Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dómsmálaráðherra um rannsóknir í ávana- og fíkniefnamálum Fjölg’un lögreglumanna hefur gefið góða raun MEÐ nýju skipulagi í rannsókn- um í ávana- og fíkniefnamálum og fjölgun rannsóknarlögreglumanna í þessum málaflokki víða um land á síðasta ári hefur verið unnt að vinna stór fíkniefnamál sem upp hafa komið á mjög skömmum tíma, jafnframt því að vinna upp gömul mál. Samkvæmt upplýsing- um frá lögreglunni í Reykjavík stefnir allt í að hinn 1. apríl næst- komandi verði í fyrsta sinn um árabil engin mál í rannsókn hjá fíkniefnadeildinni eldri en 60 daga. Þetta kom m.a. fram í svari Þor- steins Pálssonar dómsmálaráð- herra við fyrirspum Guðmundar Arna Stefánssonar, þingmanns þingflokks jafnaðarmanna, á Al- þingi í gær, um ráðningu nýrra fíkniefnalögreglumanna. I máli ráðherra kom fram að í samræmi við áætlun ríkisstjórnarinnar hefði verið skipað í nýjar stöður rann- sóknarlögreglumanna í fíkniefna- málum á síðasta ári í Reykjavík, ísafirði, Eskifirði og Akureyri. Ráðuneytið hefði einnig beint því til sýslumannsins á Sauðárkróki að skipa rannsóknarlögreglumann í fíkniefnamálum við embætti sitt frá og með 1. janúar 1998 og hefði það verið gert. Fíkniefnadeildin orðin styrkari „Af hálfu ráðuneytisins hefur verið lögð á það rík áhersla að hin- um nýju stöðugildum sé eingöngu varið í þágu fíkniefnamála, en þar er jafnt átt við rannsóknir fíkni- efnamála, svo og forvamir og fræðslumál. Starfssvið þessara lögreglumanna er ekki bundið við eitt lögregluumdæmi eins og með venjulega lögreglumenn sam- kvæmt lögreglulögum heldur er þeim ætlað ákveðið samræmingar- Morgunblaðið/Ásdis ÞINGMENN blaða í pappírum og ræða málin milli þess sem þeir fylgjast með umræðum. Fremst eru Sigríður Anna Þórðardóttir og Vilhjálmur Egilsson. í miðröð ísólfur Gylfi Pálmason, Einar K. Guðfinnsson og Guðjón Guðmundsson. Aftast þeir Egill Jónsson, Lúðvík Bergvinsson og Tómas Ingi Olrich. hlutverk í fíkniefnamálum á stæiTa landsvæði," sagði ráðherra. Hann sagði jafnframt að þeim tíma sem liðinn væri frá skipun lögreglumannanna hefði að mestu leyti verið varið til að skrá og afla upplýsinga um fíkniefnavanda á hverju þessara svæða, koma á tengslum sem nýttust við rann- sóknir, fræðslu og forvarnarstörf og skipuleggja þá vinnu sem fara ætti fram á komandi árum. „Þá hafa lögreglumenn þessir unnið að rannsóknum á fíkniefnamálum sem upp hafa komið á landsbyggð- i .i:i j: S .: : ' : :i ALÞINGI inni og hefur árangur af því verið allnokkur," sagði ráðherra. Ráðherra vitnaði ennfremur í álit yfirlögregluþjónsins í Reykjavík þar sem segir m.a. að frá 1. júlí sl. hefði verið gerð ítarleg úttekt á ýmsum þáttum ávana- og fíkni- efnadeildarinnar, sem nú hefði skilað sér m.a. í hraðai’i og örugg- ari meðferð mála innan deildarinn- ar. „Lagabreytingin á síðasta ári, fjárveiting til fjölgunar starfs- manna og stuðningur dóms- og kirkjumálaráðuneytisins hefur því komið fíkniefnarannsóknum til góða og eflt ávana- og fíkniefna- deildina," að því er fram kemur í áliti yfirlögregluþjóns. Notkun staðsetn- ingartækja verði aukin ÓLAFUR Örn Haraldsson þing- maður Framsóknarflokks hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin finni leiðir til þess að auka og auðvelda notkun staðsetn- ingartækja meðal þeirra sem ferð- ast um hálendi Islands. Aukið öryggi og auðveldari leit Aukið öi’yggi ferðamanna og auð- veldari og kostnaðarminni leit að týndu ferðafólki á hálendi Islands eru kostir sem notkun Argos stað- setningartækisins hefur í fór með sér, segir í gi’einargerð sem fylgir tillögu Ölafs Arnar. Hægt er að fylgjast nákvæmlega með ferðum þess sem ber Argos staðsetningartækið. Það sendir stöðugt út merki, sem fer um gervi- hnött og þaðan til alþjóðlegs kerfis móttökustöðvar Flugbjörgunar- sveitar Islands, um hvar það er stað- sett. Þannig er hægt að sjá ná- kvæmlega hvar sá sem óskar eftir aðstoð er staddur. Alþingi ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Eftirfarandi mál eru á dagskrá: 1. Örnefnastofnun íslands. 3. umr. 2. Sameining Kjalarneshrepps og Reykjavíkurborgar. 2. umr. 3. Takmörkun á hrossabeit og fjölda hrossa. Síðari umr. 4. Meðferð, vinnsla og dreifíng sjávarafurða. 1. umr. 5. Afnám greiðslu þungaskatts á umhverfísvæn ökutæki. Frh. 1. umr. 6. Þjónustu- og endurhæfingar- stöð sjónskertra. 1. umr. 7. Atak til að draga úr reykingum kvenna. Fyiri umr. 8. Málefni aldraðra. 1. umr. 9. Félagsleg aðstoð. 1. umr. 10. Aðgerðir til að draga úr þung- lyndi kvenna. Fyrri umr. 11. Abyrgðarmenn. 1. umr. 12. Endurgreiðsla oftekinna skatta og gjalda. 13. Einkahlutafélög. 1. umr. 14. Slit á Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Islands. 1. umr. Listasafn íslands Tólf millj. á ári til listaverka- kaupa FJÁRVEITING Listasafns íslands til listaverkakaupa síð- astliðin fimm ár hefur árlega verið 12 milljónir króna, að því er fram kom í máli Björns Bjarnasonar menntamálaráð- herra við fyrirspurn ísólfs Gylfa Pálmasonar, þingmanns Framsóknarflokks, á Alþingi í gær. Aðspurður sagði ráð- herra ennfremur að teikning sem talin er vera eftir Jóhann- es Kjarval og safnið keypti á uppboði árið 1994 væri meðal þeirra verka sem kærð hefðu verið af Ólafi Jónssyni forverði vegna gruns um fölsun. Lista- verk í eigu safnsins eru tæp 8 þúsund. ísólfur Gylfi sagði eftir svar ráðherra að það væri gott að ekki væru fleiri en eitt verk í eigu Listasafni íslands grunuð um að vera fölsuð. Kvaðst hann hafa heimildir fyrir því að á Kjarvalsstöðum væru „ef til vill tíu folsuð verk“. Sagði hann að listaverkafolsun væri grafalvarlegt mál og taldi brýnt að komið yrði á eigenda- sögu hverrar myndar þegai’ um dýr listaverk væri að ræða. Deilt um hvort hvalveiðar samrýmist heimkomu Keikós ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra kvaðst á Alþingi í gær enn vera þeirrar skoðun- ar að heimkoma háhyrningsins Keikós hljóti að ráðast af mati íslenskra vísindamanna á því hvort um sjúkdómahættu verði að ræða eða ekki. Verði sjúk- dómahætta ekki fyrir hendi sjái hann enga fyrirstöðu að taka við Keikó. Málið ekki rekið á fjörur sjávarútvegsráðuneytis „Umrætt mál hefur hins veg- ar ekki rekið á fjörur sjávarút- vegsráðuneytisins og því hefur það ekki verið skoðað þar sér- staklega," sagði ráðherra m.a. við fyrirspurn Sivjar Friðleifs- dóttur, þingmanns Framsókn- arflokks, um heimkoinu há- hyrningsins Keikós. Á eftir svari ráðherra spunnust umræður um það m.a. hvort hvalaskoðun og hugsanleg heimkoma Keikós samrýmdist áætlunum íslend- inga um hvalveiðar. Skiptar skoðanir voru um það á meðal þingmanna, en ráðherra kvaðst telja að hvalaskoðun þyrfti ekki að trufla áform ís- lendinga um hvalveiðar. Sam- kvæmt sínum skoðunum og til- fínningum væri mjög auðvelt að sameina þetta hvort tveggja. I umræðunum sagði Isólfur Gylfí Pálmason, þingmaður Framsóknarflokks, að ef tekið yrði á móti Keikó gætu Islend- ingar gleymt því að hefja hval- veiðar að nýju. Jón Krisfjáns- son, þingmaður Framsóknar- flokks, lagði hins vegar áherslu á að íslensk stjórnvöld ættu að líta á óskir um heim- komu Keikós með jákvæðum hætti. Guðjón Guðmundsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, sagði að málefni Keikós væri eitt af þessum furðulegu málum sem stundum ræki á fjörur Islend- inga. „Málið snýst auðvitað um peninga. Keiko er búinn að færa eigendum sínum stórar fjárhæðir. Nú mun aðsóknin að honum hafa minnkað og þá fínna menn upp á þessu snjall- ræði að fara að flytja hann með brambolti til íslands á vit fjölskyldu sinnar. Sjálfsagt verður sett á fót öflug fjáröfl- un í þeim tilgangi í Bandaríkj- unum því það er jú reynslan að þegar ímynd og velferð hvala er annars vegar eru Banda- ríkjamenn fljótir að opna budduna," sagði hann og taldi að íslendingar ættu ekki að koma í veg fyrir þessa flutn- inga svo framarlega sem ekki væri um sjúkdómahættu að ræða. Leikrit í kringum Keikó Einar K. Guðfínnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fullyrti að öfgasinnuð samtök um hvalavernd væru að setja á svið leikrit í kringum Keikó vegna þess að þau sæju sér fjárhagslegan hag af því. Af þeim sökum væri fráleitt að tengja málefni Keikós þeirri spurningu hvort hér væru veiddir livalir eða ekki. Svanfríður Jónasdóttir, þing- maður þingflokks jafnaðar- manna, kvaðst ósammála Ein- ari. „Afhveiju erum við ekki farin að veiða hval? Einfald- lega vegna þess að það hefur ekki verið sjálfstætt mál. Við höfum þurft að taka tilllit til ýmissa hagsmuna annarra en okkar eigin í því máli,“ sagði hún. Svanfríður sagði að menn hlytu að velta því fyrir sér hvort „Keikó-skoðun“ og hval- veiðar færu saman. Sagði hún að ef til þess kæmi að Keikó yrði fluttur til íslands yrði erfítt fyrir íslensk stjórnvöld að sannfæra umheiminn um réttmæti þess að veiða hvali. „Hvað er auðveldara en að segja þá: heyrðu, þeir ætla að fara að veiða Keikó,“ spurði Svanfríður og velti því upp hvernig Islendingar ætluðu að svara því. Siv Friðleifsdóttir, þingmað- ur Framsóknarflokks, benti í lokin á að það væru mjög skiptar skoðanir um það hvort Bandaríkjamenn og alþjóð- aumhverfið myndu tengja há- hyrninginn Keikó við til dæmis hrefnuveiðar. „Sjá Bandaríkja- menn mikinn mun á háhyrn- ingi og hrefnu? Ég sjálf efast um það,“ sagði hún m.a.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.