Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 10
"t 10 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAE 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Tvo þriðju hluta þingmanna þarf til að samþykkja flýtimeðferð frumvarps FORYSTUMENN sjómanna mótmæltu harðlega þegar ríkisstjórnin boðaði lög til að leysa kjaradeiluna. Morgnnblaðið/Golli Talið að ekki veitti af einhverjum bremsum STJORNARANDSTAÐAN felldi á mármdag tillögu ríkisstjórnarinnar um að veita afbrigði frá þingsköpum til að hægt yrði að taka frumvarp um að stöðva verkfall sjómanna til um- ræðu samdægurs. Líða verða tvær nætur frá því að frumvarpi er útbýtt þar til það er tekið fyrir og verður að fá tveggja þriðju hluta meirihluta á þingi til að fá undanþágu frá þeirri reglu. Snarpar umræður Snarpar umræður urðu um málið á mánudag eftir að ríkisstjórnin ákvað að leita afbrigða í atkvæða- greiðslu þótt ljóst væri að stjórnar- andstaðan hygðist fella málið. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmað- ur þingflokks jafnaðarmanna, sagði að stjórnvöld beittu bæði þing og sjómenn „fantavinnubrögðum" og Ogmundur Jónasson, þingmaður Al- þýðubandalags og óháðra, sagði að ekki væri nóg með að ríkisstjórnin væri staðráðin í að þjóna útvegs- mönnum, heldur væri Alþingi beðið að flýta fyrir valdníðslunni með sér- stakri flýtimeðferð. Davíð Oddsson forsætisráðherra gagnrýndi stjórnarandstöðuna harkalega eftir að afbrigði höfðu ver- ið felld með 39 atkvæðum gegn 22 með þeim afleiðingum að fyrsta um- ræða um það getur ekki hafist fyrr en í dag. Sagði hann að minnihlutinn væri að tefja lausn sjómannadeilunn- ar og hafa stórfé af sjómönnum og allri þjóðinni. I kjölfar afnáms deildaskiptingar þings Ný lög um þingsköp Alþingis voru samþykkt í maí árið 1991. Á þinginu á undan höfðu verið samþykktar breytingar á stjórnarskránni, sem fólu meðal annars í sér brottfall deildaskiptingar þingsins og að þing- ið sæti að formi til allt árið og sagði Páll Pétursson, þáverandi formaður þingflokks Framsóknarflokksins, þegar hann mælti fyrir frumvarpinu að þessar stjórnarskrárbreytingar kölluðu á „verulegar breytingar á þingsköpum Alþingis". Snörp orðaskipti urðu á þingi þegar stjórn- arandstaðan felldi ósk stjórnarliða um að afgreiðslu frumvarps um að stöðva sjó- mannaverkfall yrði flýtt. Karl Blöndal komst að því að þegar unnið var að nýjum lögum um þingsköp 1991 þótti rétt að minnihlutinn hefði einhverjar bremsur til að hemja meirihlutann. í lögunum er kveðið á um af- greiðslu frum- varpa. „Eigi má, nema með sam- þykki þingsins, taka frumvarp til umræðu fyrr en liðnar eru að minnsta kosti tvær nætur frá því er því er út> ................................ býtt," segir í 36. grein laga 55/1991 og í 39. grein er bætt við: „Önnur umræða fari eigi fram fyrr en einni nóttu eftir fyrstu umræðu eða útbýtingu nefndarálits og skal þá ræða greinar frumvarps; ins og breytingartillögur við þær." I 40. grein segir: „Þriðja umræða má eigi fara fram fyrr en einni nóttu eft- ir aðra umræðu." Reglu um afbrigði breytt Afbrigði eru tekin fyrir í næst síð- ustu grein frumvarpsins og segir þar: „Eftir uppástungu forseta eða formanns þingflokks má bregða út af þingsköpum þessum ef tveir þriðju hlutar þeirra þingmanna, er um það greiða atkvæði, samþykkja." Gamla reglan var frá árinu 1936 og hljóðaði svo að aðeins þyrfti meiri- hluta til að fá afbrigði vegna stjórn- arfrumvarpa, en samþykki þriggja fjórðu hluta þingmanna þurfti um önnur mál. Með lögunum frá 1991 var því ákveðið að sama regla gilti um afbrigði jafnt fyrir stjórnarfrum- ALÞINGI vörpum og þing- mannafrumvörp- um. I gömlu lögun- um var því þannig háttað að forseti þings eða tiltek- inn hópur þing- manna gat gert tillögu um af- brigði frá þing- ....................... sköpum, en nú eru það forseti og formenn þingflokka. I skýringum, sem fylgdu frumvarpinu þegar það var lagt fram, sagði að þessi breyt- ing hefði verið gerð „til að einfalda framkvæmd þessa ákvæðis". Samkvæmt gömlu reglunni átti ein nótt að líða frá því að frumvarpi var útbýtt á þingi þar til taka mætti það til umræðu, en því var breytt í tvær nætur. Deilt um merkingu tveggja nátta Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur verið deilt um merk- ingu þess að líða skuli tvær nætur, en það hefur verið túlkað sem svo að þarnæsta dag eftir útbýtingu megi taka frumvarp til umræðu og gildi þá einu þótt þingfundurinn, þar sem því er útbýtt, standi fram á nótt. Þegar lögin um þingsköp voru sett árið 1991 var samkomulag um það að breyta frestinum úr einni nótt í tvær, þótt ekki hafi það verið ein- róma. Voru meðal annars efasemdir meðal stjórnarliða. „Ástæðan var sú að þetta getur verið hemill á það að meirihluti þingsins komi fram vilja sínum," sagði viðmælandi Morgunblaðsins. „En þetta varð samkomulag vegna þess að við það að fella niður deildir Alþingis fannst mönnum að ekki veitti af einhverjum bremsum. I því andrúmslofti var þetta samþykkt." Ekki varð mikil umræða um þetta atriði þegar lögin um þingsköp Al- þingis voru sett, en það bar engu að síður á góma. ..Tryggja allvel rétt minnihluta" ,,[Ég tel] að þingsköpin eins og þau líta hér út muni í raun og veru tryggja allvel rétt minni hluta," sagði Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðubandalags, í umræðum um frumvarpið, „meðal annars vegna þess að þröskuldurinn til að sam- þykkja bráðabirgðaafbrigði er hærri en hann var." Páll Pétursson lét sér nægja þeg- ar hann mælti fyrir frumvarpinu að leggja áherslu á að krafist yrði „auk- ins meiri hluta til að veita afbrigði um öll þingmál". Fordæmið „slys" Það hefur einu sinni gerst áður að því hafi verið hafnað að flýta af- greiðslu frumvarps þegar leitað var afbrigða eftir að nýju lögin voru sett. Það var rétt fyrir jól, í desember 1996, að farið var fram á afbrigði til að taka mál fyrir og það var fellt. Þá var hins vegar ekki um ágreining stjórnar og stjórnarandstöðu að ræða. Málið snerist um öryggi raf- orkuvirkja og var ópólitískt og sagði viðmælandi Morgunblaðsins að í raun hefði það verið „slys". Þetta gerðist einnig við þinglok vorið 1976. Þá var umdeilt þing- mannafrumvarp um réttritun, þar sem meðal annars var aflögð notkun bókstafsins „Z", að fara milli deilda og snerist málið um hvort taka mætti það með afbrigðum til fyrstu umræðu í síðari deild. Andstaða var við frum- varpið og andstæðingar notuðu sér það. Aiþinqi Stutt Aðgerðir til að draga úr þung- lyndi kvenna KRISTÍN Ástgeirsdóttir, þingmað- ur utan flokka, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um fyrirbyggjandi aðgerðir tii að draga úr þunglyndi kvenna. Meginefhi tillögunnar er að Al- þingi álykti að fela heilbrigðisráð- herra að selja á fót nefnd sem hafi það hlutverk að kanna hvort og þá hvaða fyrirbyggjandi aðgerðir geti orðið til að draga úr þunglyndi meðal kvenna. Verði tillögum nefndarinnar síðan fylgt eftir með sérstöku átaki heilbrigðisyfirvalda. „A nýafstaðinni ráðstefnu heil- brigðisráðuneytisins um heilsu kvenna kom fram að um 20% kvenna fá veruleg þunglyndisein- kenni einhvern tíma á ævinni með- an samsvarandi tala fyrir karla er um 10%," segir í greinargerð. Þar segir einnig að með aukinni fræðslu um þunglyndi, einkenni þess, bættum rannsóknum á áhættuþáttum og ráðleggingum um æskileg viðbrögð mætti án efa draga úr þunglyndi meðal kvenna og karla og þar með bæta heilsu og líðan, minnka lyfjanotkun og kostn- að í heilbrigðiskerfinu. Alls 560 hafa óskað niðurfellingar meðlagsskulda ALLS 560 einstaklingar óskuðu eftir heimild til samninga um nið- urfellingu á meðlagsskuldum að hluta eða öllu leyti eða lækkun á mánaðarlegum greiðslum, á tíma- bilinu frá 1. aprfl 1997 til desember 1997. Þetta kemur fram í svari félags- málaráðherra við fyrirspurn Rann- veigar Guðmundsdóttur, þing- manns í þingflokki jafnaðarmanna. Er svarið birt í upplýsingum frá Innheimtustofnun sveitarfélaga. Af þeim 560 umsóknum sem bár- ust voru 355 umsóknir samþykktar, 160 umsóknum var synjað, en 45 umsóknum frestað vegna ófull- nægjandi upplýsinga. I svarinu kemur einnig fram að oft eru fleiri en ein ástæða fyrir þvf að umsóknir eru samþykktar. Af þeim 355 umsóknum sem sam- þykktar voru á fyrrgreindu tímabili voru 158 umsækjendur með lágar tekjur, 78 umsækjendur voru með skerta starfsorku, 47 umsækjendur voru með barnamergð og 48 með mikla greiðslubyrði. En að baki 24 umsókna lágu aðrar ástæður eins og til dæmis frestun á greiðslu skuldar meðan á námi stendur. 78 innflutningsleyfi á áfengi gefin út á tveimur árum ALLS hafa verið gefín út 78 heild- söluleyfi sem ná til innflutnings og heildsölu áfengis frá 1. desember 1995. Auk þess hefur átta veitinga- stöðum verið veitt leyfi til innflutn- ings á áfengi vegna eigin veitinga- sölu á sama tímabili. Þetta kemur fram í svari fjár- málaráðherra við fyrirspurn Ög- mundar Jónassonar, þingmanns Al- þýðubandalags og óháðra. I svarinu kemur einnig fram að í frumvarpi til nýrra áfengislaga og í frumvarpi til laga um breytingu á lögreglulögum, sem dómsmálaráð- herra hefur kynnt í ríkisstjórn, sé m.a. kveðið á um að sérstök áfeng- iseftirlitsdeild verði starfrækt hjá ríkislögreglustjóra sem annist eftir- lit með meðferð áfengis. Er m.a. gert ráð fyrir að embættið haldi skrá yfir birgðageymslur, áfengis- veitingahús og áfengisútsölustaði, svo og skrá yfir leyfishafa til inn- flutnings, framleiðslu, sölu og veit- inga áfengis. Alþingi Dagskrá óvfst um dagskrá ÓVÍST er hver dagskrá Alþingis verður í dag. Til stdð að ræða lög ríkissfjórnariuii.'ir um lausn kjara- deilu sjómanna en það kann að breytast ef verkfallinu verður frestað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.