Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 48
' 48 FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
, Skóg- og trjá-
rækt fyrir
sumarbú-
staðaeigendur
VEGNA mikillar aðsóknar á nám-
skeið á vegum Garðyrkjuskólans
um skóg- og trjárækt fyrir sumar-
bústaðaeigendur hefur verið ákveð-
ið að bæta einu námskeiði við. Um
er að ræða námskeið sem skipt er í
^ tvo hluta, annars vegar sunnudag-
inn 15. mars nk. og hins vegar laug-
ardaginn 4. apríl. Nauðsynlegt er að
mæta báða dagana til að hafa gagn
af námskeiðinu, segir í fréttatil-
kynningu.
Báða dagana verða þau haldin í
húsnæði Garðyrkjuskólans á Reykj-
um í Ölfusi, og standa frá kl. 10-16.
Leiðbeinendur eru sérfræðingar á
sviði skóg- og trjáræktar. 15. mars
verður m.a. fjallað um skipulag og
hönnun lands, val m.t.t. ólíks jarð-
vegs og blöndunar ásamt trjágróðri
og fjölæringum í mismunandi um-
hverfi. 4. apríl verður eingöngu
fjallað um ýmsar tegundir trjáa og
runna í sumarbústaðalöndum. Farið
verður í val á tegundum m.t.t. ólíkra
vaxtarskilyrða og markmiða með
ræktuninni.
Námskeiðið er haldið í samvinnu
við Skógrækt og Landgræðslu rík-
isins. Skráning og nánari upplýsing-
ar fást á skrifstofu skólans virka
daga kl. 8-16.
Breiðir og með góðu innleggi
Einir bestu „fyrstu" skórnir
STEINAR WAAGE
Domus Medica 551 8519
Kringlunni 568 9212
Verð: 3.995,-
Tegund: Jip 623
Hvíft, rautt, biátt, svart, bleikt og
brúnt leður í stærðum 18-24
Grafarvogsbúar!
Idag:
Nicorette® nikótínlyf
á heildsöluverði
NICORETTE
Við stöndum með pér
RIMA AFÓT€K
Langarima 21,112 Reykjavík, sími 577 5300
Opiö: Mán.r fös. 9:00-19:00. Lau. 10:00-14:00
í DAG
HOGNI HREKKVISI
• NÓ hdefcbx. h'óggm ynolirru3rhans
'verðc-"
Penanvinir
TUTTUGU og eins árs
dönsk stúlka með áhuga á
hestum, ferðalögum,
bömum, dýrum, útiveru
o.fl.:
Lene Christensen,
Kongevejen 246,
3070 Snekkersten,
Danmark.
TUTTUGU og sex ára
einhleyp Ghanakona með
margvísleg áhugamái:
Judicial Aggrey,
P.O. Box 90,
Cape Coast,
Ghana.
JAPÖNSK 22 ára stúlka
með áhuga á tónlist,
ferðaiögum og
bréfaskriftum:
Mitsuko Oda,
37 Hirabara Otsuka-cho
Gamagori-shi,
Aichi 443-0013,
Japan.
TÓLF ára bandarískur
piltur með margvísleg
áhugamál:
Tyler Padasak,
73 Rahn Road,
Kutztown,
PA 19530,
U.S.A.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Betri myndir
hjá sjónvarps-
stöðvunum
KONA hafði samband
við Velvakanda og sagði
hún að henni fyndist efni
sjónvarpsstöðvanna,
bæði Stöðvar 1 og Stöðv-
ar 2, vera orðið svo leið-
inlegt að það væri ekki
horfandi á það. Segir
hún að Stöð 2 hafi þó
verið heldur skárri en
fari nú versnandi. Henni
finnst að það sé ekkert
sýnt annað en íþróttir,
ljótar myndir eða hvað
verði næst á dagskrá.
Einnig finnst henni kvik-
myndirnar vera orðnar
ansi ljótar. Skorar hún á
stöðvarnar að sýna nú al-
mennilegar myndir og
bæta efnisval hjá sér.
Góð þjónusta hjá
Pósti og síma
VELVAKANDA barst
eftirfarandi:
„Ég var að fá mjög há-
an GSM-símreikning og
mér brá í brún, svo ég
hringdi í Póst og síma.
Þar svaraði virkilega al-
mennileg stúlka sem út-
skýrði þetta alit fyrir
mér og gaf mér mjög
góðar upplýsingar um
símreikninginn þannig
að ég varð strax róiegri.
Vil ég þakka þessari
stúlku fyrir almennileg-
heit og mjög góða þjón-
ustu.“
Ánægður símnotandi.
Geymum
tankana
JÓNAS hafði samband
við Velvakanda og sagði
hann að það væri verið
að rífa tanka á Keflavík-
urflugvelli. Sagðist hann
vera á móti því að það
væri gert, það ætti að
geyma þessa tanka neð-
anjarðar og safna í þá
vetni til að eiga til síðari
ára.
Orðsending frá
Velvakanda
ÞAR sem Velvakandi
hefur fengið nokkur bréf
að undanfórnu, þar sem
upplýsingar um send-
anda vantar, vill Velvak-
andi ítreka að ekki eru
birt bréf nema með fylgi
fullt nafn, heimilisfang
og sími.
Tapað/fundið
Barnaúlpa
í óskilum
BARNAÚLPA, á telpu,
fannst við Hraunbrún í
Hafnarfii-ði 4. mars.
Upplýsingar í síma 555
3406.
Morgunblaðið/Sverrir
ÞESSAR hressu stelpur voru vel klæddar þegar þær brugðu sér á snjóþotu um daginn.
Víkveiji skrifar...
ATHYGLI Víkverja var vakin á
því í sambandi við úthlutun
listamannalauna í síðustu viku, að
mikils ósamræmis gætti á milli
fjölda styrkþega og umsækjenda
að sjóðum myndlistarmanna og rit-
höfunda. Þá er einnig misjafnt
hlutfall kvenna í umsóknum að
sjóðunum fjórum; Listasjóði, Tón-
skáldasjóði, Launasjóði myndlist-
armanna og Launasjóði rithöfunda.
í fréttatilkynningu frá mennta-
málaráðuneytinu er m.a. skýrt frá
fjölda umsækjenda að hverjum
sjóði og skiptingu þeirra eftir kyni.
I Listasjóð bárust 179 umsóknir,
þar af 31 umsókn frá leikhópum og
voru 48% umsækjenda karlar og
52% konur. í Launasjóð myndlist-
armanna bárust 259 umsóknir og
voru konur talsvert fleiri en karlar
í hópi umsækjenda, 59% á móti
41% karla. Umsóknir í Launasjóð
rithöfunda voru 166 en þar voru
72% umsækjenda karlar og aðeins
28% konur. Enn meiri munur er
svo, þegar kemur að styrktarsjóði
tónskálda en af 31 umsækjanda
eru 90% karlar. Engin kona hlaut
styrk úr sjóðnum að þessu sinni.
XXX
EINS OG áður sagði voru um-
sækjendur úr röðum myndlist-
armanna 259 en 166 rithöfundar.
Ef með eru taldir ferðastyrkir
fengu 37 myndlistarmenn úthlutað
úr Launasjóði myndlistarmanna en
61 rithöfundur fékk styrk úr
Launasjóði rithöfunda. Tveir rit-
höfundar fengu styrki til þriggja
ára, enginn til tveggja ára og ellefu
fengu ársstyrk. Enginn myndlist-
armaður fékk þriggja ára styrk,
fjórir fengu styrk til tveggja ára og
ellefu til eins árs. Þennan mikla
mismun má því rekja til fjölda sex
mánaða styrkja úr Rithöfundasjóði
og Víkverji veltir fyrir sér hverju
þetta sæti.
HELGI Þórsson tölfræðingur
sendi Víkverja eftirfarandi:
„Víkverji góður. I dálki þínum sl.
föstudag 27. febrúar er fjallað um
dánartíðni. Þetta orð er heiti á
hugtaki úr mannfjöldafræði, fræði-
grein sem fjallar um tölfæði lífs og
dauða. Eitt sinn skal hver deyja
eins og Víkverji benti á, en allir
vita að stundin er allajafna því nær
sem fólk er eldra. Þess vegna er
dánartíðni ævinlega aðgreind eftir
aldursflokkum. Samanburður á
dánartíðni í hópum jafnaldra með
mismunandi lífsmunstur er hluti af
leitinni að lengra lííi og verður oft
gott fréttaefni. Afleiðing lægri dán-
artíðni er einfaldlega sú að fleiri ná
háum aldri. Það er þjálla að segja
einfaldlega dánartíðni þótt átt sé
við aldursbundna dánartíðni, auk
þess sem styttra heitið er sígilt til-
efni hugleiðinga í léttum dúr án
þess að nokkur rökvilla sé þar á
ferð.“