Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ rr SJONMENNTAVETTVANGUR Af smarit- um vænum Hér birtist síðari grein Braga Ásgeirs- sonar um smáritaútgáfu Torstens Blön- dals, útgefanda í Kaupmannahöfn, og nú fjallar hann um kiljurnar Picasso, _________Diderot og Dubuffet._________ MÁLARINN Picasso var ein af þessum undantekningum frá reglunni eins og flestir vita. Hvað bókina um hann áhrærir er líka naumast hægt að tala um smárit, þótt hún sé í sjálfu sér ekki mikil að vöxtum. Telst öllu heldur kilja af stærri gerðinni og sjálft les- málið nær yfir 170 síður. En í ljósi allra þeirra doðranta sem út hafa komið um hann, er nokkur léttir að hafa jafn fyrirferðarlitla bók milli handanna, og fá þó jafnvel mun stærri skammt af listamanninum. Hér eru reifaðar hreinar beinar og ómengaðar skoðanir um allt milli himins og jarðar, með nokkrum fyr- irvara þó. Athugasemdir Picassos voru þess eðlis, að fæstir voru færir um að end- ursegja þær með þeirri sérstöku fag- urfræði sem fólst í framsögn hans sjálfs. Um er að ræða sitthvað sem menn heyrðu hann segja eða jafnvel héldu sig hafa heyrt, en ekki er hægt að bregða upp hinum sérstöku að- stæðum sem voru til staðar hverju sinni er orðræðan fór fram. í for- mála segir höfundurinn Dore Ashton, að allir sem höfðu langvar- andi samband við Picasso, hafi verið sammála um að listir væru það eina sem hann vildi aldrei tjá sig um skriflega. I samræðum væru það hins vegar umtalsefnin sem gæfu honum innblástur og andagift til svimandi hæða í gráglettni og rök- fræði. Nánustu vinir slógu því einnig fóstu, að hann hefði aldrei náð að halda lærðar einræður, frekar voru athugsaemdir hans líkastar smá- þversögnum og kjarnyrtum athuga- semdum. Margir af grónustu vinum Picassos, álitu að Madame Hélene Parmelin hefði komst næst því að ná blæbrigðunum og tóninum í orðræð- um hans og athugasemdum í fram- sögn og skrifum sínum. Segir á ein- um stað frá því, er hún sat og blaðaði í rissbókum á vinnustofu hans og hve það sló hana er hún rak augun í eitt forkostulegt gullkorn sem hann hafði skrifað um eigin list; „Málverkið er sterkara en ég. Það fær mig til að aðhafast svo sem því þóknast." Picasso skrifar bréf, ljóð, leikrit og talar viðstöðulaust um málverk, bætti hún við, en vel að merkja skrif- ar hann aldrei um athafnir sínar á listasviði. Hugsanir hans eru einneg- in stöðugum breytingum undirorpn- ar líkt og málverkin. Þessi saman- tekt orð- og samræðusnilldar Picassos, er sótt til fjölda náinna samferðamanna hans. Einstök víð- fræg gullkorn kannast maður við, en fleiri koma á óvart, einkum fyrir hinn mótsagnakennda undirtón. Ekki var um að ræða neina tegund tillærðra fræða né heimspeki, heldur innblásnar athugasemdir sem sóttu líf sitt í tilfallandi aðstæður hverju sinni, spruttu hiklaust fram af vörum hans með fjölþættum áherslum. Málarinn var mikil félagsvera og víð- feðm þekking sótt í mal margra mestu andans manna Frakklands, auk útlendra listamanna sem voru fastagestir á vinnustofu hans um langt árabil, svo og venjulegs fólks. Þá hóf hann hvern dag á því að fletta í bókum til að örva sköpunargáfuna, og mikils háttar verk voru aldrei óundirbúinn sjálfsprottinn spuni. Picassó sótti alla sína sköpunargáfu til hlutveruleikans, þótt hann um- breytti honum og rifi niður. Eins og honum mæltist sjálfum; „Mynd er summa eyðilegginga. Á árum áður þokaðist hún áfram stig af stigi í átt til fullkomleika. Hver dagur frambar eitthvað nýtt. Hún var summa rök- rétts framhalds og viðbóta. I mínu tilfelli er hún summa viðvarandi eyðilegginga. Ég mála mynd - svo eyðilegg ég hana. I lokaferlinu hefur þó ekkert tapast, rauði liturinn sem ég fjarlægði af einum stað skýtur upp kollinum annars staðar." Picasso er líka á þeim nótum að vísa til þess, að myndverki er aldrei lokið; „Svo lengi sem málverki er ólokið, heldur það áfram að vera á lífí. Mynd sem menn telja sig hafa lokið við er dautt verk, myrt." Hann áleit það eins konar verndarengil sem kæmi í veg fyrir að hann héldi áfram að mála á strigann, en myndverkinu sjálfu væri aldrei lokið, slíkt jafngilti dóms- degi. Bók Doru Ashton kom fyrst út 1972 og skiptist í formála, athug- semd til lesenda, tvær yfirlýsingar frá Picasso og ellefu afmarkaða kafla. Hún er náma orðræðu og spakmæla sem hristir á þann veg í þeim sem les, að hann hlýtur að taka við sér hversu andinn og vinnugleðin kunna að vera í djúpri lægð þá og þá stundina. Picasso lést 1973, en hélt lengi áfram að koma öllum á óvart, jafnvel sínum nánustu vinum. Þannig eftirlét hann ýmis skrif og athugasemdir um listir sem enginn hafði hugmynd um að hann ætti í fórum sínum, sem ógildir trúlega sumt af því sem hér hefur komið fram, en það er önnur saga. Opinská- asti maður aldarinnar í mynd og máli sagði þannig ekki allt. Hélt ýmsu eft- ir fyrir sig einan, átti alltaf eitthvað ósagt í malnum og var þversögn út yfir gröf og dauða. „Maður getur ekkert gert án einsemdarinnar, ég hef skapað mína eigin einsemd, sem enginn þekkir. Það er mjög erfitt að vera aleinn á vorum dögum þegar allir eiga úr. Hefur nokkur séð dýr- ling með úr? Og samt sem áður hef ég leitað alls staðar, jafvel meðal dýrlinga sem gætu verið verndar- englar úrsmiða." „Vinnan er mann- eskjunni nauðsyn. Hesturinn spenn- ir sig ekki sjálfur fyrir vagninn. Maðurinn fann upp vekjaraklukk- una"... Denis Diderot (1713-84), sem af ýmsum er talinn upphafsmaður nú- tíma listrýni var franskur rithöfund- ur og heimspekingur, einn af helstu boðberum upplýsingastefnunnar. Ritstýrði ásamt J. d'Alembert al- fræðibók í 28 bindum og gaf út raun- sæislegar skáldsögur og tímamót- andi leikrit. Varð náin vinur Katrín- ar II keisaraynju í Rússlandi og valdi fyrir hana málverk úr listhús- um Parísarborgar. Milligöngumaður um kaup á hinu mikla málverkasafni de Thiers baróns, sem Vetrarhöllin í Pétursborg hýsir nú. Þar er að finna myndir eftir Rembrandt, Tizian, Rafael, Ribera, Murrillo, Prans Hals, Rubens, Claude Lorrain og Poussin! Ekki þarf lengri upptaln- ingu til að lesandi átti sig á að þar hafi farið býsna óvenjulegu maður, að ekki sé meira sagt. Meðal þess sem menn minnast helst af afrekum hans, er hve upptekinn hann var við að koma á framfæri vísdómi sem listamenn höfðu miðlað honum og hann var uppnuminn af. Hér var hann á líku róli og ýmis stórskáld í Frans, er lögðu lag sitt við listamenn til að fiska eftir vísdómi úr ranni þeirra og þannig er sagt að sjónar- mið Delacroix endurspeglist í ljóðum Baudelaires og sjónarmið Picassos í ljóðum Paul Eluards, auk þess voru skáld eins og Jaques Prévert, Louis RISS eftir Picasso í útgáfu Eluards á La Chef d'Oeuvre, eftir Balzac 1944. JEAN Dubuffet; Vegur fyrir karlmenn, olía á léreft 1944. Aragon, Pierre Reverdy, Michael Leiris og Francis Ponge tíðir gestir á vinnustofur Picassos. Má vera til eftirbreytni um meiri samgang og samræður milli listamanna. Diderot var logandi í andanum og áhugi hans á myndlist jaðraði við öfgar, hann vildi kryfja myndverk mestu listamanna Prísarskólans og helst heimsins um leið. En jafnframt var honum ljós hættan sem fólst í því að heimspekingur og rithófundur færi með fingurna í hluti sem hann hafði ekki upplifað sjálfur í eigin vinnu. Þá varð til hinn frægi fram- sláttur sem oft er vitnað til „Enginn skyldi skrifa um myndlist, sem ekki hefur sett þumalfingurinn í lita- spjaldið." Til að bæta þessa vöntun upp gerði hann sér far um að kynn- ast sem flestum listamönnum per- sónulega og margvíslegum skoðun- um þeirra, og þeim vísdómi sem þeir frambáru í samræðum. Hann leitaði sannleikans, ekki hins ímyndaða til- búna sannleika, heldur hins algjöra sannleika, sem sameinar hugarflug og náttúru. Á þessum tímum var arf- urinn frá endurreisninni enn vel merkjanlegur, en þá var listum lyft á stall jafnfætis vísindum af öllu tagi, sem hinir mörgu og veglegu listahá- skólar er upp risu í öllum stórborg- um Evrópu eru til vitnis um, og er dýrmætastur menningarlegur arfur álfunnar. I bókinni er löng ítarleg og mjög fræðileg ritgerð eftir Elsu Marie Bukdahl, sem mun vera sérfræðing- ur í Diderrot, og er núverandi höfuð listakademíunnar við Kóngsins Nýjatorg í Kaupmannahöfn. Um er að ræða kilju upp á 200 síður, sem prýdd er mörgum mjög skýrum og vel unnum myndum í lit og svart- hvítu, sem Diderot rýnir í. Ritgerðir hans um Salonina í París 1759-1781, eru af mörgum sagðar marka fæð- ingu seinni tíma listrýni og hallast menn jafnframt að því að þær hafi ekki glatað merkingarlegu innhaldi sínu enn þann dag í dag. Þá mun þessi bók svo holl aflestrar að ráð væri að kynna hana sérstaklega í Háskólanum og Myndlista- og hand- íðaskóla íslands, þó ekki væri fyrir annað en hlutlæga rökfræðina sem hún framber og svo átakanlega skortir á hér á landi. Helst væri ráð að þýða hana og jafnframt bókina um Picasso og nota sem kennslu- gögn írökfræði og andríkri sam- ræðu. Á sama hátt og gott málverk er alltaf nýtt, er djúp rökræða á hlutina alltaf ný og fersk. Það lýsir skarpskyggni og eðli Diderots mjög vel, að hann var yfir sig hrifinn af þeim frábæra málara, Jean-Baptiste Siméon Chardin (1699-1779), og segir á einum stað; „Ó Chardin: það er eklti hvítt, rautt og svart, sem þú hrærir í á mynd- spjaldi þínu: heldur sjálft efni og eðli hlutanna! það eru birtumögnin, ljós- ið og loftið sem þú tekur á pensilodd- inn og yfirfærir á léreftið". Bókin um Diderrot inniheldur meiri vísdóm en margir doðrantar og hún hefur kveikt í skrifara að gera henni nán- ari skil við tækifæri. DENIS Diderot, málverk eftir Jean-Honoré Fragonard. Jean Dubuffet (1901-1985) þekkja íslenzkir myndlistarmenn vel, í öllu falli þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur auk allra af yngri kynslóð er sækja núlistasöfn. Hann var eitt stærsta nafn Parísarskólans á eftir- stríðsárunum og allt þar til hann lést, sívökull um nýjar hræringar og þó trúr sinni upprunalegu pensil- skrift. Frumkvöðull, Art Brut, lista- stefnunnar, er byggðist á hrárri túlkun bernskrar listar og sótti hér áhrif til svissnesk-þýska málarans Paul Klee (1979-1940). Klee og Du- buffet höfðu afar sterk áhríf á seinni tíma málara til að mynda alla þá sem kenndir eru við Cobra. Bókin um Dubuffet er sýnu þynnst þótt brotið sé það sama, að- eins 57 síður og ber þannig réttnefn- ið smárit. Aðdragandann má rekja til þess að vorið 1978 ræddi listamaður- inn reglulega við Marchel Péu um verk sín, sem seinna skrifaði samtöl- in niður. Dubuffet var þó andvígur því að samræðurnar kæmu út í bóka- formi, í hans huga var þetta einungis upphafið að dýpri rökræðu. Samt sem áður gaf hann árið 1980 Jaques Berne leyfi til að fara í gegnum text- ana, og nokkrum mánuðum seinna fékk hann þá hugmynd að skrifa sjálfur ímynduð samtöl við sig og gaf þeim nafnið; Viðtöl í lausum glósum, og er smáritið fyrstu 124 kaflarnir. Sjálft handritið fannst á borði Du- buffets eftir andlát hans í mai 1985 og nú með styttri titli, Lausar glós- ur". Ritið var gefið út í tilefni 80 ára afmæli Knud W. Jensen 1996, stofn- anda Lousiana safnsins og mikils að- dáanda Ustamannsins. Spurningarnar sem Dubuffet svarar, sækja vafalítið skyldleika til samræðanna við Péu, en svo hefur listamaðurinn að sjálfsögðu aukið við þær. Er mjög fróðlegt að sjá hvernig Dubuffet rekur úr sjálfum sér garn- irnar og svarar almennum spurning- um um vinnuferli sitt og myndlist yf- irleitt. Hér er vafalítið komið gott dæmi um opinskáa franska rökfræði og skyldi vera falin meiri lærdómur í nokkru en einmitt að lesa slíka sjálf- skrufningu listamanns „hvort sem viðkomandi er með á nótunum eða ekki? - Allt sem þú hefur sagt, bendir til þess að þér líki ekki yfirmáta vel við hinar lóngu, þráðbeinu götur, með rétthornuðum skurðarpunkti, sem einkennir stórborgir nútímans. „Ég er fylgjandi bogadregnum götum svo sjónvíddin takmarkist í sífellu, og hvert augnablik mæti nýjum aðstæð- um. Langar, beinar aðalgötur gera borgirnar minni að mínu mati. Mað- ur á að auka margbreytni staða í borgum til að gera þær stærri. Það gera arabar einmitt á aðdáunarverð- an hátt; litlu borgirnar þeirra fram- bera virkilega þessa tilfinningu af einhverju sem er án enda og enda- lausum fjölþættum alheimi. Eg ætla að sama gildi um hinn heimspekilega alheim. Það er tO alls að vinna að margfalda staði hugsunarinnar og gefa henni sérkenni, - í andstöðu við hagnýtisdraumin, að gera hana að stóru einhæfu kerfi, skilgreint með einum miðlægum möndli (í líkingu við hina stóru, beinu aðalgötu)"... i f L ;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.