Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 23 Pathfind- er lýstur „dauður“ Los Angeles. Reuters. TILRAUN vísindamanna í Pasa- dena í Kaliforníu til að ná sam- bandi við Pathfinder-farið á Mars mistókst á þriðjudag og var farið þá lýst „dautt“, fjórum mánuðum eftir að leiðangri þess til plánet- unnar lauk. Leiðangursmenn í Rannsóknar- stofu NASA í þotukný kvöddu far- ið og Marsjeppann Sojourner 250 dögum eftir að Pathfinder lenti á Mars 4. júlí í fyrra. Jennifer Harr- is, sem stýrði farinu, lýsti það „dautt“ klukkan 21.21 í fyrra- kvöld að íslenskum tíma. „Við færum öllum heiminum, sem fylgdist með okkur 4. júlí og mán- uðina á eftir, kærar þakkir fyrir allan þann áhuga sem hann sýndi,“ sagði Harris. Ekki hafði verið reiknað með að Pathfinder myndi halda „lífi“ á yfirborði Mars nema í einn mán- uð, en þegar samband við hann rofnaði skyndilega 27. september sl. hafði hann tórt tveim mánuð- um lengur. Jeppinn Sojourner entist einnig mun lengur en vænst hafði verið. Fleiri tilraunir til samskipta við Pathfinder verða ekki gerðar, og ætla vísindamenn að einbeita sér að athugunum á þeim upplýsing- um sem bárust frá farinu. Eru þær greindar í 2,6 milljarða ein- inga, 16.000 myndir og efnagrein- ingu á 15 yfirborðssýnum og gijóti. ---------------- Lendir herinn í klónum á mafíunni? Moskvu. Reuters. AGINN í her Rússlands er orðinn svo lítffl að hætta er á að nokkrar herdeildir gangi í greipar rússnesku maííunni, að sögn Igors Sergejevs, varnarmálaráðherra landsins. Sergejev lét þessi orð falla á fundi með háttsettum embættismönnum, sem ræddu fjárhagsvanda hersins á þriðjudag. Hann sagði að glæpir væru „æ algengari og alvarlegri“ í hernum, sem væri orðinn berskjald- aður gagnvart uppgangi glæpasam- taka í þjóðfélaginu. „Það er raunveru- leg hætta á að herdeildir lendi í klón- um á glæpasamtökum," sagði hann. Ottast er að glæpasamtökin hafi komist yfir hættuleg vopn, m.a. kjarnorkusprengjur, en ráðherrann ræddi ekki það mál. Herinn hefur neitað því að slík vopn hafi komist í hendur glæpamanna. Sergejev gat þessi ekki hvers kon- ar glæpir hefðu verið framdir í hern- um en virtist skírskota til þess að al- gengt er að hermenn, sem eru illa launaðir, þiggi greiðslur fyrir örygg- isgæslu eða sölu á eignum hersins frá kaupsýslumönnum er tengjast glæpastarfsemi. Nokkrir herforingj- ar, sem voru nýlega sakaðir um að hafa selt hergögn, sögðust hafa gert það til að geta keypt mat handa her- mönnum sínum. Pakistanskar vörur Rýmingarsala v/flutnings flllt að 50% afsláttur Háholti 14, Mosfellsbæ (annar eigandi. áöur Karatchi, Armúla) Síðir ieðurfrakkar st. S-XXXL, jakkar, koparstyttur, kínasilki, ullarteppi frá Kasmír. reiðskálmar, útskornar gjafavörur, Opið virka daga frá kl. 13-18 Opið laugardag frá kl. 13-16 Verið velkomin. Símar 566 8280 og 566 6898 (á kvöldin). ERLENT Meint hætta af rafeindatækj- um rannsökuð London. The Daily Telegraph. BRESKA flugmálastjórnin (CAA) rannsakar nú hvort hætta stafi af því að flugfarþegar noti kjöltutölv- ur og ferðahljómflutningstæki, en fjöldamörg atvik benda til þess að notkun slíkra tækja um borð í flugvélum tefli öryggi í tvísýnu. Fulltrúar CAA segja að á und- anförnum fimm árum hafi borist 13 skýrslur frá breskum flug- mönnum sem gruni að bilanir í stjórntækjum hafi mátt rekja til þess að farþegar voru með raf- eindatæki í gangi. í einu tilviki tók Boeing 747- þota með 300 farþega innanborðs óvænta vinstri beygju og hallaðist eftir að rangar upplýsingar bárust til sjálfstýringar vélarinnar. í ljós kom að rekja mátti bilunina. til þess að einn farþeganna var með myndbandstökuvél í gangi. Þegar slökkt hafði verið á henni virkaði sjálfstýringin eðlilega. Mánuði síðar hætti áttaviti í annarri B-747-þotu að virka eðli- lega vegna áhrifa frá tveimur kjöltutölvum. Þegar slökkt var á þeim hvarf bilunin. Eitt alvarleg- asta atvikið varð er Shorts 360- flugvél með 30 farþega innanborðs bar 40 gráður af leið úti fyrir strönd Lancashire, vegna þess að kjöltutölva í farþegarými truflaði flugleiðsögutækin. Áhöfnin varð ekki vör við skekkjuna en flugum- ferðarstjóri aðvaraði hana. Fulltrúar CAA segja að þrátt fyrir þessar skýrslur frá flug- mönnunum hafi rannsóknir ekki sýnt fram á skýr tengsl milli raf- eindatækja og bilana í stjórntækj- um. Núverandi reglur banna notk- un rafeindatækja í flugtaki og lendingu, en flugstjóri hefur enn- fremur vald til að banna notkun þeirra hvenær sem er. Það er ánægjuefni fyrir viðskiptavini Landssímans að þann 1. mars lækkaði verð á GSM farsímaþjónustu innanlands. Á þessi lækkun við hvort sem hringt er úr GSM kerfinu eða í það. Þá lækkaði verð á símtölum innan GSM kerfis Landssímans, þ.e. úr einum GSM síma í annan enn frekar. og lægri GSITI uerdsl^r Dagtaxti Lækkun í krónum Kvöld-, nætur og helgartaxti Lækkun í krónum Hringt í almenna símkerfiö og NMT úr GSM 21,90 kr./mín 3 kr. 14,60 kr./mín 2 kr. Hringt úr almenna símkerfinu og NMT í GSM 21,90 kr./mín 3 kr. 14,60 kr./mín 2 kr. Hringt innan GSM kerfis Landssímans 1 9,90 kr./mín 5 kr. 1 3,30 kr./mín 3,30 kr. Lækkunin gildir ekki um GSM símtöl til útlanda, í símatorg, 800 númer, og önnur númer sem bera sérstaka gjaldskrá. 118, 155
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.