Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 24
T.S BQQJ ÍAÚSaS^ .11 mJOAQUXIVÖIM 24 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 jattUðHOM MORGUNBLAÐIÐ + LISTIR „DRAUMALAND" þeirra Frakka, L'Invitatíon au Voyage, var eftir- minnilegt, ekki sízt fyrir ævintýraheim hins kristalsmerlandi píanó- leiks í síðari hlutanum, segir m.a. í dómnum. Af frönskum söngvaseið TÖNLIST Listasafn Köpavogs EINSÖNGSTÓNLEIKAR Við slaghörpuna. Frönsk sönglög og ar/ur eftir Poulenc, Hahn, Chausson, Bizet, Fauré, Satie, Duparc, Ravel, G. Charpentier, Massenet og Gounod. Sólrún Bragadtíttir sópran; Jónas Ingimundarson, pfanó. Inngangsorð og kynningar: Halldór Hansen. Lista- safni Kópavogs, mánudaginn 9. febr- úar kl. 20.30. MÆTINGIN, eins og kallað er, var með ágætum í Gerðarsafni Kópavogs sl. mánudagskvöld, þrátt fyrir snjómuggu og hálku, þegar enn sem oftar var efnt til „fróð- leikstónleika" undir fyrirsögninni Við slaghörpuna. Hófst samkoman með hnitmiðuðu inngangserindi Halldórs Hansens, eins mesta connoisseur sem við eigum í sí- gildri söngmennt, og bætti hann um betur með stökum kynningum milli lagaflokka og aría af mikilli uppsafnaðri þekkingu og ást á við- fangsefninu. Frönsk sönglög heyrast ekki eins oft hér um slóðir og vert væri, miðað við þann auð sem þar er fólginn. Má vera að tungan sé þrándur í götu, enda fæstir Islend- ingar sterkir frönskumenn. Fram- burðurinn er svo kapítuli út af fyrir sig, og hafa söngvahöfundar ekki alltaf verið sannfærðir um ágæti hans, eins og t.d. Mozart, ef marka má af bréfum. Það var því afar fróðlegt að heyra Halldór greina frá þeirri gífurlegu áherzlu sem lögð er á mikilvægi textans þar syðra, þar sem tónlistin kvað fyrst og fremst gegna því hlutverki að undirstrika og upphefja kveðskap- inn, og mættu skoðanabræður Mozarts jafnvel álykta, að Frakkar gerðu þar dyggð úr nauðsyn og berðu í brestina. Fyrsta syrpa kvöldsins var á „chanson"-línunni, hinu alþýðlega sönglagi sem Frakkar hafa lagt aldalanga rækt við, og nálgaðist jafnvel anda Parísarkaffihúsa í fyrsta laginu, Les chemins de l'am- our eftir Poulenc, „munkinn með götustrákseðlið", eins og hann kall- aði sig sjálfan, og því síðasta, Je te veux, eftir aðra viðkvæma sál bak við grallaragrímu, Erik Satie. Frægasta lagið í settinu var hið frábæra Aprés un Réve eftir Ra- vel, en hvað píanópartinn varðar var Le temps des lilas eftir Chaus- son e.t.v. minnisstæðast, enda mjög fallega mótaður af Jónasi Ingimundarsyni. Auk þess var at- hyglisvert lag eftir Hahn og Aprfl- söngur (Chanson d'Avril) eftir Bizet. Þótt Sólrún syngi af þeim glæsibrag sem landar hennar hafa átt að venjast að undanförnu fannst manni samt þessi tiltölulega léttu lög þurfa á ívið minni óperu- þunga að halda. Það var eins og næsti þáttur, fjögur lög eftir Duparc, ætti betur við söngkonuna, enda þyngri á bár- unni, og tókst henni bezt upp í Au pays ou se fait la guerre, sem hún túlkaði með sársaukafullri innlifun. „Draumaland" Jjeirra Frakka, L'Invitation au Voyage, var og eft- irminnilegt, ekki sízt fyrir ævin- týraheim hins kristalsmerlandi pí- anóleiks í síðari hlutanum. Sérkennilegt lagferli úr helgitónlist gyðinga í Deux melodies hébraiques eftir Ravel komst vel til skila í afar fallegri og næmri túlkun þeirra Sólrúnar, og var að dómi undirritaðs meðal há- punkta kvöldsins í öllu látleysi sínu, þó að aðrir áheyrendur kynnu e.t.v. betur að meta óperuaríurnar fjórar í lokin úr „Louise" (G. Charpentier), „Herodiade" og „Manon" (Massenet) og „Faust" (Gounod). Þar var Sólrún auðheyr- anlega í essinu sínu, og hlaut öflug- ar undirtektir hjá tónleikagestum. Lagrænt séð var mesti „smellur- inn" ugglaust hin vaggandi gavotta úr „Manon", Obéissons quand leur voix appelle," sem flutt var með hæfilegri blöndu af kímni og reisn. Fátt er eins umdeilanlegt og hljóðfæri mannslíkamans, söng- röddin, og meðferð hennar. Undir- ritaður er því efins um að allir séu sammála honum um að ákveðið sérkenni í tónmyndun Sólrúnar orki tvímælis, enda að miklu leyti háð persónulegum smekk, en það er hvað hún rennir sér oft snögg- lega upp í tóninn, einkum á rísandi stökkum. Annars var flutningur hennar víða hrífandi, enda innlifun og smekkvísi í fyrirrúmi. Frönskuhestar hefðu kannski viljað fá fram heldur meiri texta, sérstaklega í „chanson"-deildinni, en það stendur ábyggilega til bóta. Það er meira en að segja það að halda vestur fyrir Rín og takast á við jafnólíkt umhverfi og smekk og þar ríkir, eftir jafnlanga og farsæla starfsdvöl í þýzkum óperuheimi og Sólrún Bragadóttir hefur notið. En ekki ber að efa að henni muni takast það, með því áræði og þeim hæfi- leikum sem hún hefur sýnt hingað til. Ríkarður Ö. Pálsson Fláráð, illkvittin fól LEIKLIST Leiklistarfélag MII f Tjamarbíói MACBETH eftir „litlausa fasteignabraskarann" í Stratford-upon-Avon, Shakespeare. Leikstjóri: Björn Ingi Hilmarsson, Tónlistarstjóri: Svavar Knútur Krist- insson. Leikmynda og leikmunahönn- un: Páll Rúnar. Ljósahönnun: Gunnar B. Guðmundsson. Aðstoðarleikstjórar og sýningastjórar: Vera Sölvadóttir, Jón Gunnar Þórðarson. Leikmynd og förðun: Sigrún Baldursdóttir ásamt fleirum. Tdnlistarhöfundar og hljóm- sveitarmeðlimir: Svavar Kristinsson, Eiríkur Ólafsson, Guðrún Salómons- dóttir, Ólöf Arnalds og fleiri. Með helstu hlutverk fara: Orri Huginn Agústsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Björn Kristjánsson, Sverrir Krist- jánsson, Ólafur Agúst Jensson, Sverr- ir Bollason, Snorri Sigurðsson, Ey- vindur Karlsson, Hrafnhildur Þtír- ólfsdtíttir, Erla Björg Gunnarsdóttir. Auk þeirra fjöldi annarra sem nornir, hirðmenn, þjtínar, sendiboðar, morð- ingjar og hermenn. Laugardagur 7. febrúar. ALLTAF eru það nokkur tíðindi í menningarlífinu þegar Menntaskól- inn í Hamrahlíð frumsýnir leikrit. Þessi skóli hefur í tímans rás getið sér orð fyrir nýstárlegar, áræðnar, stundum djarfar, en alltaf kraft- miklar leiksýningar, enda hefur MH jafnan haft meðal nemenda sinna ungt fólk sem síðar meir hef- ur getið sér gott orð í listum. Macbeth er ekki meðal þeirra verka meistarans frá Stratford sem henta vel ungmennum. Þetta eiga leikstjórar að vita. Sem betur fer hefur ungt fólk ekki haft nema óbeinan pata af því sem Macbeth snýst hvað mest um: valdarán, drottinssvik, fláræði, gjörspillt eðli, ágirnd, áþján sektarinnar. Einna helst er (og eðlilegast) að þau þekki hamslausa holdlegu fýsnina sem plagar Malkólm. Því fer fyrir þeim eins og manninum sem leggur á Viðeyjarsund eftir að hafa teMð Laugardalslaugina með glans: ald- an er þung, djúpt undir og hann nær landi með herkjum. Þetta er hér sagt til þess að minna á mikilvægi þess að vanda til verkefnavals hverju sinni svo að sem flestir í leikhópnum fái notið sín sem best, gert sínu skil, en ekki til að kasta rýrð á hópinn sem stendur að þessari uppsetningu á Macbeth. Þar er margt ágætlega gert þótt eðlilegt reynsluleysi, skortur á æfingatíma og ónóg efni til leikmyndagerðar verði til þess að þetta mergjaða, fjölþætta leikverk fær ekki notið sín. Leikhópnum hefði einfaldlega hentað betur verk þar sem leikandi hreyfiþokki þeirra hefði notið sín betur og inntakið staðið þeim nær í tímalegum þroska, t.d. Jónsmessunætur- draumurinn eftir sama höfund. En að þessu sögðu, víkjum að sjálfri sýningunni. Ahrifaríkt er að hefja sýninguna eins og gert var, og þótt sú ákvörðun að fjölga nornun- um úr þremur í átta standist ekki bókstafinn, gefur hún sýningunni óneitanlega kraftmikinn svip og skapar um efnið andrúm kynngi- magnaðra örlaga. Þær stöllur, norn- irnar, finna sig vel í hlutverkum sín- um, þótt nokkuð hafi skort á skýra textameðferð á stundum. Búningar þeirra voru samræmdir og fór vel á því. Það hefði styrkt heildarsvip sýningarinnar og fjölgað þematísk- um skírskotunum hennar að að- greina tiginborna menn frá þýi og þjónum með búningum. Lafði Macbeth nýtur þessa að vísu, Dunc- an, og þær mæðgur Macduff, en aðrir eru í aðskiljanlegum lörfum. Lýsingin var góð, og áhrifamikil í upphafsatriðinu. Vel hefur tekist til með lifandi tónlist, einkum þegar samhljómur gliðnar, en tónlist af bandi var til óþurftar. Þau Orri og Umur eru á djúpsævi í hlutverkum Macbeth-hjóna, en þó sækist þeim betur þegar á líður leikinn, einkum í framsögn. Það skal játað að ég hef aldrei séð Dunc- an konung fyrir mér sem mann með þverslaufu á handahlaupum en Björn Kristinsson lék hann af nokk- urri rögg og með skýrri framsögn. Hrafnhildur Þórólfsdóttir mælti vel af þykkjuþunga og trega sem frú Macduff. Þó bar nokkuð af Erla Björg Gunnarsdóttir í hlutverki Ross. Þarna fer stúlka sem skilar lifaðri tilfinningu en ekki utanbókarlær- dómi. Hún gerir það um raddbönd sem töfra fram marga tóna, suma ómþýða, alla sanna. Erla Björg hefði að ósekju mátt spreyta sig á viðameira hlutverki, og á eflaust eftir að gera það, en henni fer eins og ýmsum öðrum í sýningunni: Þetta er rétta fólkið, en ekki á stað sem hæfir. Ekki núna. Guðbrandur Gíslason Nýtt gall- erí opnað í MHÍ NÝTT gallerí, Gallerí Gláka, verður opnað í Myndlista- og handíðaskóla íslands, Skip- holti 1, föstudaginn 13. febrúar kl.23. Sýngarrýmið einskorðast eingöngu við „slides" myndir og saman stendur af tveimur batteríum og 1,5 vatta ljósa- peru „.... sem saman eyða ævi- dögum sínum, inni í forláta plastkassa framleiddum í Hong Kong upp úr 1960...", segir í fréttatilkynningu. Umsjónarmaður Gláku er Jón S. Auðunsson. Fyrstur sýnir í galieríinu myndlistarmaðurinn Halldór Jónsson. Halldór Kíljan Laxness er allur Klukkumar haettar Jð tifa en skildW Ilfir t vertcum sinum Eftir Matttiiu Johanntsttn mtíBHéak )ÍAÉiUultt rVM hamun hxtto i tfiiiuSí-liít íht$ i i tíuHrwn tiá »=U MN t»m*< »S t<f* <** oj f>r,» hiru R+í »r rnur-git í wrltum HtftiiS* «i'í»**.'nll!íiinri-,ter.3a<tiifii : f-im»!»e)wn *V.Uit*i*iWB tru \hjkkatit! ?-Htöir »* iiíi t>i: rr tirMin íjj'+av. txtfrtt fcwM, *!ííj«! IwtirrWifJ Húliif Kí:j*f: V- \\ sJifitoSi gm :<*: n 5i4*n i ann*n-. yn bMMK Swrt tfwnfe *i«i f»l«t;fi tjaé W íítt-u. . frto ut tt&i ii farn »* íingirr, vtt» StmfuraííarWfiJif (frt* tiwwíjyfn f. uni í»i *; ttrjvi h*lsl w iMifju iu&na iíirslw 1 tlMÉ tttfea *J itfti ravn í-tó-.r.*! murx tíjóm t*«H»r »lr*tair,. Svnt vr.ti jimta nv-ivt ír*^fíjm ki>jl:ku' ' iii»win«irtg», n*U«j t.J. .,i- VEFURINN er afar einfaldur í notkun, yfirkaflar eru fjórir og nefnast Skáldið, Verkin, Nóbel og Minningabdk. Undir þeim eru svo Qölmargir undirkaflar sem hafa að geyma ítarefni. Halldór Laxness á net- útgáfu Morgunblaðsins MORGUNBLAÐIÐ hefur opnað sérstakan vef um Halldór Laxness þar sem geysimiklum upplýsingum og greinum um Nóbelskáldið hefur verið safnað saman. Á vefnum er leitast við að gefa heildstæða mynd af Halldóri, ævi hans og verkum, allt frá uppvexti hans til efri ára. Auk þess er þar að finna ávörp for- seta íslands og forsætisráðherra vegna andláts Halldórs og rafræna minningabók þar sem netverjar geta skráð nöfn sín og vottað hinum látna virðingu sína. Á vefnum er grein um Halldór eftir Matthías Johannessen sem birtist í Morgunblaðinu í gær og sömuleiðis grein Þrastar Helgason- ar um ævi og verk Halldórs. Frek- ari umfjöllun um ævi hans og rit- störf er svo í fjölmörgum styttri greinum og samantektum. Þar er meðal annars að finna ritaskrá yfir öll útgefin verk Halldórs, yfirlits- grein um höfundarverk hans og skáldskaparþróun, grein um per- sónusköpun í verkum hans þar sem nokkrar af eftirminnilegustu per- sónum hans eru rifjaðar upp, grein um heimildir hans og sögusvið skáldverka hans og grein sem fjall- ar um fleyg orð úr verkum hans. Þar er einnig að finna samantekt um viðtökur og útgáfu á verkum Halldórs í Bandaríkjunum og Þýskalandi, bæði fyrr og nú. Til dæmis eru birtir kaflar úr ítarlegri grein Bandaríkjamannsins Brad Leithausers um Sjálfstætt fólk sem birtist í New York Review of Books á síðasta ári. Sömuleiðis er lífshlaup Halldórs rakið og sagt frá viður- kenningum og verðlaunum sem honum hafa hlotnast. Sérstök grein er um Nóbelsverðlaunin, viðbrögð Hajldórs og fleiri við þeim. Á vefnum er svo að finna ýmis- legt ítarefni. Hægt er að komast inn á vefsíður Nóbelsstofnunarinnar, Vöku-Helgafells, sem er útgefandi Halldórs, Máls og menningar og Bóksölu stúdenta. Vefurinn er afar einfaldur í notk- un, yfirkaflar eru fjórir og nefnast Skáldið, Verkin, Nóbel og Minn- ingabók. Undir þeim eru svo fjöl- margir undirkaflar sem hafa að geyma ítarefni. Enn á eftir að bætast við efni á vefinn um Halldór, svo sem erlend- ar umsagnir um verk hans. Slóð vefsins er: http://www.- mbl.is/laxness
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.