Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 31 JMtoguuMfifrtfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KYNNING A NÁMSLEIÐUM SKÓLASTARF og leiðir til menntunar verða sífellt fjöl- breyttari í þjóðfélagi nútímans. Það á ekki aðeins við hefðbundið nám í skólum heldur einnig um endurmenntun. Ungt fólk á oft í miklum erfiðleikum með að velja sér náms- brautir að loknu grunnskólaprófi og ekki síður að loknu námi í framhaldsskóla. Mikið er því í húfi fyrir þetta unga fólk að eiga kost á haldbærum upplýsingum um, hvaða leiðir til menntunar standa til boða, svo það geti gert upp hug sinn. Skólarnir og yfirvöld menntamála þurfa að leggja áherzlu á skipulegt upplýsingastarf til að mæta þessari þörf. Næsta sunnudag verður viðamikil námskynning á há- skólasvæðinu, sem Háskóli íslands stendur að ásamt fjöl- mörgum skólum og þjónustuaðilum námsmanna. Þar verða kynntar um 200 námsleiðir bæði í bóklegu og verklegu námi. Námskynningin er ótrúlega fjölbreytt og er þetta framtak til fyrirmyndar. Islenzkt menntunarkerfi býður upp á svo marga kosti, að það verður sífellt ílóknara fyrir ungt fólk og eldra fólk, sem leitar sér aukinnar menntunar, að hafa yfirsýn yfir þá möguleika alla. Þess vegna þarf að leggja áherzlu á að slík yfirsýn sé veitt á aðgengilegan hátt. ÁHRIF SJÓN- VARPS Á BÖRN FRAMBOÐ á sjónvarpsefni er sífellt að aukast og um leið verður það sífellt erfiðara fyrir foreldra að hafa auga með því hvað börn þeirra horfa á, sérstaklega með tilliti til ýmislegs ofbeldisefnis sem orðið er fyrirferðarmikið á skjánum. Á alþjóðlegri ráðstefnu um sjónvarpsefni sem haldin var í London á þriðjudag kom fram að bandarísk börn sjái að meðaltali 8.000 morð framin á sjónvarpsskján- um og um 100.000 ofbeldisatriði fram að þeim tíma að þau útskrifast úr grunnskóla. I frétt í Morgunblaðinu í gær kom fram að bandarísk stjórnvöld hafi skyldað framleiðendur sjónvarpstækja til að setja í þau sérstakan tölvukubb sem gerir foreldrum kleift að stjórna því hvað börnin þeirra geta horft á. Vafalaust er lausn Bandaríkjamanna ágæt, en tölvukubb- ur kemur sennilega seint í stað leiðbeinandi foreldris, ekk- ert frekar en sjónvarpið getur þjónað sem barnfóstra eins og bent er á í bæklingi sem umboðsmaður barna og Félag íslenskra barnalækna kynntu á þriðjudaginn. I honum kem- ur fram að mikilvægt sé að foreldrar séu til staðar þegar ung börn horfi á sjónvarp og að þeir velji það efni sem horft sé á. Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að ung börn upplifi hluti oft á annan hátt en fullorðnir og því sé mikilvægt að vera til staðar þeg- ar þau séu að byrja að upplifa hluti í gegnum sjónvarp og átta sig á þeim. Það er tímabært að vekja foreldra til umhugsunar um áhrif sjónvarps á börn. Vonandi hefur þetta frumkvæði til- ætluð áhrif. NÁTTÚRAN STRÍÐ ENN einu sinni hefur íslenzk náttúra minnt á sig og að hún sé ekki lamb að leika við. Hún er duttlungafull, óút- reiknanleg og menn þurfa að umgangast hana með virðingu. Menn vita ekki hvers er að vænta af henni og skjótt skipast veður í lofti. Hversu oft hafa ekki verið höfð uppi slík varnaðarorð og aftur og aftur virðist svo sem duttlungar náttúrunnar komi mönnum í opna skjöldu og ávallt jafnmikið á óvart. Um helgina lentu þrautþjálfaðir björgunarsveitarmenn í hrakningum fyrir norðan og urðu þeir að grafa sig í fönn, þar sem þeir biðu aðstoðar í 36 klukkustundir. Þegar slíkt hendir björgunarsveitir og menn á þeirra vegum, með full- kominn vélbúnað og fjarskiptatæki, er ekki nema von að venjulegt fólk geti lent í erfiðleikum og tapað áttum á þessu óblíða landi. Nú er nauðsynlegt að björgunarsveitirnar fari gaumgæfi- lega ofan í allt það er gerðist á þessari björgunaræfingu, sem endaði í martröð. Vonandi læra menn eitthvað af þess- ari lífsreynslu, sem kannski er gott að menn lendi í, svo að þeir eigi betur með að setja sig í spor þess fólks, sem þeir eru að leita að og bjarga. VEGARLAGNING I REYKHOLTSDAL Gildir meðalhófs- reglan um vegagerð? UMHVERFISRAÐHERRA, Guðmundur Bjarnason, staðfesti hinn 19. febrúar síðastliðinn Svæðisskipulag norðan Skarðsheiðar 1997 til 2017 er tekur til fímm sveitarfélaga. Ráðherr- ann fór þó ekki að öllu leyti að tillögu Skipulagsstjórnar ríkisins í þvi efni heldur frestaði staðfestingu á vegar- stæði Borgarfjarðarbrautar milli Flókadalsár og Kleppjárnsreykja. Deilan snýst fyrst og fremst um val milli tveggja leiða þegar Borgarfjarð- arbraut milli Flókadalsár og Klepp- járnsreykja verður lögð, sem báðar eru rúmir 9 km. Annars vegar er leið 1 svokölluð, sem talin er æskilegust frá vegtæknilegu sjónarmiði, og er auk þess ódýrari samkvæmt kostnað- aráætlun vegagerðarinnar. Sú leið liggur um land Stóra-Kropps og Runna. Hins vegar er leið 3 sem er að mati vegagerðarinnar viðunandi en ekki þó jafngóð og leið 1. Hún er 15% dýrari og liggur ofan við bæinn Stóra- Kropp. Báðar leiðir hafa verið metnar um- hverfísmati og stóðust báðar það próf. Bóndinn á Stóra-Kroppi, Jón Kjart- ansson, hefur lagst eindregið gegn því að vegurinn sé lagður um land sitt og hótað að flytja á brott ef svo verður en hann rekur þar myndarlegt kúabú. Segir hann að vegurinn myndi skera túnin frá bæjarhúsunum þannig að kúabúskapur yrði þar ekki lengur íysi- legur. Ekki myndi breyta miklu að hans mati þótt vegurinn yrði að hluta um undirgöng eins og umhveilisráð- heira hefur gefíð ádrátt um í úrskurði þar sem kært hafði verið umhverfís- mat vegna leiðar 1. Jón dregur einnig í efa að kostnaðarmat vegagerðarinnar sé nákvæmt. Meirihluti hreppsnefndar Reykholtsdalshrepps hefur talað hans máli og viljað fara millileiðina, leið 3. Minnihluti hreppsnefndar og ná- grannasveitarfélögin í samvinnunefnd- inni hafa hins vegar eindregið viljað fara leið 1. Vísa talsmenn nágfanna- sveitarfélaganna þá til þess að þau eigi mikilla hagsmuna að gæta þar sem börnum í þessum sveitarfélögum verði ekið um veginn í skóla að Kleppjárns- reykjum og mikilvægt sé að vegurinn sé sem öruggastur og greiðfærastur að vetrarlagi. Fyrir utan þessi sjónarmið aðila sem eru hverjum manni skiljanleg er rétt að nefna að pólitík er sögð bland- ast þar mjög inn í. Vegarstæði skipulagsmál Vegagerð ríkisins annast lagningu þjóðvega. Samkvæmt 29. gr. vegalaga nr. 45/1994 skulu vegir______________ lagðir í samræmi við skipu- lag. Þótt vegagerðin sjái þannig um framkvæmdir og láti í ljósi álit á því hvar heppilegast sé að vegur liggi út frá samgöngu- og kostnaðar- sjónarmiðum er endanleg ákvörðun þar um ekki á hendi vegagerðarinnar eða yfirmanna samgöngumála. Akvörðun í þessu efni er tekin af skipulagsyfirvöldum. Fjölmargir stjómsýsluaðilar koma að gerð skipulags og fer umhverfísráð- herra með æðsta stjórnsýsluvald. Rétt er að geta þess að um síðustu áramót tóku gildi ný skipulags- og bygginga- lög sem höfðu allnokkrar breytingar í för mér sér, ekki síst þær að frum- kvæði í skipulagsmálum færðist, í samræmi við almenna löggjafarstefnu undanfarin ár, frá miðstjórnarvaldinu, Skipulagsstjórn ríkisins, til sveitarfé- laganna. Samkvæmt gömlu lögunum, skipu- lagslögum nr. 19/1964, fara skipulags- mál um hendur sveitarfélaga eða sam- vinnunefnda sveitarfélaga, skipulags- stjórnar og loks umhverfisráðherra eftir flóknu ferii sem er langt frá því að vera auðskiljanlegt. Það má þó slá því fóstu að það er ekki fyrr en við staðfestingu ráðherra sem skipulag öðlast gildi. Umhverfísráðherra fer með æðsta stjórn- sýsluvald í skipulagsmálum. Því hafði hann væntanlega fullar heimildir til að staðfesta ekki skipulagstillögu um vegarlagningu á svokallaðri millileið í Reykholtsdal. Páll Þór- hallsson fjallar um lagalegar hliðar málsins. ÝMSIR kostir hafa verið nefndir við skipulagningu á svokallaðri millileið í Reykholtsdal. Sveitarfélag borgi kostnað armun? Samvinnunefnd norðan Skarðsheiðar Fyrir nokkrum árum var skipuð samvinnunefnd um svæðisskipulag í Borgarfrði norðan Skarðsheiðar. Aðild að henni áttu Andakílshreppur, Skorradalshreppur, Lundarreykja- dalshreppur, Reykholtsdalshreppur og Hálsahreppur. Hlutverk nefndar- innar var að vinna tillögur að svæðis- skipulagi íýi'ir hreppana, sem er auð- vitað mun fjölþættara verkefni en vegamálin eingöngu. í ljós kom að ekki náðist samstaða innan nefndar- innar um hvar umræddur vegur skyldi liggja. Á lokafundi samvinnunefndar 8. desember 1997 var skipulagstillaga samþykkt og undin-ituð af fulltrúum allra sveitarfélaganna með þeim fyrir- vara að skipulagi var frestað á vegar- stæði Borgarfjarðarbrautar milli Flókadalsár og Kleppjárnsreykja. Til- lagan hafði áður verið auglýst opinber- lega og bárust fjölmargar athuga- semdir við hana. Skipulagsstjórn ríkisins tók tillög- una til umfjöllunar á fundi sínum 10. desember 1997 og kynnti sér þá athuga- semdir og umsagnir um þær. Formanni skipulags- stjórnar hafði þá einnig borist erindi Reykholtsdalshrepps dags. 9. desember 1997 þar sem óskað var eftir því að skipulagsstjórn legði til við umhverfsráðherra að leið 3 yrði færð inn á skipulagsuppdráttinn og hann staðfestur þannig skv. vilja meirihluta hreppsnefndar Reykholts- dalshrepps. Á fundi 17. desember 1997 var samþykkt að taka við erindi Reyk- holtsdalshrepps með 3 atkvæðum gegn 1 atkvæði formannsins, Hjörleifs Kvarans. Það var vissulega nokkurt áhorfsmál hvort taka átti við erindi hreppsins því hann hafði staðið að skipulagstillög- unni sem kom frá samvinnunefndinni og spurning var hvort ekki mætti líta svo á að hann væri þar búinn að binda hendur sínar. Hvað sem því líður ákvað skipulagsstjórn síðan eftir að fallist hafði verið á að veita erindinu viðtöku að breyta skipulagstillögunni til sam- ræmis við ósk Reykholtsdalshrepps. Var uppdráttur og greinargerð af- greidd til umhverfsráðheira til stað- festingar 30. desember 1997 daginn áð- ur en umboð skipulagsstjórnar rann út samkvæmt nýjum lögum. Ekki höggvið á hnútinn Umhverfsráðherra leit svo á að hann skyldi byggja ákvörðun á nýju lögunum sem tóku gildi um áramótin. Það er alls ekki ótvmætt að það hafi verið rétt. Allur aðdragandi málsins hafði verið í gildistíð gömlu laganna og um áramótin átti einungis eftir að fá staðfestingu ráðherra. Ekki segir neitt í nýju lögunum um það hver séu skil milli nýju og gömlu laganna (sem er furðuleg vanræksla af hálfu lög- gjafans). Margt mælir með því að stjórnsýsluferli af þessu tagi sem hafíð er í gildistíð gömlu laganna ljúki eftir þeim sömu reglum. En hvað sem því líður ákvað um- hverfsráðherra að beita nýju lögun- um, þ.e. 12. gr. 1. nr. 73/1997, sbr. I. nr. 135/1997. Þar segir: „Ráðherra getur, að fenginni umsögn skipulagsstofnun- ar, frestað staðfestingu á svæðisskipu- lagi fyrir ákveðið landsvæði ef nauð- syn þykir til að samræma skipulagsá- ætlanir aðliggjandi sveitarfélaga." Leitaði ráðherra umsagnar skipulags- stofnunar. I umsögninni, dags. 2. febr- úar 1998, sagði meðal annars: „I ljósi þess mikla ági’einings sem er um legu Borgarfjarðarbrautar í Reykholts- dalshreppi og verulegrar andstöðu við að brautin verði í svokallaðri legu 3a er það álit Skipulagsstofnunar að ástæða sé til að [...] fresta staðfestingu skipulags á þeim kafla Borgarfjarðar- brautar sem er á milli Flókadalsár og Hamra.“ Það er athyglisvert að þarna kemur fram önnur afstaða en var uppi í skipulagsstjórn nokkrum vikum áð- ur. Ráðheira tók svo þá ákvörðun í málinu 19. febrúar síðastliðinn að stað- festa ekki skipulagið eins og það kom frá skipulagsstjóm heldur fara að vilja samvinnunefndarinnar. Ráðherra byggði ákvörðun sína á lögum nr. 73/1997 án þess þó að vitna í tiltekna grein laganna. Áttu nýju lögin við? Eins og fyrr segir má spyrja hvort nýju skipulagslögin hafí átt við vegna réttra lagaskilareglna. Ekki er síður ástæða til að spyrja hvort 12. gr. sem vitnað var til áður hafi átt við. Var ein- hver „nauðsyn ... til að samræma skipulagsáætlanir aðliggjandi sveitar- félaga" eins og lögin setja sem skilyrði frestunar? Hin umdeilda vegarlagning er öll innan Reykholtsdalshrepps og því getur vart verið um það að ræða. Það ákvæði nýju laganna sem virðist fremur eiga við hljóðar svo: „Ráð- herra staðfestir svæðisskipulag og skal það auglýst í B-deild Stjórnartíð- inda. Unnt er að staðfesta tiltekin at- riði þess ef öll viðkomandi sveitarfélög samþykkja þá tilhögun." (5. mgr. 13. gr.) Semsagt ráðherra getur kosið að staðfesta einungis tiltekin atriði skipulags en þá að því tilskildu að öll viðkomandi sveitarfélög fallist á þá til- högun. Því var auðvitað ekki að heilsa í þessu máli þar sem Reykholtsdals- hreppur féllst ekki á frestun ákvörð- unar vegarstæðisins. Þetta fínnst mér sýna að ráðherra á í erfiðleikum með að byggja ákvörðun sína á nýju lögunum. Samkvæmt þeim virðist hann hafa átt að staðfesta skipulagið eins og það kom frá skipu- lagsstjórn eða leita umsagnar allra hlutaðeigandi sveitarfélaga um hvort fallist væri á frestun tiltekinna þátta þess. Hins vegar hefði ráðherra væntan- lega getað byggt niðurstöðu sína á eldri lögum með ótvíræðari hætti. Má nefna 2. mgr. 1. gr. laga nr. 19/1964 þar sem segir að verði ágreiningur milli aðila sem fara með stjórn skipu- lagsmála skeri ráðherra úr. Niðurstaðan er því sú að ráðherra hafi alls ekki verið skylt að staðfesta skipulagið eins og það kom frá skipu- lagsstjórn þótt það hefði kannski ver- ið sköruglegri stjórnsýsla og í sam- ræmi við þau sjónarmið sem voru uppi í skipulagsstjóm að það yrði að ljúka þessu máli einhvern veginn. Það væri enginn tilgangur með því að gera það að skilyrði fyrir gildistöku skipulags að ráðherra staðfesti ef hann hefði ekkert svigrúm til mats á því hvort staðfesta bæri eður ei. Alvarlegar at- hugasemdir nági’annasveitarfélaga Reykholtsdalshrepps við niðurstöðu skipulagsstjórnar gáfu honum tilefni til að beita því mati. Meira vafamál er hvort ráðherra var heimilt að stað- festa einungis hluta skipulagsins. Það hefur samt líklega litla praktíska þýð- ingu að velta þessu fyrir sér því ákaf- lega ósennilegt er að nokkurn tíma verði látið á þetta reyna. Menn hafa litla hagsmuni af því að fá skorið úr um lögmæti ákvörðunar ráðherra á meðan Ijóst er að hann verður ekki knúinn til að staðfesta skipulagið með veginn innanborðs. Hvað er framundan? Hver er þá staðan núna? Ráðherra bendir sjálfur í bréfí til oddvita Reyk- holtsdalshrepps á nokkrar leiðir sem komi til greina. I fýrsta ___________ lagi að hlutaðeigandi Aukin áhersla sveitarstjórnir myndi sér- j friðhelqi staka samvinnunefnd sem fái það verkefni að komast að niðurstöðu svo fljótt einkalífs sem auðið er um veglínu milli Flóka- dalsár og Kleppjárnsreykja. I öðru lagi að sveitarstjórn Reykholtsdals- hrepps vinni aðalskipulag fýrir sveit- arfélagið. I þriðja lagi að sveitarstjórn Reykholtsdalshrepps fái meðmæli Skipulagsstofnunar til að veita heim- ild til framkvæmda við umrædda vegagerð án þess að skipulag liggi fyrir. Fyrsti kosturinn er auðvitað nokk- uð fjarstæðukenndur því samvinnu- nefnd af þessu tagi hefur nýlokið störfum og ljóst að eining næðist ekki innan hennar. Olíklegt er að vega- gerðin vilji hefja framkvæmdir sam- kvæmt þriðja valkosti án þess að skipulag liggi fýrir. Þar með væri vegagerðin að taka á sig ábyrgð í málinu sem eðlilegt er að skipulagsyf- irvöld axli. Þá stendur eftir að unnið verði aðalskipulag. Það tekur auðvit- að lengri tíma en svo að það náist fyr- ir kosningar sem framundan eru. Það hvílir því væntanlega fyrst og fremst á herðum sameinaðs sveitarfélags eft- ir kosningar í vor að gera aðalskipu- lag og ákveða þar hvar vegurinn liggi. + Almannahagsinunir Frá sjónarhóli skattborgaranna og Vegagerðarinnar er auðvitað ljóst að best er að vegurinn liggi samkvæmt þeirri leið sem ódýrust er og veg- tæknilega ákjósanlegust. Vegagerðin segir það vera leið 1. Því hefur verið haldið fram að vegarlagning sam- kvæmt leið 1 eyðileggi jörðina að Stóra-Kroppi. Þar er um að ræða sjón- armið sem Vegagerðin hefur hingað til ekki þurft að taka tillit til annars stað- ar á landinu. Vissulega þarf Vegagerð- in ætíð að bæta eignaskerðingu sem menn verða fyrir. Á slíka skerðingu er hins vegar fyrst og fremst lagður fjár- hagslegur mælikvarði en ekki spilar inn í fagurfræðilegt mat. Ekki hefur þurft að taka tillit til þess hvort jörð klofni í tvennt eður ei. Nefna má veg- arlagningu vegna Hvalfjarðarganga þar sem bændur hafa þurft að sæta því að jarðir þeirra séu ldofnar í sund- ur af þjóðvegi sem verður mun fjöl- farnari en Borgarfjarðarbraut. Til- finningatengsl manna við jarðh’ sínar hafa heldur ekki verið metin sbr. það sem segir í Stjórnskipun Islands efth- Ólaf Jóhannesson: „Ef ættaróðal er tekið eignarnámi, verður eigandi að láta sér nægja að fá jarðarverðið, en fær ekki sérstaka fjárgreiðslu vegna þeirrar sorgar og leiðinda, sem það veldur honum að þurfa að yfirgefa óðal sitt, sem forfeður hans hafa setið um áratugi eða e.t.v. öldum saman.“ Á seinni ámm hefur friðhelgi einka- lífs, fjölskyldu og heimilis verið gert hærra undir höfði í íslenskum rétti en áður. Eins hefur hlotið viðurkenningu og verið fest í lög svokölluð meðalhófs- regla sem hljóðar svo: „Stjórnvald skal því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðm og vægara móti. Skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirn- ar en nauðsyn ber til.“ (12. gr. stjóm- sýslulaga nr. 37/1993.) Ekki má heldur gleyma umhverfíssjónarmiðum og bú- skaparlegum. Má vitna í bréf Bænda- samtaka Islands til umhverfisráðherra 23. ágúst 1995 þar sem segir að það sé skylda okkar við framtíðina, í sam- bandi við allar framkvæmdir, að þyrma svo sem kostur er Iandi sem fallið er til ræktunar og matvælafram- leiðslu. Það má auðvitað tefla þessum sjónarmiðum fram gegn eignarnáms- heimildum vegagerðarinnar og heim- ildum skipulagsyfirvalda. Samt má auðvitað ekki ganga svo langt að komi niður á öryggi í samgöngum né að til- kostnaður samfélagsins verði óhófleg- ur. Ekki er hægt annað en að nefna í þessu sambandi að í vegalögum er heimild (29. gi’.) til að krefja sveitarfé- lag um kostnaðarmun ef vegi er að ósk þess valinn annar staður en Vegagerð- in telur æskilegast. Dómsmál? Ef það verður ofan á að vegurinn verður skipulagður eftir leið 1 gæti bóndinn á Stóra-Kroppi vitanlega leit- að á náðir dómstóla og reynt að hnekkja því með vísan til friðhelgi eignarréttar, einkalífs og heimilis og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Fyrirfram verður að telja ósennilegt að slík sjónarmið myndu duga til að hnekkja skipu- lagsákvörðun sem byggð væri á því að velja ódýrustu og öruggustu leiðina sem hlotið hefði jákvætt umhverfis- mat. Væntanlega yrðu dómstólar að íhuga afleiðingarnar af því að taka til- lit til slíkra sjónarmiða íýrir vegagerð í landinu auk þess sem víða um land liggja vegir um bæjarhlöð manna án þess að þeir hafi fengið rönd við reist. En ef það er í raun svo að með leið 1 sé eyðilögð kostajörð og að aðrar leið- ir, ekki miklu síðri, með minni röskun fyrir bændur, hafi verið færar þá skal það svo sem ekkert útilokað fyrirfram að dómstólar myndu taka tillit til þess. I Hæstarétti bíður einmitt dómsmál þar sem eigendur Arnarnesslands freista þess að fá hnekkt eignarnáms- ákvörðun Garðabæjar vegna þess að meðalhófsregla hafi verið brotin, ekki hafi verið þörf á eignarnámi vegna þess að landeigendur hafi verið reiðu- búnir að ráðstafa landinu sjálfviljugir til lóðarkaupenda. Vægasta leið að settu marki, sem sagt að aukið yi’ði framboð byggingarlóða í bænum, hafi ekki verið farin. 295 milljóna króna tap af rekstri Flugleiða í fyrra þrátt fyrir 13% veltuaukningu og fjölgun farþega Vaxandi umsvif verða að skila auknum tekjum Flugleiðir hf. Úr samstæðureikningi 1997 Rekstrarreikningur Rekstrartekjur Miiijónirkr. Rekstrargjöld án afskrifta Afskriftir Fjármagnsgjöld Tekju- og eignask. af reglul. starfsemi Söluhagnaöur eigna Hagnaður (tap) ársins Efnahagsreikningur 31. des.. Eignir: Veltufjármunir Fastafjármunir Eignir samtais Milljónir kr. Skuidir og eigið té: \ Skammtímaskuldir Langtímaskuldir Eigiöfé Skuldir og eigið fé samtals Milljónir kr. Kennitölur Veltufjárhlutfall Veltufé frá rekstri Handbærtfé frá rekstri Milljónir kr. 1997 23.023 22.587 938 -283 mm/SBU 398 -295 1997 1997 0,94 736 834 1996 20.341 18.228 1.040 -665 214 438 632 1996 4.995 8.640 -42,2% 13.360 11.523 +15,9% 18.355 20.163 -9,0% 5.318 6.759 -21,3% 6.780 6.819 -0,6% 6.257 6.585 -5,0% 18.355 20.163 -9,0% 1996 1,28 1.938 1.979 Breyt. +13,2% +23,9% ■9,8% -57,4% ■9,1% Breyt. -62,0% -57,9% 295 milljóna króna tap varð af rekstri Flug- leiða og dótturfélaga í fyrra, samanborið við 632 milljóna hagnað árið 1996. Kjartan Magnús- son leitar skýringa og ræðir við Sigurð Helga- son forstjóra um við- brögð félagsins og fram- tíðarstefnu. VELTA samstæðunnar var 23 milljarðar króna í fyrra en liðlega 20 milljarðar 1996 og jókst því um rúm 13% á milli ára. Rekstrargjöld samstæðu án fjár- magnsgjalda voru 23,5 milljarðar króna 1997 en voru 19,3 milljarðar ár- ið 1996. Tap samstæðunnar í fyrra nam um 1,3% af veltu. Tap varð af reglulegri starfsemi Flugleiða eftir tekju- og eignarskatta í fyrra að fjárhæð 693 milljónir króna en hagnaðurinn nam 194 milljónum árið 1996. Félagið seldi flugvél og aðra rekstrarfjármuni á árinu með 398 milljóna króna hagnaði en árið 1996 var söluhagnaður eigna 438 milljónir króna. 13,3% aukning farþega Farþegum Flugleiða í millilanda- flugi fjölgaði um 13,3% í fýrra, í 1.086 þúsund, að því er kemur fram í frétt frá félaginu. Farþegafjöldi í innan- landsflugi Flugleiða og Flugfélags ís- lands hf. var 293.248 árið 1997, sem var 4,4% meira en árið áður. Sætanýt- ing og nýting flugvéla batnaði milli ára. Fraktflutningar í millilandaflugi jukust um 8,2% og voru 18.646 tonn. Veltuaukning í farþegaflugi varð um 1,3 milljarðar ki’óna en að auki varð töluverð veltuaukning vegna aukinna umsvifa í ferðaskrifstofu- og hótelrekstri. Aukningu útgjalda má meðal annars rekja til aukinna um- svifa í farþegaflutningum. Leiguþátt- ur flugrekstrarkostnaðar jókst einnig verulega vegna þess að í árslok 1996 og í upphafí árs 1997 seldi félagið og leigði aftur af kappanda tvær Boeing 757-200 þotur. Á móti lækkuðu af- skriftir og vaxtagjöld. Þá er hluti af vaxandi kostnaði til kominn vegna aukinna umsvifa í ferðaskrifstofu- og hótelrekstri. Handbært fé frá rekstri Flugleiða árið 1997 var 834 milljónir króna, en árið áður var það 1.979 milljónir. Muninn má að mestu rekja til þeirra breytinga sem urðu á heildarafkomu af rekstrinum á árinu, að því er segir í fréttinni. Handbært fé í árslok var 1.240 milljónir ki’óna, en var 3.473 milljónir króna í árslok 1996. Auk breyttrar afkomu má rekja þennan mun að mestu til þess að greidd voru upp langtímalán eftir sölu flugvélar, en einnig til þess að greitt var inná nýja flugvél sem félagið fékk frá Boeing-verksmiðjunum í ársbyrjun 1998. Niðurstaðan veld- ur vonbrigðum Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, segir að niðurstaðan valdi skilj- anlega miklum vonbrigðum, en þegar hafi verið giápið til margvíslegra að- gerða til að auka tekjur félagsins og draga úr kostnaði. „Á síðasta ári náð- ust markmið félagsins um fjölgun far- þega og betri nýtingu flugvéla og ég er því þokkalega ánægður með sjálfan flugreksturinn að öðru leyti en því að hann skilar ekki nægilegum tekjum. Á síðastliðnum árum hefur félagið vaxið ört og leiðakerfið stækkað. Þessi uppbygging hefur verið kostn- aðarsöm, en hún er þegar farin að skila auknum tekjum eins og tölurnar sýna og mun væntanlega skila okkur enn meiri tekjum þegar frá Iíður.“ Sigurður segir margvíslegar orsak- ir liggja að baki taprekstrinum í íýrra, en óhagstæð gengisþróun og 160 milljóna króna tap á Flugfélagi ís- lands séu líklega stærstu einstöku þættirnir. Mestur hluti tekna Flugleiða og verulegur hluti gjalda eru í erlendum myntum, en gengisþróun varð fyrir- tækinu afar óhagstæð á síðastliðnu ári. Liðlega þriðjungur af kostnaði fyrirtækisins fellur til í Bandaríkja- dollurum, en tekjur í dollurum eru mun minni. Hækkandi gengi dollars á árinu kom fram í hækkandi kostnaði í rekstrarreikningi í krónum. Sigurður segir ljóst að gengi dollarans verði sterkt á næstunni og nú þurfi Flug- leiðir að laga sig að því. „Við munum því leggja mikla áherslu á að lækka kostnað og auka söluna enn frekar í Bandaríkjunum. Við höfum sett okkur það markmið að auka söluna þaðan um 35% á þessu ári, en nýr áfanga- staður okkar þar, Minneap- olis, lofar mjög góðu.“ 104 milljóna tap vegna innanlandsflugs 160 milljóna króna tap varð af rekstri Flugfélags íslands í fyrra, en það er dótturfyrirtæki Flug- leiða og 65% þess, eða 104 milljónir, koma því fram í samstæðureikningi þeirra. Tapið má að stórum hluta rekja til mikillar samkeppni í innanlands- flugi og segir Sigurður að allra leiða verði leitað til að lækka kostnað og auka hagi-æðingu. „Á árinu munum við einnig leggja mikla áherslu á tekju- stýringu Flugleiða og styrkja enn frekar áhættustjórnun fyrirtækisins varðandi gengi, vexti og eldsneytis- kaup.“ Aðspurður segir Sigurður að færa megi rök fyrir því að Flugleiðir þurfi að bæta framlegðina í farþegafluginu og auka hlutdeild hárra fargjalda. „Það má segja að við höfum keyrt á of lágum fargjöldum á síðasta ári, en í sölukei’finu er unnið markvisst að því að auka hlutdeild Saga Class og flytja fleiri betur borgandi farþega milli Evrópu og Ameríku." Með einn lægsta kostnað evrópskra flugfélaga Þegar Sigurður er spurður um hvort ekki sé hægt að draga úr kostnaði með því að minnka yfirbyggingu félagsins bendir hann á að það sé með einn lægsta rekstrarkostnað flugfélaga í Evrópu miðað við umsvif. „Yfirbygg- ing Flugleiða er mjög lítil á evrópskan mælikvarða en aðeins hærri en tíðkast í Bandaríkjunum. Við erum önigglega með þeim flugfélögum sem státa af lægstum kostnaði í norðanverðri Evr- ópu. Við teljum þó að gera megi betur á þessu sviði og síðastliðið haust hrundum við af stað aðgerðaáætlun til að ná fram 400 milljóna króna kostn- aðarlækkun sem mun skila árangri á þessu ári. Sú áætlun er varnaraðgerð í sjálfu sér, en helstu möguleikar fýrir- tækisins felast hins vegar í því að stækka og nýta þannig betur fastan kostnað. Það verður keppikefli okkar á næstunni. Við munum t.d. halda þeirri vinnu áfram að afmarka betur < einstök svið innan félagsins eða stofna dótturfyrirtæki um þau.“ Sigurður segir að einn helsti styi’k- ur Flugleiða liggi í sjálfstæði félagsins og þar með getu þess til að efna til samstarfs við ólík flugfélög án þess að tengjast þeim nánum böndum. „Stærstu markaðir okkar eru í Norðurlöndum og Bandaríkjunum. Við erum í góðu samstarfi við SAS, sem er ráðandi flugfélag á Norðurlöndum og South- west, sem er eitt af átta stærstu flug- félögum Bandaríkjanna og líklega hið best rekna. Frekari samstarfsmögu- leikar eru stöðugt til skoðunar og við erum t.d. smám saman að auka sam- starfið við Southwest. Við erum samt enn á þeirri skoðun að Flugleiðir eigi að vera tiltölulega sjálfstætt flugfé- lag.“ Stefnt að hagnaði á árinu Sigurður á von á því að hagnaður verði af rekstri Flugleiða í ár og segir bókanir gefa til kynna að sumarið verði gott. „Komum Þjóðverja til Is- lands fjölgaði t.d. 82% í febrúar frá fyrra ári með tilkomu beins flugs yfir veturinn milli Keflavíkur og Frank- furt. Þá er um einhverja aukningu að ræða í bókunum á flestum flugleiðum *r félagsins." Aðalfundur Flugleiða verður hald- inn að Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 19. mars. Á fundinum verður lögð fram skýi’sla stjórnar félagsins fyrir árið 1997 og gerð grein fyrir starfsem- inni á árinu. Stjórn Flugleiða gerir til- lögu um greiðslu 3,5% arðs til hlut- hafa. Dregið úr kostnaði með öllum ráðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.