Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 41 ; ( ( i ( í ; ( ( ( ( ( ( ( ( í ( ( i ( ( ( ( ( ; ( \ Flamencokvöld endur- tekið í Kaffileikhúsinu SPÆNSKT menningar- og flam- encokvöld var sl. fostudagskvöld í Kaffileikhúsinu og vegna mikillar að- sóknar hefur verið ákveðið að endur- taka dagskrána á Valentínusardag- inn laugardaginn 14. febrúar, segir í fréttatilkynningu. Aðalgestur kvöldsins er Franca Zuin flamencódansari en hún býr í Andalúsíu á Spáni. Hún hefur dans- að flamencó í 14 ár og lærði í Sevilla og Madríd. Franca hefur dansað og kennt flamencó í mörgum löndum Evrópu og er m.a. hingað komin til þess að halda námskeið í Kramhús- inu og Listdansskóla Islands. Nokkrir íslenskir listamenn munu einnig koma fram. Ingveldur Yr Jónsdóttir, söngkona mun ásamt hljómsveitini Hringum flytja spænska tónlist. Vilborg Halldórs- dóttir, leikkona, kynnir og flytur ljóð eftir spænska ljóðskáldið Federico Carcia Lorca í þýðingu Þorgeirs Þorgeirsonar en í ár eru einmitt liðin 100 ár frá fæðingu Lorca. Spánverjar minnast þessara tímamóta í ár með margvíslegum hætti. Dagskráin hefst kl. 20 með kvöld- verði. Undir borðhaldi verða ofan- gi-eind menningaratriði en að þeim loknum leikur hljómsveitin Hringir fyrir dansi til kl. 2. Miðaverð með mat, skemmtiatrið- um og dansleik er 2.500 kr. Áhyggjur í Eyjum EFTIRFARANDI samþykkt var gerð á fundi bæjarráðs Vest- mannaeyja síðastliðinn mánudag: „Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaradeilu sjómanna og út- vegsmanna. Afleiðingar vinnu- stöðvunar í lengri tfma yrðu þung- bærar fyrir Vestmannaeyjar og landið allt, sérstaklega nú í febrúar þegar háannatíminn í sjávanútvegi hefur venjulega verið. Áhrif verkfalls munu koma fram af miklum þunga á afkomu heimila, fyrirtækja og sveitarfé- lagsins. Bæjarráð skorar því á samnings- aðila að þeir geri allt sem mögulegt er til þess að finna lausn á þessu erfiða deilumáli.“ Morgunblaðið/Golli Fjörgyn með útvarpsstöð FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Fjörgyn í Grafarvogi er komin með sína eigin útvarpsstöð FM 103,7 sem starf- rækt verður 9.-13. febrúar kl. 10-22. Unglingar í Fjörgyn sjá um alla dagskrá útvarpsins og er hún að sjálfsögðu fjölbreytt að hætti ung- linga. Morgunblaðið/Egill Egilsson HALLBJÖRN Hjartarson í góðum félagsskap. Þorrablót til styrktar nýjum Kántrýbæ „Fólkið í landinu hefur stappað í mig stálinu“ SVOKALLAÐ kántrýþorrablót verður haldið á Hótel Sögu nk. föstudag, þar sem aflað verður fjár til byggingar á nýjum Kántrýbæ Hallbjarnar Hjartar- sonar á Skagaströnd en gamli Kántrýbær brann í október á síðasta ári. Fjöldi skemmti- krafta kemur fram á þorrablót- inu og gefa þeir allir vinnu sína en blótið er haldið í samvinnu við Fínan miðil. „Þetta verður stór og til- komumikil stund, þarna verða á milli 20 og 30 listamenn sem koma fram og skemmta," segir Hallbjörn og bætir við að það hafi komið honum á óvart að hann ætti svo mikinn stuðning meðal almennings. Meðal þeirra sem koma fram eru Rúnar Júlíusson, Ragnar Bjarnason, Snörurnar, Arni Johnsen, André Bachman og Bjartmar Guðlaugsson. Hljóm- sveitin Farmals og Magnús Kjartansson leika fyrir dansi og einnig koma fram Jóhann Örn línudanskennari, Skari skrípó og Jóhannes Krisfjánsson eftir- herma. Kynnir er Þorgeir Ástvaldsson. Sjálfúr mun Hall- björn auðvitað bregða sér suður og taka þátt í gleðinni. „Það væri nú annað hvort,“ segir kántrýkóngurinn glað- beittur í samtali við Morgun- blaðið. Hallbjörn hefur látið teikna bjálkahús Hallbjörn hefur látið teikna bjálkahús og er nú að velta fyrir sér þremur tilboðum sem borist hafa í smíði þess. „Kántrýbær mun rísa í vor og sumar,“ segir hann. Húsið mun kosta um 35 milljónir króna og kveðst Hall- björn þegar kominn með um 14 milljónir. Það ráðist á næstunni hvort takist að fjármagna smíði hússins. Gangi það ekki hefur Hallbjörn teikningar af öðru húsi til vara, sem yrði mun minna og ódýrara. Útvarpsstöð Hallbjarnar, Út- varp Kántrýbær, hefur nú feng- ið inni til bráðabirgða í gamla barnaskólanum á Skagaströnd eða þar til flutt verður inn í nýj- an Kántrýbæ. Öll tæki er komin og á bara eftir að tengja, svo Hallbjörn gerir ráð fyrir að út- sendingar hefjist fljótlega. Hallbjörn kveðst mjög þakk- látur fyrir þann stuðning sem hann hefur fengið alls staðar að eftir að Kántrýbær brann. „Fólkið í landinu liefur stappað í mig stálinu og hringt í mig dag og nótt til þess að hvetja mig áfram,“ segir hann. Gengið úr Grófinni upp á Lyngháls í KVÖLDGÖNGU Hafnargöngu- hópsins miðvikudaginn 11. febrúar verður minnst á elstu fornleið landsins að því að sagan bendir til. í lok göngunnar verður litið inn hjá íslenskri erfðagreiningu. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 og upp Grófina suður í Víkur- garð. Þaðan með Austurvelli og yfir „Lækjarósinn" upp á Arnarhól og að Landsbókasafnshúsinu. Þar verður vikið af fornleiðinni og gengið upp á Skólavörðuhæð og áfram suður í skarðið á milli Öskju- hlíðanna að gatnamótum fornleiða suður á Reykjanes. Síðan verður Hitaveitustokkunum fylgt inn að Elliðaám og yfir þær og farin gamla alfaraleiðin upp Reiðskarð ofan Ártúns að gatnamótum fom- leiða til suður-j vestur- og norður- landsins ofan Árbæjarsaftis. Þaðan verður gengið að Lynghálsi 1 og lit- ið inn hjá Islenskri erfðagreiningu. Að því loknu verður val um að ganga til baka eða fara með rútu. Hægt verður að koma inn í gönguferðina frá Perlunni kl. 21 og frá Árbæjarsafni kl. 22. Rútan kemur við á ofangreindum stöðum á leið sinni niður í Hafnarhús. Allir velkomnir. Kj arasamningar verði virtir FUNDUR í trúnaðarráði Dags- brúnar og Framsóknar stéttarfé- lags samþykkti samhljóða á fundi sínum á föstudag meðfylgjandi ályktun vegna yfirstandandi kjara- deilu sjómanna: „Trúnaðarráðsfundur Dags- brúnar og Framsóknar stéttarfé- lags lýsir þungum áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í kjaradeilu sjómanna og útgerðar- manna fiskiskipa. Kjaradeilu sem í raun er endurtekning fyrri deilna sem allar hafa snúist um að útgerð- armenn virði gerða kjarasamninga við sjómenn. í þessum deilum hefur margoft komið fram að einstakir útgerðar- menn hafa brotið lög og kjarasamn- inga á sjómönnum með því að neyða þá til þátttöku í kvótakaupum og í sumum tilfellum með einhliða verð- ákvörðunum útgerðarmanna. Þessa staðreynd hafa forsvarsmenn út- gerðarmanna í raun viðurkennt. Tilraunir þær sem í tvö síðustu skiptin hafa verið gerðar til að leysa þessar deilur sýna svo ekki verður um villst að sjómenn hafa verið reiðubúnir að leita allra leiða sem orðið gætu til lausnar þessara mála. Það sama verður hins vegar ekki sagt um útgerðarmenn sem jafnharðan hafa gert allt til að eyðileggja þær lausnir sem hafa verið reyndar. Trúnaáðsfundur Dagsbránar og Framsóknar stéttarfélags lýsir yf- ir fullum stuðningi við baráttu sjó- manna fyrir því að lög og kjara- samningar séu virtir." Hernaði gegn Irak mótmælt HERNAÐI Bandaríkjanna gegn Irak verður mótmælt miðvikudag- inn 11. febráar með því að gengið verður frá Lækjartorgi að banda- ríska sendiráðinu við Laufásveg. Kl. 17 verður safnast saman á Lækjartorgi. Tvö ávörp verða flutt og ályktun borin upp. Kröfur dagsins eru: Bandaríkin burt frá Persaflóa, alla vopnaeftir- litsmenn burt, afléttið viðskipta- banninu á írak. Virðið rétt full- valda ríkis, segir í fréttatilkynn- ingu. Að mótmælunum standa Ungir sósíalistar, Samtök herstöðvaand- stæðinga, Sósíalistafélagið, Menn- ingar- og friðarsamtök íslenskra kvenna og fleiri. Guðrún Péturs- dóttir á fundi hjá Sjálf- stæðum konum SJÁLFSTÆÐAR konur halda fund í Valhöll við Háaleitisbraut fimmtudagskvöldið 12. febráar kl. 20.15. Allir eru velkomnir til um- ræðna um stjórnmál og jafnréttis- mál. Sérstakur gestur kvöldsins verður að þessu sinni Guðrún Pét- ursdóttir, forstöðumaður og fram- bjóðandi Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosning- um. Fundurinn hefst kl. 20.15 með kynningu á starfi Sjálfstæðra kvenna og því helsta sem framund- an er á næstu mánuðum. Kl. 21 flytur Guðrán Pétursdóttir erindi þar sem hún ræðir m.a. spurning- ar: Hvers vegna tek ég þátt í póli- tísku starfi? Hvað er spennandi við stjórnmál? Að loknu hennar inn- leggi verða umræður og fyrir- spurnir. Hverfafundir borgarstjóra hafnir NÆSTU vikur mun Ingibjörg Sól- rán Gísladóttir borgarstjóri halda hveríafundi með íbúum Reykjavík- ur. Fyrsti fundurinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur mánudaginn 9. febráar með íbúum vestan Snon-abrautar. Á fundunum mun borgarstjóri m.a. ræða um áætlanir og fram- kvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátttöku fundarmanna og embættismanna borgarinnar. Á öllum fundunum verða sýndar teikningar af framkvæmdum í hverfunum ásamt ýmsu fróðlegu og myndrænu efni sem íbúar í við- komandi hverfi kunna að hafa áhuga á. Næstu fundir á eftir fundinum í Ráðhúsinu verða mánudaginn 16. febráar á Kjarvalsstöðum með íbú- um Túna-, Holta-, Norðurmýrar- og Hlíðahverfis og með íbúum Háaleits-, Smáíbúða-, Bústaða-, Múla- og Fossvogshverfis í Réttar- holtsskóla mánudaginn 23. febráar. Fundur með íbúum Seljahverfis, efra- og neðra Breiðholts verða í Gerðubergi mánudaginn 2. mars. Fundur með íbúum Laugarness-, Lækja-, Teiga-, Langholts-, Sunda- og Vogahverfis ásamt Skeifunni verður í Langholtsskóla mánudag- inn 9. mars og hverfafundur með íbúum í Árbæjar-, Ártúnsholts- og Seláshverfi verður í Félagsmið- stöðinni Árseli mánudaginn 16. mars. Hverfafundur borgarstjóra með íbúum í Grafarvogshverfum verður í Félagsmiðstöðinni Fjörgyn mánudaginn 23. mars og að lokum verður efnt til fundar með ungu fólki þar sem fjallað verður um framtíðarborgina Reykjavík mánu- daginn 30. mars í Ráðhúsi Reykja- víkur. Allir fundirnir hefjast kl. 20. Myndakvöld og kynning’ á nýrri ferðaáætlun FERÐAFÉLAG íslands efnir til myndakvölds í kvöld, miðvikudag- inn 11. febráar, og verður það í F.í.-salnum, Mörkinni 6 og hefst kl. 20.30. Fyrir hlé sýnir Leifur Þorsteins- son, fararstjóri, myndir úr ferðum um „Laugaveginn", Kjalveg, um- hverfi Hagavatns, frá Skaftafelli og Lónsöræfum. Eftir hlé er kynning á nýjungum og ýmsum ferðum m.a. sumarleyfisferðum í nýrri og fjöl- breyttri ferðaáætlun Ferðafélags- ins sem var að koma út. Kaffiveit- ingar í hléi. Allir velkomnir. Þorraferð og þorrablót verður farin í Mývatn 14.-15. febráar. Gisting að Hótel Höfðabrekku. Farið í skoðunar- og gönguferðir um forvitnilegar slóðir m.a. í fylgd heimamanna og kynnst ýmsu merkilegu sem er að gerast í Mýr- dalnum. Miðar á skrifstofu. Þorra- hlaðborð innifalið í fjargjaldi. Brottfór kl. 8. Ferðir Ferðafélagsins eru kynntar á heimasíðu félagsins: http:/ /wvvw. fhis Bikarkeppni í samkvæmis- dönsum DANSRÁÐ íslands stendur fyrir Bikarkeppni í samkvæmisdönsum með grunnaðferð sunnudaginn 15. febráar í Iþróttahúsinu á Seltjarn- amesi. Keppt verður í öllum ald- ursflokkum í A, B/C og D-riðlum. Samhliða verður keppt í sam- kvæmisdönsum með frjálsri aðferð og í línudönsum. Dómarar eru fimm, að þessu sinni allir íslenskir. Keppnin hefst kl. 14 og húsið verður opnað kl. 13. Forsala að- göngumiða er frá kl. 12.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.