Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 AKUREYRI MORGUNB LAÐIÐ Kuldaleg vist Dalvíkinga í snjóhúsinu á Þorbj arnartungum Frosnar baunir og núðlur með smjöri í matinn Morgunblaðið/Haukur Gunnarsson DALVÍKINGARNIR átta leggja af stað frá skálanum Litlakoti í blíðskaparveðri eftir hádegi á sunnudag, en um 20 mínútum síðar hafði skollið á aftakaveður. „VIÐ tókum veðurspá í Laugafelli snemma á sunnudagsmorgun og við vissum að veðrið myndi versna seinni part dags, en óveðrið skall á mun fyrr en við héldum og af meiri krafti,“ sagði Haukur Gunnarsson, einn Dalvíkinganna sem höfðust við í snjóhúsinu í Þorbjamartung- um við Hraunárdal í um 36 klukku- stundir, frá því á sunnudag og fram á þriðjudagsmorgun. Hann sagði að þeir hefðu einnig reynt að skrifa nöfn sín í gestabók í einum skálanna á leiðinni, en penninn ver- ið frosinn. Björgunarsveitarmenn- imir hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa hvorki fylgst með veðurspá né skrifað í gestabækur í skálunum. Um 20 mínútum eftir að hópur- inn hafði gert stuttan stans við skálann Litlakot gerði aftakaveður, en þekkt veðravíti em á þessum slóðum. Ætluðu þeir þá að snúa aftur að skálanum og gerðu þeir ráð fyrir að um 15 kílómetra leið væri að honum. Veðurofsinn kom í veg fyrir að þeir kæmust alla leið og tóku þeir því til þess bragðs að grafa sig í fónn, útbúa lítið snjóhús til að dvelja í meðan veðrið gengi yfír. Haukur nefndi sem dæmi um veðurofsann að 300 kg vélsleði hefði nánast fokið á hliðina í einni hviðunni. Lágu á sætum sleðanna Haukur og félagar hófu að grafa snjóhúsið um kl. 15 á sunnudag og tók það mjög langan tíma en verk- inu lauk ekki íyrr en undir morgun á mánudag. „Það var líka kalt í snjóhúsinu þannig að ég stóð tölu- vert lengi fyrir utan húsið,“ sagði Haukur, en þeir einangruðu sig frá snjónum með því að taka sæti af þremur vélsleðanna og liggja á þeim í snjóhúsinu. Sagði Haukur það ásamt því að þeir voru með hjálma allan tímann sennilega hafa bjargað lífí þeirra. „Eg hef aldrei lent í jafnslæmu veðri en hef þó reynt ýmislegt. Einu sinni þegar ég fór út að pissa steig ég tvö skref frá snjóhúsinu, en átti í mestu vandræðum með að finna það aft- ur.“ í kuldagalla Hauks er svokallað- ur Max Ecco-svarboði fyrir snjó- flóðaleitartæki, en Haukur sagði að búnaður til að nema hann væri bara til í Reykjavík. Þá var Haukur með NMT-farsíma meðferðis og gerðu þeir nokkrar tilraunir til að hringja í Neyðarlínuna, en án árangurs. Hann sagði að kveikt hefði verið á símanum allan tímann. Nánast allur farangur áttmenn- inganna var settur í jeppa í Lauga- felli þannig að þeir höfðu lítið mat- arkyns meðferðis. „Við borðuðum frosnar baunir og núðlur með smjöri. Það kom stundum upp um- ræða um hvað okkur langaði í góð- an mat og menn sáu fyrir sér rjúk- andi kjötsúpu." Allir vélsleðarnir eru nýir, tveir þeirra árgerð 1998, hinir frá síð- asta ári og er verðmæti þeirra á bilinu 4-5 milljónir króna. Fyrir- hugað er að sækja þá innan tíðar og hafa margir boðið fram aðstoð sína við þann leiðangur. HAGKAUP ÞREYTTIR en ánægðir á heimleið í snjóbíl frá Dalvík, Þórarinn Gunnarsson björgunarmaður, Hörður Másson, Hlini Gíslason og Gunnar Gunnarsson. Bingó á Poll- inum BINGÓ verður haldið á veit- ingahúsinu Við Pollinn ann- aðkvöld, föstudagskvöldið 13. mars, kl. 19.45. Nokkuð er um liðið frá því Akureyringum hefur boðist að leika bingó á heimavelli, en aðstandendur veitinga- hússins hafa nú ákveðið að efna vikulega til bingókvölda á Pollinum. í framtíðinni verða þau á sunnudagskvöld- um og eru góðir vinningar í boði. Aksjóim Fimmtudagur 12. mars h|PTTID 20 00 ►Sjónvarps- rILI IIK kringlan - Akureyri 21.00 ►Úrbæjarlífinu IIVUII 21.10 ►Niubíó-Roswell MTHU Sumarið 1947eigasérstað skrýtnir atburðir í smábænum Rosswell í Nýju-Mexico sem eiga eftir að draga dilk á eftir sér. Sagan af mögnuðustu yfirhylmingu aldar- innar og manninn sem þorði að segja sannleikann. Aðalhlutverk: Kyle Maclachlan og Martin Sheen. 1994. 23.00 ►Dagskrárlok Viður- kenndu hass- reykingar RANNSÓKNARDEILD lögregl- unnar á Akureyri handtók fjóra pilta, rétt innan við tvítugt, um helg- ina vegna gruns um fíkniefnaneyslu. Við yfírheyrslu viðurkenndu þrír piltanna að hafa reykt hass. Ekki fundust þó nein fíkniefni á piltunum. ------------------- Jóna sterka í Deiglunni DJASSTÓNLEIKAR verða í Deigl- unni í Kaupvangsstræti í kvöld, fímmtudagskvöld, kl. 21 á vegum Jazzklúbbs Akureyrar, en um er að ræða tónleika með Jónu sterku sem fresta varð fyrir hálfum mánuði vegna veðurs. Jóna sterka er dbáelandhljómsveit skipuð þeim Reyni Jónassyni á klar- inett, Þorsteini Kjartanssyni á tenór- saxófón, Atla Guðlaugssyni á trompet, Guðlaugi Baldurssyni á básúnu, Heimi Ingimarssyni á túbu, Gunnari H. Jónssyni á banjó, Guðjóni Pálssyni á píanó og Karli Petersen á trommur. Auk Jónu sterku leikur Tríó Birgis Karlssonar á tónleikunum, en auk Birgis, sem leikm- á gítar, ei-u í tríóinu Stefán Ingólfsson sem spilar á túbu og Karl Petersen trommuleikari. Aðgangur er ókeypis fyrir klúbb- félaga en 500 krónur fyrir aðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.