Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 21 ERLENT Farið að draga af El Nino BÚIST er við, að El Nino, heiti straumurinn við Suður-Amer- íku, fari minnkandi á næstu mánuðum en hann hefur mikil áhrif á veðurkerfin um allan heim. Hefur hann valdið miklu þurrkum í Suðaustur-Asíu en veðurfræðingar í Singapore spá því, að veðrið verði komið í „samt lag" á miðju þessu ári. Þó er talið hugsanlegt, að í kjölfar El Nino fylgi La Nina, sem get- ur valdið meiri úrkomu í SA-As- íu en venjulegt er. Einfalt bankarán KONA sem var ein síns liðs, rændi banka í Mexíkóborg í gær með því að afhenda einum gjaldkeranum miða með hótun- um. „Þetta er rán. Láttu mig fá peningana og hættu ekki lífinu. Við erum fimm og öll vopnuð," sagði á miðanum og konan gekk út með rúmar 70.000 ísl. kr. í Mexíkóborg er banki rændur annan hvern dag og yfirleitt eru að verki nokkrir menn saman. Ríkisstarfs- mönnum fækkað HERSTJÓRNIN í Nígeríu hef- ur ákveðið að fækka ríkisstarfs- mönnum um 30% og því má bú- ast við, að um 250.000 manns verði sagt upp störfum. Raunar vita stjórnvöld ekki hve ríkis- starfsmennirnir eru margir en telja, að þeir séu á bilinu 700 til 800.000. Til stendur að hækka launin við þá, sem halda vinn- unni, til að auka afköstin. Þunglyndi og reykingar ÞEIR, sem reykja daglega, eru helmingi líklegri til að þjást af þunglyndi en þeir, sem ekki reykja eða sjaldan. Kom þetta fram við rannsókn bandarískra vísindamanna en þeir sögðu ekki Ijóst hvort reykingar yllu þunglyndi eða hvort það ýtti undir reykingar. Onnur aftaka í Texas STEVEN Renfroe, fertugur að aldri, var tekinn af lífi með ban- vænni sprautu í fangelsi 1 Texas á mánudag. Er hann annar mað- urinn, sem líflátinn er á einni viku, en aftaka hans vakti ekki sömu athygli og aftaka Karla Faye Tucker í síðustu viku. Hún var fyrsta konan, sem líflátin hefur verið í Texas frá lokum borgarastríðsins. Renfroe, sem er 146. maðurinn, sem líflátinn er í Texas frá því dauðarefsing var tekin þar upp aftur 1982, var dæmdur til dauða fyrir að myrða vinkonu sína, frænku og ná- granna í eiturlyfjavímu 1996. Hann fór sjálfur fram á það við dómarann, að hann yrði dæmd- ur til dauða og neitaði að áfrýja til að vinna tíma. Morð í Belfast MAÐUR var skotinn til bana í einu úthverfi Belfast í gær. Var hann mótmælandi og er talið, að morðið megi rekja til átaka milli trúflokkanna í landinu. frá jólum hafa 10 menn látið lífið af þeim sökum. Á skíðum í hlíðum Etnu SIKILEYSKIR skíðamenn eru hvergi bangnir þótt það rjúki dálítið úr kollinum á Etnu en fyrr í mánuðinum mældust 200 skjálftar í fjallinu. Fylgjast jarðvísindamenn mjög vel með og telja hugsanlegt, að fjallið sé að vakna af sex ára löngum svefni. Síðasta gos var 1992 en eitt mesat gos á síðari öldum var fyrir rúmlega 200 árum eða 1792. Kynnstu töfrum Suzuki Finndu hve rýmið er gott Baleno Wagon hefur allt að 1.377 lítra farangursrými! Það er meira rými en flestir þurfa að nota, jafnvel þegarfarið er í sumarbústaðinn eða söluferðina. Aftursætið skiptist 40/60. Krókarbinda niður farangurinn, draghlíf hylur hann og aðskildar hirslur eru inn- feldar i gólf. Baleno Wagon er gerður til flutninga. Þægilegur og óvenju rúmgóður, bæði fyrir bílstjóra og farþéga I Baleno Wagon er nóg fóta-, höfuð- og olnbogarými fyrir bílstjóra og farþega, jafnvel þótt stórir og stæði- legir séu! Vel bólstruð sætin veita góðan stuðning á langferðum og hljóðeinangruð yfirbyggingin heldur vélar- og vegahljóðum í algjöru lágmarki. Það gerir ferðalagið enn ánægjulegra. Og Uttu á verðið: WAGONGLX 1.445.000 KR. WAGONGLX4x4 1.595.000 KR. Baleno 4x4 hefur einstaklega góða aksturseiginleika Fjórhjóladrifnir Baleno Wagon hafa RBC fjöldiska tengsli sem sér um að færa afl milli fram- og afturhjóla eftir því sem aðstæður krefjast. RBC tengslið eykur veggrip í beygjum og brekkum og bætir jafnvægi við hemlun. -=ÍDj 96 hestafla, 16 ventla vél með fjölinnsprautun Baleno Wagon er hagkvæmur í rekstri og sameinar mikið afl og litla eyðslu. Suzuki hönnun tryggir bestu eldsneytisnýtingu við allar aðstæður. I ALLIR SUZUKI BlLAR ERU MEÐ 2 ÖRYGGIS- LOFTPÚÐUM. SUZUKI AFLOG ÖRYGGI SUZUKI SÖLUUMBOÐ:Akranes:ÓlafurG. Ólafsson, Garðabraut 2, simi 43128 00. Akureyri: BSAhf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. CT T7\ TICT RTT AR TJTh Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf, Miðási 19, sími 471 2011. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. isafjörður: Bílagarður ehf, ^ ^ *-* ^ "* JJll_i.r\JV l\T Grænagarði,simi4563095.Keflavik:BGbilakringlan,Grófínni8,simi4211200.Selfoss:BilasalaSuðurlands,HrismýriS,sími4823700. Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.