Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 23
ERLENT
Astralía
lýðveldi ár-
ið 2000?
FULLTRÚAR á stjórnarskrár-
ráðstefnunni í Canberra í
Ástralíu hafa samþykkt, að þjóð-
aratkvæðagreiðsla um stofnun
lýðveldis verði haldin á næsta
ári. Verði stofnunin samþykkt er
gert ráð fyrir, að lýðveldið líti
dagsins ljós fyrir 1. janúar 2001.
Þá var einnig ákveðið, að þjóð-
höfðinginn yrði kallaður forseti.
John Howard, forsætisráðherra
Ástralíu, sem er hlynntur áfram-
haldandi konungssambandi við
Bretland, lagði til, að ef það yrði
ofan á, skyldi lýðveldisfyrir-
komulagið gilda frá 1. janúar
2001 en það myndi þýða, að
Elísabet Bretadrottning setti
Ólympíuleikana 2000. Pessi til-
laga var felld en ráðstefnan sam-
þykkti, að nafn landsins skyldi
vera óbreytt, Astralska sam-
veldið, og vera áfram aðili að
Breska samveldinu.
Serbar
streyma til
Noregs
PAÐ, sem af er árinu, hafa
næstum 500 Serbar frá Austur-
Slavoníu í Króatíu komið á
Fornebyflugvöll í Ósló og beðist
hælis í Noregi. Óttast yfirvöld,
að straumurinn eigi eftir að
þyngjast og jafnvel, að nokkur
hundruð Serbar komi þangað
daglega. Margt bendir til, að
einhverjir sérstakir menn í Jú-
góslavíu standi á bak við þetta
en líka er bent á, að í grein í
þýska vikuritinu Focus birtist
grein þar sem sagði, að Norð-
menn tækju á móti hverjum sem
bankaði upp á hjá þeim. Peir
væru svo ríkir vegna olíunnar,
að þá vantaði fólk.
Mislitur sauð-
ur í mörgu fé
BARÁTTAN vegna forseta-
kosninganna á Filippseyjum fór
af stað í gær og er strax farið að
líkja henni við sirkus með of-
beldisfullum atriðum inn á milli.
Frambjóðendur eru 83 og meðal
þeirra 2000-skópara-konan,
Imelda Mareos, fyrrverandi for-
setafrú. Kosningarnar verða í
maí og ef að líkum lætur verða
þá allmargir fallnir í valinn. Fil-
ippeyski stjórnmálaskýrandinn
Teodoro Benigno sagði við
fréttamann Reuters, að sumir
frambjóðendanna væru „hrein
fífl". Einn þeirra ætlar til dæmis
að stjórnar landinu með hjálp
stjörnukorts; annar ætlar að af-
nema flesta skatta og sá þriðji er
staðráðinn í hreinsa ríkisstjórn-
ina af „óhreinum öndum". Af 83
frambjóðendum eru átta, sem
eitthvað kveður að, og er helst
veðjað á núverandi varaforseta
og fyrrverandi kvikmynda-
stjörnu, Joseph „Erap" Estrada.
Bólusett við
matareitrun
BANDARÍSKIR vísindamenn
hafa skýrt frá því, að þeim hafi
tekist að búa til bóluefni, sem
verndar fólk gegn því afbrigði af
E.Coli-bakteríum, sem oftast
veldur matareitrun. Dugir það í
hálft ár. Fyrir rúmu ári létust 20
manns í Skotlandi vegna E.Coli-
sýkingar, 12 í Japan og fjögur
börn í Bandaríkjunum.
Handtökur á Korsíku
Reuters
LÖGREGLUMENN handtaka
hér Marcel Lorenzoni, leiðtoga
aðskilnaðarhreyfíngar á Kor-
sfku, sem er grunaður um að
vera viðriðinn morðið á Claude
Erignac, héraðsstjóra eyjunn-
ar, á föstudag. Sextán Korsfku-
menn sem grunaðir eru um að-
ild að morðinu hafa verið yfir-
heyrðir.
Jacques Chirac, forseti
Frakklands, hefur lofað að til-
ræðismönnunum verði refsað
og endi verði bundinn á árásir
aðskilnaðarsinna á eyjunni.
Lögreglan vildi ekki stað-
festa orðróm um að rannsókn
málsins beindist einnig að sam-
tökum glæpamanna. -
Franskir fjölmiðlar segja
að samtökin kunni að hafa
staðið fyrir morðinu þar sem
Erignac hafi komið í veg fyrir
að þau gætu keypt gamalt virki
til að breyta því í hótel og
spilavíti.
Hann hafi einnig meinað
þeim að fjölga spilatækjum í
spilavíti í Ajaccio, höfuðstað
eyjunnar.
Kynnstu töfrum Suzuki
Njóttu lúxusþœginda í millistœrðarbtl
Baleno Sedan er fullkomið svar
við þörfum fjölskyldunnar
Rýmið er óvenju mikið, bæði fyrir bíl-
stjóra ogfarþega. Nýjasta tækni er nýtt
til að bjóða upp á það besta í þessum
stærðarflokki. Ahersla er lögð á þægindi
og öryggi, hljóðlátan og hagkvæman
akstur og ekki síst, stílhreint ogglæsilegt
útlit.
Öryggisbúnaður eins og
hann gerist bestur
og öll stjórntæki við hendina
Baleno Sedan vekur ekki aðeins
aðdáun fyrir fallegar línur og vand-
aðan frágang. Mælaborðið er sér-
lega vel hannað. Loftpúðar, kippi-
belti og krumpusvæði að framan
og aftan stórauka árekstursöryggi.
ABS hemlalæsivörn fáan-
leg sem aukabúnaður.
Baleno 4x4 hefur einstaklega
góða aksturseiginleika
Fjórhjóladrifnir Baleno hafa RBC
fjöldiska tengsli sem sér um að færa
afl milli fram og afturhjóla eftir því
sem aðstæður krefjast. RBC tengslið
eykur veggrip í beygjum og brekkum
og bætir jafnvægi við hemlun.
ABS
Og Uttu á verðið;
1,3 GL, 4-d 1.265.000 KR.
l,6GLX,4-d 1.340.000 KR.
l,6GLX,4-d4x4 1.495.000 KR.
96 eða 85 hestafla, 16 ventla
vél með fjölinnsprautun
Baleno Sedan er hagkvæmur í rekstri
og sameinar mikið afl og litla eyðslu.
Suzuki hönnun tryggir bestu elds-
neytisnýtingu við allar aðstæður.
|
^
8
ALLIR
SUZUKI BÍLAR
ERU MEÐ 2 ÖRYGGIS-
LOFTPÚÐUM.
SUZUKI
AFLOG
ÖRYGGI
SUZUKI SÖLUUMBOÐ:Akranes:ÓlafurG.Ólafsson,Garðabraut2.sími431 2800. Akureyri:8SAhf„Laufásgötu9,simi4626300. CT V7\ \\C\ RTT AR W\?
Egilsstaðir:Bíla-ogbúvélasalanhf„Miðási 19,simi4712011.Hafnarfjörður:GuðvarðurEliasson,Grænukinn20,simi5551550. isafjörður:Bilagarðurehf., 'J^'^^'""•- ""jO'> lir
Grænagarði,simi4563095.Kefíavik:BGbilakringlan,Grófinni8,simi4211200.Selfoss:BílasalaSuðuriands,Hrísmýri5,simi4823700. Skeifunni 17. Sími 568 51 00.