Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson GARÐARII kemur í fyrsta sinn til heimahafnar í Eyjum. Nýr bátur bætist í flota Eyjamanna Vestmannaeyjum . Morgunblaðið. Nýr bátur bættist í flota Eyjamanna um helgina þegar Garðar II SF 164 kom til heimahafnar í Eyjum en ný- stofnað Útgerðarfélag Vestmanna- eyja festi kaup á bátnum í síðustu viku. Garðar er 224 brúttótonna stálbátur og verður hann gerður út á snurvoð fyrst um sinn. Gunnar Þór Friðriksson hefur verið ráðinn skipstjóri á bátinn og búið að er ráða á hann nýja áhöfn en báturinn er þegar farinn í sína íyrstu veiði- ferð fyrir Útgerðarfélag Vestr mannaeyja. AÐALSTEINN Sigurjónsson, sijórnarformaður Útgerðarfélags Vest- mannaeyja, afhendir Gunnari Þór Friðrikssyni, skipstjóra, blómvönd við komu Garðars II til Eyja. Vestanáttin hefur tafíð loðnugönguna ENN var góð loðnuveiði á miðunum skammt frá Vestmannaeyjum í gærdag og fyrrinótt. Skip voru að fylla sig á skömmum tíma og loðnan virtist hafa hægt á göngu sinni vest- ur á bóginn í bili að minnsta kosti. Frystingu fyrir markaðinn í Japan er nú lokið, en hrognataka hafin og eru þau unnin á markaði í Japan og Svíþjóð. Oddeyrin EA var á leið til Grindavíkur með fullfermi í gærdag og sagði Eggert Þorfínnsson skip- stjóri í samtali við Morgunblaðið að „töluvert" væri af loðnu á þessum slóðum, á milli Vestmannaeyja og Þjórsárósa. Eggert sagði að loðnan hefði lítið hreyft sig í vestanáttinni síðustu tvo sólarhringana og nú væri það „túr á dag“ meðan aðstæð- ur leyfðu. ,Annars sýnist mér hún vera að leggjast í hrygningu," bætti Eggert við. Göðar lóðningar á ferðinni Kristbjöm Amason á Sigurði VE sagði í samtali við blaðið í gærdag að hann hefði „gripið í tómt“ fyrir vestan Eyjar um nóttina, en hann væri á leið austur fyrir Eyjar að freista gæfunnar. „Það var bátur að kasta þar og þeir sögðu að það væra góðar torfur á svæðinu,“ sagði Kristbjöm. Sigurður landaði á Seyðisfirði í vikubyrjun og fékk þá aflann við Stórhöfða. „Hún var að troða sér suður fyrir höfðann og það era góðar lóðningar á ferðinni. Ann- ars er þetta ekkert voðalega gaman núna, það er komin helv. suðaustan kaldi, fýla, eins og við köllum það. En við sjáum hvað setur,“ bætti Kristbjöm við. Ilólmaborgin aflahæst Hólmaborg SU var aflahæsta loðnuskipið í byrjun vikunnar, hafði þá landað 38.790 tonnum og átti 6.080 tonn eftir af kvóta. í öðra sæti var Beitir NK með 33.793 tonn og átti hann 9.656 tonn eftir. Þriðji var Víkingur AK með 31.581 tonn og 7.490 tonn eftir. Fjórði Sigurður VE með 30.499 tonn og 2.324 tonn eftir. Þá koma í næstu sætum Oddeyrin EA með 27.531 (1.666) tonn, Björg Jónsdóttir ÞH með 25.828 (4.847) tonn, Höfrangur AK með 24.218 (10.623) tonn, Háberg GK með 24.111 (2.452) tonn, Kap VE með 23.854 (1.290) tonn og Þorsteinn EA með 23.529 (3.891) tonn. Mest á land á Eskifírði Alls hafði í vikubyrjun verið land- að 37.951,667 tonnum af loðnu í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar. Þar næst komu 35.668,820 tonn hjá Síld- arvinnslunni hf. á Neskaupstað, 31.286,551 tonn hjá SR mjöli á Seyðisfirði, 26.391,022 tonn hjá Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyj- um, 24.934,018 tonn hjá Loðnu- vinnslunni h.f á Fáskrúðsfirði og 20.096,210 tonn hjá ísfélagi Vest- mannaeyja hf. Reuters Jarðarför á Vesturbakkanum DÓTTIR Ralebs Rajoubs, eins Palestínumannanna þriggja sem féllu fyrir kúlum fsraelsku her- mannanna við Hebron, leit Iík föður sins hinsta sinni í gær áður en hann var borinn til grafar ásamt hinum mönnunum tveim í bænum Dura á Vesturbakkan- um. Spenna á Vesturbakkanum vegna dráps á Paiestmumönnum Ekki taldir hafa ver- ið hryðjuverkamenn Hebron, Jerúsalem. Reuters. YFIRMAÐUR herafla Israels á Vesturbakkanum kvaðst í gær ekki telja að Palestínumennirnir þrír, sem ísraelskir hermenn skutu til bana á þriðjudag, hafi ætlað að fremja hryðjuverk. Uzi Dayan tjáði fréttamönnum að palestínsk lög- regla hefði á fundi lofað sér fullri samvinnu við að koma í veg fyrir að óeirðir brjótist út vegna drápanna við ísraelska landamæravarðstöð skammt frá Hebron. „Hermennimir óttuðust um líf sitt og þessi ótti var fyllilega rétt- lætanlegur," sagði Dayan. ísra- elski herinn sagði að Palestíu- mennimir þrír hefðu ekið á her- mann og reynt að aka á annan við varðstöðina. Palestínskur öryggis- vörður sagði hins vegar að ekkert hefði verið athugavert við aksturs- lag mannanna, og hermaður hefði skotið á þá að tilefnislausu eftir að annar hermaður hefði gefið þeim leyfi til að aka yfir landamærin. Vinnuveitandi Palestínumann- anna þriggja, sem voru verka- menn, hvatti í gær Benjamin Net- anyahu, forsætisráðherra Israels, til að heimsælga fjölskyldur mann- anna. „Þetta er mikill harmleikur, ekki eitthvað sem engu skiptir. Eg fer fram á að forsætisráðherra Israels geri það sem Hússein kon- ungur gerði,“ sagði vinnuveitand- inn, Salam Sharacha, í viðtali við ísraeleska útvarpið. Sharacha skírskotaði þar til þess, er Hússein Jórdaníukonung- ur heimsótti fjölskyldur sjö ísra- elskra stúlkna sem jórdanskir her- menn skutu til bana er þær voru í skólaferðalagi við landamæri Jórdaníu og Israels fyrir ári. Yasser Arafat, forseti heima- stjómar Palestínumanna, for- dæmdi í gær drápin við Hebron og kallaði þau „fjöldamorð með köldu blóði“. Netanyahu hringdi í Arafat seint í gær og vottaði honum sam- úð sína. Dayan sagði að ísraelski herinn hefði vottað fjölskyldum mannanna þriggja samúð. Þúsundir syrgjenda komu til jarðarfarar mannanna, sem haldin var í gær í bænum Dura, skammt frá Hebron. Heimildamenn í ísra- elska hemum tjáðu Reuters að hermenn hefðu fengið sérstaka skipun um að hafa hemil á sér á meðan mannfjöldinn streymdi til Dura. Palestínskir grjótkastarar létu reiði sína bitna á ísraelskum her- mönnum víðs vegar á Vesturbakk- anum í gær, og hermennimir svör- uðu með því að skjóta gúmmíkúl- um. Alls særðust 44 Palestínumenn í átökum við Israela í Hebron og Ramallah. Grjóti var kastað í bíl ísraelsks landnema í Ramalla og skaut hann á grjótkastarann og særði hann. Að sögn útvarps ísra- elska hersins var landneminn tek- inn til yfirheyrslu. Bandaríkin gætu misst atkvæðisréttinn hjá SÞ JOSEPH Connor, fjármálastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur varað Bandaríkjamenn við því að þeir missi atkvæðisrétt sinn hjá Sam- einuðu þjóðunum áður en langt um líður greiði þeir ekki megnið af skuldum sínum við samtökin, sem námu 1,3 milljörðum dala, andvirði 94 milljarða króna, um síðustu ára- mót. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hélt til Wash- ington í gær og búist var við að hann ræddi skuldamálið við banda- ríska ráðamenn. Talið var að sam- komulag Annans við Iraka um ótakmarkaða vopnaleit í forsetabú- stöðum í Irak yrði helsta umræðu- eíhið. Connor sagði á blaðamannafundi á þriðjudag að samkvæmt stofn- skrá Sameinuðu þjóðanna ættu að- ildarríki að missa atkvæðisréttinn ef skuldir þeirra eru meiri en sem nemur gjaldföllnum framlögum þeirra til samtakanna síðustu tvö árin. „Bandaríkin nálgast þessi mörk,“ sagði Connor. „Skuld Bandaríkj- anna... nemur hærri fjárhæð en greiðslur þeirra á síðasta ári.“ Connor vildi þó ekki svara því hvenær Bandaríkjamenn myndu missa atkvæðisréttinn. Þingið tefur greiðslurnar Bandaríkin eiga nú að inna af hendi 25% af rekstrargjöldum Sam- einuðu þjóðanna. Bandaríkjaþing hefur árum saman hindrað greiðslu skuldarinnar með kröfum um að framlög Bandaríkjanna verði lækk- uð og að starfsemi samtakanna verði færð til nútímalegra horfs. Öldungadeildin samþykkti í fyrra að greiða rúmlega 800 millj- ónir dala, andvirði 58 milljarða króna, upp í skuldma. Tillagan náði hins vegar ekki fram að ganga í fulltrúadeildinni, sem setti það skilyrði fyrir greiðslunni að Sameinuðu þjóðirnar hættu að styrkja hreyfingar sem standa . fyrir fóstureyðingum, t.a.m. meðal kvenna sem er nauðgað í flótta- mannabúðum. Bill Clinton forseti | hafnaði þessu skilyrði. Connor sagði að ekki yrði hægt að leysa fjárhagsvanda Sameinuðu þjóðanna nema Bandaríkin greiddu skuld sína að fullu. Sam- einuðu þjóðimar hefðu hingað til getað fengið lán úr sjóði, sem á að nota til að greiða ríkjum fyrir að senda hermenn til friðargæslu- j starfa, en þar sem mörgum friðar- gæsluverkefnum væri að ljúka I hefði sjóðurinn ekki mikið fé til ráðstöfunar. -j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.