Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ - MINNINGAR t Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KARL JÓHANNSSON frá Vestmannaeyjum, Hrafnistu í Hafnarfirði, áður Stekkjarflöt 13, Garðabæ, verður jarðsettur frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum laugardaginn 14. febrúar kl. 14.00. Kveðjuathöfn verður í Fossvogskirkju fimmtu- daginn 12. febrúar kl. 15.00. Hervör Karlsdóttir, Geir Oddsson. barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir mín, AÐALHEIÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavlk, áður Kleppsvegi 8, lést laugardaginn 31. janúar sl. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki deildar A-3, Hrafnistu. Kolbrún Dexter og aðstandendur. -vl t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, LAUFEY BJARNADÓTTIR, Ketilvöllum í Laugardal, verður jarðsungin frá Selfosskirkju föstudaginn 13. febrúar kl. 13.30. Jarðsett verður í Miðdal. Bílferð verður frá Hóþferðamiðstöðinni kl. 12.00. Gróa Grímsdóttir, Guðný Grímsdóttir, Kristinn Vilmundarson, Grfmur Kristinsson. .Jnl + Systir mín, JÓHANNA EIRfKSDÓTTIR, Safamýri 46, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morg- un, fimmtudaginn 12. febrúar, kl. 13.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Kristján Eiríksson. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRÐAR GUÐMUNDSSONAR. Sérstakar þakkir fasrum við starfsfólki 3. hæðar Sólvangs fyrir hlýja og góða umönnun. Jóhanna Þórðardóttir, Garðar Rafn Sigurðsson, Sæmundur Þórðarson, Guðmundur Gísli Þórðarson, Gunnlaug Helga Jónsdóttir, Erna Þórðardóttir, Kristþór Sveinsson, Hulda Þórðardóttir, Jóhannes Gunnarsson, Kolbrún Þórðardóttir, Káre Johansen, bamabörn og barnabarnabörn. GUNNAR BALDUR LOFTSSON + Gunnar Baldur Loftsson fæddist 10. apríl 1924. Hann lést á Akureyri 26. janúar síðast- liðinn. Gunnar fæddist á Hlíðar- enda í Óslandshlíð í Skagafirði og ólst upp á Oslandi. Foreldrar Gunnars voru Loftur Rögnvalds- son, f. 16. nóv. 1891, d. 5. nóv. 1944, bóndi á Óslandi, og Nanna Ingjaldsdóttir, f. 20. sept. 1898, d. 17. júní 1981, húsfreyja. Bróðir Gunnars er Ingvi Ragnar Lofts- son, f. 1. ndv. 1932, lengst af kaupmaður á Akureyri. Gunnar stundaði nám við Bændaskólann á Hólum + Hjartans þakkir fyrir veitta samúð og vináttu við fráfall og jarðarfarir HANNESAR M. ÞÓRÐARSONAR og DRAFNAR HANNESDÓTTUR. j«m*7 Guð blessi ykkur öll. Skúli Gunnarsson, Sólbrá Skúladóttir, Sindri Skúlason, Magnea Margrét Friðgeirsdóttir, Sólrún Skúladóttir, Ingvar Kárason, Védís Daníelsdóttir, Þórhallur Vignir Vilhjálmsson. „Heyrðu mig nú, ég kæri mig ekkert um það að viðsldptavinirnir ykkar leggi bílum sínum hér fyrir framan innganginn hjá mér." Þess- um orðum var beint til mín fyrir einum 15 árum. Maðurinn sem þau talaði var vinur minn og frændi, Gunnar B. Loftsson, eða Gunni Lofts eins og hann var alltaf kallað- ur. Inngangurinn sem ekki mátti leggja bílum fyrir var að Bfla- og húsmunamiðluninni í Lundargötu, verslun sem hann stofnaði eftir að hafa stundað verslunarstörf hjá KEA um árabil, eða allt frá því hann flutti til Akureyrar 1946. I Bfla- og húsmunamiðluninni réð Gunni ríkjum og þar var hann þeg- ar ég kynntist honum. Með okkur Gunna tókst góður vinskapur, enda Gunni skrafhreifinn og skemmtileg- ur kall. Ég starfaði á þessum tíma samhliða námi í verslun og mynd- bandaleigu sem staðsett var gegnt búðinni hans Gunna og kom hann oft yfir til að spjalla við mig eða fá mig til að hjálpa sér við að flytja til húsgögn á lagernum hjá sér. Stund- um var orðið ansi þröngt og erfitt að komast um í versluninni hjá Gunna og þá var kallaður til mann- skapur til að umstafla og skipu- leggja á ný svo að viðskiptavinirnir ættu hægara um vik að skoða það sem í boði var. Mannskapurinn samanstóð af mér og þremur vinum mínum, Jonna, Palla og Stjána. Það má kannski segja að þar með höfum við verið ráðnir sem aðstoðarmenn Gunna í búðinni, en ekki fór á milli mála hver réð, því Gunni sat ævin- lega á stól og benti með stafnum sínum hvar hlutirnir áttu að vera. Það var oft glatt á hjalla þegar verið var að umstafla í búðinni hjá Gunna og ekki var hætt fyrr en Gunni var orðinn ánægður, en hann var mjög nákvæmur með hvar og hvernig hlutum var raðað. Kannski hefur þetta lýst honum ágætlega, þessi nákvæmni sem ef til vill mætti kalla sérvisku, jú hann Gunni vinur minn var sérvitur en á ákaflega skemmti- legan hátt. Við aðstoðarmennirnir fengum meiri starfa en bara að bera til hluti í versluninni, það þurfti oft að skjót- ast eitt og annað. Stundum vorum við sendir eftir einhverju sem Gunni var þá búinn að panta, en það gerði hann nú ansi oft. Hann hringdi þá á undan okkur, sagði að væntanlegir væru strákar og beið þá varan eftir okkur og var afhent með bros á vör. En oftast var það nú samt svo að Gunni fór með okkur. Stundum vor- um við allir saman, stundum aðeins einn ásamt Gunna og var þá við- komandi einkabílstjórinn hann. Gunni sat frammí, reykti Camel og Sérfræðingar Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090 1941-1943. Hann flutti til Akur- eyrar árið 1946 þar sem hann stundaði verslunarstörf hjá KEA um árabil. Hann hefur annast verslun með notaða húsmuni á Akureyri í meira en 20 ár. Gunnar kvæntist 18. júní 1960 Sigríði Guðmundsdóttur, f. 28. júní 1937, verslunarmanni hjá KEA. Hún er dóttir Guðmundar Guðmundssonar bónda á Naust- um við Akureyri, og Herdísar Finnbogadóttur frá Kvíum í Jök- ulfjörðum. Utför Gunnars Baldurs hefur farið fram. stjórnaði ferðinni. Það var víða komið við í þessum ferðum, margt skoðað og fengum við félagarnir góða tilsögn í hvernig aka ætti bíl. Gunni var hinn besti bílstjóri og lá ekki á skoðunum sínum ef honum mislíkaði aksturslagið og umgengni um bílinn, enda voru bílar í eigu Gunna best hirtu bflar sem ég hef augum litið. Oft þegar við sátum saman niðrí búð hjá Gunna og spjölluðum kom margt skemmtilegt uppá yfirborðið, en Gunni hafði gaman af að segja frá og oft var hlegið dátt. Hann sagði mér margar sögur frá því þegar hann var ungur vestur í Skagafirði og hvernig lífið hafi verið þar á þeim tíma, en Gunni var fæddur á Hlíðarenda í Óslandshlíð og ólst upp á Óslandi ásamt foreldr- um sínum Lofti Rögnvaldssyni bónda, konu hans Nönnu Ingjalds- dóttur og yngri bróður, honum Ingva Lofts eða bara Ingva í Hafn- arbúðinni einsog allir Akureyringar kalla hann. Hann sagði mér einnig frá því þegar hann fór gangandi um langan veg til þess að komast á dansleik, en Gunni hafði mjög gam- an af að dansa, hann gekk síðan heim að dansleik loknum og kqm heim að Oslandi í morgunsárið. Eg gæti trúað að fallegt hafi verið um að litast í Skagafirði á þessum sum- arnóttum og ekki skrítið að þetta hafi verið honum hugleikið þegar hann sagði mér frá þessum ferðum sínum mörgum áratugum síðar. Hann sagði mér líka frá því þegar hann fékk byssuleyfi 7 ára hjá sýslumanninum á Sauðárkróki og frá rifflinum sem pabbi hans gaf honum og hversu montinn hann hafi verið að teljast til fullorðinna manna, sem allir áttu byssur til að stunda veiðar. Gunni kvæntist sumarið 1960 Sig- ríði Guðmundsdóttur, verslunar- manni hjá KEA og var hún honum ástkær eiginkona alla tíð. Á Þor- láksmessu hafði ég fyrir vana að færa Gunna kæsta skötu, en það þótti honum herramannsmatur. Sigríður eiginkona Gunna, hún Sigga, vann frameftir á þessum dögum og skrapp ég því niðrí búð til Gunna með skötu og sátum við og spjölluðum fram að lokunartíma. Þessari venju héldum við þar til Gunni hætti með búðina. Gunni var mikill dýravinur og áttu þau Sigga í mörg ár tík sem kölluð var Stássa. Stássa var svo sannarlega hænd að húsbónda sín- um og var hún ævinlega með Gunna í búðinni. Þar lá Stássa og svaf við hliðina á skrifborðinu hans og skipti sér ekki af því þótt Gunni sinnti við- skiptavinum sínum. Ekki fór fram- hjá neinum sem til þekkti hversu vænt Gunna þótti um hana Stássu. Elsku Sigga mín, ég veit að sökn- uður þinn er mikill á þessari stundu og minningarnar margar. Guð gefi þér og þínum styrk á þessum tíma og veit ég að fallegar minningar um góðan mann eiga eftir að vera þér hjálp. Eg leyfi mér að færa þér kveðju vinanna, aðstoðarmanna Gunna, þeirra Jóns Péturssonar, Páls Jóns- sonar og Kristjáns Bjarnasonar. Gunni mun alltaf lifa í minningunni líkt og sá gerir sem fært hefur manni gleði og góðar stundir. Þorleifur Agústsson, Gautaborg. INGUNN LARA JÓNSDÓTTIR t Ingunn Lára Jóns- Reykjavík hinn 24. september 1914. Hún lést á Landakotsspít- ala 30. janúar síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá As- kirkju 5. febrúar. Sýnist mér fyrir handan haf, hátignarskær og fagur, brotnuðum sorgaröldum af, upprenna vonardagur. (Bólu-Hjálmar.) Við Ingunn Lára kynntumst árið 1941 þegar við Magnús byrjuðum búskap og feng- um leigt herbergi hjá henni og Helga með aðgangi að þeirra eld- húsi. Sannaðist brátt að „þröngt mega sáttir sitja", því milli okkar fjögurra myndaðist fljótt sterk vin- átta, sem haldist hefur alla tíð. Deildum við saman húsakynnum í tvö ár. Margt var brallað og mikið hlegið, því Inga hafði óvenju létta lund og smitaði aðra með hlátri sín- um og jákvæðu hugarfari. Minnisstætt er mér 2-3 vikna ferðalag okkar vinkvenna á Vest- firði og sameiginlegt ferðalag okkar hjóna norður í land auk margra ánægju- stunda heima við rommy spil og fleira. Síðar, eftir að við Magnús gerðum okkur heimili að Björk í Borgarfirði nutum við og dætur okkar tak- markalausrar gestrisni og vinsemdar þeirra hjóna. Einnig bjó ég hjá þeim um tíma ásamt tveimur af dætr- um okkar á erfiðu tímabili í lífi mínu og seinna hafði ein af dætrum mínum þar vetrarsetu meðan á skólagöngu stóð. Öllum leið okkur undurvel hjá Ingu og Helga, þar sem léttleikinn og kær- leikur þeirra mótaði heimilislífíð og velvilji og vinsemd gerði okkur öll heimakomin. Ég kveð, kæra vinkona mín, með þökk fyrir samverustundirnar, vel- vildina og fyrir að hafa reynst mér svqvel. Eg og dætur mínar vottum Helga og börnum þeirra, Önnu, Arna, Jónu og Gylfa, ásamt barnabörnun- um alla okkar samúð. Sigurborg Þorleifsdóttir. 'trfiéyUj, Glæsileg kaffihlaðborð fallegir salir og mjög góð þjónusta TJPPLYSINGAR I SIMUM 562 7575 & 5O5O 925 ÍHÓTELLOFTLEIÐIR í:. , CÍIAHOAIR H O T I I. S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.