Morgunblaðið - 12.03.1998, Side 22

Morgunblaðið - 12.03.1998, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuters ALDRAÐUR Kosovo-Albani flytur bæn yfir gröf ættingja í þorpinu Prekaz, þar sem lík 50 fórnarlamba átaka síðustu viku voru grafin á ný í gær. Kosovo-Albanir jarða á ný fórnarlömb átaka Noregur Tveir lögreglu- menn myrtir Ósló. Reuters. Morgunblaðið. TVEIR norskir lögregluþjónar féllu fyrir hendi geðveils manns, í Nordland í gær. Hefur málið vakið mikinn óhug í Noregi, en sjö ár eru frá því að lögreglumaður lét lífið síðast við skyldustörf. Morðinginn gaf sig fram í gær, en hann var vistmaður á geðdeild. Morðinginn var í meðferð vegna þunglyndis en var í leyfi frá geð- sjúkrahúsinu og stóð til að útskrifa hann á næstu dögum. Hélt hann til Austbo-eyju, þar sem fjölskylda hans á hús, fékk að láni riffil og skot hjá nágrönnum sínum og lok- aði sig inni. Þaðan hringdi maður- inn á sjúkrahúsið og hafði í hótun- um við starfsmenn þess. Því var lögregla kvödd til, enda vitað að maðurinn var vopnaður. Voru aðrir íbúar eyjarinnar fluttir í land og héldu níu lögreglumenn að húsinu aðfaranótt gærdagsins. Er þeir nálguðust húsið skaut maður- inn á þá, svo tveir lágu í valnum. Hann gafst upp um hádegisbil í gær. Vill aukin framlög til ummönnunar geðsjúkra Dagfinn Hoybráten, heilbrigðis- málaráðherra Noregs, sagðist í gær myndu leggja til að stjórnin yki framlög tii umönnunar geð- sjúkra. Þá komu í gær fram kröfur þingmanna á hægri væng stjóm- málanna um að eftirlit með geð- sjúklingum yrði hert, svo og viður- lög við manndrápum. ------^44----- Mirror selur hlut sinn í Independent London. Reuters. MIRROR útgáfufyrirtækið í Bret- landi hefur selt hlut sinn í brezka blaðinu Independent og sunnu- dagsblaði þess írska fyrirtækinu Independent Newspapers Plc. Independent Newspapers og Mirror Group hafa hvort um sig átt 46,4% í Newspaper Publishing, sem gaf út umrædd tvö blöð. Newspaper Publishing var stofnað 1986 til að gefa út Independent- blöðin. Independent Newspapers, sem er undir stjóm írska kaupsýslu- mannsins Tony O’Reilly, sam- þykkti að greiða 4 pens fyrir hvert hlutabréf. Verðmæti Newspaper Publishing (NP) er áætlað um 6,4 milljónir punda. Söluverðið 29 milljónir punda Mirror Group fær 29 milljónir punda, þar af þrjár milljónir punda fyrir hlutabréf sín í NP og 26 millj- ónir, sem standa saman af eldri lánum og ábyrgðarskuldbinding- um. Önnur hlutabréf í NP em í eigu spænska blaðsins E1 Pais og ein- staklinga. Tilboð Independents nær til þeirra 53,58% NP, sem það á ekki. Samkvæmt nýjum samningi til fimm ára mun Mirror annast prentun, dreifingu og skylda þjón- ustu fyrir Newspaper Publishing. Aðalframkvæmdastjóri Mirrors, David Montgomery sagði „Þetta þjónar bezt hagsmunum allra þriggja aðila.“ AÐSTANDENDUR 50 Kosovo- Albana, sem létu lífið fyrir hendi serbneskra öryggissveita í liðinni viku, grófu í gær upp lík þeirra, sem serbnesk yfirvöld í héraðinu höfðu látið jarða í fjöldagröf nóttina áður, og jörðuðu að nýju að múslimasið. Karlmenn úr hópi aðstandenda hinna látnu grófu upp líkkistumar með skóflum og hökum og grófu þær á ný þannig að höfuðendinn vísaði í austur, eins og tíðkast í múslimasið. Með vegartálmum kom lögregla í gær í veg fyrir að álíka fjöldi gæti safnazt saman við athöfnina í gær eins og gerðist er 25 öðrum fómar- lömbum fyrri átaka Kosovo-Albana við serbneskar öryggissveitir var fylgt til grafar í síðustu viku. Þessi Svíþjóð Voru „kaf- bátarnir“ fiskar? Stokkhólmi. Reuters. SÆNSKT dagblað greindi frá því í gær að sérfræðingar teldu nú að neðansjávarhljóð, sem talin voru koma frá er- lendum kafbátum innan sænsku landhelginnar, kynnu að hafa komið frá fisktorfum. Sænska vamarmálaráðu- neytið viðurkenndi fyrir þremur árum að hemum hefðu orðið á þau mistök að rugla saman minkum á sundi og sovéskum kafbátum og Svenska Dagbladet segir nú að sérfræðingar hersins séu ekki lengur sannfærðir um að kafbátar hafi valdið dularfull- um neðansjávarhljóðum, sem hafa greinst 80 sinnum innan landhelginnar síðustu fjórtán árin. Frétt blaðsins byggist á leynilegri skýrslu sem sér- fræðingamir lögðu fyrir stjómina eftir þriggja ára rannsókn. „Málið er að skýr- ast og flestir sérfræðingar eru sammála um að slík hljóð komi líklega frá fiskum eða fisktorfum,“ sagði blaðið. 50 lík voru af fórnarlömbum um- sáturs lögreglu um þorpið Prekaz. Tvær vikur eru nú síðan kúgun serbneskra yfirvalda á albanska meirihlutanum í Kosovo varð að helberu ofbeldi, eftir að vopnaðir aðskilnaðarsinnar úr hópi Kosovo- Albana voru sagðir hafa ráðizt á lögreglumenn. I síðustu viku lét lögreglan til skarar skríða gegn þorpum, þar sem lögreglu grunaði að aðskilnaðarsinnar „Frelsishers Kosovo“ hefðu hreiðrað um sig. Erlendir sérfræðingar kanni valinn Serbnesk yfirvöld héraðsins hafa sagt að fórnarlömb átakanna hafi verið 46 Kosovo-Albanar og 6 lög- reglumenn. En talsmenn AJban- GERRY Adams og Martin Mc- Guinnes, leiðtogar Sinn Fein, munu eiga fund með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, að Downingstræti 10 í London í dag. Fulltrúi Sinn Fein kvaðst vonast til þess að fundurinn myndi gera sam- tökunum kleift að taka aftur þátt í viðræðunum um framtíð Norður- Irlands. Sinn Fein var bannað að taka þátt í friðarviðræðum í síðasta mánuði vegna meintrar aðildar írska lýðveldishersins (IRA), sem er nátengdur Sinn Fein, við ofbeld- isverk í Belfast. Bannið rann út á mánudag, en fulltrúar Sinn Fein vildu ekki taka aftur sæti við samn- ingaborðið og kváðust myndu bíða útkomu fundarins með Blair. Mo MowIam; sem fer með mál- efni Norður-írlands í bresku stjóminni, sagði að hafinn væri undirbúningur lagasetningar til þess að gera kleift að halda þjóðar- atkvæði þar í landi í maí um friðar- samkomulagið. Sagði hún, að ef anna segja að minnsta kosti 80 óbreytta borgara hafa fallið í tveimur áhlaupum lögreglunnar. Aðstandendur hinna látnu höfðu neitað að vitja flestra líkanna og kröfðust þess að erlendir sérfræð- ingar í krufningum könnuðu val- inn. Þeir sögðu serbnesk yfirvöld vera að reyna að breiða yfir voða- verk með því að jarða líkin í skyndi, en þau segja það hafa verið gert einfaldlega vegna þess að þau væru byrjuð að rotna. Dr. Nasif Goxhuli, læknir í Prekaz, sagði að 18 fómar- lambanna hefðu verið skotin til bana og að mörgum öðmm hefði verið banað með hnífsstungum. Engin staðfesting óháðra aðila fékkst á þessari frásögn. kosningar ættu að fara fram á þeim tíma yrði friðarviðræðunum að ljúka með samningi íyrir páska. I reynd þýðir það að samninga- menn bresku stjórnarinnar og full- trúar bæði kaþólskra og lúterskra íbúa Norður-írlands hafa innan við fjórar vikur til að komast að niður- stöðu. Mowlam sagði að almenn- ingur vildi að þjóðaratkvæðið færi fram í maí og því biði mikil áskorun samningamannanna. Lögreglan á Norður-írlandi handtók í íyrrakvöld tvo menn sem taldir em tengjast morði tveggja vina í þorpinu Poyntzpass í fyni viku en þeir töldust til sitthvorrar kirkjudeildarinnar og sætti morðið mikilli gagnrýni. Skuldinni var skellt á sjálfboðaliðssveitir sambands- sinna, sem vilja áframhaldandi aðild að breska konungdæminu. Þá handtók lögreglan í Dublin fjóra menn í fyrradag sem taldir em tengjast meintu morði IRA á írskum lögreglumanni, sem veginn var úr launsátri. Adams og McGuinnes til fundar við Blair Vonast til að friðarviðræður fari aftur af stað Belfast. Reuters. Franskir hægrimenn örvænta KOSIÐ verður til héraðs- og sveitarstjóma í Frakklandi næstkomandi sunnudag og sendu leiðtogar hægrimanna út neyðarkall í gær til stuðn- ingsmanna og hvöttu þá til þess að flykkjast á kjörstað til að koma í veg fyrir stórsigur vinstriflokkanna. Samkvæmt skoðanakönnunum bendir allt til þess að sósíalistar, komm- únistar og græningjar vinni meirihluta í 17 af 22 héraðs- stjórnum Frakklands, en í kosningunum 1992 unnu hægriflokkamir 20 af 22 og hlutu svo 85% þingsæta í þingkosningum árið eftir. Stjómmálaskýrendur telja að kosningamar nú muni ein- ungis staðfesta þau pólitísku valdahlutföll sem þingkosn- ingarnar í fyma leiddu í ljós. Hvetur til samstarfs LILY Sui-Fong Sun, bama- bam Sun Yat-sen, stofnanda kínverska lýðveldisins, hvatti í gær til aukins samstarfs stjómvalda í Peking og á Taiwan með sameiningu land- anna í huga. Nokkrum stund- um seinna var tilkynnt í Pek- ing að tævanskri sendinefnd hefði verið boðið til Kína í því skyni að stuðla að bættum samskiptum ríkjanna. Imelda í for- setaframboð BIRT voru í gær nöfn ellefu frambjóðenda við forseta- kosningamar sem fram eiga að fara á Filippseyjum 11. maí næstkomandi. Hafa aldrei verið jafnmargir í kjöri við kosningar af þessu tagi á Fil- ippseyjum, en meðal fram- bjóðenda er Imelda Marcos, fyrrverandi forsetafrú. Sam- kvæmt skoðanakönnunum nýtur Joseph Estrada, fyrr- verandi sjónvarpsstjarna, mests íylgis. Jose de Venecia þingforseti, sem Fidel Ramos vonast til að verði kjörinn eft- irmaður sinn, er aðeins fjórði samkvæmt skoðanakönnun- um. Kínverjar vafra um netið ÁSKRIFENDUM að Inter- netþjónustu í Kína hefur fjölgað úr 20.000 í 620.000 á fimm árum, að sögn frétta- stofunnar Xinhua, en fleiri en einn eru um hverja tölvu því 300 þúsund tölvur í Kína eru tengdar netinu. Yfirvöld gera ráð fyrir því að notendur ai- netsins verði orðnir fleiri en tvær milljónir fyrir aldamót. Berklalyf gott við asma BÓLUEFNI gegn berklum, BCG-lyfið, kann að vera besta vörnin gegn asma, að sögn vísindamanna á Nýja-Sjá- landi, sem segjast hafa gert mjög árangursríkar tilraunir með lyfíð á músum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.