Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 24
LISTIR 24 FIMMTUDAGUK 12. MARZ1998 MORGUNBLADIÐ Kómedían fjármagn- ar alltaf tragedíuna SÍÐUSTU dagamir fyrir frum- sýningu geta verið erilsamir hjá leikurum og aðstandend- um leiksýninga. Það fékk blaðamað- ur að reyna á þriðjudag, þegar hann hugðist klófesta Gísla Rúnar Jóns- son, þýðanda og leikara í farsanum Sex í sveit sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu í kvöld. „Dagur- inn er ansi þéttur hjá Gísla Rúnari en hann á pantaðan tíma í hársnyrt- ingu klukkan þrjú, geturðu hitt hann þar?“ spyr kynningarfulltrúi LR, sem blaðamaður hafði fengið í lið með sér. Sá síðamefndi hugsar sig um. Víða hefur hann hitt við- mælendur sína en aldrei á hár- greiðslustofu! „Hann er fastakúnni þarna, þannig að þið komið til með að fá gott næði,“ bætir þá kynning- arfulltrúinn við. Af hverju ekki, hugsar blaðamaður og slær til. .Jleyrðu, ég á ekki pantaðan tíma hjá þér, heldur hjá viðskiptavini þínum, Gísla Rúnari,“ segir blaða- maður við stúlkuna sem tekur á móti honum þegar hann birtist á hárgreiðslustofunni. Hann er vand- ræðalegur á svip enda nýkominn úr klippingu og tímir ekki að fórna meira hári að svo stöddu. „Já, já, gjörðu svo vel,“ segir þá stúlkan, eins og ekkert sé sjálfsagðara, og leiðir blaðamann á fund leikarans. Hann er kominn í rakarastólinn og hárskerinn fer fimum höndum um hár hans. „Farðu varlega," hugsar blaðamaður með sér, minn- ugur þess að Gísli Rúnar svipti af sér hárinu, í heilu lagi, í sjónvarps- þætti á liðnum vetri, svo skein í skallann. Við nánari athugun kemur hins vegar i ]jós að hér er allt með felldu - þetta hár á sér augljóslega rætur. Hárskerinn og leikarinn kasta kveðju á blaðamann. Þeir eru að tala um Trainspotting. Gísli Rúnar er ekki búinn að sjá leikritið en kveðst ekki hafa kunnað að meta myndina. „Mér fannst hin myndin sem þetta sama gengi gerði, Shall- ow Grave, betri,“ segir hann og vís- ar blaðamanni til sætis. „Þú getur örugglega fengið að fara í heitt fóta- bað meðan við spjöllum saman,“ segir hann því næst, sposkur á svip. Blaðamaður hefur svo sem fengið verri tilboð um dagana en afþakkar engu að síður. Þá hefst spjallið. Svefnherbergisfarsi „Þetta er gamanleikur að gerð hins sígilda farsa - sver sig nánar til tekið í ætt frönsku svefnherbergis- farsanna," segir Gísli Rúnar þegar hann lýsir Sex í sveit. „Auðvitað gerast þessir farsar ekki allir í svefnherberginu en áhorfendur hafa alltaf býsna góða hugmynd um hvað er að gerast þar, hvort sem svefnherbergið er inni á sviðinu eða utan þess.“ Hann segir verkið bera öll ein- kenni hins dæmigerða farsa - mikill handagangur sé í öskjunni. „Þegar persóna A er að fara út um einar dyr kemur persóna B inn um aðrar og annaðhvort rétt missir af per- sónu A eða kemur að henni við ann- arlegar aðstæður. Farsi byggist alltaf á misskilningi. Fyrir vikið fara fyrirætlanir fólks yfirleitt út um þúfur og koma því í klípu. Þá er jafnan gripið til örþrifaráða, lyginn- ar, og spunninn lygavefur sem við- komandi festist venjulega í sjálfur!" Sex í sveit lýsir einni kvöldstund í lífi hjóna og gesta þeirra í sumarbú- stað í nágrenni Akureyrar. Það er helgi og í því að leikurinn hefst er eiginkonan, Þórunn (Rósa Guðný Þórsdóttir), á leið í heimsókn til aldr- aðrar móður sinnar á Egilsstöðum en eiginmaðurinn, Benedikt (Gísli Rúnar Jónsson), hefur í hyggju að nýta helgina til að koma ýmsu í verk í bústaðnum. Þegar Þórunn kemst á snoðir um að Ragnar (Ellert A. Ingi- in er sú að um leið og Gísli Rúnar þýddi verkið staðfærði hann það. „Camoletti skrifaði Sex í sveit fyrir tíu árum og á leið sinni hingað kom verkið við á West End í Lund- únum, þar sem það hefur verið á fjölunum, í leikgerð Bretans Robins Howdons, í rúm sex ár,“ segir Gísli Rúnar, sem þýddi bresku leikgerð- ina. „Eg sá strax að það myndi hjálpa verkinu, frekar en skaða, að staðfæra það, enda er skírskotunin öll hérna megin Atlantsála. Það er með öðrum orðum auðvelt að sjá þessar persónur fyrir sér í íslensk- um veruleika.“ Segir þýðandinn landafræðina hafa ráðið því að hann fann leiknum vettvang í Eyjafirði - ákveðin fjar- lægð hafi þurft að vera milli heimilis fólksins og sumarbústaðarins. „Fyrst ég gaf mér að þau væru Reykvíldngar var tilvalið að hafa bústaðinn í Eyjafirði, rétt hjá stór- um byggðarkjarna, Akureyri." Út frá því var spunnið og ef að líkum lætur á notkun norðlenskunn- ar, þeirrar ágætu mállýsku, í sýn- ingunni örugglega eftir að fram- kalla mikinn hlátur! „Það er eitt af Morgunblaðið/Arni Sæberg SÓLVEIG kokkur (Edda Björgvinsdóttir) dregst inn í sjónarspilið og tekur hlutverk sitt strax alvarlega. Hér bregða þau Ragnar (Ellert A. Ingi- mundarson) á Ieik fyrir gestgjafana (Rósa Guðný Þórsdóttir og Gísli Rúnar Jónsson). Geirharðsdóttir), sem vinnur fyrir sér sem módel. Hann fær aftur á móti engu tauti við konu sína komið, enda hefur hún sínar ástæður til að fara hvurgi, og þar sem ekki verður aftur snúið er ekki um annað að ræða en spinna allsherjar blekking- arvef - vef sem verður svo víðfeðm- ur áður en yfir lýkur að jafnvel ókunnugt fólk, Sólveig kokkur hjá veisluþjónustu Saxbautans á Akur- eyri (Edda Björgvinsdóttir) og maður hennar, vöðvabúntið Benóný (Bjöm Ingi Hilmarsson), flækjast í það. Staðfærslan hjálpar Staðsetning leiksins og nöfn per- sónanna kunna að koma lesendum spánskt fyrir sjónir. Lái þeim hver sem vill enda er höfundurinn, hinn 75 ára gamli Marc Camoletti, franskur í húð og hár - meira að segja einn vinsælasti og mest leikni gamanleikjahöfundurinn þar um slóðir - og ekki til þess vitað að hann hafi sótt ísland heim. Skýring- skemmtilegustu verkefnum þess sem staðfærir að glíma við málsnið persónanna, að ekki sé talað um orðaleikina, en íslenskan er, eins og við vitum, miklu gagnsærra mál en enskan, sem ég þýði úr.“ Þýðandi sem staðfærir leikrit verður því, eðli málsins samkvæmt, að taka sér ákveðið skáldaleyfi - leyfi til að yrkja upp á nýtt. Það kveðst Gísli Rúnar líka hafa gert, þótt andi Camolettis hafi alltaf svif- ið yfir honum. „Við þessar aðstæður getur maður ekki leyft sér að gera neitt sem maður telur að höfundur- inn geti ekki sætt sig við.“ Gísli Rúnar segir farsann eitt flóknasta en um leið skemmtileg- asta viðfangsefni leikhúsfólks, gildi þá einu hvort átt sé við leikskáld, leikstjóra, leikara eða leikmynda- hönnuði. „Farsinn er í eðli sínu skipulagt kaos. Atburðarásin birtist áhorfendum sem tilviljunarkennd og spunnin af fingrum fram. Þetta er ákveðin hemaðarlist. Sértu sek- úndubroti of seinn inn um dymar er niður á hann. Á þetta ekki síst við hér á landi, þar sem „alvöruleysið er litið alvarlegum augum,“ eins og Gísli Rúnar kemst að orði. „Fólk hefur tilhneigingu til að telja fars- ann ekki eins merkilegan og alvar- legt leikhús. Það er svo sem allt í lagi - það er bara misskilningur. Kómedían nýtur aftur á móti alltaf alþýðuhylli, farsinn þar með talinn, og það er hún, kómedían, sem fjár- magnar alltaf tragedíuna. Svo mikið vitum við!“ Farsar hafa oft gengið vel hér á landi, er þar skemmst að minnast sýninga LR á verkum Nóbelsverð- launaskáldsins Darios Fos. Gísli Rúnar bendir hins vegar á, að engar leiksýningar falli með jafnmiklum stæl og farsar. ,Annaðhvort fær farsi umsvifalaust brautargengi eða dauðadóm. Því veldur að gaman- leikurinn er eina tegund leiklistar- innar sem hefur marktækan mæli- kvarða við að styðjast, þegar metið er hvernig til hafi tekist - annað- hvort hlær fólk eða hlær ekki! Ef áhorfandinn jafnan í einu af aðal- hlutverkunum í sýningum af því tagi. „Þegar verið er að æfa gaman- leikrit er gulls ígildi að fá áhorfend- ur á æfingar, þannig að maður sé betur undir það búinn hvenær fólk á eftir að hlæja og hvenær ekki. Til allrar hamingju fáum við óvenju- mörg tækifæri til að æfa með áhorfendur í salnum að þessu sinni.“ Þegar þetta er skrifað höfðu áhorfendur sótt eina æfingu á Sex í sveit. Er Gísli Rúnar himinlifandi með viðtökurnar. „Það voru ekki nema um 130 manns í salnum en undirtektirnar voru svo góðar að halda mætti að salurinn hefði verið fullur. Þetta lofar góðu um fram- haldið!" Leikmyndin í Sex í sveit er eftir Steinþór Sigurðsson, búningahönn- uður er Stefanía Adolfsdóttir, Elfar Bjamason lýsir og hljóð eru á ábyrgð Baldurs Más Arngrímsson- ar. Leikstjóri er María Sigurðar- dóttir. Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir farsann Sex í sveit eftir Marc Camo- letti á stóra sviði Borg- arleikhússins í kvöld. Orri Páli Ormarsson skellti sér í hársnyrt- ingu með einum leikar- anna, Gísla Rúnari Jónssyni, sem jafn- framt þýddi og stað- færði verkið. mundarson), vinur Benedikts, er á norðurleið til dvalar í bústaðnum hættir hún hins vegar snarlega við íyrri áform - kveðst munu halda kyrru fyrir. Þetta gremst bónda hennar, enda er fleiri gesta að vænta, nefnilega hiákonunnar Sólev.iar (Halldóra VIÐHALDIÐ (Halldóra Geirharðsdóttir) verður að kyngja því að á kvöldi sem þessu breytast kokkar í viðhöld og viðhöld í kokka! augnablikið ónýtt - enginn hlær. Þannig snýst farsinn um „tæmingu" í orði og æði, allt verður að ganga upp, bókstaflega allt.“ f ökkla eða eyra Það er gömul saga og ný að fars- inn sé vanmetið leikform - litið sé það hlær ekki hefur sýningin mis- tekist.“ Forsýningum, eins og þeim er háttað víða erlendis, er yfirleitt ekki til að dreifa í leikhúsum á Is- landi. Kemur þetta, að sögn Gísla Rúnars, sér sérstaklega illa íyrir aðstandendur gamanleikja, enda er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.