Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 27 ÞEIR halda því nieð flugi 666 til Danmerkur... gauragang, leikrit með söngvum eftir Ólaf Hauk Símonarson, á stóra sviðinu. Um er að ræða sjálfstætt framhald Gauragangs sem sýndur var við fádæma vinsældir á sama sviði fyrir nokkrum árum, Orri Páll Ormarsson fylgdist með æfíngu og ræddi við höfundinn en söguhetjurnar, Ormur og Ranúr, knýja að þessu sinni dyra hjá frændum vorum Dönum. ÞEIR eru ófáir íslendingarnir sem haldið hafa til kóngsins Kaupmannahafnar. Hvort sem landinn er í leit að þekkingu, ævintýrum eða frægð og frama hef- ur honum alltaf verið vel tekið þar um slóðir enda frændur vorir Danir gestrisnari en aðrir menn. Þess nutu skáldjöfrar á borð við Jónas Hallgrímsson, Einar Benediktsson og Halldór Laxness á sínum tíma og hvers vegna ætti ljóðskáldinu og snillingnum Ormi Oðinssyni ekki að vera tekið með kostum og kynjum líka? Oldin er að vísu önnur en breytast Danir nokkurn tíma? Það fá Ormur og fóstbróðir hans og förunautur, myndskáldið hugprúða Ranúr, að reyna! Þegar til Hafnar er komið fara hlutirnir að ganga hratt fyrir sig enda hafa þeir kumpánar sérhæft sig í að sprengja gráma hversdags- leikans í loft upp, eins og þeir segja sjálfir. Sitthvað reynist þó rotið í Danaveldi, ævintýrin bíða við hvert fótmál og á vegi piltanna verður hver karakterinn öðrum kostulegi’i - og kynstrin öll af pylsum. Ekki er þó útséð með að þeir komist ósárir heim aftur enda geta þessar að- stæður, Ormur og Ranúr á ferð í undirheimum Kaupmannahafnar, ekki haft nema eitt í för með sér - meiri gauragang! Leikritið Meiri gauragangur er byggt á samnefndri bók, sem út kom fyrir nokkrum árum, og er um leið sjálfstætt framhald hins geysi- vinsæla Gauragangs sem frumsýnd- ur var í Þjóðleikhúsinu fyrir réttum fjórum árum, 11. febrúar 1994. Maðurinn á bak við allt saman er Olafur Haukur Símonarson, vin- sælasta leikritaskáld landsins hin síðari ár. „Þetta er allt öðruvísi sýning,“ segir höfundurinn, beðinn um að bera saman Gauragang og Meiri gauragang. „Hún er knappari, skýrari og að mörgu leyti alvar- legri en fyrri sýningin. I raun má segja að við séum að segja sögu um alvarlega hluti en með þeim hætti að fólk geti skemmt sér um leið. Söguhetjurnar lenda þarna inni í heimi ofbeldis og eiturlyfja, þar sem þær þurfa að taka út sína lex- íu, en eru slíkir endemis kálfar að ekki er annað hægt en brosa að til- burðum þeirra í öllum hremming- unum.“ Bækur Ólafs Hauks um þá Orm og Ranúr hafa notið mikilla vin- sælda og verið lesnar í skólum vítt og breitt um landið, auk þess sem Gauragangur er eitt vinsælasta leikrit sem sett hefur verið upp í Þjóðleikhúsinu, fyrr og síðar. Var á sínum tíma sýnt áttatíu sinnum fyr- ir um 40.000 áhorfendur. Var höf- undurinn aldrei smeykur við að vekja félagana aftur til lífsins á fjöl- unum? „Það er auðvitað alltaf svolítið áhættumál að halda áfram með per- sónur. Mín tilfmning er aftur á móti ÞAR SEM þeir komast í kast við marga kynlega kvisti. Þeirra á meðal Rakarann (Örn Árnason) sem er umsvifamikill í undirheimum stórborgarinnai'. sú að fólki þyki orðið svolítið vænt um þá Orm og Ranúr - það er eins og þeir höfði til unglingsins í fólki en öll höfum við jú einhvern tíma verið unglingar. Þess eru til að mynda dæmi að fulltrúar fjögurra kynslóða hafi komið saman að sjá Gauragang á sínum tíma.“ Að áliti Ólafs Hauks er það öðru fremur bjartsýni piltanna sem höfð- ar til fólks - trú þeirra á lífið. „Það er ekkert svartsýnisraus í þeim. Þótt þeir séu sífellt að hlaupa á Morgunblaðið/Þorkell ÞEGAR þeir kumpánar Ormur (Baldur Trausti Hreinsson) og Ranúr (Bergur Þór Ingólfsson) hafa klifíð Esjuna er ljóst að þeir komast ekki hærra hér á landi... veggi fyllast þeir ekki bölmóði, heldur standa bara upp og mæta galvaskir til leiks á ný. Það þýðir heldur ekkert annað. Eina leiðin til að lifa af er að hafa húmor fyrir hlutunum, hrista erfiðleikana af sér með því að líta á björtu hliðarnar - skemmta sér.“ Það voru Ingvar E. Sigurðsson og Sigurður Sigurjónsson sem gæddu Orm og Ranúr lífi á sínum tíma en nú er komið að mönnum úr yngstu kynslóð leikara í Þjóðleik- húsinu að taka upp þráðinn, Baldri Trausta Hreinssyni, sem leikur Orm, og Bergi Þór Ingólfssyni, sem fer með hlutverk Ranúrs. Ólafur Haukur segir að vissulega hafí verið freistandi að kveðja gömlu leikarana á ný á vettvang en líka hafi verið spennandi að ráða nýja menn til starfans. „Þegar ákvörðunin um að skipta um aðal- leikara lá fyrir skoðuðum við fjölda manns í hlutverkin og ákváðum að veðja á þessa tvo. Þetta eru ungir og sprækir strákar sem eiga örugg- lega eftir að standa fyrir sínu.“ Aðrir leikendur í sýningunni eru Örn Ai'nason, Jóhann Sigurðarson, Sigi'ún Waage, Sigrún Edda Björnsdóttir, Helgi Björnsson, Edda Ai-nljótsdóttir, Selma Björns- dóttir, Magnús Ragnarsson, Rand- ver Þorláksson, Anna Kristín Arn- grímsdóttir, Gunnar Hansson og Magnús Ólafsson. Leikmynd gerði Gretar Reynisson og búningar eru eftir Filippíu Elísdóttur. Lýsingu gerir Björn Bergsveinn Guðmunds- son og hljóðstjórn hefur Sigurður Bjóla með höndum. Leikstjóri sýn- ingarinnar er Þórhallur Sigurðs- son. Segir höfundurinn vinnuna á æf- ingatímanum hafa verið með svip- uðu sniði og hann eigi að venjast enda þekki þeir Þórhallur hvor ann- an mætavel. Sá síðarnefndi hefur leikstýrt öllum uppfærslum á verk- um Ólafs Hauks í Þjóðleikhúsinu. „Það hefur mikið gerst á æfingatím- anum, eins og alltaf. Maður er að henda út og bæta við þangað til blandan er orðin „rétt“, sem er oft ekki fyrr en á síðustu stundu. Ég hef aldrei skilið hvernig hægt er að skrifa tilbúið leikrit heima á skrif- borði.“ Tónlist leikur stórt hlutverk í uppfærslunni. Er hún að mestu sótt í smiðju Jóns Ólafssonar en nokkur lög eru eftir Ólaf Hauk sjálfan. Kveðst hann hæstánægður með framlag Jóns, tónlistin sé bæði heil- steyptari og dýpri en í Gauragangi. „Það skiptir miklu máli að tónlistin í svona hraðri sýningu sé góð og grípandi og Jóni hefur svo sannar- lega tekist að grípa stemmninguna á hverju augnábliki og vinna út frá henni.“ Jón leikur sjálfur á hljómborð og píanó í sýningunni en honum til halds og trausts er heil rokkhljóm- sveit: Guðmundur Pétursson og Stefán Hjörleifsson gítarleikarar, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari og Ólafur Hólm sem leikur á trommur. Þar lágu Danir í því Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld Meiri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.