Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 51 *- FÓLK f FRÉTTUM ◄ LLOYD Bridges lék í hinum vin- sælu sjónvarpsþáttum „Sea Hunt“ á sjötta áratugnum. T LLOYD ásamt syni sínum Jeff og leikkonunni Suzy Amis við frumsýn- ingu „Blown Away“ sem þeir feðgar léku í saman. LEIKARINN góðkunni Lloyd Bridges lést á heimili sínu í Los Angeles á þriðjudag 85 ára gamall. Við banabeð hans voru eiginkonan Dorothy og börnin hans, Beau og Cindy. „Hann var yndislegur faðir og ef hann gæti talað við þá sem eru að hugsa til hans núna myndi liann vilja að þeir hugsuðu um fjöl- skylduna," sagði Beau við fréttamenn á þriðjudagskvöld- ið. Lloyd Bridges fæddist 13. janúar 1913 í San Leandro í Kaliforníu. Eftir að hafa stundað nám í stjórnmála- fræði hélt hann til New York þar sem hann lék sitt Lloyd Bridges látinn fyrsta hlutverk í nútímaupp- færslu á Óþelló á Broadway. Þaðan hélt hann svo til Hollywood. Hann var giftur Dorothy Bridges í rúm 55 ár og þakk- aði henni áratuga stuðning en Lloyd átti langan leikferil að baki í Hollywood. Lloyd hóf ferilinn í kúrekamyndum árið 1941. Eitt þekktasta hlut- verk hans var í myndinni „High Noon“ frá 1952. Þar lék hann óhlýðinn aðstoðar- mann lögreglustjóra sem leikinn var af Gary Cooper. Hann var einn af afkastameiri leikurum Hollywood og lék í ófáum kúrekamyndum og síð- ar í framtíðar- og hasarmynd- um. Hann lék lengi vel í sjón- varpsþáttunum „Sea Hunt“ og „Airplane“ gamanmyndunum. Hann var faðir leikaranna Beau og Jeff Bridges og lék með þeim síðarnefnda í mynd- unum „Tucker, The Man and His Dreams" og „Blown Away.“ Finnst Ellen „of samkynhneigð“ CHASTITY Bono, dóttir Sonny Bono heitins og Cher, er í for- svari fyrir samtök sem standa vörð um ímynd samkynhneigðra en sjálf er Chastity samkyn- hneigð. Fyrir skömmu tjáði hún sig um gamanþátt Ellenar DeGeneres og framtíð hans. Framleiðendur þáttanna hafa um hri'ð verið ósáttir við þá leið sem Ellen DeGeneres hefur farið síðan hún „kom út úr skápnum“ í þættinum fyrir tæpu ári og fínnst þeim hún hafa gengið á bak orða sinna. Hún hafði marglýst því yfir að hún ætlaði ekki að gera þáttinn að „sam- kynhneigðum þætti“ en að sögn Chastity Bono hefur vin- kona liennar einmitt fallið í þá gvyíju. Óvíst er hvort „Ellen“ verður áfram á dagskrá næsta haust og ráðleggur Chastity handritshöf- undunum að fai-a sér aðeins hægar. „Ellen er svo samkyn- hneigð að hún útilokar marga í samfélagi okkar. Margt sem er til umfjöllunar í þættinum er svokallað innanhúsgrín og eitt- livað sem aðrir þekkja ekki til. Það er eitt að vera með samkyn- hneigða aðalleikonu en að láta hvern einasta þátt snúast um mál sem snúa eingöngu að sam- kynhneigðum er aðeins of mik- ið,“ segir Chastity. „Þátturinn er ekki of samkyn- hneigður fyrir mig en við verð- um að vera raunsæ. Við erum að tala um besta sjónvarpstímann og þátt sem fjallar alltaf um ein- hver mál samkynhneigðra. Þeir sem eru gagnkynhneigðir verða fljótt leiðir á því,“ segir Chastity en hún hefur sjálf komið fram í þættinum. ATRIÐI úr sjónvarpsþætt- inum „Ellen“ áður en söguhetj- an „kom út úr skápnum" fyrir tæpu ári. MÚLIIMIM íkvöldkl. 21:00 Tríó Ólafs Steph./ Ólafur Gaukur í anda Nat King Cole og eldri meistara Sunnudaginn 15/3 kl. 21:00 Ólafur Jónsson/ Jóel Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.