Morgunblaðið - 12.03.1998, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.03.1998, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 AKUREYRI MORGUNB LAÐIÐ Kuldaleg vist Dalvíkinga í snjóhúsinu á Þorbj arnartungum Frosnar baunir og núðlur með smjöri í matinn Morgunblaðið/Haukur Gunnarsson DALVÍKINGARNIR átta leggja af stað frá skálanum Litlakoti í blíðskaparveðri eftir hádegi á sunnudag, en um 20 mínútum síðar hafði skollið á aftakaveður. „VIÐ tókum veðurspá í Laugafelli snemma á sunnudagsmorgun og við vissum að veðrið myndi versna seinni part dags, en óveðrið skall á mun fyrr en við héldum og af meiri krafti,“ sagði Haukur Gunnarsson, einn Dalvíkinganna sem höfðust við í snjóhúsinu í Þorbjamartung- um við Hraunárdal í um 36 klukku- stundir, frá því á sunnudag og fram á þriðjudagsmorgun. Hann sagði að þeir hefðu einnig reynt að skrifa nöfn sín í gestabók í einum skálanna á leiðinni, en penninn ver- ið frosinn. Björgunarsveitarmenn- imir hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa hvorki fylgst með veðurspá né skrifað í gestabækur í skálunum. Um 20 mínútum eftir að hópur- inn hafði gert stuttan stans við skálann Litlakot gerði aftakaveður, en þekkt veðravíti em á þessum slóðum. Ætluðu þeir þá að snúa aftur að skálanum og gerðu þeir ráð fyrir að um 15 kílómetra leið væri að honum. Veðurofsinn kom í veg fyrir að þeir kæmust alla leið og tóku þeir því til þess bragðs að grafa sig í fónn, útbúa lítið snjóhús til að dvelja í meðan veðrið gengi yfír. Haukur nefndi sem dæmi um veðurofsann að 300 kg vélsleði hefði nánast fokið á hliðina í einni hviðunni. Lágu á sætum sleðanna Haukur og félagar hófu að grafa snjóhúsið um kl. 15 á sunnudag og tók það mjög langan tíma en verk- inu lauk ekki íyrr en undir morgun á mánudag. „Það var líka kalt í snjóhúsinu þannig að ég stóð tölu- vert lengi fyrir utan húsið,“ sagði Haukur, en þeir einangruðu sig frá snjónum með því að taka sæti af þremur vélsleðanna og liggja á þeim í snjóhúsinu. Sagði Haukur það ásamt því að þeir voru með hjálma allan tímann sennilega hafa bjargað lífí þeirra. „Eg hef aldrei lent í jafnslæmu veðri en hef þó reynt ýmislegt. Einu sinni þegar ég fór út að pissa steig ég tvö skref frá snjóhúsinu, en átti í mestu vandræðum með að finna það aft- ur.“ í kuldagalla Hauks er svokallað- ur Max Ecco-svarboði fyrir snjó- flóðaleitartæki, en Haukur sagði að búnaður til að nema hann væri bara til í Reykjavík. Þá var Haukur með NMT-farsíma meðferðis og gerðu þeir nokkrar tilraunir til að hringja í Neyðarlínuna, en án árangurs. Hann sagði að kveikt hefði verið á símanum allan tímann. Nánast allur farangur áttmenn- inganna var settur í jeppa í Lauga- felli þannig að þeir höfðu lítið mat- arkyns meðferðis. „Við borðuðum frosnar baunir og núðlur með smjöri. Það kom stundum upp um- ræða um hvað okkur langaði í góð- an mat og menn sáu fyrir sér rjúk- andi kjötsúpu." Allir vélsleðarnir eru nýir, tveir þeirra árgerð 1998, hinir frá síð- asta ári og er verðmæti þeirra á bilinu 4-5 milljónir króna. Fyrir- hugað er að sækja þá innan tíðar og hafa margir boðið fram aðstoð sína við þann leiðangur. HAGKAUP ÞREYTTIR en ánægðir á heimleið í snjóbíl frá Dalvík, Þórarinn Gunnarsson björgunarmaður, Hörður Másson, Hlini Gíslason og Gunnar Gunnarsson. Bingó á Poll- inum BINGÓ verður haldið á veit- ingahúsinu Við Pollinn ann- aðkvöld, föstudagskvöldið 13. mars, kl. 19.45. Nokkuð er um liðið frá því Akureyringum hefur boðist að leika bingó á heimavelli, en aðstandendur veitinga- hússins hafa nú ákveðið að efna vikulega til bingókvölda á Pollinum. í framtíðinni verða þau á sunnudagskvöld- um og eru góðir vinningar í boði. Aksjóim Fimmtudagur 12. mars h|PTTID 20 00 ►Sjónvarps- rILI IIK kringlan - Akureyri 21.00 ►Úrbæjarlífinu IIVUII 21.10 ►Niubíó-Roswell MTHU Sumarið 1947eigasérstað skrýtnir atburðir í smábænum Rosswell í Nýju-Mexico sem eiga eftir að draga dilk á eftir sér. Sagan af mögnuðustu yfirhylmingu aldar- innar og manninn sem þorði að segja sannleikann. Aðalhlutverk: Kyle Maclachlan og Martin Sheen. 1994. 23.00 ►Dagskrárlok Viður- kenndu hass- reykingar RANNSÓKNARDEILD lögregl- unnar á Akureyri handtók fjóra pilta, rétt innan við tvítugt, um helg- ina vegna gruns um fíkniefnaneyslu. Við yfírheyrslu viðurkenndu þrír piltanna að hafa reykt hass. Ekki fundust þó nein fíkniefni á piltunum. ------------------- Jóna sterka í Deiglunni DJASSTÓNLEIKAR verða í Deigl- unni í Kaupvangsstræti í kvöld, fímmtudagskvöld, kl. 21 á vegum Jazzklúbbs Akureyrar, en um er að ræða tónleika með Jónu sterku sem fresta varð fyrir hálfum mánuði vegna veðurs. Jóna sterka er dbáelandhljómsveit skipuð þeim Reyni Jónassyni á klar- inett, Þorsteini Kjartanssyni á tenór- saxófón, Atla Guðlaugssyni á trompet, Guðlaugi Baldurssyni á básúnu, Heimi Ingimarssyni á túbu, Gunnari H. Jónssyni á banjó, Guðjóni Pálssyni á píanó og Karli Petersen á trommur. Auk Jónu sterku leikur Tríó Birgis Karlssonar á tónleikunum, en auk Birgis, sem leikm- á gítar, ei-u í tríóinu Stefán Ingólfsson sem spilar á túbu og Karl Petersen trommuleikari. Aðgangur er ókeypis fyrir klúbb- félaga en 500 krónur fyrir aðra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.