Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Hinn háværi minnihluti Efrétt er að það sé klár vinstri-slagsíða á íslenskri fjölmiðlaumræðu verða hægri menn einfaldlega að taka sig á og sýna klærnar. HVAR er nú stóri kötturinn? sagði músin þegar hún var orðin blindfull. Mér flýgur þetta stundum í hug þegar ég les grein- ar eftir jafnaðarmenn. Þeir stinga vart svo niður penna að þeir hafi ekki að niðurlagsorðum ósk í anda Catos gamla: Auk þess legg ég til að Sjálfstæðisflokkurinn verði lagður í eyði! I síðustu viku voru á ferðinni hér í blaðinu tveir ungir menn úr félagi jafnaðarmanna og sögðu heldur en ekki staffírugir: „Sjálfstæðisflokkurinn (svo!) hefur dagað uppi eins og tröllskessan í þjóðsögunni. Hann er orðinn að hjákátlegum stein- gervingi.“ Jafnaðarmenn tilheyra flokki sem rembist eins og rjúpan við staurinn við að VIÐHORF Eftir Jakob F. Ásgeirsson halda 7-8% fylgi, en tala í blaðagrein eftir blaðagrein um að flokkur sem í 70 ár hefur haft traust 36% fylgi, og mælist nú mánuðum saman með 50% fylgi, sé ekki aðeins í dauðateygjunum heldur hug- myndafræðileg tímaskekkja! Að sumu leyti er náttúrlega fengur að þessum skrifum jafnað- armanna, einkum Agústs Einars- sonar, þau er svo skemmtilega út í hött, einskonar síðbúinn súrreal- ismi á vorri sviplausu raunsæis- tíð, en sú spurning vaknar hvort þau séu til vitnis um fjölmiðlaum- ræðu sem sé á skjön við almenn- ingsálitið eins og það birtist í skoðanakönnunum og kosningum. Ýmsum á hægri væng stjóm- málanna hefur löngum fundist að fjölmiðlaumræðunni hér á landi, einkum eins og hún birtist í ljós- vakamiðlunum, sé stjómað af há- væram og afskiptasömum minni- hluta vinstri manna. Fyrst og fremst sé þetta áberandi í menn- ingarumræðunni þar sem þessi minnihluti á að vera allsráðandi, en þetta sé ekki síður reyndin í stjórnmálaumræðunni. Hægri menn benda á að sam- kvæmt skoðanakönnunum styðja milli 70 og 80% kjósenda ríkis- stjóm Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokks, en í stjómmálaumræð- unni í fjölmiðlum beri mest á fólki úr hinum ýmsu flokksbrotum á vinstri vængnum sem njóta stuðn- ings aðeins 20-30% kjósenda. Þetta hafí komið glögglega fram í íraksmálinu þar sem Al- þýðubandalagsmenn og fáeinir sérvitringar hafi bókstaflega ein- okað umræðuna. En það sé raun- ar sama hvað sé til umræðu - hvort það er Saddam, húsnæðis- frumvarpið, sjómannadeilan - alltaf séu sömu raddimar í út- varpinu og sömu andlitin í sjón- varpinu og á síðum dagblaðanna: Steingrímur J., Ögmundur, Svavar, Hjörleifur. En er þetta ekki í raun áfellis- dómur yfir hægri mönnum sjálf- um? Hvers vegna ber svona lítið á þeim í fjölmiðlaumræðunni? Af hverju er ekki hægt að benda á nafnkunna hægri menn sem berj- ast jafn ákveðið fyrir skoðunum sínum opinberlega og ofangreind- ir Alþýðubandalagsmenn gera? Það er þó ekki síður umhugs- unarefni að í hinum stóra lýðræð- isríkjum era skoðanir af því tagi sem þessir Alþýðubandalags- menn berjast fyrir ekki lengur í miðri umræðunni. Þeir Svavar, Steingrímur J., Hjörleifur og Ög- mundur tala á sömu nótum og menn eins og Tony Benn, Ken Li- vingstone, Dennis Skinner og Arthur Scargill gera í Bretlandi. Þar í landi era þessh- menn við jaðar umræðunnar og fer jafnan hrollur um forystusveit Verka- mannaflokksins þegar heyrist í þeim. Það er að vísu alloft leitað til Tony Benns vegna afburða mælsku hans og reynslu, en hann er fyrst og fremst hafður með í umræðunni til að skrýtin sjónar- mið fái að koma fram líka. En hér á landi eru menn með slíkar skoð- anir í miðdepli umræðunnar. Fyrir vikið er stjómmálaum- ræðan hér stundum úr öllum takti við umræðuna í öðrum vest- rænum löndum. Og þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með fjölmiðla- umræðunni, ekki síst í ríkisút- varpinu, verða að sætta sig við að hún sé alltof oft háð á lágkúra- legu svart/hvítu plani, þar sem fólk er ýmist alvont eða algott, stanslaus samsæri fjármagnsafla era í gangi og linnulaust verið að níðast á almenningi og arðræna lítilmagnann. Dugnaður ofangreindra Al- þýðubandalagsmanna við að koma skoðunum sínum á fram- færi gerir það að verkum að frjálslynd sjónarmið vinstri manna eins og Tony Blairs líta stundum út á Islandi eins og öfgakennd frjálshyggjusjónar- mið. Ef Björn Bjarnason gerði t.d. tillögur um umbætur í menntamálum á sömu nótum og ríkisstjórn Tony Blairs hefur gert yrði ráðist á hann með offorsi fyr- ir stæka frjálshyggju af hinum málglöðu Alþýðubandalagsmönn- um og skoðanabræðram þeirra í kennarasamtökunum. Það er meginkostur íslenskrar fjölmiðlaumræðu hversu greiðan aðgang fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins hefur til að koma skoðunum sínum á framfæri. Sú þjónusta sem Morgunblaðið t.d. veitir almenningi að þessu leyti má heita einstæð í lýðræðisríki og er vitaskuld meginstoð þess þátttökulýðræðis sem við að ýmsu leyti búum við í þessu landi. En jafngott og þetta fyrir- komulag er fyrir litla þjóð, þá fel- ast í þvi hættur. Óneitanlega ber mest á þeim í umræðunni sem era duglegastir við að koma sér á framfæri. Það er t.d. engum blöð- um um það að fletta að í íslensk- um fjölmiðlum fer meira fyrir sérvitringum margskonar en í nokkra öðru landi. Ennfremur eiga launaðir starfsmenn sér- hagsmunahópa greiðari aðgang að fjölmiðlaumræðunni hér en í flestum löndum. Hættan sem í þessu felst er að umræðan verði ekki aðeins einhliða, heldur á stundum marklítil og jafnvel for- heimskandi. En hér er ekki við fjölmiðlana að sakast. Ef það er rétt að það sé klár vinstri-slagsíða á íslenskri fjölmiðlaumræðu verða hægri menn einfaldlega að taka sig á og sýna klærnar. Hinn „þögli meiri- hluti“ verður sjálfur að koma fram í dagsljósið og láta í sér heyra svo eftir því verði tekið og með reglubundnum hætti. Að öðram kosti verða það örlög okkar að ganga inn í nýja öld með sönginn í Ógmundi, Steingrími J. og Astþóri glymjandi í eyram. 40% fækkun hermanna á Keflavíkurflugvelli FRÁ 1. marz 1990 til 1. janúar 1998 hefur orðið 40% fækkun varn- arliðsmanna á Keflavíkurflugvelli eins og sjá má á meðfylgjandi töflu, sem er frá upplýsingaskrifstofu varnarliðsins: Hermenn: Þar af flugher: 1. marz 1990 3.294 1.335 1. janúar 1994 2.877 1.160 1. júlí 1995 2.280 796 1. janúar 1996 2.149 687 1. júlí 1997 2.019 699 l.janúarl998 1.923 686 Fækkun hermanna ásamt minnkandi um- svifum bandaríska varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli hefur haft mikil áhrif á starf- semi íslenzkra fyrir- tækja, sem starfað hafa í tengslum við varnar- liðið, þ.á m. Umsýslu- stofnun varnar- mála/Sölu varnarliðs- eigna. Fækkun hermanna á árunum 1990-1994 staf- aði m.a. af fækkun í flughernum þ.á m. með brottför AWACS rat- Alfreð sjárvélanna og fækkun Þorsteinsson F-15 orastuþotna og P- 13 eftirlitsvéla flotans. Flugvélum varnarliðsins hefur á þessu tímabili fækkað um rúmlega helming og hermönnum um rúman þriðjung, en um 40%, ef litið er aftur til árs- ins 1990, eins og fyrr segir. ing 1995, að samningar um kaup á vörum og þjónustu við varnarliðið voru gefin frjáls og annast Um- sýslustofnun varnarmála/Sala varnarliðseigna foi'val fyrirtækja vegna þeirra verkefna og sömuleið- is vegna Mannvirkjasjóðsins. Eftir sem áður tilnefna íslenzk stjórn- völd verktaka á Keflavíkurflugvelli til ákveðinna verkefna. Sölufyrirkomulag Stjórnsýslulega heyrir Keflavík- urflugvöllur undir utanríkisráðu- neytið. I varnarsamn- ingnum við Banda- ríkjamenn hefur frá upphafi verið ákvæði um tollfrelsi varnings, sem varnarliðinu til- heyra og einstaklinga á þess vegum. Af þeirri ástæðu voru sett lög þar sem tekið er fram hvernig skuli meðhöndla þann varning, sem fer út af varnarsvæðinu. í upphafi sá Sölu- nefnd setuliðseigna um ráðstöfun þessa vam- ings. Síðar var nafninu breytt í Sölunefnd varnarliðseigna, enn síðar í Sölu varnariiðseigna og nú nýverið í Umsýslustofnun varnar- mála, en daglega gengur fyrirtæk- ið undir nafninu Sölunefndin, þrátt fyrir allar nafnabreytingarnar. Þrátt fyrir fækkun hermanna á Aukin útboð Fækkun frá janúar 1994 stafar af frekari fækkun í flughernum í framhaldi af samkomulagi þar um og fækkun í eftirlitsflugsveit flot- ans og lokun fjarskiptastöðva. Til upplýsinga skal þess getið, að varnarliðið samanstendur af deild- um úr bandaríska flughernum, er annast loftvarnir, og flotanum, sem annast eftirlit með skipa og kaf- bátaferðum. Flotastöð varnarliðs- ins rekur öll mannvirki og þjón- ustu, er gerir þessum deildum kleift að sinna störfum sínum. Má þar nefna rekstur flugvallarins, veitukerfa, mötuneyta, verzlana og skóla, auk íþrótta og frístunda starfsemi af ýmsu tagi. Verklegar framkvæmdir á veg- um varnarliðsins eru fjármagnaðar með bandarísku fjárlagafé og af Mannvirkjasjóði NATO. Verkefni Mannvirkjasjóðsins eru boðin út bæði hér innanlands og í öðrum NATO-löndum. Þá varð sú breyt- Um 4 þúsund Banda- ríkjamenn, segir Alfreð Þorsteinsson, búa nú á Keflavíkurflugvelli. Keflavíkurflugvelli síðustu árin er enn um nokkuð stórt samfélag að ræða, þar sem nú er algengara en áður að fjölskyldumenn skipi varn- arliðið og eru rúmlega 4 þúsund Bandaríkjamenn á Keflavíkurflug- velli um þessar mundir, þegar allir fjölskyldumeðlimir eru taldir með. Sem fyrr segir hefur það verið hlutverk Sölu varnarliðseigna að annast meðferð þess varnings, sem fer út af varnarsvæðinu. Á árum áður voru umsvifín töluverð, því að takmarkanir voru á innflutningi véla og tækja til landsins, en alltaf féll til nokkuð af slíkum tækjum á Keflavíkurflugvelli. Þá hafa banda- rískar bifreiðar, hvort sem um jeppa eða fólksbíla er að ræða, ver- ið vinsælar. Þessi starfsemi fer fram með þeim hætti, að tæki og bifreiðar eru seldar á uppboði, en annar varningur er seldur í sölu- búðum á Grensásvegi. Hálfur milljarður í ríkissjóð Enda þótt aðalmarkmið starfsemi Sölu vamarliðseigna væri að halda utan um þessi mál fyrir hönd utan- ríkisráðuneytisins, hefur í-fldssjóður alltaf haft tekjur af þessari starf- semi. Er þar átt við virðisaukaskatt og bein framlög í ríkissjóð. Á sl. 10 áram hafa þessar tekjur numið rúmum hálfum milljarði króna á nú- virði eins og fram kemur í meðfylgj- andi töflu: 1988 48,6 millj. króna 1989 57,9 » » 1990 50,4 » » 1991 59.2 » 1992 69,2 » 1993 49,4 » » 1994 63,9 » » 1995 75,9 » » 1996 52,7 » » 1997 43,8 » » Samtals: 571,0 millj. ki-óna Minnkandi tekjur Hins vegar má reikna með, að þessar tekjur fari þverrandi á næstu árum. Hvort tveggja er, að með fækkun hermanna og minnk- andi umsvifum á Keflavíkurflug- velli bæði hjá varnarliðinu og verk- takafyrirtækjum minnkar framboð á varningi til sölu og þar að auki hefur gríðarlegur innflutningur á nýjum bifreiðum til landsins leitt til lækkaðs verðs á notuðum bif- reiðum. Á næstu mánuðum verða breyt- ingar gerðar á verzlunarrekstri Sölu varnarliðseigna á Grensásvegi og hluti þess verzlunarhúsnæðis, sem fyrirtækið hefur yfír að ráða, verður leigt út. Sala varnarliðseigna eða Um- sýslustofnun varnarmála, eins og fyi'irtækið heitir nú, mun í vaxandi mæli þjóna útboðsmálum fyrir varnarliðið á næstu árum, en sinna að öðru leyti hefðbundinni starf- semi. Sæmileg sátt virðist ríkja um fyrirkomulag þessarar starfsemi, þó að hún taki breytingum í sam- ræmi við breyttar aðstæður. Höfundur er forstjóri Umsýslustofn- uiuir vnrnarmála - Sölu varnarliðs- eigna. Langlokur afstýra ekki nauðlendingu HULDA Olafsdóttir formaður heildbrigðis- nefndar leikur sama þreytta leikinn. í grein sem birtist í Morgun- blaðinu 6. mars velur hún aftur útúrsnúninga í stað staðreynda. Til- gangurinn er að breiða yfíi' vandræðalega til- raun borgarstjórnar R- listans til þess að leggja á ólögmætan skatt. N efndarformaðurinn tyggur sömu gömlu langlokuna og gerir mér upp skoðanir í framhjá- hlaupi. Júlíus Vífill Ingvarsson breyta engu þar um. það var ekki fyrr en Umboðsmaður Álþingis tók í taumana með áliti sínu að borgarstjóm R- listans fann sig til- neydda til þess að setj- ast að samningaborðinu og leita leiða til að bjarga því sem bjargað varð. Þessum óvönduðu vinnubrögðum verður núverandi borgarstjóm að kyngja. Það er beisk- ur biti sem ekki rennur ljúflega niður. En stað- reyndirnar liggja ein- faldlega ljósar fyrir. Hundrað blaðagi'einar Hundrað blaðagreinar breyta ekki staðreyndum Núverandi borgarstjómarmeiri- hluti fór fram úr heimild sinni sam- kvæmt lögum við álagningu heil- brigðiseftirlitsgjalds. Viðvai'anir at- vinnulífsins voru virtar að vettugi og Fátt er svo með öllu illt að ... Örlítið brýtur formaðurinn odd af oflæti sínu þegar hún viðurkennir undir lok greinar sinnar að „ . . . gagnrýni á heilbrigðiseftirlitsgjald frá 1995 hafí um margt átt rétt á sér Þessum óvönduðu vinnubrögðum verður núverandi borgarstjórn að kyngja, segir Júlíus Vífíll Ingvarsson. Það er beiskur biti, sem rennur ekki ljúflega niður. ....Nú, jæja kannski við séum farin að sjá glitta í staðreyndirnar. Ég mæli með annarri grein og að höf- undur færi sig enn lengra upp á staðreyndaskaftið. Þetta er að koma. Neyðarleg nauðlending á næstunni Á næstunni munum við sjá hvem- ig borgarstjórn R-listans neyðist til þess að lenda þessu máli. Endur- greiðsla ólögmætrar gjaldtöku er óhjákvæmileg enda er það eina sanngjarna og lögmæta niðurstaðan. Höfundur er framkvæmdastjóri og skipar fjórða sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins íItcykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.