Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM svörtu Xd lUiLLii LU_L J_L J_LJ_L Steinsnar fyrir innan Neskaupstað býr Þorlákur Friðriksson, kunnari sem Lalli í Skorrastað. Hann þekkja allir á Austur- landi sem hafa sótt þorrablót eða árshá- tíð. Og aðeins af góðu. Pétur Blöndal tal- aði við hann um svörtu nóturnar, Lúðvík, ___________kvóta og leiklist.___________ Morgunblaðið/Pétur Blöndal PEÐGARNIR knúsa harmóníkurnar og eins og sjá má er Lalli með fíngurna á svörtu nótunum. EG ER fæddur og uppalinn á Eskifirði; sonur hjónanna Friðriks Árnasonar, hreppstjóra, og Elínborgar Þoi'láksdóttur," segir Lalli hæglát- lega við blaðamann þegar þeir hafa komið sér vel fyrir í setustofunni. „Við vorum stór systkinahópur, níu alsystkin og eitt hálfsystkin. Faðir minn lék á orgel og við strák- arnir vorum farnir að syngja í rödd- un hjá honum við orgelið þegar ég var tíu ára. Allar þessar fjölskyldur, börn og barnabörn, komu síðan sam- an hjá þeim á jólum og þá var sungið fram undir morgun." Það kjaftar á Lalla hver tuska og greinilegt að hann tekur á viðtölum af mikilli einurð - eins og söngnum. Gleðin dansar í hverjum andlits- drætti. „Eg byrjaði að leika á orgel og var búinn að ná valdi á því þegar ég var ellefu ára," segir hann. „Þegar ég var þrettán ára sofnaði harm- óníkuleikari á miðju sveitaballi - hafði víst drukkið of mikið. Hann gekk bara aftur fyrir orgelið og dó. Hann var eini harmóníkuspilarinn á ballinu og þá vora góð ráð dýr því þetta var stórhátíð. Það var bæði hestamanna- og íþróttamót þessa helgi. Ég vai- í sveit í Lóninu á þessum tíma og maðurinn sem ég var í vist hjá gekk valdsmannlega fram á gólf- ið og sagði: ,Á meðan þið eruð að ýta yið honum skal þessi spila á meðan." Eg varð svoleiðis upp með mér að ég hækkaði um marga sentímetra. Þetta ball í skólahúsinu yar það fyrsta sem ég spilaði á. Ég lék í Wukkutíma og kunni ekki mörg lög. Ég held þau hafi verið sex eða átta, en það dugði að endurtaka þau aftur og aftur. Þegar ég var staðinn upp til að spila var búið að senda eftir öðrum harmóníkuleikara niður á Höfn. Þeg- ar hann kom eftir hálfan annan tíma var mér boðið upp á súkkulaði og rjómapönnukökur. Ég hafði voða- lega gaman af því." Lalli hugsar sig aðeins um og bætir svo við ákveðinn í bragði: „Ekki það að ég miklast aldrei af því sem ég hef gert og ég hef aldrei tekið aur fyrir að koma fram, - þótt ég hafi verið með al- mennan söng, gamanvísur og allt hvaðeina. Það eina sem ég vil fá út úr þessu er gleði. Ég vil fá fólkið til að gleyma með mér öllum áhyggjum og þrasi." Skáldað í Lalla Það verður ekki orðað nógu sterkt hvílík upplifun það er að fylgjast með leikrænum tilþrifum Lalla þeg- ar hann flytur gamanvísur. Það eina sem verður sagt er að vísurnar öðl- ast líf - verða raunar sprelllifandi. Tryggvi Vilmundarson, netagerðar- maður og gamanvísnahöfundur, á hlut að máli, þvi þeir hafa átt í blóm- legu samstarfi síðan árið 1965. „Þá segir hann við mig: „Lalli, nú er ég búinn að gera fyrstu gamanvísurnar mínar og treysti engum jafn vel og þér til að fara með þær." Eg tók auð- vitað vel í það og okkar samstarf hef- ur verið með ágætum, enda sagði hann oft við menn að hann skáldaði í mig." Flestallar gamanvísur sem Lalli hefur flutt hafa verið eftir Tryggva. „Ég gæti trúað að ég ætti eftir hann um 40 til 50 gamanvísur," segir hann. ,Alveg síðan Tryggvi kom að máli við mig hef ég verið á fjölunum við gamanvísnasöng og almennan söng. Um þessar mundir er konan mín formaður Félags eldri borg- ara hér á staðnum og fékk ég Æ' hana til þess að taka það að sér i með því að lofa að aðstoða hana #**' eins vel og ég gæti. Þetta er # heilmikil guðsgjöf sem mér I var gefin að geta sungið, jv^ spilað og leikið." Byrjaði að leika 11 ára Lalli byrjaði að leika á Eskifirði þegar hann var ellefu ára. „Eg lék í skóla leikritum og hafði snemma gaman af því - líklega vegna þess að ég sá að fólk var ánægt. Fyrsta stóra leikritið sem ég lék í var Leynimelur 13. Það var sett upp þegar ég var « fjórtán ára og lék ég m.a. á móti I Alla ríka. Við lékum saman í mörg- um leikritum og þekktumst ágæt- lega." Annar nafnkunnur maður veitti Lalla innblástur í æsku. „Segja má að ég hafi lært að spila af Róberti Arnfinnssyni, farið að hrífast með. Ég var þá byrjaður að negla á orgelið hans pabba. Hann hafði keypt það nýtt frá Noregi og verið ár að borga það, - enda kostaði það 50 krónur sem þá voru miklir peningar. Um leið og ég gat náð niður til þess að stíga á pedalana byrjaði ég að syngja. Svo hafði ég gaman af að herma eftir gömlum körlum úr karlakórnum Glað, sem faðir minn þjálfaði, þegar þeir voru farnir eftir æfmgar. - Það var mín fyrsta stæling." Arið 1947 var viðburðaríkt í lífi Lalla. Þá tók hann saman við Jó- hönnu Ármann, eiginkonu sína, og sama ár tók hann að sér verkstjórn yfir flmmtán strákum frá Eskifirði „og lögðum við veg frá brúnni og upp í skarðið. Það var ævintýri út af fyrir sig. Eg keypti tjald og var alltaf með strákunum í vinnunni. Þá var flautað þegar tími var kominn á morgnana og kvöldin og söngur og gleði hjá okkur á hverju einasta kvöldi í tjöld- unum. Samt vorum við metnaðarfull- ir og ákveðnir í að verða ekki á eftir þeim sem lögðu upp í skarðið hinum megin frá. Við vildum ekki láta stíga okkur niður í skítinn þótt við værum svona ungir. Það gekk eftir að við héldum okkar hlut." Missti af kvótanum Þetta ævintýri endaði vel en Lalli hefur ekki alltaf átt sjö dagana sæla. „Ég missti af kvótanum þegar ég veiktist og var að byggja upp fjósið á sama tíma. Þegar ég var loks búinn að því var kominn kvóti í staðinn fyr- ir ærgildi og ég stóð á núlli. Síðan hef ég ekki átt kvóta. Ég hef átt bágt með það sálarlega að sætta mig við þetta, en söngurinn hefur hjálpað mér mikið. I gegnum hann hef ég náð að rífa mig upp." Lalli hefur staðið í málarekstri út Lalli tekur jafnvel jöklum fram þegar hann kemst á skrið. af þessu síðan árið 1986 en ekkert hefur gengið. „Ég leigi hestamönn- um út jörðina til þess að þeir geti heyjað. Áður var ég með 26 beljur, 30 nautgripi og 100 ær en ég missti allt saman. Þetta er auðvitað ekkert annað en eignaupptaka; við fáum þetta aldrei aftur. Við vorum með sex börn á heimili þegar kippt var undan okkur fótunum, en vorum bara svo heppin að eiga góða vini í Síldarvinnslunni og höfum verið í vinnu þar síðan. Það hefur viljað okkur báðum til láns að við erum fé- lagslynd og söngelsk - við áttum okkur annað líf. En við skulum ekki eyða meira púðri í þetta. Það er ekki til neins," segir Lalli og lifnar yfir honum aft- ur. „Við skulum heldur hafa þetta á léttu nótunum." Hann fær sér kaffi- sopa og heldur áfram: „Mér er það minnisstætt að þegar við fluttum hingað var leikstarfsemi búin að liggja niðri í fimm ár. Þá varð ég valdur að því að sett var upp 20 manna leikrit sem nefnist Sundgarp- urinn. Gerði það óskaplega mikla lukku og fórum við með það um firð- ina. Líklega er hlutverk húrrakrakk- ans í því verki eftirminnilegast frá leikferlinum." Lalli kemst á skrið Lalli segist ekki alltaf hafa verið aðalmaðurinn í því sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. „Ég var það hins vegar í að endurreisa sveita- skemmtanirnar inni í Teignum. Við fengum góða skemmtikrafta frá Reykjavík á borð við Ómar Ragnars- son og komum upp skála. Eg minnist þess að einu sinni átti ég í samræð- um við mágkonu mínu á sviðinu þegar maður kom inn eftir snögg fataskipti. Hann settist á stól á sviðinu og varð það til þess að fólkið í salnum sprakk úr hlátri. Þá fór mig að gruna ýmislegt og kom í ljós að hann hafði haft fataskipti í svo mikl- um flýti að hann hafði gleymt að renna upp buxnaklaufinni. Um þetta orti Tryggvi," segir Lalli, setur sig í stellingar og flytur vísurnar með til- þrifum: í sviðsljósinu á Eskifirði Stebbi á Hofi stóð þá störðu allar kerlingar og gáfu frá sér hljóð þær ískruðu og pískruðu, hver rödd var æst og hás og allar störðu agndofa á opinn rennilás. Sumum þótti útlitíð-nú orðið nokkuð svart því opnir rennilásar geta opinberað margt en þegar leiknum lokið var þá létt var kvenna geð þær leiksýningu betri sögðust aldrei hafa séð. Ekki sljákkar í Lalla þegar Ágúst Ármann, sonur hans, sest á stól-við hliðina á föður sínum og byrjar að kreista aðra harmóníku. Löngum hefur verið haft á orði að erfitt sé að spila með Lalla vegna þess að hann spili aðeins á svörtu nóturnar. Sjálf- ur segist hann í glettnhvera sjálf- lærður og að sér hafi' einfaldlega fundist auðveldara að spila á þær svörtu^ En Agúst Ármann virðist þekkja jafn vel inn á svörtu nóturnar eins og fóður sinn og á hægt með að taka undir. Og Lalli er kominn á skrið. Hann flytur vísu um gamlan einsetu- mann sem átt hest og kallaði hann Folsu fyrir folald þótt hesturinn væri nánast jafn gamall honum. Þá hafi hann alltaf fært konunum í Nes- kaupstað egg og hafi þær verið afar hrifnar af því - sem von var. Svo byrjar Laili: Út á Nes hann Lyndi á Folsu sinni fer þá fagna honum konurnar í bænum einkum ef að egg í fótu hefur hann með sér handa þeim úr sínum góðu hænum. Því konurnar þær segja þegar komið sé í hátt og karlar latir sofna vilja í skyndi þá sé það eins og hafi einhvern undraverðan mátt eggin sem að færir þeim hann Lyndi. „Þegar ég var búinn að syngja þetta á þorrablóti kom gamli maður- inn til mín og sagði: „Það hrifu hjá þér vísurnar um eggin." „Nú?" segi ég. „Það kom kona til mín áðan og bað um tvö kíló af eggjum, - því karlinn væri orðinn svo djöfull daufur!" Ég var búinn að segja Tryggva að ég ætlaði að gera nokkra bragi landsfræga," heldur Lalli áfram. „Þegar ég kom í sjónvarpinu með Arna Johnsen fór ég með beljubrag- inn fræga og hann hefur gert afskap- lega mikla lukku. Hann byrjar svona:" Ég er aðeins bóndagrey eins og allir mega vita við ær og lömb og kálfa og kýrrassa ég strita það sýnist ekki spennandi en því má ekki gleyma að sögulegt margt gerist í sveitinni okkar heima. Lalli segist stundum hafa leikið pólitíkusa, en aðeins af Austurlandi. Enda til hvers að leita langt yfir skammt? - Þegar menn á borð við Lúðvík Jósefsson og Sverri Her- mannsson hafa verið þingmenn Austfirðinga? Hann Lúðvík okkar loksins komst í stólinn sem lengi hafði hann vonað bæði og þráð Nú ljómar Helgi Seljan eins og sólin því sínu takmarki hann hefur náð. Bjarni gamli seigur er að salla á sjálfstæðið og krata lon og don í blaðagreinum skammar hann allt og alla - en einkum þó hann Sverri Hermannsson. Helgi Seljan er bróðir Lalla á Skorrastað og hafa þeir brallað mik- ið saman; eru iðulega hrókur alls fagnaðar á skemmtunum. Lalli hefur samið heilmikið af lögum í gegnum tíðina og hefur Helgi bróðir hans þá gjarnan samið texta við lögin. Lögin gefin út á hljóðsnældu Á sjötugsafmæli Lalla 15. janúar í fyrra gáfu börnin hans honum hljóð- snældu með upptökum úr hljóðver- inu Risi í Neskaupstað á fjórum lög- um hans við texta Helga. Raunar eru bræðurnir Helgi og Lalli ekki aðeins samrýndir heldur eiga þeir einnig sama afmælisdag og hefur Helgi því líka fengið afmælisgjöf. Tvö af lögunum á hljóðsnældunni sendi Lalli í lagakeppni Harmóníku- félags Fljótsdalshéraðs fyrir nokkrum árum og það segir meira en mörg orð að annað varð í fyrsta sæti og hitt í öðru sæti. Það hefur verið árlegur viðburður að Lalli komi fram á þorrablótum Al- þýðubandalagsins og svo var einnig á síðasta þorrablóti sem haldið var á dögunum. Þá flutti hann gamanvísur með Smára Geirssyni, forseta bæjar- stjórnar, og Helgu Steinsson, skóla- meistara Verkmenntaskólans við undirleik Ágústs Armanns. Guð- mundur Bjarnason, bæjarstjóri, las pistla inn á milli atriða. Til stendur að flytja gamanvísurn- ar aftur á þorrablóti í Neskaupstað 14. feb. næstkomandi og mun Lalli þá einnig verða með dúettsöng og syngja með kór eldri borgara. Þannig að hver sem áhuga hefur á að fylgjast með þessu náttúrubarni í leik, spilamennsku og lagasmíðum ætti að leggja leið sína í kaupstað á Folsu sinni. Er nokkur furða að sagt hafi verið um Neskaupstað að það sé staður þar sem jafnvel lognið hlær dátt?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.