Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Björn Blöndal HIÐ nýja kynningar- og mötuneytishús Hitaveitu Suðurnesja við Svartsengi. Hitaveita Suðurnesja við Svartsengi Ljóða- og sögulest- ur á Hótel Selfossi UPPLESTRARKEPPNI 7. bekkj- ar í grunnskólum á Suðurlandi fer fram á Hótel Selfossi kl. 16 miðvikudaginn 18. mars. Þetta er í annað sinn sem þessi keppni er haldin, en hún fór í fyrsta sinn fram sl. vetur í Grunnskólum Hafnarfjarðar og Alftaness. Að- standendur keppninnar áforma að gera hana að árlegum við- burði um land allt þegar fram í sækir. „Nemendur hafa æft sig und- anfamar vikur í upplestri og framkomu og síðustu daga hefur undankeppnin staðið í skólunum. Ur hverjum skóla komast áfram tveir til þrír keppendur. Við loka- athöfnina á Hótel Selfossi munu þeir lesa ljóð og sögur eftir Jónas Hallgrímsson og Halldór Kiljan Laxness auk ljóða að eigin vali. Skólarnir sem keppa eru: Hvolsskóli, Grunnskólinn Hellu, Grunnskólinn Laugarvatni, Sandvíkurskóli, Sólvallaskóli og Grunnskólinn Þorlákshöfn. Að keppninni stendur „undir- búningsnefnd um landskeppni í upplestri" í samvinnu við Skóla- skrifstofu Suðurlands. Aðstand- endur nefndarinnar eru Heimili og skóli, Hið íslenska kennarafé- lag, Islensk málnefnd, Islenska lestrarfélagið, Kennaraháskóli íslands, Kennarasamband íslands og Samtök móðurmálskennara. Búnaðarbanki fslands á Sel- fossi er styrktaraðili keppninnar og gefur vegleg peningaverð- laun, en Vaka-Helgafell veitir keppendum í lokakeppni bóka- verðlaun. Auk þess styrkja keppnina KÁ á Selfossi og Mjólk- urbú Flóamanna," segir í frétta- tilkynningu. Nýtt og glæsilegt kynn- ingar- og mötuneytishús Keflavík - Nýtt og glæsilegt kynn- ingar- og mötuneytishús Hitaveitu Suðurnesja við Svartsengi var opn- að nýlega við hátíðlega athöfn að viðstöddum fjölda gesta. Finnbogi Bjömsson, formaður byggingarnefndar, kynnti gestum húsakynnin og byggingarsögu þeirra. Hann sagði að orkuverið við Svartsengi hefði frá upphafí verið vinsæll áningastaður ferðamanna. Þar kæmi við sögu sérstætt um- hverfí sem hefði sína sérstæðu töfra, hrjúft hraunið, gróðurfarið, jarðfræðin og ekki síst aukaafurð orkuversins, sem væri Bláa lónið, með sína dulúð og lækningamátt. Finnbogi sagði að hitaveitan hefði staðið að byggingu þjónustu- og móttökuhúss sem risið hefði á árun- um 1978-9. í því húsi hefði verið mót- töku- og kynningarsalur sem meðal starfsmanna hefði verið kallaður ,Apagarðurinn“ vegna hitabeltis- gróðurs sem þar var plantað. Þrátt fyrir endurbætur sem þar voru gerð- ar hefði aðstaða við móttöku gesta verið orðin ófullnægjandi þegar tek- ið hefði verið á móti stórum hópum. Óheppilegt hefði þótt að hafa móttöku- og kynningarsal í orku- verinu sjálfu, bæði vegna öryggis- mála og truflunar á starfsemi. Þar hefðu engin sæti verið nema á gólfí og slíkt hefði ekki þótt boðlegt. Hraunhella fjarlægð í stað skóflustungu I tilefni af 20 ára afmæli hitaveit- unnar árið 1994 hefði verið ákveðið á hátíðarfundi að kanna möguleika á byggingu kynningar- og mötu- Aðalfundur Islandsbanka hf. Aðalfundur íslandsbanka hf. 1998 verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu niánudaginn 23. mars 1998 og hefst kl. 14:00. Dagskrá 1. Aðalfundarstörf í sainræmi við 10. grein samþykkta bankans. 2. Tillaga um heimild til bankaráðs til kaupa á hlutabréfum í íslandsbanka lif. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í fslandsbanka hf., Kirkjusandi, Reykjavík, 2. hæð, 19. og 20. mars frá kl. 9:15 -16:00 og á fundardegi frákl. 9:15 - 12:00. Dagskrá fundarins, tillögur og ársreikningur félagsins fyrir árið 1997 verður hluthöfum til sýnis á sama stað frá og með mánudeginum 16. mars 1998. Framboðsfrestur til bankaráðs rennur út þriðjudaginn 17. mars n.k. kl. 17:00. Framboðum skal skila til bankastjórnar, Kirkjusandi. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja aðgöngumiða og atkvæðaseðla sinna fyrir kl. 12:00 á hádegi fundardags. 10. mars 1998 Bankaráð íslandsbanka hf. ÍSLANDSBANKI neytishúss. í framhaldi af því hefði verið efijt til opinnar hugmynda- keppni í samráði við Arkitektafélag íslands. Finnbogi sagði að alls hefðu borist 43 tillögur og hefði dómnefnd valið tillögu arkitektanna Gísla Sæmundssonar og Ragnars Ólafssonar. „Fyrsta skóflustungan" hefði ver- ið tekin 11. september 1996, en jarðvegurinn hefði ekki boðið upp á heppilegt efni til skóflustungu svo brugðið hefði verið á það ráð að for- maður og tæknilegur ráðgjafí bygg- ingarnefndar hefðu tekið sameigin- lega upp fyrstu hraunhelluna. Henni hefði nú verið komið fyrir í anddyri hússins. I lýsingu á húsinu sagði Finnbogi að það væri fleygmyndað. Norður- hliðin, sem sneri að orkuverinu, væri rúmir 78 metrar og austurgafl- inn, sem sneri að Grindavíkurvegin- um, væri rúmir 23 metrar. Alls er salarrými í byggingunni 490 fer- metrar og er hægt að breyta því með felliveggjum á ýmsan hátt. Mjög fullkomið hljóð- og sýningar- kerfí væri í húsinu. Tveir veggir eru úðaðir hraunsalla og hrafntinnu sem gefa afar sérstakt yfírbragð. Jarðsagan skoðuð í kjallara sem líkist hraunsprungu Undir byggingunni var gerður kjallari sem líkist hraunsprungu og er kallaður „Gjá“. Þar á að vera sýningarsvæði auk þess sem gest- um gefst þar kostur á að sjá og kynna sér jarðsögu skagans. Akveð- ið hefur verið að setja upp verk eftir listkonuna Höllu Haraldsóttur í Keflavík áður en regluleg starfsemi í húsinu hefst. Aætlaður kostnaður við bygging- una er um 200 milljónir króna. Fjarðalistinn á Eski- fírði, Reyðarfírði og í Neskaupstað A FELAGSFUNDI Alþýðuflokks og Alþýðubandalags á Eskifirði, í Neskaupstað og á Reyðarfirði, sem haldnir vom í síðustu viku, var samþykkt samhljóða að stofna nýtt bæjarmálafélag, Fjarðalistann, og jafnframt var lýst yfír stuðningi við væntanlegt framboð Fjarðalistans í sveitarstjórnakosningum 23. maí nk. Félagið er opið íbúum 16 ára og eldri í hinu nýja sameinaða sveitar- félagi ef þeir samþykkja stefnu og lög Fjarðalistans. í fréttatilkynningu segir að með stofnun Fjarðalistans verði fram- boðsmálum Alþýðubandalags, AI- þýðuflokks og annars félags- hyggjufólks í hinu nýja sveitarfé- lagi komið í farveg sameiginlegs framboðs á sama hátt og þróunin virðist ætla að verða víðsvegar um landið. Stofnfundur Fjarðalistans verð- ur haldinn þriðjudaginn 17. mars kl. 20.30 í Valhöll á Eskifírði. Félagshyggju- fólk sameinast um framboð Egilsstöðum - Boðað var til stofn- fundar um samtök félagshyggjufólks á Héraði, fyrir komandi kosningar. Boðið er fram í nýju sveitarfélagi, en kosið var um sameiningu Egilsstaða- bæjar, Valla- og Skriðdalshrepps, Eiða- og Hjaltastaðaþinghár á sl. ári. Samtökin vora stofnuð en ekki er komið nafn á þau ennþá. Að sögn Þuríðar Backman, Ab, var það að framkvæði Alþýðubandalagsins sem þessari hugmynd var hrint í fram- kvæmd en það era ekki stjómmála- flokkar á bak við þessi samtök. Ein- staklingar innan Álþýðubandalagsins munu starfa fyrii- samtökin í eigin nafni en Alþýðubandalagið mun vera með sína flokksstarfsemi þai- fyrir ut- an. Hin nýju samtök munu vera með framboð en ekki er ljóst hvort það verður gert með prófkjöri eða ekki. Nefnd hefur starfað að undirbún- ingi fyrir samtökin og eru það þrír málefnahópar sem settir voru á lagg- irnar fyrir stofnfund. Það er í fyrsta lagi hópur um fræðslumál en innan hans eru uppeldis-, menningar-, fjöl- skyldu- og skólamál. Annai- hópurinn er um umhverfis- og skipulagsmál og sá þriðji um atvinnumál og fjármála- stjórn sveitarfélags. Sameiningarnefnd hefur verið að störfum og lagt fram drög að skipu- riti fyrir nýtt sveitarfélag en Þuríður segir að töluverð breyting sé á því frá því sem nú er. Stjórn hinna nýju samtaka skipa: Skúli Björnsson for- maður, Sigurjón Bjarnason, Þorkell Sigurbjörnsson, Laufey Eiríksdóttir og Kai-en Erla Erlingsdóttir. GESTIR á stofnfundi félagshyggjufólks á Héraði. Morgunblaðið/Anna Ingðlfsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.