Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 45 * FRÉTTIR Fræðslufundur Fé- lags landfræðinga Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni með öfluga starfsemi LEIKFÉLAG FEB, Snúður & Snælda, sýnir nú vi<) góða aðsókn frumsamið leikrit eftir Arnmund Bachmann: „Maður í mislitum sokkum“, í leikstjórn Sigrúnar Valbergsdóttur. Á AÐALFUNDI Félags eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni, sem haldinn var í Glæsi- bæ sunnudaginn 1. mars sl. þar sem á fjórða hundrað manns mætti, kom fram að starfsemi félagsins hafi aukist mikið á síð- asta ári og félagsmönnum hefur fjölgað nokkuð. I skýrslu formanns, Páls Gíslasonar, kemur fram að starf félagsins skiptist í tvo megin- þætti: fjölþætt tómstundastarf og barátta fyrir hagsmunum eldri borgara. Nú eru starfandi fölmargar deildir og hópar, sem stjórnað er af áhugafólki um þau verkefni. „Á aðalfundi voru bornar upp tillögur um ýmis hagsmunamál eldri borgara og voru þær sam- þykktar nánast einróma. Fjöll- uðu þær m.a. um skattlagningu lífeyrissjóðstekna, fasteigna- skatta, upphæð þeirra og greiðsluskilyrði. Hækkun skatt- leysismarka og frítekjumarka tekjutryggingar, verðtryggingu eftirlauna og lífeyrissjóða (launavísitala) fjölgun vistrýma fyrir sjúka eldri borgara í Reykjavík, samræmi milli ein- staklinga og hjóna um lífeyri, verðtryggingu lífeyris frá al- mennu lífeyrissjóðunum, hækk- un grunnlífeyris í það sem hann var áður. Tillögur þessar voru lagðar fyrir aðalfund og verða kynntar síðar. Kosinn var helmingur nýrrar stjórnar til tveggja ára. Kosn- ingu hlutu Halldór S. Rafnar, Pétur H. Ólafsson, Guttormur Þormar, Marías Þ. Guðmunds- son, Pálína Jónsdóttir, Ólöf Þór- arinsdóttir og Þórir Daníelsson, en í varastjórn Aðalbjörg Jóns- dóttir, Jakob Tryggvason og Gróa Salvarsdóttir. Fyrir í stjórn næsta ár eru: Páll Gísla- son formaður, Margrét H. Sig- urðardóttir varaformaður, Bryn- hildur Olgeirsdóttir, Auðunn Bragi Sveinsson, Árni Björns- son, Margrét Thoroddsen, Sveinn Björnsson, Sveinn Elías- son ásamt Elínborgu Gísladótt- ur, Stefáni Jónssyni og Gissuri Símonarsyni. Framkvæmda- stjóri félagsins er Ragnar Jör- undsson. A fundinum ríkti mikill einhugur um að efla félagið og stuðla að öflugri baráttu um hag eldri borgara," segir í fréttatil- kynningu. SAM Cole, prófessor við landfræði- og skipulagsdeildir ríkisháskóla New York í Buffalo, heldur gesta- fyrirlestur hjá Félagi landfræðinga fimmtudagskvöldið 12. mars kl. 20.30 í Odda, stofu 201. I fréttatilkynningu segir: „í er- indi sínu ætlar Sam Cole að fjalla um líkan til að meta hvernig áfoll af öllu tagi verka á fólk og berast það- an um þjóðfélagið. Fræðileg undir- staða líkansins er fengin úr þróun- arhagfræði og mannfræði, þar sem reynt er að fella þjóðfélagsleg sam- skipti inn í tryggingafræðilegan ramma. Gert er ráð fyrir því, að langvarandi og staðbundin mynstur í efnahagskerfínu fyrir áfallið end- urspegli að vissu marki óvissu tengda framleiðslu, flutningum, LIONSKLÚBBURINN Þór í Reykjavík stendur fvrir leiksýn- ingu hjá Leikfélagi Reykjavíkur sunnudaginn 15. mars til ágóða fyrir Krýsuvíkursamtökin. „Sunnudsaginn 15. mars mun Lionsklúbburinn Þór í Reykjavík standa fyrir leiksýningu hjá Leik- félagi Reykjavíkur til ágóða fyrir Ki-ýsuvíkursamtökin. „Klúbburinn kaupir sýninguna af L.R. fyrir fasta upphæð og rennur allt miða- verð fram yfír það til Krýsuvíkur- samtakanna. Sýndur verður nýr ærslaleikur er nefnist „Sex í sveit“ og er eftir hið geysivinsæla sviss- neska leikritaskáld Marc Camo- letti. Þessi sprenghlægilegi farsi hefur þegar farið sigurfór um heiminn og lagt París, London og New York að fótum sér. Leikgerð- in er eftir Robin Howdon og ís- lensk þýðing og staðfærsla eftir Gísla Rúnar Jónsson. Sýning hefst kl. 20,“ segir í fréttatilkynningu. „I leikritinu segir frá þeim hjónakornum Benedikt og Þórunni fjármálastarfsemi og daglegu amstri. Þar er bæði um að ræða bein útgjöld, t.d. vegna trygginga eða fjárfestinga, eða óbein, t.d. vegna viðhalds á þjóðfélagslegum kerfum. Við meiriháttar truflun eykst hlutfall samskiptatilrauna sem mistakast, út fyrir þolmörk kerfísins, svo úr verður „áfall“ eða jafnvel „stórslys". Eftir nokkra umræðu um grund- völl líkansins ætlar prófessor Cole , að skoða dæmi úr rannsóknum á áfallastjórnun. Þar er um að ræða athugun á stærð og varanleika bil- ana í undirstöðu kerfisins, ásamt því hvernig áfallið dreifist um það. Varpað verður ljósi á gagnverkandi áhrif milli mismunandi fyrirtækja eða stofnana og heimila." sem eiga sín leyndarmál. Þórunn hyggst bregða sér í heimsókn tii móður sinnar og Benedikt ætlai- að nota tækifærið til að skemmta sér með ástkonu sinni og vini. Hann býður til veislu sem heldur betur snýst upp í andstæðu sína þegar Þórunn snýr óvænt heim aftur. Leikstjóri sýningarinnar er María Sigurðardóttir, leikmynd er eftir Steinþór Sigurðsson og bún- inga gerði María Sigurðardóttir. Leikarar eru Björn Ingi Hilmars- son, Edda Björgvinsdóttir, Ellert A. Ingimundarson, Gísli Rúnar Jónsson, Halldóra Geirharðsdóttir og Rósa Guðný Þórsdóttir,“ segir þar jafnframt. Þeir sem vilja geta keypt miða á þessa leiksýningu með því að hafa samband við skiifstofu Krýsuvík- ursamtakanna eða koma við á Laugavegi 58b í Reykjavík milli kl. 8 og 16.00 á virkum dögum. Verð miða á sýninguna er 2000 kr. Af- sláttur fæst ef keyptir eru margir miðar. Leiksýning til ágóða fyrir Krýsuvík Sem álegg, í matargerð, með ávöxtum eða einir sér - fjölbreytt úrval íslenskra osta gefur þér ótal möguleika til upplyftingar. Pímón Stóri Dímon konunglegur veisluostur Töfluostar Ilnetuostur Ilvitlauksostur Mexíkó-ostur Paprikuostur Pepperoniostur Piparostur Bóndabrie hárfínt bragð • hentar til steikingar tMJdíSVý Fetaostur í kryddolíu Stóri Dímon Töfluostar Bóndabrie
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.