Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ASI og BSRB gagnrýna harðlega fjölmörg atriði í húsnæðisfrumvarpinu Stórslys ef frumvarpið verður að lögnm óbreytt Vilja fresta afgreiðslu til hausts og samstarf um breytingar Morgunblaðið/Ásdís FORYSTUMENN ASÍ og BSRB voru þungorðir vegna húsnæðisfrum- varps félagsmálaráðherra á sameiginlegum fréttamannafundi samtak- anna í gær. í SAMEIGINLEGRI samþykkt ASÍ og BSRB, sem lögð var fram í gær, segir að með húsnæðisfrum- varpi félagsmálaráðhen-a sé stefnt markvisst að því að færri fjölskyld- um láglaunafólks sé gert kleift að eignast eigið íbúðarhúsnæði á sann- gjörnum og viðráðanlegum kjörum. Forsvarsmenn samtakanna gagn- rýna frumvarpið harðlega og segja það stórslys ef frumvarpið yrði lög- fest í núverandi mynd. A fréttamannafundi í gær lýstu forystumenn ASÍ og BSRB sig reiðubúna til viðræðna við stjórn- völd um margvíslegar breytingar á frumvarpinu sem sátt geti orðið um en telja vonlaust að sú niðurstaða geti legið fyrir á yfirstandandi þingi. Tryggja verði að saman fari leiðir til öflunar íbúðarhúsnæðis til leigu eða kaups á viðráðanlegum kjörum og tryggingar fyrir varan- legu búsetuöryggi. Eðlilegt sé að hafa sama hátt á og gert var við afgreiðslu lífeyrisfrum- varpsins á síðasta ári vegna bull- andi ágreinings um það mál og fresta afgreiðslu húsnæðisfrum- varpsins til haustsins. Nota ætti þann tíma til að vinna sameiginlega að undirbúningi breytinga sem hafí það að markmiði að leysa húsnæðis- vanda láglaunafólks. Grétar Porsteinsson, forseti ASI, gagnrýndi harðlega að ekkert sam- ráð var haft við samtök launafólks við gerð frumvarpsins. Það heyrði til algerra undantekninga að ekki væri haft samráð við verkalýðs- hreyfinguna þegar uppi væru hug- myndir um grundvallarbreytingar í húsnæðimálum. ASÍ og BSRB telja m.a. að með frumvarpinu sé ekki tryggt að fólk sem uppfyllir skilyrði til að fá fé- lagslegt húsnæðislán hafí frelsi til í ÁLYKTUN sem Samtök hrossa- bænda í Austur-Húnavatnssýslu samþykktu á almennum fundi á Blönduósi sl. sunnudag átelja sam- tökin harðlega „þau lausatök sem virðast hafa viðgengist í vömum gegn þeim bráðsmitandi og áður óþekkta sjúkdómi hér á landi, sem herjað hefur á hross suðvestanlands undanfarnar vikur,“ eins og segir í ályktun fundarins. Fundurinn krefst þess að stjórn Félags hrossabænda beiti sér af öllu afli fyrir þeim aðgerðum sem frekast mættu duga til að hefta frekari útbreiðslu veikinnar. I því sambandi er spurt hvort ekki komi til greina að setja upp tímabundna vörslu á lykilvegum, svo sem Vest- urlands-, Norðurlands- og Suður- landsvegi. Málið er í höndum yfirdýralæknis Þá skorar fundurinn á stjóm fé- lagsins að krefjast tafarlaust úrbóta á eftirliti í tolli á því sem hestafólk hefur meðferðis og ber að framvísa til sótthreinsunar. að velja sér húsnæði á almennum markaði. Láglaunafólk berskjaldaðra fyrir áföllum Bent er á að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir að vaxtabótakei’fið leysi af hólmi niðurgreidda_ vexti í félagslega íbúðakerfínu. „Utreikn- ingar sýna að þessi kerfisbreyting leiðir til lægri greiðslubyrði fyrstu ár lánstímans en hærri greiðslu- byrði í lok hans. Útreikningar leiða einnig í ljós að hækki verðbólga á greiðslutímanum hefur það mun meiri áhrif á greiðslubyrði láglauna- fólksins en í núverandi félagslegu lánakerfi,“ segir í samþykkt ASI og BSRB. „Láglaunafólk verður berskjald- aðra fyrir óvæntum áfóllum og sveiflum í hagkerfínu eftir þessa breytingu," sagði Ögmundur Jónas- son, formaður BSRB. Hann benti á að reynslan af átta ára sögu vaxta- bótakefísins sýndi að ástæða væri til að óttast að vaxtabætur yrðu skertar ár frá ári. Úrbætur á leigumarkaöi verða að liggja fyrir Þá staðhæfa forystumenn sam- takanna að þrátt fyrir yfirlýst markmið frumvarpsins tryggi það hvorki aukið framboð leiguhúsnæð- is né aukið og nauðsynlegt réttarör- yggi leigjenda. Á sama tíma sé verið að vísa fleirum á leigumarkað. Gert sé ráð fyrir að teknar verði upp við- ræður milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun lána til leiguíbúða en þar til þær verða til lykta leiddar sé einungis gert ráð fyrir fjárveit- ingum til 25 leiguíbúða á ári næstu tvö árin. Þetta er algerlega fráleitt, að mati forystumanna samtakanna. Úrbætur á leigumarkaði verða að Hulda Geirsdóttir, framkvæmda- stjóri Félags hrossabænda, segir í samtali við Morgunblaðið að málið sé í höndum yfirdýralæknis og eðli- legast sé að upplýsingar og leiðbein- ingar komi frá honum. Félagið hafí hins vegar haft milligöngu um að koma upplýsingum til félagsmanna sinna og skorað á þá að fylgja leið- beiningum yfirdýralæknis. LANDSVIRKJUN telur að stýring á rennsli Þjórsár vegna vatnsafls- virkjana hafí orðið til að jafna rennsli árinnar þótt vetrarrennsli sé meira en fyrr, að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa. Dregið hafi úr hættu á klakahlaup- um frekar en hitt. Flóð urðu í Þjórsá í fyrravetur og mikið klakahlaup fór niður ána á föstudag. Bændur í Villingaholts- hreppi telja nauðsynlegt að bæta varnargarða þá sem eru við ána og byggja upp veginn meðfram henni. liggja fyrir áður en frumvarpið verður að lögum, að mati þeirra. Þá sjái þess hvergi stað að gera eigi nauðsynlegar breytingar á réttar- stöðu leigjenda. Einnig sé augljóst að gjaldtaka af fólki sem fái félagsleg húsnæðislán muni aukast þegar umsýsla og inn- Þorsteinn segir að síðan flóð gerði í fyrra hafi Landsvirkjun og Vegagerðin verið að vinna að und- irbúningi þess að ljúka við að hækka upp veginn milli Villinga- holts og Egilsstaða. Hann gegnir hlutverki vamargarðs og var hækkaður upp eftir flóðin í fyrra. Einnig er verið að kanna hvort til bóta geti verið að gera leiðigarð sem veitir vatni frá. Hann segir að Þjórsá hafi löngum valdið búsifjum sem eigi sér fyrst og fremst skýringar í veðurfars- heimta verði boðin út. „Verði van- skilainnheimta falin fjármálastofn- unum og innheimtulögfræðingum þeirra þýðir það margfalda hækkun innheimtukostnaðar. Fyrfr tekju- lágt fólk eru þetta upphæðir sem geta skipt sköpum," segja forsvars- menn ASÍ og BSRB. sveiflum. Miðlunarlón við virkjanir dragi úr áhrifum slíkra sveiflna og jafnara rennsli sé talið draga úr lík- um á klakastíflum. Þorsteinn segir að Landsvirkjun hafi fylgst vel með ánni. Meðal annars hafi verið borin saman 50 ára gögn um strandlínu- ósa Þjórsár og nýiri loftmyndir í því skyni að meta afleiðingar virkj- ana á strandlengjuna. Sá saman- burður hafi ekki gefið til kynna að strandrof hafi aukist í kjölfar virkj- ana. Foreldrar ræða vímuefna- vandann OPIN ráðstefna um vímuefna- vanda ungmenna verður hald- in fimmtudaginn 12. mars. Ráðstefnan er haldin í Borgar- túni 6 og stendur frá kl. 13-17. Á ráðstefnunni munu, fimm foreldrar barna og ungmenna sem átt hafa við vímuefna- vanda að stríða, greina frá reynslu sinni. Markmiðið með ráðstefnunni er að þingmenn og aðrir ráðamenn hlusti á for- eldranna til að þeir geti betur gert sér grein fyrir þeim harmleik sem fjölskyldur verða fyrir þegar börn þeirra fara út í vímuefnaneyslu, segir í fréttatilkynningu. Þessi reynsla foreldranna hefur kveikt hjá þeim margar hugmyndir um lausnir til með- ferðar á börnunum og þeim sjálfum sem vert er að veita athygli. Ráðstefnan er öllum opin og ekki er innheimt ráð- stefnugjald. Ráðstefnustjóri er Þorgeir Ástvaldsson. Andlát WILL H.K. PERRY WILL Harrison Kári Perry, fyiT- verandi forstjóri, lést í Reykjavík 10. mai's. Perry var varaforseti og fram- kvæmdastjóri Perry Cattle and Gra- in Company og síðan framkvæmda- stjóri Almannavama í Contra Costa- sýslu í Kalifomíu auk þess sem hann starfaði að ýmsum sérverkefnum, m.a. á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hann flutti til íslands árið 1981 og vann eftir það að ýmsum málum hér á landi. M.a. starfaði hann fyrir Fulbright-stofnunina og sem tækni- legur ráðgjafi við skipulagningu Al- mannavarna ríkisins. Fyrri kona hans var Hope Davis og áttu þau fjögur börn, sem öll em búsett í Bandaríkjunum. Eftirlif- andi eiginkona hans er Hulda Óskarsdóttir. ------------- Andlát SIGURÐUR JÓNSSON SIGURÐUR- Jónsson, fyrrverandi bifreiðastjóri, lést í Danmörku 6. mars, 76 ára að aldri. Sigurður, sem var leigubílstjóri til fjölda ára, barðist fyrir því að halda starfi sínu eftir að hann náði sjötugsaldri en tapaði nýlega dóms- máli þar að lútandi. Fyrri kona Sigurðar var Sigríður Jónsdóttir og áttu þau sjö börn. Síð- ari kona hans var Guðrún Guðjóns- dóttir og áttu þau einn son og flutti Sigurður til hans í Danmörku um síðustu áramót. Samtök hrossabænda í A-Húnavatnssýslu Atelja lausatök í sóttvörnum Ókeypis orka á rafbfla STJÓRN veitustofnana Raf- magnsveitu Reykjavíkur sam- þykkti á fundi sínum í gær að þeir sem kaupi sér rafbíla á þessu og næsta ári fái raforku til þeirra ókeypis í eitt ár, enda sé um að ræða skráða notendur á orkuveitusvæði Reykjavíkur. Jafnframt samþykkti stjórnin að Rafmagnsveitan tæki þátt í að koma upp aðstöðu í miðborg- inni, í samvinnu við borgaryfir- völd, til hleðslu á rafgeymum fyrir rafbíla og yrði orka til hleðslunnar ókeypis fyrst um sinn. Rafmagnsveitu Reykjavíkur var að auki falið að skipa starfs- hóp til að skoða möguleika á nýt- ingu vistvænna farartækja í Reykjavík. Talið er að með auk- inni notkun vistvænna akst- urstækja megi draga úr loft- og hávaðamengun auk þess sem tekjumöguleikar veitustofnana borgarinnar aukist vegna sölu rafmagns til rafknúinna bifreiða og almenningsfarartækja. Stýring jafnar rennsli Þjórsár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.