Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM STULKNASVEITIN AII Saints vann til tvennra verðlauna. Bresku tónlistarverðlaunin SPICE Girls fengu aðeins ein verðlaun sem voru ákveðin fjórum dögum fyrir hátíðina. Björk vann til verðlauna ,^1 H"*3 'MmA GERI Halliwell fagnar verð- launum Spice Girls. JON BON Jovi var valinn besti karlkyns söngvari. BJÖRK Guðmundsdóttir var valin besti kvenkyns tónlistarmaður á alþjóða- vettvangi þegar Brit- verðlaunin, eftirsóttustu og stærstu tónlistarverðlaun Breta, voru afhent í fyrradag. Jon Bon Jovi þótti besti tónlistarmaður á al- þjóðavettvangi í karlaflokki. Besti tónlistarmaður í Bretlandi í kvennaflokki var valinn Shola Ama og í karlaflokki var það nýliðinn Finley Quaye. Kryddpíurnar í Spice Girls fengu sérstök verðlaun sem stofn- að var til í flýti og var þannig forð- að frá því að troða upp á hátíðinni og fara svo tómhentar heim. Þær voru aðeins tilnefndar fyrir besta myndband, sem var við lagið „Spice Up Your Life". Það var hins vegar stúlknahljómsveitin All Saints sem vann í þeim flokki og ekki bætti úr skák að All Saints, sem hafa það fyrir venju að rakka niður Spice Girls, fengu einnig verðlaun fyrir bestu smáskífu. Þrátt fyrir að Spice Girls hefðu komið fjórum lögum í efsta sæti breska vinsældalistans í fyrra voru þær ekki tilnefndar af dómnefndinni sem er skipuð 600 áhrifamönnum úr tónlistariðnaðinum. Var þessi sölu- hæsta hljómsveit Bretlands í fyrra því sniðgengin á hátíðinni. Eftir að þær fluttu nýja lagið „Stop" var hins vegar komið til móts við Kryddpíurnar og fengu þær sérstök verðlaun fyrir góða plötusölu um allan heim. Ef til vill var það óánægja þeirra með dræm- ar undirtektir á hátíðinni sem réð því að þær kröfðust þess að þær fengju að undirbúa sig fyrir atriði sitt á hátíðinni fjarri öðrum skemmtikröftum og fengju nokkur herbergi á nálægu hóteli alveg fyr- ir sig. Hljómsveitin The Verve var sig- urvegari kvöldsins og vann hún til þrennra verðlauna. Hún var þó fjarri góðu gamni því hún var að leika á góðgerðartónleikum fyrir heimilislausa í Brixton. The Verve var valin besta hljómsveitin og Urban Hymns besta breiðskífan. Skutust þeir þar með fram fyrir aðrar rómaðar sveitir á borð við Oasis, The Prodigy, Texas og Radio head. Finley Quaye gaf út sína fyrstu breiðskífu í fyrra og seldist hún í rúmlega 250 þúsund eintökum. Hann var kjörinn besti tónlistar- maður í karlaflokki og bar þar með sigurorð af Sir Elton John, Paul Weller, Gary Barlow og Robbie Williams. Bestu nýliðar í bresku tónlistar- lífi voru í hljómsveitinni Stereoph- onics. Besta kvikmyndatónlist þótti vera í myndinni „The Full Monty" eða Með fullri reisn. Besta hljóm- sveit á alþjóðavettvangi var U2 og nýliði var hljómsveitin Eels. Ben Elton var kynnir og tilkynnti hann að Dusty Springfield væri með krabbamein og gæti ekki komið á hátíðina. Candle in the Wind var ekki val- in besta smáskífan, þótt hún sé orðin söluhæsta smáskífa frá upp- hafi í heiminum. Það var lagið „Never Ever" í flutningi stúlkn- anna í All Saints sem sigraði í þeim flokki. Þær segjast slá Spice Girls við, enda semji þær sjálfar tónlist sína. Þær hafa gagnrýnt Spice Girls harðlega fyrir að auglýsa pepsí og tönglast á hugtakinu „Girl Power" eins og páfagaukar. „Við eigum aðeins eitt sameinlegt með Spice Girls," sagði Melanie Blatt. „Við erum með brjóst." Mel C úr Spice Girls sagði hins vegar að þær ættu ekki í neinni rimmu við All Saints. „Okkur lang- ar aðeins til að lyfta með þeim bjórglasi og skemmta okkur. Við erum mjög hrifnar af lögunum þeirra." Radiohead, Oasis og Prodigy létu ekki sjá sig á hátíðinni. Fleetwood Mac var heiðruð fyrir einstakt framlag til breskrar tón- listar. Sir Elton John fékk verð- laun Freddies Mercury fyrir ein- stakt framlag til góðgerðarmála. BJÖRK Guðmundsdóttir þótti besta söngkona á alþjóðavettvangi. Hefurðu prófað Engu lík... og góð fyrir alla »»RÓTTl SÁRA, Útsölustaðir: Stórmarkaðir, apótek, heilsuvöruverslanir og íþróttamiðstöðvar um allt land. Hellt úr ísfötu yfir Prescott JOHN Prescott, aðstoðarforsætisráðherra Breta, gagnrýndi harðlega Donbert Nobacon úr hinni vinsælu rokksveit Chumbawamba eftir að sá síðarnefndi hellti y 11 r hann úr ísfótu á af- hendingu Brit-verðlaunanna. Kallaði hann upp- ákomuna „fullkomlega fyrirlitlega kynningar- brellu". HJjómsveitin hafði nýlokið við að flytja vin- sælt lag „Tubthumping" þegar Nobacon stökk á borð Prescotts og velti ísfötu svo Prescott varð gegnblautur og Pauline, eiginkonu hans, var mjög brugðið. Hún brast í grát. Nobacon var dreginn burtu af öryggisvörðum og Geri Halliwell úr Spice Girls flýtti sér að borðinu til þess að hugga eiginkonu Prescotts. Prescott neitaði að gefa út yfirlýsingu um hvort hann hygðist höfða mál gegn Nobacon en for- dæmdi uppákomuna og sagði hana „kynningar- breilu sem ætlað væri að draga athygli að atriði sveitarinnar". „Hann er á þeirri skoðun að það sé fullkom- lega fyrirlitlegt að eiginkona hans og aðrar konur sem voru viðstaddar skyldu hafa þurft að JOHN Prescott var heldur þungur á brún eftir að hellt var yfir hann vatni. þola svona kveifarlega framkomu," sagði í yfir- lýsingu frá skrifstofu hans. David sonur hans sagði við fréttamenn: „Konurnar voru skelfingu Iostnar. John stóð upp þeim til varnar og ýtti manninum af borðinu." Hljóinsveitin Chumbawamba breytti textan- um við lagið og beindi spjótum sínum að ríkis- stjórii Verkamannaflokksins í Bretlandi. Boff, gítarleikari sveitarinnar, sagði: „Við vitum al- veg af því að þessi [tónlistar]iðnaður er fyrir neðan allar hellur. Ástæðan fyrir því að við er- um í hljómsveit er ekki sú að okkur sé klappað á bakið af iðnaðinum heldur sú að við höfum boðskap og þurfum að koma honum á fram- færi." Þetta er ekki í fyrsta skipti sem „kynningar- brellur" af þessu tagi lfta dagsins ljós. Fyrir tveimur árum stökk Jarvis Cocker upp á svið til að mótmæla Michael Jackson og hljómsveitin Oasis bölvaði keppinautum sínum þegar hún tók við verðlaunum síiium. Fyrir utan afhendinguna fóru fram hávær mótmæli vegna „þrælavinnulauna" verkamanna í hlutastarfi hjá Polygram. Um tuttugu lög- reglumenn flýttu sér til varnar þegar einn mót- mælandinn stökk í átt að Cherie, eiginkonu Tonys Blairs forsætisráðherra. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.