Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 29 AÐSENDAR GREINAR Af hverju lágmarkslaun? ERU SKILYRÐI á Islandi fyrir lagasetn- ingu um lágmarkslaun? Undirritaður hefur lagt fram frumvarp til laga um að lögbundin lág- markslaun á Islandi skuli vera 85 þúsund krónur fyrir fulla dag- vinnu. Fyrir næstum 50 ár- um bað Georg Stigler hagfræðinga að vera „hreinskilna og bera fullkomlega saman“ að hækkun lágmarkslauna leiddi til minnkandi at- vinnu. Röksemdafærsl- an að baki þessari spá er einfóld og sannfærandi. Samkvæmt því líkani sem sett er fram í nánast öllum inngangsverkum um hagfræði veldur hækkun lögboðinna lág- markslauna því að atvinna minnkar meðal verkamanna á lágmarkslaun- um. Pessi röksemdafærsla hefur sannfært flesta hagfræðinga. Skoð- anakannanir sýna að meira en 90% atvinnuhagfræðinga eru sammála um þá spá að hækkuð lágmarkslaun leiði til minnkandi atvinnu. Þessi ein- hugur er sérlega athyglisverður í starfsgrein sem alkunn er fyrir hat- rammar deilur. En það er einn galli á öllu saman: sönnunargögnunum ber ekki saman um að hækkun lág- markslauna minnki atvinnu. I bókinni Myth and Measurement sem er skrifuð af þekktum hagfræði- prófessorum við Princeton háskóla í Bandaríkjunum eru sett fram ný gögn sem sýna að nýleg dæmi um hækkun lögboðinna lágmarkslauna hafi ekki haft þau neikvæðu áhrif sem skólabókadæmið segir til um. Sum hinna nýju gagna benda til já- kvæðra áhrifa hækkana lágmarks- launa á atvinnustigið; flest sýna yfir- leitt engin áhrif. Þegar eldri rann- sóknir á lágmarkslaunum eru skoð- aðar að nýju kemur ekkert í ljós sem styður þá kenningu að lögboðin lág- markslaun minnki atvinnu. Ef fallist er á niðurstöður sem þessi bók rök- styður kann að fara svo að þær setji spumingarmerki við hið hefðbundna líkan atvinnumarkaðarins sem ráðið hefur skoðunum hagfræðinga síðast- liðna hálfa öld. Hver eru möguleg áhrif lögbindingar? Það er ástæða til að gera grein fyrir nokkrum frávikum varðandi vinnu- markað lágtekjuhópa og lögboðin lágmarkslaun. Hækkun lágmarks- launa leiðir til stöðu þar sem verka- menn, er áður þáðu mismunandi laun, fá allir greidd hin nýju lág- markslaun. Þetta kemur illa heim og saman við þá skoðun að sérhverjum verkamanni hafi áður verið greidd upphæð sem svaraði nákvæmlega til vh'ðis hans. Hækkun lágmarkslauna hefur einnig í fór með sér „gáru- áhi-if ‘ sem leiða til launahækkana til þeirra sem áður þáðu laun fyrir ofan lágmarkslaunin. Það kemur hins vegar meira á óvart að hækkun lág- markslauna virðist ekki valda sam- svarandi minnkun fríðinda. Ef það væri aðeins ein rannsókn sem leiddi í ljós afbrigðilegar niður- stöður um áhrif lögboðinna lág- markslauna á atvinnu, mætti auð- veldlega horfa framhjá henni. En það er erfitt að líta framhjá þeim víð- tæku rökum sem sett eru fram í þessari bók. í heild vekja niðurstöð- urnar verulegar efasemdir um þá einfóldu skólabókakenningu sem hagfræðingar nota til þess að skýra áhrif lágmarkslauna. Þær veita einnig tækifæri til þess að setja fram og prófa aðrar kenningar um það hvernig atvinnumarkaðurinn hegðar sér. Sem viðleitni í þá átt, eru sett fram og metin nokkur líkön í bókinni sem fela aðeins í sér smávægileg frá- vik frá kennslubókalíkaninu, en skýra samt breiðara svið viðbragða við áhrifum lágmarkslauna. Hvers vegna er um- ræðan svona fyrir- ferðarmikil? Ástæðan fyrir því að umræða um lágmarks- laun er svo fyrirferðar- mikil í hagfræði og stjórnmálum er sú að flestir einstaklingar þiggja einhvern tíma á ævinni lágmarkslaun. Aætlað hefur verið að meira en 60% alls vinn- andi fólks hafi unnið á lágmarkslaunum ein- hvern tíma á starfsferl- inum. Hverju sinni eru þó aðeins 5% vinnandi fólks á lágmarkslaunum. Þar sem þeir sem þiggja lágmarkslaun eru að mestu leyti úr hópi lágtekjufólks og minnihlutahópa, hafa lágmarks- laun einnig verið áhugamál umbóta- sinna. Margir frjálslyndir hagfræðingar finna að lágmarkslaunum. Þeir halda því fram að jafnvel þótt lág- Hækkun lágmarks- launa, segir Gísli S. Einarsson, leiðir til stöðu bar sem verka- menn, er áður báðu mismunandi laun, fá allir greidd hin nýju lágmarkslaun. markslaun kunni að leiða til þess að láglaunahópar fái örlítið stærri sneið af kökunni, þá leiði þau einnig til þess að aðrir verkamenn sem eiga jafngott skilið séu útilokaðir frá vinnumarkaðinum. William Baumol og Alan Blinder skýrðu þetta svo í kennslubók sinni árið 1979: „Meginafleiðing lágmarks- launa er ekki launahækkun ófag- lærðra verkamanna heldur tak- mörkun á atvinnutækifærum þeirra." Á svipaða leið skrifuðu Ro- bert Heilbroner og Lester Thurow (1987): „Lágmarkslaun hafa tvíþætt áhrif. Þau hækka laun þeirra sem hafa vinnu en kunna að leiða til þess að aðrh' missi vinnuna." Gagnaðilar í þessari deilu eru um- bótasinnar, stjómmálamenn og aðr- ir sem ekki hafa lagt stund á hag- fræði. Meðal stuðningsmanna lög- boðinna lágmarkslauna má nefna Franklin D. Roosevelt, Martin Luther King yngri, A. Philip Randolph, Walter Reuther, Edward Filene og Beatrice og Sydney Webb. Meðal háskólamanna eru það oft félagsfræðingar sem styðja lög- boðin lágmarkslaun. Margir sem ekki eru hagfræðimenntaðir efast um hagfræðikenningar og gera lítið úr spám um að hækkuð lágmarks- laun leiði til minnkandi atvinnu en leggja þess í stað áherslu á mögu- leika þess að hækka laun þeirra lægst launuðu. Mismunandi skoðanir almennings og hagfræðinga Athyglisverðast er að almenning- ur hefur yfirleitt ekki sömu nei- kvæðu skoðun á lágmarkslaunum og hagfræðingar. Kannanir sýna að meirihluti almennings styður oft hækkun lágmarkslauna. Könnun sem gerð var árið 1987 (Gallup 1987) sýndi til að mynda að þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönn- um studdu hækkun. Enn meiri stuðningur kemur í ljós í könnunum meðal lágtekjufólks, þess fólks sem hagfræðingar segja að líði helst fyr- ir lágmarkslaunin. Skoðanir skipt- ast þó jafnar þegar spurt er hvort lágmarkslaun minnki atvinnu. Skoð- anakönnun sem gerð var árið 1987 sýndi að 24% aðspurðra voru „mjög sammála" þeirri staðhæfingu að „hækkun lágmarkslauna mundi valda einhverri minnkun atvinnu“, en 22% voru „mjög ósammála". Að mati greinarhöfundar gefur þessi umræða, sem hér hefur verið gerð grein fyrir, tilefni til að skoða stöðu fólks með lægstu laun, stöðu þeirra sem þiggja bætur, ellilaun, eða hvers konar lífeyri sem það þarf að framfleyta sér á. Mín niðurstaða er að hagfræðiniðurstaða Myth and Measurement sé að hagstæðast sé fyrir þjóðarhag, hagvöxt, heimilin, fyrirtækin, fjárfesta, og fjölskyldur að fínna út hvað lágmarkslaun þurfi að vera há í krónum talið þannig að einstaklingurinn hafi þann afgang umfram nauðþurftir að hann geti með neyslu lagt eðlilegan skerf til hagvaxtar á Islandi. Höfundur er þingmaður Alþýðu- flokksins á Vesturlandi. í Linsunni starfar sérmenntaö fólk sem veitir þér faglega ráögjöf og þjónustu við val á réttum linsum. Augun þ1n eiga það skiliö aö þú gerir kröfur. UN5AIM Aðalstræti 9 sími 551 5055 Gísli S. Einarsson Fermingarmyndir BARJIA^FJÖLSKYLDU LJOSMYNDIR Ármúla 38 • sími 588-7644 Gunnar Leifur Jónasson Pakistanskar vörur Rýmingarsala v/flutnings Allt að 50% afsláttur Háholtl 14, Mosfellsbæ (annar eigandi, áður Karatchi, Armúla) Sfðir leðurfrakkar st. S-XXXL, jakkar, koparstyttur, kínasilki, ullarteppi frá Kasmlr, reiðskálmar, útskornar gjafavörur. Opið virka daga frá kl. 13-18 Opið laugardag frá kl. 13-16 Verið velkomin. Símar 566 8280 og 566 6898 (á kvöldin). Ráðstefna um ártalið 2000 og vandamál tengd því í tölvum og tæknibúnaði á Grand Hótel Reykjavík, Gullteigi þriðjudaginn 17. mars nk. kl. 13.00 Ráðstefnustjóri: Guðbjörg Sigurðardóttir deildarstjóri í forsætisráðuneytinu Dagskrá ráðstefnunnar; 13.00-13.10 Setning ráðstefnu Þórhallur Arason formaður stjómar opinberra innkaupa 13.10-13.25 Almenn umfjöllun um vandamál tengd ártalinu 2000 og dagskrá kynnt Guðbjörg Sigurðardóttir deildarstjóri 13.30-14.00 Niðurstöður könnunar á aðgerðum ríkisstofnana varðandi ártalið 2000 Júlíus S. Ólafsson forstjóri 14.00-14.30 Ríkisendurskoðun - álit og aðgerður Sverrir Geirmundsson ríkisendurskoðun 14.30-15.00 Kaffihlé Seljendur kynna lausnir 15.00-15.30 Reiknistofa bankanna - og árið 2000 vandamálsins Guðmundur Guðmundsson deildarstjóri 15.30-16.00 Flugleiðir - aðgerðir til úrlausnar á 2000 vandamálinu Leifur Magnússon ’ framkvæmdastjóri flugflota- og öryggissviðs 16.00-16.30 Seljendur kynna lausnir Aðilar að ráðstefnunni: Ríkiskaup, RUT nefndin, Verkefnisstjóm um upplýsingasamfélagið, Samtök ísienskra sveitarfélaga, Seðlabanki fslands, Rfkisendurskoðun, Rfkisbókhald, Verslunarráð íslands, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunarinnar- Félag íslenskra stórkaupmanna og Kaupmannasamtök íslands. Ráðstefnugjald kr. 2.000. - Skráning í síma 552 6844. Laugavegi 51 Sími: 552 5100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.