin starfsmannastjóri. Styrktarfélag vangefinna var stofnað 23. mars 1958 og heldur því upp á 40 ára afmæli í ár. Verður þess minnst með ýmsum hætti. Styrktarfélag vangefinna veitir um 250 til 300 fótluðum einstaklingum þjónustu. Félagið rekur 3 dagheim- ili og er í samstarfí við aðra aðila við rekstur á einu til viðbótar. Þá rekur félagið verndaðan vinnustað, 2 skammtímavistanir, leikskóla og 7 sambýli. Þá er veitt frekari liðveisla í 18 verndaðar íbúðir. Starfsmenn félagsins eru um 180 og skrifstofa þess er í Skiphotli 50c. Rristján Sigurmundsson lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 1975, prófi frá Þroskaþjálfaskóla íslands 1983, framhaldsnámi í stjórnun og starfs- mannahaldi við Þroskaþjálfa Is- lands 1989-1991. Hann stundar rekstrar- og viðskiptanám við End- urmenntun Háskóla íslands. Kristján var forstöðumaður sam- býlis svæðisskrifstofu Reykjaness 1984 til júní 1988, fræðslufulltrúi hjá Rrabbameinsfélaginu frá sept- ember 1988 til maí 1990, fram- kvæmdastjóri Greiningar- og ráð- gjafarstöðvar ríkisins frá júní 1991 til júlí 1992, launa- og tómstunda- fulltrúi hjá Styi-ktarfélagi vangef- inna frá maí 1990 til febrúar 1994, starfsmannastjóri Styrktarfélags vangefinna frá febrúar 1994 og starfsmaður Ataks, félags þroska- heftra frá stofnun þess 1993 til árs- loka 1996. Kristján er 43 ára gamall, elstur af sex systkinum, kvæntur og á tvö börn. Kona hans er Anna Elísabet Ólafsdóttir, þroskaþjálfi og lög- reglumaður. Hún starfar sem hverf- islögreglumaður í Breiðholti í fullu starfi. Börnin þeirra eru tvö, tvítug- ur sonur og tæplega tveggja ára dóttir. Andlát GUÐMUNDUR EINARSSON Hcllissandi. Morgunblaðið. GUÐMUNDUR Einai-s- son frá Klettsbúð á Hell- issandi lést á Dvalar- heimili aldraðra sjó- manna í Reykjavík 6. febrúar sl. Guðmundur var fædd- ur í Klettsbúð 12. júlí 1896 og ól þar allan sinn aldur. Stundaði hann lengst af algenga verka- mannavinnu og póst- flutninga og þótti dygg- ur og harðsækinn við hvort tveggja. Guð- mundur varð 101 árs gamall og mun hafa ver- ið elsti íbúi sem skráður var í þessu sveitarfélagi. Foreldrar hans voru Einar Hákon- arson og Jónína Sigfríður Jónsdóttir. Guðmundur kvæntist aldrei og var bamlaus alla tíð. Síðustu tíu árin dvaldi hann á Dvalar- heimili aldraðra sjó- manna í Reykjavík, þar sem hann lést sl. föstu- dag. Guðmundur var ágæt- ur hagyrðingur og birt- ust m.a. eftir hann nokkrar stökur í Snæ- fellingaljóðum. Þegar hann var fímmtugur að aldri kvað hann m.a. þessa stöku um ævi sína: Eg hef gengið grýtta leið, / og gatan víða brunnið. / Hálfrar aldai' er nú skeið / ævi minnar i-unnið. / A mig sólin aldrei skín, / elli slitna flíkur. / Eg vildi ei beinin bera mín / á bökkum Olafsvíkur. Guðmundur Einai-sson frá Kletts- búð verður jarðsettur á Ingjaldshóli laugardaginn 21. febrúar nk. Costa del Sol Heitasti staðurinn í sumar afsláttur fyrir manninn ef þú bókarnúna* Við kynnum nú beint flug til Costa del Sol í sumar og bjóðum því fyrstu sætin á sértilboði, 8.000 kr. afslátt fyrir manninn eða allt að 40.000 kr. afslátt fyrir fjölskylduna. Staður fyrir þá sem gera kröfur Costa del Sol er nú orðinn einn vinsælasti áfangastaður íslendinga, enda er enginn sumardvalarstaður við Miðjarðarhafið sem hefur að bjóða þvílíka fjölbreytni í fríinu og jafn stöðugt og gott veðurfar. Heimsferðir kynna nú bein vikuleg flug í allt sumar, nú getur þú flogið beint í sólina á aðeins fjórum og hálfum tíma og nýtur traustrar fararstjómar Heimsferða allan tím U Strendurnar á Costa del Sol eru víðfrægar og hafa nú undanfarin ár verið kosnar hreinusru strendur Evrópu. Glæsilegir gististaðir Við bjóðum glæsilega gististaði á Costa del Sol í sumár og hér finna allir eitthvað við sitr hæfi hvort sem þú leitar að góðu íbúðarhóteli á ströndinni með íþróttadagskrá allan daginn og skemmtidagskrá á kvöldin eða á iúxushóteli í Marabella. Ótrúlegt verðtilboð Fyrstu farþegarnir tryggja sér lægsta verðið Hreinustu strendur Evróp *Gildir í brottfarirnan 12. og 20. maí 17. og 24. júní 1., 8. og 22. jiilí 26. ágúst 2. september Brottfarardagar: 2. og 14. apríl 12., 20. og 27. maí 3., 10., 17. og 24. júnf L, 8., 15., 22. og 29. júlí 5., 12., 19. og 26. ágúst 2., 9., 16. og 23. sept. Verð frá kr. 34.632 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, El Pinar, 17. júnt, vika með 8.000 kr. afilætti. Verð ffá kr. 39.932 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára í 2 vikur með tilboðsafilætti, 20. maí El Pinar. Verð firá kr. 49.960 M. v. 2 í studio, Bajondillo, 2 vikur meS tilboðsafiUtti, 24. júní. Þjónusta Heimsferða: * íslensk fararstjórn * Urval kynnisferða * Viðtalstímar á gististöðum Heimsferða * Akstur til og frá flugvelli á Costa del Sol * Vikulegt leiguflug * Þrif fimm sinnum í viku á gististöðum Heimsferða Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.