Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 40
»40 FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR > + Systir okkar, GERÐUR GARÐARSDÓTTIR, er látin og hefur útför fariö fram. Þökkum auðsýnda samúð. Innilegar þakkir viljum við faera bæði fyrrverandi og núverandi starfsfólki Kópavogshælis fyrir áralanga umönnun. Bergljót Garðarsdóttir Sleight, Geir Garðarsson, Arnþór Garðarsson. t Ástkær faðir okkar, bróðir, tengdafaðir og afi, EGON GEORG JENSSON, Hásteinsvegi 54, Vestmannaeyjum, lést á sjúkrahúsi í Kristjánsand í Noregi föstu- daginn 6. mars. Hann verður jarðsunginn frá Landakirkju laug- ardaginn 14. mars kl. 14.00. Una Viktoría Georgsdóttir Tjelta, Leifur Theodór Georgsson, Þuríður Ósk Georgsdóttir, Svandís Georgsdóttir, Skúli GeorgssOn, Helga Georgsdóttir, systur, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför MAGNÚSAR HARALDSSONAR, Aðalgötu 5. Sérstakar þakkir fá læknar og annað starfsfólk Sjúkrahúss Suðurnesja fyrir þeirra aðhynningu í veikindum hans. Guð blessi ykkur. Bára Guðmundsdóttir, Guðmundur Magnússon, Ólína Elísdóttir, Lára Magnúsdóttir, Sigurður Magnússon, Magnús Magnússon, Arndís Hálfdanardóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Sverrir Hákonarson, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við fráfall og jarðarför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJAP.NÞÓRS VALDIMARSSONAR, Reykjamörk 2B, Hveragerði. Guð blessi ykkur öll. Þórdís Jónsdóttir, Ómar Bjarnþórsson, Hanna Þóra Friðriksdóttir, Guðlaug Bjarnþórsdóttir, Erlendur Hilmisson, Sólveig Bjarnþórsdóttir, Valdis Bjarnþórsdóttir, Þormóður Ólafsson, Jón Ingi Bjarnþórsson, Bjarnþór Bjarnþórsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EGGERTS ÓLAFSSONAR frá Höfnum, Háteigi 18, Keflavík. ingi Eggertsson, Ágústa Halla Jónasdóttir, Ásbjörn Eggertsson, Jenný Karitas Ingadóttir, Ólafur Eggertsson, Signý Eggertsdóttir, Páll Sólberg Eggertsson, Sigurður Ragnar Magnússon, barnabörn < Kristjana Björg Gísladóttir, Páll Bj. Hilmarsson, Kristjana Margrét Jóhannesdóttir, Magnea Grétarsdóttir, I barnabarnabörn. SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR + Sigríður Bjarna- dóttir fæddist á Bæ á Selströnd 5. nóvember 1915. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 2. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóm'na Ósk Guðmundsdóttir og Bjarni Andrésson. Systkini hennar voru Guðmundína, Guðmundur, Indriði og Andrés sem öll eru látin. Fóstur- systkini hennar eru Hörður Hjartarson og Kolbrún Sigurð- ardóttir. Utför Sigríðar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í dag kveðjum við þig, elsku Sigga, og okkur langar að þakka þér fyrir öll þau ár sem við höfum átt með þér. Þú fylgdist með okkur á uppvaxt- arárum okkar og gafst okkur oft á tíð- um góð ráð út í lífið en eins og góðum unglingum sæmir máttum við ekkert vera að því að hlusta á heilræði, en þegar við látum hugann reika til baka, erum við nokk- uð viss um að eitthvað hafí síast inn í hug okkar. Alltaf hafðir þú tíma til þess að segja okkur frá lífinu og sagðir skemmtilega frá og hlógum við oft að orðaforðanum þínum, fussinu og skamminu. Elsku Sigga, við hittumst ein- hvern tímann aftur á lífsleiðinni. Guð geymi þig og blessi. Við vilj- SIGRÍÐUR SIGFÚSDÓTTIR + Sigríður Sigfúsdóttir var fædd á Stóru-Hvalsá í Hrúta- firði 9. nóvember 1921. Hún lést á Landspítalanum 24. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskapellu 4. mars í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hún Sigga frænka er dáin. Minn- ingarnar streyma fram. Allt frá því ég var lítil voru Sigga, Reynar og bömin þeirra, þeir ættingjar mömmu sem við höfðum mest sam- band við, þau komu til okkar uppí Borgarfjörð og við til þeirra í Reykjavík. Það var alltaf tilhlökk- unarefni að fá þau í heimsókn, leika við krakkana, hlusta á Siggu og mömmu spjalla og harka af sér góð- lega stríðni Reynars. Svo var kannske farið í bíltúr og þá var oft- ast sungið og glatt á hjalla. Þegar við þurftum á gistingu að halda í + Bróðir okkar, PÉTUR ÓLAFSSON, Stóra-Knarrarnesi, Vatnsleysuströnd, verður jarðsunginn frá Kálfatjarnarkirkju á morgun, föstudaginn 13. mars, kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Fjólu- hvamm í Vatnsdal, kt. 671296-3119, hvíldarathvarf fyrir langveik og krabbameinssjúk börn, Islandsbanka, Blönduósi, reikningsnr. 562-26-2712. Systkini hins látna. + Hugheilar þakkir flytjum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUÐRÍÐAR BJARNADÓTTUR frá Hörgsdal á Síðu, fyrrum húsfreyju á Álfaskeiði 10, Hafnarfirði. Sérstakar og innilegar þakkir færum við starfsfólki á þriðju hæð Sólvangs fyrir nærfærna og kærleiksríka umönnun hennar í mörg ár, svo og sam- vistarfólki hennarfyrir góð og ánægjuleg kynni. Sigríður Nikulásdóttir, Kjartan P. Kjartansson, Bjarni Jón Nikulásson, Pálína Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts fósturföður míns, tengdaföður og afa, SKARPHÉÐINS HELGASONAR, Hrafnistu Hafnarfirði. Árni Rosenkjær, Karl Rosenkjær, Guðrún Hildur Rosenkjær, Ágústa Ýr Rosenkjær, Guðný Birna Rosenkjær, Guðríður Karlsdóttir, Selma Guðnadóttir, Ágúst ísfeld Ágústsson, Jóhann Viðarsson, Sigurjón Einarsson og barnabarnabörn. um kveðja þig með þessum erind- um: Upp hef ég augu mín, alvaldi Guð, til þín. Náð þinn| er ljúft að lýsa, lofa þitt nafn og prísa. Allt er að þakka þér það gott, sem hljótum vér um allar aldaraðir, eilífi ljóssins faðir. Vér erum gleymskugjöm, gálaus og fávís böm, en þú, sem aldrei sefur á öllum gætur hefur. Egveit, aðaldreidvín ástin og mildin þín, því fel ég mig og mína, minn Guð, í umsjá þína (H. Andrésd.) Við vottum aðstandendum Sigríð- ar samúð okkar. Kolbrún Sigurðardóttir, Jón Valur, Auður Ósk, Sigríð- ur Kolbrún, Bjarni Andrés og Arna Hrönn Arabörn. Reykjavík stóð heimili þeirra okkur ætíð opið, hvort sem var í blíðu eða stríðu. Þegar ég var fimm ára fór pabbi með mig til Reykjavíkur á spítala, og auðvitað gistum við hjá Siggu frænku í Barmahlíð. Og þeg- ar sorgin knúði á dyr hjá okkur í Skrúð, rétt íyrir jólin 1959, þegar pabbi dó, hver nema þau sóttu okk- ur öll fyrir gamlársdag og buðu okkur að vera hjá sér um áramótin. Þetta sýnir hvað hún lét sér annt um okkur, og sýndi það í verki. Sömuleiðis ef eitthvað var ánægju- legt um að vera, þá var ekki síðra að leita til Siggu. T.d. saumaði hún á mig bæði fermingarkjólinn minn og seinna brúðarkjól, sem ég teiknaði á blað og hún saumaði alveg eins og ég vildi hafa hann, enda lék allt í höndunum á henni. Þegar ég beið eftir að eignast mitt fyrsta bam var ég hjá Siggu í Hvassaleitinu, eins og venjulega og það var hún sem fór með mér í sjúkrabílnum uppá Fæð- ingarheimili. Það væri endalaust hægt að telja upp það sem þessi góða frænka gerði fyrir okkur öll, og við munum sakna þess að fá ekki að sjá hana oftar, sérstaklega mamma, sem sér á eftir bæði systur og vinkonu. Ég vil þakka þér fyrir alla þína elsku og hjálpsemi, Sigga mín, um leið og ég bið Guð að styrkja Reyn- ar, Gunnar, Sigrúnu, Bjama, Élla og fjölskyldur þeirra í sorg þeirra. Guðrún (Dunna í Skrúð). Blómabwðin v/ Possvo0ski»‘l<jwgci>*3 Sími: 554 0500 - ^IIIXIIIII^ H H H Erfidrykkjur M H Sími 562 0200 .. ^ ® ^—.Jm 4 Persónuteg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.