Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 9 FRÉTTIR Listi sjálfstæðismanna í nýju sveitarfélagi Magni í efsta sæti SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í nýju sameinuðu sveitarfélagi Eskifjarðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðar hafa á félagsfundum samþykkt til- lögu uppstillingarnefndar að fram- boðslista vegna sveitarstjórnakosn- inga 23. maí 1998. Listinn er þannig skipaður: 1. Magnús Ki'istjánsson skipstjóri, 2. Andrés Elísson rafíðnfræðingur, 3. Jóhanna Hallgrímsdóttir leikskóla- stjóri, 4. Hörður Þórhallsson fram- kvæmdastjóri, ð. Magnús Sigurðs- son verktaki, 6. Arni Helgason for- stöðumaður, 7. Isak J. Ólafsson sveitarstjóri, 8. Helgi Friðrik Kemp Georgsson tölvuður, 9. Guðrún Vík- ingsdóttir hái-greiðslumeistari, 10. Heiðberg Hjelm bóndi, 11. Erla Vignisdóttir húsmóðir, 12. Jón Kr. Ólafsson rafvirki, 13. Lúðvík Vignis- son trésmiður, 14. Þórey Sigfúsdótt- h- húsmóðir, 15. Jens Garðar Helga- son háskólanemi, 16. Sigurður H. Sigurðsson iðnnemi, 17. Sveinn Sveinsson tæknifræðingur, 18. Bene- dikt Jóhannsson verkstjóri, 19. Þor- grímur Þorgi'ímsson rennismiður, 20. Elínborg Þorvaldsdóttir trygg- ingafulltrúi, 21. Sigurjón Ólason fv. verkstjóri og 22. Aðalsteinn Jónsson forstjóri. -------»♦♦------ Myllan undir- býr áfrýjun FORRÁÐAMENN Myllunnar- Brauðs eru nú að undh-búa að áfrýja til áfrýjunarnefndar samkeppnis- mála úrskurði samkeppnisráðs þess efnis að samruni fyi’irtækisins við Samsölubakarí sé óheimill. Gert er ráð fyrir að áfrýjunin verði send í næstu viku. Kolbeinn Ki'istinsson, fram- kvæmdastjóri Myllunnar, tjáði Morgunblaðinu í gær að verið væri að safna gögnum vegna áfrýjunar- innar. Bjóst hann við að því yi'ði lok- ið næstu daga og að málið yrði sent áfrýjunarnefnd siðari hluta næstu viku eða rétt áður en fjögurra vikna frestur til áfrýjunar rennur út. -------♦-♦“♦---- Veikur sjómaður sóttur í þyrlu Er á batavegi LIÐAN sjómannsins sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti um borð í togara í fyrrinótt er eftir atvikum góð, að sögn læknis á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Togarinn var staddur um 100 sjó- mílur vestur af Látrabjargi þegar maðurinn veiktist skyndilega. Þyi'la Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, var send af stað að sækja hann um kl. 23 í fyrrakvöld, en skömmu eftir að hún var lögð af stað kom í ljós bilun og var þyrlunni snúið við til Reykjavík- ur. TF-SIF fór af stað eftir mannin- um um miðnættið og lenti við Sjúkrahús Reykjavíkur kl. 2.40. Hann var á batavegi í gær að loknum rannsóknum og læknismeðferð. -------♦-♦-♦---- Staðinn að hnupli undir áhrifum fíkniefna PILTUR á sautjánda ári undir áhrif- um fíkniefna var staðinn að hnupli í nýlenduvöruverslun í Kópavogi í fyrrakvöld. Að sögn lögreglu var pilturinn auðsjáanlega undir áhrifum og við- urkenndi hann að hafa verið nýbúinn að sprauta sig. Á honum fannst sprauta með efnisleifum. Hann gisti fangageymslu um nóttina, var yfír- heyrður í gærmorgun og sleppt að yfirheyi'slu lokinni. Árshátíöir, starfsmannahópar, fundir, rábstefnur, afmæli, brúbkaup, jólahlabborb, fermingar... - Veislusalir fyrir allt ab 350 manns. Veisluhöld allt árið Skíðaskálinn Hveradölum Veitingahús og veisluþjónusta frá 1935. Boröapantanir ísíma 567-2020, fax 587-2337. 1 Nýkomið frá GlOltf dragtir kjólar peyöur frakkar Laugavegi 83 • Sími 362 3244 FULL VERSLUN AFNÝJUM VÖRUM U(LL Skólavörðustíg 4b Sími 551 3069 Blað allra landsmanna! -kjarni málsins! Urval fallegra muna Aiitík munir, Klapparstíg 40, síni 552 7977. Þú kaupir ein gleraugu færð önnur FRÍTT ! ! Á við gleraugu sem kosta 19.000,- kr. og yfir. Z7& |Nikon| A GLERAUGNAVERSLUN 1 Reykjavíkurvegur 22 220 Hafnarfjörður S. 565-5970 www. itn. is/sjonarholl Vektu athyqli í glæsifatnaði frá Gala QAO/ staðgreiðsluafsláttur /O fimmtudag - föstudag - laugardag Opið kl. 11—18 virka daga °g laugardagkl. 11—14. Laugavegi 101, sími 562 1510. GM tískuhús - Áiftamýri 7 Glæsilegur fatnaður ungu konuna EPISODE Gönguskór (7.407) GRITEX-innrabyrði, öndun Lykkjur Mjúkur stuðningur, bólstraður Sterkur hælkappi, stuðningur, SUPPORTSYSTEM THERMOFORM-innrisóli D-hringir jafna álagið á reimar Hágæðaleður, NABUK Grandagarði 2, Rvik, sími 552-8855 og 800-6288. Opið virka daga 8-18 og laugard. 10-14. Stórgóðir Grisport-gönguskór í stærðum 36-47. Öndunarefnið tryggir vellíðan í hvaða veðri sem er - allt árið. Thermoform-innrisóli og höggdempun í sóla. SENDUM UM ALLT LAND Góð grjótvörn úrgúmmf Laust innlegg aðlagast að fætinum Stamur sóli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.