Morgunblaðið - 08.03.1998, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 08.03.1998, Qupperneq 64
Keiko þarf leyfí til að fara SÆKJA þarf um leyfi banda- rísku sjávarútvegsstofnunar- innar (NMFS) fyrir því að há- hyrningurinn Keiko verði flutt- ur frá Bandaríkjunum. Gordon Helm, talsmaður stofnunarinn- ar, sagðist í samtali við Morg- unblaðið engu geta spáð um af- greiðslu málsins. Það hefði ekki verið tekið til athugunar enda hefði engin formleg umsókn þar að lútandi borist. Vegna áhuga almennings á máli Keikos hefur stofiiunin hins vegar gefið út bæklinginn „Hvað þurfum við að vita áður en við sleppum Willy?“ þar sem m.a. kemur fram að fram til þessa hafi stofnunin einungis afgreitt tvö slík mál, sem bæði varði reyndar höfrunga en ekki háhyrninga. I bæklingnum er vitnað í yfir- lýsingu Bandaríkjaþings frá ár- inu 1994 þar sem fram kemur að tömdum sjávarspendýrum • - *■ skuli einungis sleppt í tilrauna- skyni uns frekari gagna hafi verið aflað og að slíkt skuli ætíð gert með ýtrustu varkámi. Höfrungar hungraðir og veikir Einnig kemur fram í bæk- lingnum að árangur þeirra til- rauna sem gerðar hafi verið hingað til sé ekki uppörvandi. Árið 1992 var níu höfrungum sleppt í sitt upprunalega um- hverfi í áströlsku verkefni. Að 43 dögum liðnum var einn þeirra talinn dauður og þrír höfðu verið fangaðir á ný þar sem þeir þjáðust af hungri og veikindum. Þá var fjórum þekktum höfrungum sleppt í Flórída án tilskilinna leyfa árið 1996. Tveir hétu Bogie og Bacall og er ekkert vitað um afdrif þeirra. Hinh’ tveir, Luther og Buck, voru hins vegai- fangaðh- aftur innan tveggja vikna - hungraðir, þjáðir af uppþomun líkamsvefja og með opin sár. Þrfr bflar í hörðum árekstri á Vesturlandsvegi Kona beið bana og einn stórslasaður BANASLYS varð á Vesturlands- vegi í gærmorgun, skammt frá gatnamótunum við Víkurveg, er þrír bílar lentu í hörðum árekstri. Bíll á leið norður fór yfir á rangan vegarhelming, rakst á bíl á suður- leið og lenti síðan harkalega á næsta bíl þar fyrir aftan sem einnig var á suðurléið. Sá er lést var kona sem var far- þegi í bílnum á suðurleið. Var hún úrskurðuð látin á slysstað. Bílstjóri þess bíls slasaðist lífshættulega. Hann var í aðgerð á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í gær og á fleiri aðgerðir fyrir höndum. í bíln- um á norðurleið vora tveir karl- menn sem einnig slösuðust talsvert en era ekki í lífshættu. Ökumaður þess bíls er granaður um ölvun. Lögreglan í Reykjavík fékk til- kynningu um árekstur gegnum neyðarlínuna klukkan 8.30 í gær- morgun og segir varðstjóri að í fyrstu tilkynningu hafi ekki verið getið um slys á fólki. Skömmu síð- ar hafi hins vegar borist upplýsing- ar um það, að um mjög alvarlegt umferðarslys væri að ræða og vora þá strax gerðar viðeigandi ráðstaf- anir. Fimm sjúkrabflar vora sendir á vettvang auk tækjabíls. Einnig var kallaður á vettvang læknir á slysadeild til aðstoðar við að ná fólkinu úr bílflökunum. Varð að loka Vesturlandsvegi í á aðra klukkustund þar sem langan tíma tók að ná hinum slösuðu úr bflun- BILARNIR eru illa farnir eftir áreksturinn á Vesturlandsvegi í gærmorgun. Sendi út neyð- arkall FRANSKUR ferðamaður, Stéphane Dutraiux, sem hugð- ist ganga þvert yfir ísland á snjóþrúgum, sendi út neyðar- kall í gegnum gervihnött í gær. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar fór á staðinn og fann manninn við Kistufell í norð- vestanverðum Vatnajökli. Hann var óslasaður en kaldur og kalinn á höndum og fótum. Farið var með manninn til Akureyrar, þar sem tekið var eldsneyti, og þaðan áfram til Reykjavíkur. Dutraiux, sem er vanur fjallamaður, hafði ætlað að ganga frá Djúpavogi um Vatnajökul, Sprengisand, Hofsjökul, Kerlingarfjöll og vestur á Snæfellsnes. 3,2 milljónir skrefa á heimsenda ÞEIM Ólafi Erni Haraldssyni, Haraldi Erni Olafssyni og Ing- þóri Bjarnasyni, sem gengu á suðurpólinn, telst svo til að hver þeirra hafi tekið 3,2 milljónir skrefa á göngunni og brennt um 370 þúsund hitaeiningum. A langri göngunni þurfti hver maður að innbyrða fimm til sex þúsund hitaeiningar á dag, en karlmaður í kyrrsetustarfi þarf um tvö þúsund kaloríur dag- lega. Fituþörfin er mikil þegar barist er áfram í fimbulkulda. Maturinn nægði þó ekki til, því hver þeirra brenndi allnokkru af fituforða líkamans. ■ Á heimsenda/Bl Kristján Ragnarsson, formaður stjórnar fslandsbanka hf. „Samruni Lands- og Islands- banka kemur vel til greina KRISTJÁN Ragnarsson, formaður stjórnar ís- landsbanka, segir að samruni íslandsbanka og Landsbanka komi vel til greina, en Kjartan Gunn- arsson, fráfarandi formaður bankaráðs Lands- banka Islands, sagði að sameining þessara tveggja banka myndi ekki leiða til síðri fjárhagslegrar nið- urstöðu en samruni Landsbanka og Búnaðar- banka á aðalfundi Landsbankans á fóstudag. k Kristján sagðist fagna öllum skoðunum þess efnis að það þyrfti að bæta bankakerfið og efla það með samruna. Það væri verið að sameina banka um allan heim. Bankastarfsemi væri í mjög örri þróun og miklar breytingar hefðu átt sér stað að undanfornu. „Að mínu mati er það mikið kappsmál fyrir íslenskan atvinnurekstur og almenning að geta notið ódýrari bankastarfsemi en kostur er á í dag. Það gerist ekki nema með því að styrkja ssar stoðir með samruna," sagði Kristján. Hann sagðist telja það fráleitt ef það yrði niður- staðan eftir hlutafjárvæðingu bankanna að hér yrðu áfram þrír viðskiptabankar og fjárfestingar- banki, auk sparisjóða. Þetta séu alltof margar ein- ingar til að þjóna þessari starfsemi og því fagnaði hann öllu frumkvæði varðandi það að takast á við þetta verkefni, ekki síst ef það kæmi frá Lands- bankanum. Aðspurður sagðist Kristján telja samruna Is- landsbanka og Landsbanka vel inni í myndinni og vert að skoða þann möguleika ef vilji væri til þess hjá eigendum þess banka. Þeir væru ekki lokaðir fyrir neinum hugmyndum í þessum efnum og hefðu fyrst og fremst unnið að því að vekja athygli á þörfinni á því að takast á við það verkefni að efla þessa starfsemi. Hann teldi að það gerðist ekki með samruna Landsbanka og Búnaðarbanka. Þar væri um að ræða tvær ríkisstofnanir sem ekki hefðu náð saman á undanförnum árum til neins hagi-æðis, þrátt fyrir að þær væru báðar í eigu sama aðila. „Það væri miklu æskilegra að blanda þessu inn í einkarekstur sem gerði þá hlutabréf ríkisins líka auðseljanlegri en ella,“ sagði Kristján. Hann sagðist telja að árangur af sameiningu Landsbanka og Búnaðarbanka yrði lítill í því að bæta þetta umhverfi og mæta þeim kröfum sem markaðurinn gerði í dag. Bankar væra að samein- ast um allan heim og samkeppni utan frá myndi gera það að verkum að banka hér dagaði uppi ef ekki yrði tekist á við þetta verkefni á pólitískum grundvelli. Þrír bankanna væru í eigu ríkisins, tveir viðskiptabankai' og einn fjárfestingarbanki, og frumkvæði yrði þvi að koma þaðan með djörf- um ákvörðunum í þessum efnum. Annars yrðum við undir í samkeppninni og bankastarfsemi gæti orðið fyrir verulegum áföllum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.