Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR . Sverrir Hermannson leigir eigin banka laxveiðiá:. Frá Sverri til Sverris h-B^MRmrnns^n 'UB'iO) LEY F ) MRÐKf) ófiLK FLUGU LEÍGR \söðlur STengur OFL. 4~ 9íK ^GrfUKÍO’ VIÐ verðum að splæsa á hana nokkrum dögum í Hnitaíjarðará, hr. bankastjóri, hún er alveg ga, ga... Mat á umhverfísáhrifum vegna breikkunar Gullinbrúar Tækifæri til athuga- semda í fimm vikur TILKYNNT hefur verið til frum- athugunar hjá Skipulagsstofnun mat á umhverfisáhrifum vegna breikkunar Gullinbrúar í Reykja- vík. Var matsskýrslan unnin á veg- um Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen. Almenningi gefst fimm vikna frestur til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram at- hugasemdir. I frétt frá Skipulagsstofnun seg- ir að engar breytingar verði á nú- verandi strandlínum. Við gerð millistöpla er ráðgert að þrengja rennslisopið undir brúnni í tvo mánuði á tímabilinu október til mars og segir að þetta muni ekki hafa áhrif á sjávarhæð í voginum innan brúarinnar en seinka sjávar- föllum um 20 til 30 mínútur. Mun hún ekki hafa áhrif á lífríki í vogin- um. Þá segir að jákvæð áhrif verði einkum á mannlífið með bættum samgöngum fyrir akandi og gang- andi en neikvæð áhrif framkvæmd- anna séu einkum hljóð- og loft- mengun. Dregið verður úr hávaða með auknum hljóðvömum með- fram veginum. Ný brú vestan núverandi brúar Matsskýrslan liggur frammi í Foldasafni í Grafai-vogskirkju, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipu- lagsstofnun. Breikkun Gullinbrúar verður á þann veg að ný brú verður reist vestan núverandi brúar auk nýrrar akbrautar vestan við núverandi veg frá Stórhöfða og norður fyrir Hallsveg. Lagfærð verða einnig gatnamótin við Stórhöfða sem eru og verða áfram ljósastýrð og hring- torgið við Fjallkonuveg verður lagt niður og komið þar upp umferðar- ljósum. Nýja brúin verður steypt, um 10 m breið og 58 m löng og mun eins og brúin sem fyrir er hvíla á enda- stöplum og tveimur millistöplum. Milli þeirra verður byggð göngu- brá í hæð við göngustígana sem nú eru við báða bráarendana. Ráðgert er að framkvæmdir hefjist í vor og að vegagerðinni verði að mestu lokið fyrir haustið. Bygging bráar- innar á að hefjast í haust og stefnt að verklokum haustið 1999. Fætur og sykursýki Sáramyndun á fótum ekki óalgeng Ósk Óskarsdóttir OSTUDAGINN 13. mars næstkomandi verður haldin ráð- stefna um hlutverk fótaað- gerðarfræðinga í meðferð fótakvilla sem hrjá sykur- sjúka. Ósk Óskarsdóttir er varaformaður Félags íslenskra fótaaðgerðar- fræðinga. - Eiga sykursjúkir frek- ar við fótamein að stríða en aðrír? „Já, það er talið að 15- 25% sykursjúkra fái fóta- sár einhvern tíma á æv- inni. Þeir eiga frekar á hættu en aðrir að fá sár á fætur þar sem blóðflæðið getur verið mjög lélegt hjá þeim. Þá geta líka skert tilfinningaboð vegna taugaskemmda leitt til sáramyndunar." Ósk segir að það geti verið erfitt að græða sárin á fótum sykursjúkra sökum lélegs blóð- flæðis og þegar fótasár eru á annað borð komin og ekki er fylgst grannt með þeim geta af- leiðingarnar verið alvarlegar. „Þegar sárin eru orðin mjög slæm hefur í einstaka tilfellum þurft að fjariægja tá eða tær af viðkomandi." - Geta þeir sem eru með sykur- sýki gert eitthvað til að fyrír- byggja sáramyndun á fótum ? „Það er mjög mikilvægt að þeir sem greinast með sykursýki íylgist grannt með fótum sínum, skoði þá reglulega og leiti til göngudeildar ef þeir verða varir við sár.“ Ósk bendir á að allir hafi líka gott af því að nota daglega rakakrem á fæturna hvort sem þeir eru sykursjúkir eða ekki. „Þeir sem eiga erfitt með að skoða fæturna ættu að gera það með spegli.“ Ósk segir að það sé fyrirbyggjandi að meðhöndla sykursýkina samviskusamlega, stunda röska göngutúra og aðra líkamsþjálfun. Þá segir hún að sykursjúkir ættu að varast þrönga sokka og skó sem kunna að orsaka blöðrur og sár. „Við mælum með að þessir einstak- lingar komi regluþundið í eftirlit til fótaaðgerðarfræðinga, þeir hætti að reykja ef þeir hafa gert það, borði það fæði sem þeim er uppálagt og varist frostbitna fæt- ur og of heit böð. Þá leggjum við einnig áherslu á að fólk með- höndli ekki sjálft sár, sprungur, líkþorn eða aðra fótakvilla heldur leiti aðstoðar fagfólks.“ Ósk segir mikilvægt að fólk með sykursýki klippi neglur sínar rétt þannig að ekki mynd- ist sár frá hornum. - Hver er tilgangur- inn með ráðstefnunni? „Tilgangurinn er að kynna starf okkar fyrir heilbrigðisstétt- um svo og sykursjúkum og að- standendum þeirra. Talið er að á íslandi séu milli 4.000 og 5.000 einstaklingar með þennan sjúk- dóm og margir fótaaðgerðar- fræðingar hafa þegar aflað sér sérþekkingar og geta meðhöndl- að ýmis fótamein þeirra sem þjást af sykursýki.“ - Hvernig meðferðum beitið þið á sár sykursjúkra? „Við notum ýmis filtefni og svokallaða sílikon hlífðarmeðferð. Þegar sár eru komin á fætur létt- um við á þrýstingi á sárið með ýmsum filtum, sílikoni svo og inn- leggjum. I sumum tilfellum fjar- ► Ósk Óskarsdóttir er fædd á Fáskrúðsfirði árið 1957. Hún er íþróttakennari að mennt og kenndi um árabil eftir að námi lauk. Ósk fór síðan í fram- haldsnám og nam við íþrótta- háskólann í Kaupmannahöfn. Að loknu námi þar hún í Skolen for fodterapeuter í Kaupmannahöfn og útskrifað- ist þaðan sem fótaaðgerðar- fræðingur árið 1988. Ósk starfaði um skeið sem fótaaðgerðarfræðingur við elli- heimilið De Gamles by en opn- aði fyrir tiu árum fótaaðgerð- arstofu á Islandi ásamt Helgu Stefánsdóttur og hefur starfað þar siðan. Ósk er varaformaður Félags íslenskra fótaaðgerðarfræð- inga. _______________ lægjum við harða húð kringum sprungur og sár svo grói betur og setjum síðan filt í kringum sárið sem kemur í veg fyrir núning." - Hverjir halda fyrirlestra á ráðstefnunni? „Við fengum til landsins hol- lenskan lækni sem er sérfræðing- ur á þessu sviði. Þetta er Mar- greet van Putten sem gegnir kennarastöðu og fæst við rann- sóknir við fótaaðgerðardeild Fontys háskólans í Eindhoven í Hollandi. Hún mun ræða um fyr- irbyggjandi aðgerðir sem fótaað- gerðarfræðingar geta beitt á fæt- ur sykursjúkra. Þá mun Linda Rasch fótaað- gerðarfræðingur sem kennir við sama skóla í Hollandi sýna verk- lega þætti í sambandi við með- ferð á sárum sykursjúkra þar sem sílikon og filt er aðallega notað.“ Ósk mun einnig halda fyrirlestur um fótaaðgerðir á íslandi. Hún tekur fram að þetta sé í fjórða skipti sem þær stöllur komi hingað til lands í þeim tilgangi að fræða íslend- inga um fótaaðgerðir fyrir sykur- sjúka og því hafi margir fótaað- gerðarfræðingar nú aflað sér þekkingar á þessu sviði. Auk fyr- irlestursins verða Linda Rasch og Margreet van Putten frá Hollandi með sérstakt námskeið þar sem þær kenna þessa með- ferðartækni sem er bæði bóklegt og verklegt nám. Námskeiðið verður haldið í Armúlaskóla um næstu helgi. Ráðstefnan verður hins vegar haldin á föstudagskvöldið frá klukkan 19-22 og fer hún fram á Hótel Sögu. Beita filt- og sílikonmeð- ferð á sárin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.