Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ i INNLENT Samkeppnis- lögin í 5 ár UM þessar mundir eru fímm ár liðin frá því ný samkeppnislög tóku gildi. Þau leystu af hólmi eldri lög um verðlag, samkeppnishömlur og fleiri » slík atriði. Segja má að samkeppnis- , lögin haf! valdið byltingu á sínu sviði, ’ bæði hvað varðar efnisreglur sam- keppnisréttar, svo og lagafram- kvæmd, þar á meðal með starfsemi Samkeppnisstofnunar og samkeppn- isráðs og málskotun til áfrýjunar- nefndar samkeppnismála. I tilefni tímamótanna ætlar Lögmannafélag íslands að halda stutt málþing, sem ber heitið Samkeppnislögin í 5 ár - | um samkeppnislög og rétt, fóstudag- i inn 13. mars nk. í tengslum við aðal- fund félagsins, að því er segir í I fréttatilkynningu. A málþinginu verða flutt erindi um samkeppnislögin og þróun þeirra. Björn Friðfmnsson, ráðgjafí ríkisstjórnarinnar í EES-málum, flytur ávarp sem ber yfirskriftina samkeppnislög og þróun þeirra. Til- gangur samkeppnislaga og valda- heimildir samkeppnisyfírvalda heitir erindi Ásgeirs Einarssonar, yfírlög- fræðings Samkeppnisstofnunar. Andri Árnason hrl. talai- um máls- meðferðarreglur og sjónarmið um valdmörk samkeppnisyfu-valda. Loks fjallar Jón Fr. Jónsson hdl., aðstoðarframkvæmdastjóri Verslun- arráðs Islands, um gagnrýni á störf samkeppnisyfirvalda. Að því loknu verða pallborðsumræður og fyrir- spurnii- en fundarstjóri verður Ás- geir Thoroddsen hrl. Málþingið verður í Ársal Hótels Sögu föstudaginn 13. mars, hefst kl. 12 og lýkur kl. 14. Þátttöku þarf að tiikynna skrifstofu LMFÍ. Þátttöku- gjald ásamt hádegisverði er 3.500 krónur. ■ Dr. GUÐMUNDUR Guðmundsson sameindalíffræðingur, Islenskri erfðagreiningu, heldur fyrirlestur á vegum Líffræðistofnunar HÍ föstu- daginn 13. mars um hlutverk DNA polymerasa II i Escherichia coli. Fyrirlesturinn verður haldinn í húsakynnum Líffræðistofnunar, Grensásvegi 12, stofu G-6 kl. 12:20 Öllum er heimill aðgangur. Fyrirlestur um farflug' fugla ÞEKKTUR vísindamaður á sviði farflugs fugla, Thomas Alerstam, prófessor í dýravistfræði við Lund- arháskóla í Svíþjóð, heldur fyrir- lestur í Lögbergi í dag, fimmtudag. Rannsóknir hans m.a. hér á landi hafa einkum beinst að áhrifum um- hverfisþátta á flug og far. Við rann- sóknirnar hefur hann beitt margvís- legri tækni svo sem ratsjá og stað- setningu með hjálp gervihnatta til að lýsa ferðum fugla og látið þá fljúga í vindgöngum til rannsókna á flugeiginleikum þeirra. I erindinu mun Thomas gefa al- mennt yfirlit yfir stöðu þekkingar á fari fugla. Fjallað verður um ýmsa þætti sem hafa áhrif á þróun far- leiða, s.s. flugkostnað, orkubúskap á farleið, tímasetningar, áhrif vinda og hvemig fuglar fara að því að rata á ferðum sínum. Fyrirlesturinn, sem verður fiutt- ur á ensku, verður haldinn í Lög- bergi, stofu 101, fimmtudaginn 12. mars kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 43, ... I ! ■ I Félag stofnað um framboð í Hveragerði FÓLK í Alþýðuflokki, Alþýðubanda- lagi og óflokksbundið sem stóð að svonefndum H-lista fyrir síðustu sveitarstjórnakosningar, hefur nú ákveðið að stofna félag um fram- boðslista. Stofnfundur verður haldinn í Hótel Björk í Hveragerði nk. fimmtudag, 12. mars, kl. 20.30. Þar verða kynnt drög að samþykktum fyrir félagið og því kjörin stjóm. Einnig verður fjallað um framboðs- málin og ýmis stefnumál. Frekari upplýsingar um félags- stofnun gefur Ingibjörg Sigmunds- dóttir. LEIÐRÉTT Söngvaseiður UMSÖGN um frammistöðu eins leikandans féll niður í leikdómi Sveins Haraldssonar sem birtist um sýningu Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norður- lands á Söngvaseiði laugardaginn 7. mars. Hér á eftir birtist setning- in sem féll niður og biðst Morgun- blaðið velvirðingar á þessum mis- tökum. „Unnur Helga Möller lék og söng hlutverk Lovísu, næstelstu dóttur kapteinsins. Hún túlkaði vel tortryggni Lovísu gagnvart nýju barnfóstrunni í upphafi og hvernig hún féll svo inn í syngjandi aðdá- endahópinn." Sjóminjasafn *<. TIL áréttingar skal tekið fram, að Sjóminjasafn íslands, sem er í Hafnarfirði, er deild innan Þjóð- minjasafns íslands. Þetta hefur skolast til í blaðinu síðustu daga. Sjóminjasafn íslands tekur fyrir Is- lands hönd þátt í fjölþjóðlegri bátá- sýningu í Stokkhólmi í vor. Safnahúsið á Húsavík VILLA slæddist inn í frétt í blaðinu á miðvikudag um tónleika Símonar H. Ivarssonar gítarleikara á Aust- ur- og Norðurlandi. Hið rétta er að þriðju tónleikar hans í ferðinni verða í Safnahúsinu á Húsavík sunnudaginn 15. mars kl. 16. > \ ) ) ) ( ) ) ) > ) > \ ) ) ) )■ ) I RAQAUGLÝSINGAR Hjallasókn Aðalsafnaðarfundur Aðalsafnaðarfundur Hjallasafnaðar verður haldinn sunnudaginn 15. mars að lokinni guðsþjónustu sem hefst kl. 11.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál, löglega fram borin, samkvæmt samþykkt- um Hjallasóknar. Sóknarnefnd. NAUÐUNGARSALA Borgarnes Til sölu eru eftirtaldar nýbyggingar Böðvarsgata — parhús— Parhús á tveimur hæðum sem fyrirhugað er að byggja af Pálma Ingólfssyni, Hálsum, Skorradal. Stærð húsanna verður 114 m2. Grunnteikningar og útlitsteikn. af húsunum eru fyrirliggjandi ásamt nánari upplýsingum. Gert er ráð fyrir að húsin verði til afhendingar í júní 1998. Skipt um jarðveg undir bílgeymslu (bílg. ekki innif.), bíla- stæðum og stéttum framan við hús. Verð á fokheldum og einangruðum húsum m/grófjafnaðri lóð kr. 6,6 milljþ Verð á fullbúnum húsum án gólfefna m/ gróf- jafnaðri lóð kr. 9,6 millj. Hamravík — parhús— Parhús á einni hæð sem fyrirhugað er að byggja við nýja götu í Borgarnesi. Húsin verða 136 m2 og 143 m2, m/innb. bílg. Sökklar verða tilbúnir undir sólstofu. Þau afhendast á bygg- ingarstigi skv. yfirliti frá Loftorku Borgarnesi ehf. sem byggir húsin, á kr. 6,4 millj. og 6,8 millj. Einnig er hægt að afhenda eignirnar á því byggingarstigi umfram það sem segir á yfirliti, á því stigi sem kaupendur kjósa. Fyrstu húsin verða tilbúin til afhendingar í maí 1998. Grunnteikn, afst.myndir og yfirlit yfir það byggingarstig sem eignirnar afhendast á, eru fyrirliggjandi á fasteignasölunni. Verð á fullbúnum húsum 136 m2 kr. 9,3 millj. Verð á fullbúnum húsum 142 m2 kr. 9,8 millj. Lögfræðistofa/fasteingnasala, Borgarbraut 61, Borgarnesi, Gísli Kjartansson hdl, lögg. fasteigna- og skipasali. sími: 437 1700, fax: 437 1017. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum fasteignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Byrgisskarð, Lýtingsstaðahreppi, þinglýst eign Leifs Hreggviðssonar, eftir kröfu Halldórs Arnar Magnússonar, fimmtudaginn 19. mars 1998 kl. 13.45. Suðurbraut 17, Hofsósi, þinglýsteign Gunnars Björnssonar, eftir kröfum Byggingarsjóðs rikisins og Vátryggingafélags íslands hf., fimmtudaginn 19. mars 1998 kl. 11.00. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 11. mars 1998. TILBOÐ/ÚTBOÐ Utboð Fyrir hönd Vöruflutningamiðstöðvarinnar hf. er óskað eftirtilboðum í lóðarfrágang við nýbygg- ingu fyrirtækisins við Klettagarða í Reykjavík. Helstu verkþættir: — Fyllingar 4.900 m3 — Malbikun 11.000 m2 — Frárennslislagnir 550 Im — Kantsteinar 400 Im — Gróður- og grjótsvæði 650 m2 — Málun og merkingar — Skilti Útboðsgögn verða afhent hjá VSÓ Ráðgjöf ehf., Borgartúni 20,105 Reykjavík, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sama stað eigi síðar en föstudaginn 20. mars 1998 kl. 11.00. Landssími íslands hf. auglýsir forval vegna bifreiðakaupa 199£ Forval Landssími íslands hf. óskar eftir þátttakend- um í forvali vegna lokaðs útboðs á bifreiða- kaupum. Um er að ræða: • Smábíla með a.m.k. 1300cc vél • Skutbíla 4x4 • Jeppa • Sendibifreiðar, burðargeta 1500—2000 kg. • Pallbíl 4x4 Þeir, sem hafa áhuga á þátttöku í forvali þessu, geta sótt forvalsgögn hjá Skrifstofu Fjármálasviðs Landssíma Islands við Austurvöll, Reykjavík. LANDS SÍMINN Landssími íslands hf. TIL 5ÖLU Til sölu - Til sölu Fullvirðisrétturtil rnjólkurframleiðslu ertil sölu, alls 82.540 lítrar. Ónotuð eru u.þ.b. 55% af rétt- inum yfirstandandi framleiðsluár. Upplýsingar eru gefnar og tekið við tilboðum á skrifstofu minni. Sigurmar K. Albertsson hrl., Lágmúla 7, Reykjavík, sími 581 1140. Púsluspilagerð Til sölu eru allar vélar og tæki til púsluspila- gerðar, svo og lager af púsluspilum. Tæki þessi voru áður í eigu Landslagsmynda sf., sem var eini aðilinni hér á landi sem fram- leiddi púsluspil í ýmsum stærðum og gerðum. Hentar vel laghentum einstaklingi og getur verið staðsett hvar sem er á landinu. Áhugasamir sendi upplýsingartil afgreiðslu Mbl., fyrir 21. mars, merktar: „Púsluspil — 3771". STYRKIR fReykjavíkurborg Atvinnu- & ferðamálastofa Þróun atvinnulífs í Reykja- vík — Styrkveitingar Atvinnu- og ferðamálanefnd Reykjavíkurveitir á hverju ári styrki til þróunar atvinnulífs í Reykjavík. Hér með er auglýst eftir umsóknum um slíka styrki, en að þessu sinni eru til ráðstöf- unar 5 milljónir krónar. Styrkirnir eru ætlaðir til rannsókna, vöruþróunar og markaðssetning- ar á vörum/þjónustu, einkum innan ferðaþjón- ustu, sem leiða til atvinnusköpunar í Reykjavfk. Styrkirnir eru ætlaðir smáfyrirtækjum eða ein- staklingum búsettum í Reykjavík. Styrkir til einstakra verkefna geta numið allt að 50% af áætluðum kostnaði við framkvæmd hvers vekefnis. Hámarks styrkupphæð er kr. 500 þúsund og greiðist styrkurinn út í sam- ræmi við framgang verkefnis. Atvinnu- og ferðamálastofa Reykjavíkurborgar hefur eftirlit með framvindu verkefnis og út- borgun styrksins. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Atvinnu- og ferðamálstofu Reykjavíku rbo rgar, Aðalstræti 6, 2. hæð, 101 Reykjavík, sími 563 2250, fax 563 2249. Umsóknarfrestur er til 3. apríl 1998.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.