Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Rcuters
NÁIST pólitiskt samkomulag á Norður-írlandi er gert ráð fyrir
að sambandssinninn David Trimbleverði forsætisráðherra í sam-
ráðsstjórn mótmælenda og kaþólikka
Reuters
SINN Féin, stjórnmálaarmi írska lýðveldishersins, verður boðið
til viðræðnanna á Norður-írlandi á ný eftir helgi. Gerry Adams er
leiðtogi samtakanna.
Styttist biðin eftir sam-
komulagi á N-Irlandi?
Það er skammt stórra högga á milli á
Norður-Irlandi. Stutt er síðan menn
héldu því fram að friðarlíkur værU meiri
en áður, enda hafði þá Sinn Féin, stjórn-
málaarmur Irska lýðveldishersins, IRA, í
fyrsta skipti gengið að samningaborði um
framtíð Norður-Irlands, segir Davíð Logi
Sigurðsson. Nú velta menn fyrir sér
hvort morðin 1 vikunni hreki friðarlest
Tonys Blairs út af sporinu eða hvort þau
verði til þess að menn herði enn róðurinn
og nái samkomulagi.
Reuters
VINIRNIR tveir, sem skotnir voru í bænum Poyntzpass á
miðvikudag, voru bornir til grafar í vikulok.
Trimble og Adams lykilmenn
MORÐIN á tveimur vin-
um í smábænum
Poyntzpass, sem stað-
settur er í Armagh-
sýslu suður af Belfast, hafa vakið
mikla andúð á Bretlandseyjum.
Poyntzpass er einn af fáum stöð-
um á Norður-írlandi þar sem
kaþólikkar og mótmælendur lifa í
sátt og samlyndi og það er mörg-
um því reiðarslag að ódæðismenn,
sem taldir eru tilheyra litlum
öfgahópi sambandssinna (LVF),
skyldu láta til skarar skríða
þarna, ekki síst þar sem mennim-
ir tilheyrðu hvor sinni kirkju-
deildinni.
Morðin koma í kjölfar næstum
tuttugu annarra sem átt hafa sér
stað frá jólum en segja má að
þessi alda ódæðisverka hafi haf-
ist með morðinu á _____________
Billy Wright, leiðtoga
og stofnanda LVF, í
Maze-fangelsinu rétt
utan við Belfast. _____________
Wright var höfuðpaur
öfgasinnaðra sambandsinna,
gekk undir viðurnefninu „King
rat“ og hafði ýmislegt misjafnt á
samviskunni. LVF hefur í kjöl-
farið tekið látinn leiðtoga sinn í
tölu píslarvotta og morðin í vik-
unni eru þau síðustu í grimmi-
legri hefnd samtakanna.
Herskáir þjóðernissinnar hafa
fyrir sitt leyti tekið þátt í að
magna ástandið upp, með því að
standa einnig fyrir ódæðisverk-
um, en ekki er alveg ljóst hvort
þar hafi IRA komið beint að
málum, eða hvort smærri og rót-
Sameining ír
lands getur
beðið
tækari samtök hafi þar staðið í
stórræðum.
Áhrif á friðarumleitanir
Þessi alda ódæðisverka og
sprengjutilrauna hefur óhjá-
kvæmilega haft áhrif á friðarvið-
ræðumar og andrúmsloftið á
Norður-írlandi. Nú síðast var
Sinn Féin, stjómmálaarmi IRA,
vísað frá viðræðunum en sú ráð-
stöfun reitti leiðtoga Sinn Féin,
Gerry Adams, mjög til reiði því
hann taldi flokknum ómaklega
vikið á brott. Sinn Féin er heimilt
að koma aftur inn í viðræðumar
eftir helgi en Adams krefst fund-
ar með breska forsætisráðherran-
um Tony Blair áður en Sinn Féin
snýr aftur að samningaborðinu.
Sambandssinnar eru fyrir sitt
________ leyti- óánægðir með
fundi Blairs með Ad-
ams, enda teija þeir
hendur Adams blóði
________ drifnar. David Trimble,
leiðtogi Sambands-
flokks Ulster (UUP), hefur hins
vegar látið sér nægja kröftug
mótmæli og er vonast eftir því að
sáttfýsi hans að undanförnu skili á
endanum niðurstöðu í viðræðun-
um. Það vakti mönnum sannar-
lega nokki'ar vonir að sjá Trimble
og Séamus Mallon, varaformann
flokks hófsamra kaþólikka
(SDLP), heimsækja Poyntzpass
saman í kjölfar morðanna, sem
þeir fordæmdu báðir harkalega,
en slík uppákoma er algert ný-
mæli og góðs viti að mati stjórn-
málaskýrenda.
að varanlegum friði
Trimble neitar sem fyrr að
hitta Adams að máli en á það er
bent að engin sátt fáist á Norður-
Irlandi nema þessir menn setjist
niður við sama borð enda standa
þeir fyrir stærsta stjómmálaafl
sambandssinna annars vegar, og
hins vegar róttækari arm þjóð-
emissinna, þann sem samráð hef-
ur við IRA. Þótt hægara sé um
tala en í að komast þá era það
þessi andstæðu öfl sem verða að
ná sáttum til að pólitískt sam-
komulag sé nokkurs virði. Það er
nefnilega ljóst að fundur milli Ad-
ams og Trimbles myndi hafa svo
mikið táknrænt gildi að næsta
víst er að hann hefði mikilvæg
áhrif á andrúmsloftið allt, gæti
reynst sem upphaf sögulegra
sátta. Trimble vill hins vegar fara
varlega og slíkur fundur mun ör-
ugglega ekki eiga sér stað á allra
næstu vikum eða mánuðum þótt
ljóst virðist að á endanum muni
hann reynast nauðsynlegur.
Það vekur athygli að í nýrri
skoðanakönnun breska ríkissjón-
varpsins BBC vildu 55% mótmæl-
enda beinar viðræður sambands-
sinna við Sinn Féin, og allt að
50% sambandssinna vildu að Dav-
id Trimble hitti Gerry Adams að
máli. Þessi niðurstaða sýnir
kannski hversu mjög fólk á Norð-
ur-írlandi þráir frið, svo virðist
sem það sé reiðubúið til að sjá
leiðtoga sína taka umtalsverða
áhættu til að sá friður náist.
Tony Blair og Bertie Ahem,
forsætisráðherra Irlands, hafa
lagt áherslu á að samkomulag
liggi fyrir í maí og er gert ráð fyr-
ir að það verði lagt fyrir þjóðarat-
kvæðagreiðslu bæði á írlandi og
Norður-írlandi seinnihluta maí-
mánaðar, sennilega þann 22. maí.
Stjómmálaskýrendur telja góðar
líkur á að þetta takist en spurn-
ingin er hversu margir munu hafa
komið að því og hverjir flokkanna
muni styðja það. Samkomulagið
verður að minnsta kosti að hafa
fullan stuðning Trimbles og
flokks hans og hófsamra kaþ-
ólikka í SDLP en betra væri ef
Adams og félagar í Sinn Féin
væra því að minnsta kosti ekki
mótfallnir. Pólitískt samkomulag
er nefnilega einskis virði ef öfga-
mennimir hunsa það og halda
áfram morðum sínum og
sprengjuherferðum.
Hvað verður í samkomulaginu?
í stóram dráttum má gera ráð
fyrir að í samkomulaginu verði
sett á stofn sérstök ríkisstjórn
fyrir Norður-írland, væntanlega
með David Trimble sem forsætis-
ráðhema, en lögð áhersla á að
kaþólikkar hafi umtalsverð áhrif.
Það skiptir höfuðmáli að kaþólsk-
um finnist ekki að verið ______
sé að snúa .aftur til
þeirra daga þegar sam-
bandssinnar höfðu
hreint meirihlutavald,
eins og þeir gerðu þeg-
ar Norður-Irland var
stjómarsvæði 1920-72,
kom nefnilega fram í könnun
BBC að 75% kaþólikka sætta sig
þrátt fyrir allt við að Norður-ír-
land verði ekki sameinað írlandi
að svo stöddu og skýrir það ef til
vill nýja stefnu Sinn Féin í þess-
um málum. Þeir skynja að kaþ-
ólikkar, sem mótmælendur, era
langeygh' eftir friði, sameining Ir-
lands getur beðið. Fyrir sitt leyti
verður írska ríkisstjórnin síðan að
fjarlægja úr stjómarskrá sinni
umdeilda kröfu til alls landsvæðis
írsku eyjunnar en þetta ákvæði
hefur ávallt verið mikill þyrnir í
augum sambandssinna á Norður-
frlandi.
Sambandssinnar vilja að tengsl-
in við bresku krúnuna verði áfram
tryggð og neita að ganga of langt í
þá átt að samþykkja bein afskipti
írskra stjómvalda af Norður-Ir-
landi. Hitt er víst að einhvers kon-
ar sam-írsku ráði verður komið á
fót, spurningin er hvort það verð-
ur einungis umsagnai'aðili eða fær
einhver völd og um það era þjóð-
emissinnar og sambandssinnar
ekki sammála. I könnun BBC kom
fram að 84% kaþólikka vilja að
sam-írska ráðið fái framkvæmda-
vald en stuðningur meðal sam-
bandssinna er ekki nema 22%.
Ljóst er því að þama er um mikil-
vægt deilumál að ræða, sem leysa
verður svo að sem flestir geti sætt
við niðurstöðuna.
Mo Mowlam að hætta?
Rætt er um að samstarf írsku
og bresku ríkisstjórnarinnar sé
nú með allra besta móti. Ríkis-
stjóm Tonys Blairs hefur lagt á
sig mikla vinnu og tekið meiri
áhættu en menn hafa áður átt að
venjast af breskum ríkisstjómum
og sérstaklega hefur Mo
Mowlam, ráðherra Norður-ír-
landsmálaráðherra, gert sitt
ýtrasta til að miðla málum.
Þetta veit almenningur á Norð-
iu'-írlandi og kom fram í könnun
BBC að allt að tveir þriðju að-
spurðra kváðust ánægðir með
hennar störf. Orðrómur þess efn-
is að Mowlam hætti sem ráðherra
Norður-írlandsmála í sumar og
taki við formennsku í Verka-
mannaflokknum vekur hins vegar
ýmsar spurningar um framhaldið.
Slíkar tilfæringar gætu haft óút-
reiknanlegar afleiðingar og ekki
endilega til hins betra.
Um næstu mánaðamót verða
samningsaðilar að Ijúka við að
hamra í gegn smáatriði sam-
komulagsins ef reynast á unnt að
leggja það í dóm kjósenda seinni-
pai'tinn í maí. Bæði Mowlam og
Blair segjast bjartsýn og Bertie
Ahern, forsætisráðherra írlands,
kveðst líka sannfærðm’ um árang-
ur. Aðrir benda á að bjartsýni sé
ekki nóg, ýmsar veigamiklar
hindranir séu enn til staðar sem
ekki verði auðvelt að yfirstíga.
Spurt er hvort Sinn Féin snúi
aftur til viðræðnanna og hvaða
áhrif fjarvera þeirra gæti haft.
Einnig má velta því fyrir sér
hversu miklu David Trimble er
tilbúinn að fórna fyrir samkomu-
lag, hann verður nefnilega alltaf
að gæta sín á því að tapa ekki
fylgi til Ians Paisley og flokks
----------------- hans (DUP), sem
Samstarf íra reynst hefur einarður í
og Breta með nfstöðu og neitar að
besta móti taka þátt 1 viðræðun-
______________ um.
Loks
heima-
því þá
mismunuðu þeir kaþólskum borg-
urum mjög.
Sinn Féin telur norður-írskt
samfélag enn vera fjandsamlegt
kaþólikkum og leggur áherslu á
úrbætur í lögreglumálum, enda
sé lögreglan á Norður-Irlandi
andsnúin kaþólikkum og misbeiti
oft og tíðum valdi sínu.
Á endanum vill Sinn Féin
reyndar sameiningu írlands í eitt
ríki en þeir vita sem er að slíkt
kemur ekki til greina nú. Það
er mikilvægt,
hvað svo sem almenningur segir í
þjóðai-atkvæðagreiðslu, að öfga-
sinnamir í samtökum eins og IRA
og LVF sætti sig við samkomulag-
ið en sennilega mun það reynast
þrautin þyngri að sannfæra þá um
kosti þess.
Venjulegt fólk tekur hins vegar
örugglega undir með Tony Blair
sem sagði í vikunni að vináttá
mannanna tveggja, sem féllu í
Poyntzpass, verði að tákna fram-
tíð Norður-írlands. Framtíð þar
sem kaþólikkar og mótmælendur
geta lifað í sátt og samlyndi.