Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Ásdís WEST End-hópurinn sem leggja mun Sinfóníuhljómsveit íslands lið á tónleikum í kvöld, annaðkvöld og á laugardag. Flutt verður tónlist úr söngleikjum. Söngur og leikur hjá Sinfóníunni SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands helgar söngleikjatónlist krafta sína á tónleikum í Háskólabíói í kvöld og annað kvöld kl. 20 og á laugardag kl. 17. A efnisskrá eru lög úr söngleikj- unum Miss Saigon, Company, My Fair Lady, Starlight Express, Oli- ver, Chess, The Phantom of the Opera, Les Miserables, Forum, Annie Get Your Gun, A Little Night Music, Cats, Candide, Sunset Bou- levard og Beauty and the Beast. Fimm erlendir gestir koma fram á tónleikunum. Hljómsveitarstjórinn Martin Yates og söngvararnir Gra- ham Bickley, Kim Criswell, James Graeme og Deborah Myers. Kallar hópurinn sig West End. Rekja má sögu gamansöngleikja langt aftur í aldir. Hafa þeir tekið miklum breytingum í tímans rás enda ætíð verið í anda þeirrar tón- listar sem vinsælust hefur verið á hverjum tíma. Bandaríkjamenn hafa skipað sér framarlega í röð söng- leikjahöfunda á þessari öld en menn á borð við Jerome Kem, Irving Berl- in, George Gershwin og Richard Rodgers lögðu grunninn að forminu sem enn í dag nýtur ómældrar hylli, ekki aðeins á Broadway og West End, heldur um heim allan. Er efnis- skrá kvöldsins ætlað að gefa glögga mynd af söngleikjatónlist aldarinnar sem senn er úti. Víða komið við Maðurinn sem stjóma mun flutn- ingnum er breskur, Martin Yates að nafni, og hefur viða komið við á ferl- inum. Hljómsveitarstjóraferil sinn hóf hann með þjóðaróperunni í Israel en hefur verið listrænn stjómandi við uppfærslur margra söngleikja, svo sem The Phantom of the Opera, Miss Saigon og Seven Brides for Seven Brothers. Þá hefur Yates stjómað nokkram af þekktustu hljómsveitum Englands og hljóðritunum á þekkt- um söngleikjum vegna geislaplatna- gerðar, auk þess að aðstoða Georg heitinn Solti við uppfærslu á Falstaff í Salzburg árið 1993. Bretinn Graham Bickley hefur sungið í helstu söngleikjahúsum Lundúna í þekktum söngleikjum á borð við They’re Playing Your Song, Les Miserables, Bread og Miss Saigon, sem var hans síðasta hlut- verk. Þá hefur Bickley flutt verk Andrews Lloyds Webbers á fjöl- mörgum tónleikum. Bandaríska söngkonan Kim Criswell sló í gegn í hlutverki Anníar í Annie Get Your Gun eftir Irving Berlin í Lundúnum, en áður hafði hún vakið athygli fyrir frammistöðu sína í fjölda söngleikja vestan hafs. Hún hefur jafnframt sungið með þekktum sinfóníuhljómsveitum, með- al annars í Chicago og Cleveland. Criswell stingur nú öðra sinni við stafni hér á landi. James Graeme er Breti. Hann stofnaði meðal annars hópinn Wall Street Crash, sem komið hefur fram víða í heimalandi hans en hefur auk- inheldur sungið mörg stór hlutverk í söngleikjum á West End, meðal ann- ars í The Phantom of the Opera, South Pacific og Candide. Breska söngkonan Deborah Myers er þekkt fyrir fjölhæfni sína - syngur jöfnum höndum hlutverk í óperum eins og Der Rosenkavalier eftir Strauss og Falstaff eftir Verdi og söngleikjum á borð við Carousel eftir Rodgers og Hammerstein. Þá hefur hún sungið í Messíasi Hándels og með hljómsveitum víða um heim. Franskur glæsileiki TOJVLIST Digraneskirkja PÍ AN ÓTÓNLEIK AR Désiré N’Kaoua flutti píanóverk eftir Debussy og Ravel. Mánudag- inn 9. mars 1998. ÞAÐ ER sérkennilegt hve oft það fer saman meðal þjóða, að stór tónskáld komi fram fleiri en eitt á sama tíma, og em samtíð- armennirnir Debussy og Ravel eitt dæmið. Báðir voru þeir af- burða píanóleikarar og áttu hvað stíl snertir og listræn viðfangs- efni mjög margt sameiginlegt og mynda í sameiningu það sem nefna mætti sér-franskan tón- stíl. Tónleikar N’Kaoua, sem haldnir voru í Digraneskirkju sl. mánudag, hófust á fyrri bók pí- anóforleikjanna (Préludes) eftir Debussy, safni tólf píanóverka, sem gefin voru út 1910. Öll þessi verk eru í raun beint framhald af tóntúlkun Couperins, Rameaus og Liszts, þar sem lögð er áhersla á að lýsa mynd eða stemmningu. Allar prelúdíurnar eiga sér ákveðið myndsvið og bera nöfn eins og Delfísku dans- aramir; Segl, þar sem segla- slátturinn er túlkaður með hröð- um samstígum þríundum í heiltóna tónstiga; Vindur um ak- ur, þar sem vindblærinn er túlk- aður með hvíslandi veiku tón- ferli; Kveldilmur og ómur, ein- falt verk en tónfallegt; og Hæðir Anakarprí, þar sem Debussy notar tarantellu-hryn og jafnvel lagferli er minnir á þjóðlög og er þessi forleikur með þeim erfið- ustu í þessu safni. Spor í snjó er einfalt að gerð en næsti forleik- ur, sem er tóntúlkun á Vestan- vindinum, er sérlega ei-fiður og á eftir þessu glæsilega tónverki kemur ef til vill frægasti forleik- urinn, Stúlkan með hörgula hár- ið. Ónæðissöm serenaða, með sínum sterku andstæðum, og þá annað frægasta verkið í þessu safni, Dómkirkjan á hafsbotni, em næst í röðinni. Tveir síðustu forleikirnir em nokkuð erfiðir en þeir bera nöfnin Dans Pucks og Minstrels, en sá seinni vísar til skemmtikrafta miðalda. Þrátt fyrir frumleika í tónsköpun sinni sótti Debussy margt til fornrar tónlistar, meðal annars organ- um-stíl þann er einnig setti mark sitt á söng Islendinga, eins og berlega kemur fram í forleiknum um dómkirkjuna sokknu á eyj- unni Is. N’Kaoua lék margt mjög vel, þótt stærri hljómur hefði náð að lyfta dómkirkjunni úr djúpi hafs- ins. Það var hins vegar í verkum Ravels sem N|Kaoua blómstr- aði. Fyrstu fjögur verkin era í flokki píanóverka sem Ravel kallaði Speglanfr og er þetta verk samið 1905, sama ár og Ra- vel kom til íslands, og má svo sem vel ímynda sér að stemmn- ingar verksins eigi sér upprana í þeim áhrifum er Ravel varð fyrir á þeirri ferð, eins og t.d. Nætur- stemmning, Daprir fuglar (Fylginautar sjófarenda) og Skipið á hafinu, þótt erfit sé að heimfæra tvo síðustu kaflana upp á Island, nema ef vera skyldi þann síðasta, Dal klukkn- anna, með tilvísan til íslands- klukkunnar á Þingvöllum, en þar mun Ravel hafa gert stans á ferð sinni um landið. Hvað sem þessu líður era allir kaflarnir meistara- lega samdir og vora sérlega vel fluttir af N | Kaoua. Tónleikunum lauk með Garspai’d de la nuit, sem er í þremur þáttum, er allir vora glæsilega leiknir, ekki síður en Speglanir, þar sem franskur glæsileiki var í fyrirrúmi. Jón Asgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.