Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 29 Var vel þekktur meðal Finna Ciljan Laxness með Nóbelsskjalið sem hann fékk afhent 1955. taóisma, auk fi-iðsamrar íslenskrar þjóðemishyggju". Skyum-Nielsen bendir á að gagnrýn- in hugsun felist í að vera ekki hræddur við að skipta um skoðun ef þroski fylgi. Þetta hafi einkennt Laxness, sem við fæðingu hafi migið framan í ljósmóður- ina, en hún þá sagt brosandi og með ró: „Hann verður heiðui-smaður í sinni sveit.“ - Og það gekk óneitanlega eft> ir.“ Heimili hans einkenndist af lesandi, vitrum konum, barmafullum af kvæð- um, orðtökum, gömlum sögum og sögn- um og á heimaslóðirnar hafi hann snúið aftur er hann byggði sér Gljúfrastein á 6. áratugnum. Frönsku dagblöðin Le Monde og Liberation birtu í gær greinar vegna andláts Halldórs Laxness. Þórunn Þórs- dóttir kynnti sér efni greinanna en í fyrir- sögn greinar Régis Boyer í Liberation sagði að Island hefði misst föður. merkustu höfunda okkar tíma og færi lesandanum snilld fornsagnanna. „Af mælsku hans spruttu mikil verk og þétt, hraðar frásagnir sem halda föngnum kröfuhörðustu lesendum og ógleymanlegar persónur, eins og Jón Hreggviðsson eða útskúfaða skáldið Ólafúr Ljósvikingur, aðdáunai'verður fyrir orðheppni sma.“ Boyer segir næst að Halldór hafi Skyum-Nielsen rekur síðan feril Laxness að heiman, um Kaupmanna- höfn og í klaustrið, þar sem hann las Proust, Joyee og Breton, því munkam- h' trúðu ekki á skaðsemi jafn óskiljan- legra bóka. Síðan tóku við ferðú um heiminn og bækur í stríðum straum- um. í Sölku Völku, Sjálfstæðu fólki, Heimsljósi og íslandsklukkunni hafi hann tekið fyrir fiskinn, kindina, skáld- ið og þjóðina og sögupersónur bókanna séu lesendum jafn kunnar og fjöl- skyldumeðlimir. I þessum sögum tekur Laxness að mati Skyum-Nielsen helstu félagslegu og sögulegu goðsagnir aldarinnar til verið af alþýðlegum uppruna og æska hans markast af merkingarleit, and- legri og trúarlegri. Hann hafi ferðast víða og tekið katólska trú eftir ævin- týralega byrjun með Barni náttúr- unnar 1919. Að lokinni dvöl með munkum í Clei-vaux hafí Halldór und- ið sínu kvæði í kross með Vefaranum mikla frá Kasmír. Stefnur eins og dadaismi, súrrealismi og freudismi liafi átt hug Halldórs um tíma, virst gefa rökrétt svör um hið ósegjanlega, og þetta komi fram í kvæðabók skáldsins frá 1930. Þá skrifar Boyer að kynni Halldórs vestanhafs af Upton Sinclair hafí vak- ið honum áhuga á kommúnisma, sem síðar hafí eflst á árunum í Sovét. Af þessu hafi sprottið þjóðfélagslegu verkin: Salka Valka, um stéttabaráttu stúlku í sjávarþorpi, efni sem verði einstakt vegna leikni Halldórs og orð- snilldar sem einkeimi bækur hans upp frá þessu, og Sjálfstætt fólk, um hug- rekki og seiglu smábónda á Islandi. Óviðjafnanlegur snillingur, eins og Ilalldór var, hélt lengra, segir Boyer svo í lauslegri þýðingu, þar til liann fann sjálfan sig og upprunann. Saga þessa litla lands geymir einstæðar bókmenntir frá fyrri öldum og Helsinki. Morgunblaðið. STÆRSTA dagblað Finnlands, Helsingin Sanomat, skýrði frá andláti Halldórs Laxness í for- síðufrétt í gær og einnig var í blaðinu að finna umfjöllun eftir Timo Hámáláinens, sem er þekktur bók- menntagagnrýnandi og sérhæfður í bókmenntum Norðurlandaþjóða. Laxness er líklega eini íslenski rit- höfundurinn sem Finnar þekkja al- mennt. Fjöldi verka hans hefúr verið þýdd- ur á finnsku en það er nokkuð merki- legt í landi þar sem flestar þýðingar eru úr stærstu heimsmálunum, eink- um ensku. Finnskumælandi meirihluti Finna hefúr ekki tilfinningu fyrir sameiginlegum meimingarai-fí Skand- inavíuþjóðaima og Islendinga. Þannig eru íslendinga sögur og aðrar gullald- arbókmenntir lítt lesnar í Finnlandi. Þess vegna má telja það einstætt af- rek að Laxness hafi orðið þetta þekkt- ur og vel lesinn í Finnlandi. Hufvudstadsbladet, stærsta sænska meðferðar, goðumlíkan manninn í ljósi útópíunnai', en eftir seinni heimsstyrj- öldina grípi hann til „nokkurs konai' goðsagnakenndrar endurgerðar og læt> ur nú hið guðdómlega svífa í vídd útaf fyi'ii' sig, án sérstakrar trúar á krafta- verk þessa heims. Ef fyrri verk hans fjölluðu um hvemig veruleikinn hófst á goðsagnastig, þá setur hann nú fram mót goðsagnarinnar og veraleikans, hina sérstæðu og óvæntu holdtekningu guðdómsins í Paradísarheimt." Að mati Skyum-Nielsen er Laxness á stalli með Heinesen, Finnanum Veijo Meeri, Strindberg, Hamsun og Johann- esi V. Jensen. Þessir og fleii'i rithöfund- ar sýni að ekki þurfi að sækja magískt raunsæi til Suður-Ameríku, því hinir miklu norrænu sagnamenn fari létt með að blanda saman hugmyndum og raunveruleika. Halldór Laxness skrifi „í skurðarási norrænnar hefðar og samevrópskrar nútímareynslu." Hann komi jafnt menntun og alþýðufræðum til skila. „Ef þetta hljómar viðkvæmnislega þá er tekið skakkt á,“ segir Skyum- Nielsen, „því öllum tilraunum til að vera hástemmdur er haldið niðri af hlátri og íróníu.“ Ef Guð birtist sé stutt í grínið, sem sé nánast í formi guðlasts, því hinn játningalausi trúmaður Lax- ness leggi kapp á að halda í sem áþreif- anlegasta og efnislegasta guðsmynd. I lokin segir að nú þurfum við kannski að venjast því að hugsa ekki um Laxness sem rithöfund við skrifborð, „heldur sem engil með langt nef eins og spóai'n- ir, sem flugu oft vellandi í sögum hans. Og sé himinninn til þá hafa starfsmenn hans örugglega séð honum fyrii' eintaki af uppáhaldsbók hans, Das Wohltemperierte Klavier.“ I Jyllands-Posten skrifar Preben langvarandi píslarvætti undir Dana- konungi. Um þetta ijallar Halldór í fs- landsklukkunni, ef til vill sinni merk- ustu sögu, þar sem hann afneitar allri drottnun og yfirráðum. Þetta er eins- konar biblía Islendinga en hugsanlegt er að Heimsljös sé ennþá betri. Saga um skáld og líf þess, sem hefði verið hörmulegt án Ijóssins af Ijóðlistinni. Boyer segir Halldór hafa komið þessu frá sér án minnstu væmni, fíngerður húmor og háð hafi verið eitt af aðals- merkjum hans. Boyer skrifar um friðarsinnann Halldór Laxness, sem snerist gegn efnishyggju og því sem kalla mætti nútímavæðingu eða ameríkaníseringu með Atómstöðinni. Hann nefnir taó- isma Halldórs og þrá eftir kyrrð í samhengi við Brekkukotsannál og Paradísarheimt. Hvarf frá kommún- isma með Skáldatíma, og vöku þess- ara bóka yfir hinu fagra og eilffa. Þá segir Boyer frá Kristnihaldi undir jökli og Innansveitarkróníku; unu'it- unum Halldórs fyrir leikhús, ritgerð- um og sjálfsævisögulegum verkum. Stíll Halldórs heldur nafni hans á loft, skrifar Boyer í lokin, og sú sýn á lífið sem er engu lík. „Hann er einn þeirra höfunda sem hafa sjálfir ná- lægð í verkunum. Það nægir ekki að segja Halldór hafa skilað landi sínu týndri tign bókmenntanna: Mikilleiki hans og hamslaus taktur raddarinnar er einstæður í rituðu máli Vestur- landa.“ dagblaðið í Finnlandi, skýrði hms vegar frá dauða Halldórs í lítilli frétt á lista- og menningarsíðunni. Hins vegar var Laxness minnst í flestum útvarps- og sjónvarpsfréttatúnum strax á mánudaginn. Hafði ómetanlega þýðingu I Helsingin Sanomat rifjar Hámáláiuen upp rithöfundarferil Halldórs og ómetanlega þýðingu hans í þróun íslenskrar ritlistar. Þá skrifar hann að fyrsta verk Halldórs, Vefarimi inikli frá Kasmír, hafi end- urnýjað ísleusku skáldsagnalistina með einu höggi. Hin alþjóðlega þýðing Laxness er að sögn Hámáláinens að hami skrifaði um þekkta hluti þrátt fyrir að skáld- sögumar gerðust á Islandi. Einkum hafi Sölku Völku verið tekið með ein- dæmum vel um víðan heim en sér- staklega á Norðurlöndunum vegna þess hversu auðvelt var að þekkja ör- lög hemiar. Meulengracht um Laxness undir fyi-ir- sögninni „Hið mikla skáld íslands“. Hann leggur áherslu á að höfundurinn hafi verið bæði Islendingur og heims- borgari, sem í upphafi hafi leitað merk- ingar í hugmyndafræðum, frá kaþólsku til sósíalisma, svo á fjórða áratugnum hafi hann skrifað hrósandi ferðabækur til Sovétríkjanna, en hafi síðan eftir miðja öldina gefið kommúnismann upp á bátinn, hafi alltaf haldið sína leið, alltaf róttækur og oftast umdeildur, svo hann hafi um árabil verið miðpunktur átaka í íslenski'i menningaramræðu. Lífshlaup hans einkennist af miklum hræringum, sem stöðugt hafi verið honum efnisuppspretta í verkum, sem segja megi að snúist um þann sem fari um og þann sem leitandi snúi heim og finni sannleikann þar. Einn mesti rithöfundur aldarinnar Meulengracht rekur verk Laxness, þar sem Salka Valka, Sjálfstætt fólk, Heimsljós og Islandsklukkan séu mörk- uð sósíalrealisma og Atómstöðin sé háðsádeila á samtíma stjómmál á ís- landi. Um Gerplu segir að hún hafi vakið reiði á Islandi, því sagan geri grín að Is- lendinga sögunum og hetjumynd þein'a, en í bókinni sýni hann „í raun styrk sagnanna, fleytir áfram og endumýjai' mál þeirra á meistai'alegan hátt og tekst betur en flestum að skapa samhengi frá elstu bókmenntum til eigin tíma“. Með Nóbelsverðlaununum 1955 hafi gagn- rýnin heima fyrir þagnað, enginn hafi borið hróður landsins jafn víðá og hann og ófáir séu þeir rithöfundar og lista- menn, sem hafi notið gestrisni hans. Með síðustu bókunum, æviminningun- um, hafi hann svo endanlega komið heim. Meulengracht minnir á ritgerða- snillinginn Laxness, sem einnig hafi fengist við ljóðagerð og leiki'itasmíð. I lokin segir að Laxness verði minnst sem eins mesta rithöfundar aldarinnar. Andsætt landa sínum Gunnari Gunn- ai'ssyni hafi hann valið að skrifa á ís- lensku, sem ekki hafi verið jafn sjálf- sagt þá og nú vii'ðist og samt öðlast heimsfrægð. „Augljósasta ástæðan er að Halldór Laxness er mikill rithöfund- ur,“ en einnig hafi íslenskan verið mál sagna og ljóða óslitið í þúsund ár „og þá miklu hefð bera verk Halldórs Laxness með sér“. Risinn í norrænum bókmenntum í Politiken rekur Ole Schierbeck ævi Laxness undir fyrirsögninni „Risi í nor- rænum bókmenntum“. Eftir að hafa rekið feril Laxness segir hann í lokin að Laxness hafi verið næstum ótrúlega af- kastamikill höfundur, sem á fáum árum hafi skrifað verk eins og Sölku Völku, Sjáifstætt fólk og Heimsljós. Um Is- landsklukkuna megi segja að hún sá heillandi mynd af hefð, hugarfari og sjálfstæðisbaráttu og sú bók sé tví- mælalaust þjóðernissinnaðasta bók Laxness. Eftir Nóbelsverðlaunin hafi Laxness haldið skriftunum áfram ótrauðm- og verkin þá fengið á sig blæ þess sem lítur hugsi yfir farinn veg. I Dagens Nyheter skrifar rithöfund- urinn Ola Larsmo að auðvitað hafi mátt búast við andláti manns er hefði náð jafnháum aldri og Laxness náði. „En andlát hans hefur mikil áhrif í bók- menntalegu samhengi. Sett í sænskt s nissir á Islandi samhengi mætti líkja þessu við að Aug- ust Strindberg, Selma Lagerlöf og Vil- helm Moberg hefðu gefið upp andann samtímis. Það er í raun hlægOegt að ætla í nokkrum línum að taka saman feril eins mesta höfundar Norðurland- anna, því ski-ifth- Laxness spanna nokkurn veginn öldina alla.“ Larsmo rekur ævi Laxness og helstu verk, hvemig Bandaríkjaferðin hafi haft áhrif á hann og hann farið að líta á sig sem kommúnista. Saika Valka sé kvik- myndahandrit, sem hafi verið hafnað í Hollywood, en í bókinni hafi frásögn hans fúndið form sitt. Larsmo rekur hvemig Laxness var umdeildur á ís- landi og fráhvarf hans frá kommúnism- anum hafi ekld endilega gert hann minna óþægilegan allt ft-am á áttunda áratuginn, „þegar verk hans eins og mjúklentu í breiðri minningasvítu". „Róttæklingui’inn breyttist í þjóðar- minnisvai’ða, bronssteypu sem honum tókst öðra hveiju að ijúfa með eftir þörfum hvassri tungu sinni - allt þar til málið brást honum. En sá sem fór um í túnfætinum á Laxnesi snemma á tíunda áratugnum gat á stundum heyrt faliegar og vel spilaðar píanóstrófur út um opinn glugga. „Það er Halldór, sem spilar,“ sagði kona hans ef einhver undraðist.“ í mildu myrkri gleymskunnar í minningargrein í Svenska Dagblad- et minnir Carl Otto Werkelid á að af- mælisdag Laxness hafi borið upp á al- þjóðadag bókarinnar. „95 ára sat hann á fjalli sínu þarna langt í norðri, bók- menntarisi hvers útsýn og orðstír spannaði allan heiminn, en undanfarin ár var hann sjálfur sveipaður mildu myrkri gleymskunnar." „Gangandi skáldsögu, sem enginn kemst undan,“ segii' Werkelid Steinunni Sigm'ðardóttur hafa kallað starfbróður sinn, meðan Einar Már Guðmundsson hafi lýst honum sem meistara í að vera annars vegar flókinn höfundur, en hins vegar skrifa svo að allir geti lesið hann - og það geri líka allir á Islandi. Um Lax- ness hafi Arthur Lundkvist skrifað 1948 að persónulýsingar hans minni mest á klassísku rússnesku höfundana, séu samsettar, ekki lausar við að vera analý- tískar og auk þess óúti'eiknanlegar og sögur hans líktust sögum Hamsun sagði Lundkvist, sem gjaman vildi að landar hans kynntust Laxness. Það gerðu þeir síðan 1955, þegar Laxness fékk Nóbelsverðlaunin ári á eftir Hemingway og þá fyrir miklu verkin frá árunum á undan. Werkelid minnh’ á að Laxness hafi gengið á hólm við landsmenn sína og það hafi ekki síst verið tæpitungulaus gagnrýni í garð landa hans sem hafi áunnið honum stöðu ofai' forsetanum. „Sem rithöfund- ur varð hann lifandi minnismerki, en einnig lifandi þjóðarsamviska í órofnum viðræðum við lesendur. Og hann var líka lesinn, langt handan hafsins. Bæk- ur hans hafa verið þýddar á um fimmtíu tungumál." Werkelid rekur feril Laxness, sem í fyrstu hafi markast af trú. „Laxness kastaði þó fljótt trúnni líkt og hann átti síðar eftir að kasta öðrum ástríðum, til dæmis pólitískum stefnum á vinstri- vængnum. Andlegri vídd og athygli sinni sleppti hann aldrei. Það var sá hornsteinn, sem eitt mesta höfundar- verk aldai'innai' byggðist á: hæfileikinn til að gera einstaklinginn verðmætan og sýnilegan á bakgranni samhengis í ætt við völundai'hús." í minningargrein Ritzau-fréttastof- unnai', sem birtist í Aktuelt og Kristeligt Dagblad segir í fyrirsögninni að Laxness hafi verið bókmenntarödd íslands erlendis, verk hans spannað vítt svið og markast af baráttu hins veika til að komast af og gera miskunnarlausan heim manneskjulegri. Ferill Laxness er rakinn og stjórnmálaáhuginn, þar sem Laxness hafí verið „aðdáandi kommún- ismans og Sovétríkjanna, þai' til her- menn Varsjárbandalagsins réðust inn í Ungverjaland". Þá hafi hann snúið baki við kommúnismanum og seinna sagt að villt hefði verið um fyrir heilli kynslóð, því hún hafi ekki fengið að vita um hvemig í raun hafi verið umhorfs hand- an við járnteppið. Síðar hafi hann misst áhuga á öllum stefnuskrám, en aðeins sagst hafa áhuga á staðreyndum. Nób- elsverðlaunin hafi hann fengið sem staðfestingu á stöðu sinni í norrænum og evrópskum bókmenntum. I sænska blaðinu „Expressen" var andláts Laxness getið með lítilli klausu, þar sem bent var á að aldrei hefði nokk- ur höfundur lifað jafn lengi eftir að hann hefði fengið Nóbelsverðlaunin, heil 43 ár, eða jafnlengi og Albert Camus lifði, næsti verðlaunaþegi á efth- Laxness.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.