Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 41 MINNINGAR SIGRÍÐUR Þ. M. KJERULF + Sigríður Þ. M. Kjerulf fæddist á ísafirði þann 1. júlí 1910. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík aðfara- nútt 5. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Þórðar- dóttir Kjerulf, f. 6. ágúst 1879, d. 14. október 1953, og Eiríkur Kjerulf, læknir á ísafirði, f. 19. desember 1877, d. 23. nóvember 1949. Sigríður átti tvo bræður, annar lést er hann var tveggja ára, en Áskell Kjerulf, f. 1. febr- úar 1912, d. 17. júlí 1989, var kvæntur Sigrúnu Kjerulf, f. 7. aprfl 1900, d. 24. maí 1992. Sonur þeirra er Áskell Kjerulf, f. 15. júlí 1942, búsettur í Svíþjóð. Sigríður var stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1930 og starfaði eftir það hjá O. Johnson & Kaaber hf. eða í rúm 55 ár. Utför Sigríðar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Þegar við undirritaðar hófum störf hjá O. Johnson & Kaaber hf. kynntumst við Sigríði Þ.M. Kjerulf og fór ekki fram hjá okkur, að þar var á ferð stórbrotin kona með ákveðnar skoðanir. Dídí, eins og hún var ætíð köll- uð, fæddist á ísafirði, hún kom ung að árum til Reykjavíkur en þar átti hún stóran frændgarð, sem hún mat mikils alla tið. Hún naut góðs atlætis í æsku og bjó við mikið ástríki og hafði gaman af að rifja upp minningar frá ísa- fírði æsku sinnar. Hún var ein fárra útvalinna kvenna af sinni kynslóð sem áttu þess kost að fara í Menntaskólann í Reykjavík og lauk hún stúdentsprófi árið 1930. Hún hóf störf hjá O. Johnson & Kaaber hf. að stúdentsprófi loknu og vann þar í rúm 55 ár og kynnt- ist þar bókhaldsstörfum frá því að handskrifað var standandi við hátt púlt og þar til tölvutæknin kom til sögunnar, en það voru erfiðar breytingar í starfi hennar. Hún var hannyrðakona mikil og sat ætíð við hannyrðir í hádegis- hléi sínu hjá Kaaber. Þegar sjónin fór að daprast hætti hún að sauma út og tók upp prjóna eða heklunál, því að ekld mátti nota gleraugu eða viðurkenna að sjónin væri orð- in léleg og ekki var það sjóninni að kenna ef tölur rugluðust heldur lé- legri birtu. Hún fylgdist vel með málefnum líðandi stundar, hafði unun af lestri góðra bóka og sótti leiksýn- ingar sér til mikillar ánægju en hún hafði fasta miða á leiksýning- ar í Iðnó og Þjóðleikhúsinu árum saman. Hún var hrókur alls fagn- aðar á mannamótum og mikia ánægju hafði hún af að hitta skólasystkin sín úr menntaskóla á hinum árlegu samkomum þeirra. Á merkisdögum og hátíðarstund- um hjá frændfólkinu átti hún sinn heiðursess. Eldri borgarbúar muna hana sem mikla dömu, sem ætíð var með barðastóra hatta jafnt í logni sem hávaðaroki. Dídí var mikil heimskona og hafði ferð- ast víða um heim með æskuvin- konu sinni Auði. Eftir að Dídí hætti störfum fór smátt og smátt að halla undan fæti hjá henni. Hún var mjög sjálfstæð kona og bjó ein í sinni íbúð á Vífilsgötunni, raunar leng- ur en stætt var, en hún var lánsöm að fá sem nágranna Guðna Jónsson sem leit til með henni og fór ýmissa erinda fyrir hana, m.a. vílaði hann ekki fyrir sér að kaupa fyrir hana naglalakk, en fyrir karlmann kominn fast að áttræðu eru það óvenjuleg innkaup. Vilj- um við nota tækifærið og þakka Guðna allt það sem hann gerði fyrir Dídí. Einnig er vert að geta um einstaka ræktarsemi fyrrver- andi forstjóra 0. Johnson & Kaaber hf., Ólafs Ó. Johnson, en hann lét sér annt um líðan hennar með símhringingum og heimsókn- um þar til yfir lauk. Við viljum þakka starfsfólki deildar A-3 á Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða umönnun en þar dvaldi hún frá því í júlí 1995. Við kveðjum vinkonu okkar Dídí, þökkum elsku hennar í okkar garð og óskum henni Guðs bless- unar. Megi hún hvfla í friði. Guðríður og Katrín. Alltaf er hann að minnka hóp- urinn okkar bekkjarsystkinanna. Og segir þar skiljanlega aldurinn tfl. Við vorum um 50 talsins sem á alþingishátíðarárinu 1930 lukum stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Nú hafa þrjár af okkur níu, sem fyrir 68 árum settum upp hvítu kollana, kvatt hópinn. Sú síðasta var Sigríður Kjerúlf - eða Dídí okkar, eins og við alltaf kölluðum hana. Vissulega setur mann oftast hljóðan, þegar fréttin berst um lát góðs vinar, og vorum við bekkjar- systur Dídíar hér engin undan- tekning. Þó vitað væri, að Dídí hafði um langan tíma átt við van- heilsu að stríða, þá kom lát hennar okkur á óvart. Við bekkjarsystkinin höfum haldið þeirri venju - allt til síðast- liðins árs, að hittast til samfagnað- ar einu sinni á ári. Eigum við því margar ógleymanlegar endur- minningar frá þeim samfundum sem við áttum þar með Dídí okkar, sem lét sig þar sjaldnast vanta meðan heilsan leyfði. Þar var hún ávallt hress og kát að vanda og átti sinn ósvikinn þátt í því að hressa upp á samkunduna. Það var vissulega aldrei nein lognmolla kringum hana Dídí. Má með sanni segja að hún hafi með hispurslausum orðum sínum lagt sitt af mörkum, hvort heldur um- ræðumar snerust almennt um bókmenntir, ættfræði eða jafnvel stjómmál. Alltaf stóð Dídí án óskammfeilni fast á sinni skoðun, svo við bekkjar- systur hennar gátum ekki annað en dáðst að því, hve víðlesin hún var og studdi mál sitt föstum rökum. Yfir Dídí var ávallt mikil reisn og höfðingsbragur - já, allt til hins síðasta. Nú er Dídí ekki lengur í hópnum okkar, sem tæpast nú lengur getur staðið undir því naíhi að kallast hópur, svo fá erum við enn á lífi. En við vorum fyrsti stúdentahóp- urinn sem Pálmi Hannesson rekt- or útskrifaði. En minningamar eigum við áfram - við sem enn eftir lifum. Og sú mynd sem Dídí skilur eftir sig í hugum okkar, heldur áfram að marka sín spor um ógleymanlega og kæra bekkjarsystur. Hún var sérstakur persónuleiki sem við munum ávallt minnast með þakk- læti og virðingu. Við vottum bróðursyni og öðru frændfólki samúð okkar. Bekkjarsystur. Morgunblaðið/Árni Sæberg. GUÐRXJN Ágústsdóttir lék fyrsta leikinn á Reykjavíkurskákmótinu fyrir Ivan Sokolov í skák hans við John Richardson. Þorsteinn Þorsteinsson, skákdómari, fylgist með. Stórmeistarar í basli SKÁK Taflfélag Reykjavík- ur, Faxafeni 12, 10.—18. mars 18. REYKJAVÍKUR SKÁKMÓTIÐ Þrátt fyrir mikinn styrkleikamun í fyrstu umferð Reykjavíkurskák- mótsins varð mikið um óvænt úrslit. BRAGI Halldórsson hefur verið mikill stórmeistaraskelfir á undan- fomum alþjóðamótum og það leit út fyrir að hann bætti Englend- ingnum Tony Miles í safnið. En Braga fataðist úrvinnsla í endatafli og Miles slapp með skrekkinn og hélt jafntefli. Jóhann H. Ragnarsson vann stigaháa sænska alþjóðameistar- ann Slavko Cicak (2.480) í fyrstu umferð og var það besti árangur íslendings. Margir efnilegir ís- lenskir skákmenn bitu í skjaldar- rendur og héldu jafntefli gegn mjög sterkum og þrautreyndum andstæðingum. Þar á meðal var Arnar E. Gunnarsson, en skák hans við Danann Erling Morten- sen varð 100 leikir. Davíð Kjart- ansson hélt jafntefli við Svíann Jesper Hall, Tómas Björnsson náði að verja erfiða stöðu gegn einum sterkasta skákmanni Þýskalands, Stefáni Kindermann. Þá gerði Bjöm Þorfinnsson jafn- tefli við enska stórmeistarann Stuart Conquest í mikilli baráttu- skák. Rými fyrir 66 keppendur í fé: lagsheimili TR er í það þrengsta. í fyrstu umferð vom skákir íslensku stórmeistaranna á mótinu ekki sýndar á veggtafli og er það miður. Þeir sem koma til að horfa á mótið vilja geta fylgst með skákum okkar bestu manna. Urslit 1. umferðar Sokolov, Bosníu-Richardson, Engl. 1-0 Bragi Halldórsson-Miles, Englandi 'k-'k C Hansen, Danm.-R Olsen, Fær. 'k-'k Stefán Kristjánsson-Nick De Firmian 0-1 Nijboer, Hollandi-Lehikoinen, Finnl. 1-0 Arinbj. Gunnarss.-Christianssen, BNA 0-1 Agdestein, Noregi-Bjöm Fr. Bjömsson 1-0 Tómas Bj.-Kindermann, Þýskal. 'k-'k Gausel, Noregi-Gunnar Finnlaugsson 1-0 Július Friðjónss.-Hannes H. Stefánss. 'k-'h R. Lettlandi-R. Rasmussen, Fær. 1-0 Sigurbjöra J. Bjömss-Davies, Engl. 0-1 Djurhuus, Noregi-Kristján Eðvarðsson 1-0 Araar E. Gunnarss.-Mort., Danm. 'k-'k Helgi Ólafsson-Jón Á. Halldórsson 1-0 Stefán Briem-Hector, S víþj óð 0-1 Ákeson, Svíþj.-Wiese, Þýskalandi 1-0 Torfi Leósson-Gallagher, Sviss 0-1 Ward, Englandi- Heimir Ásgeirsson 1-0 Petermann,Þýskal.-ÞrösturÞórhallss. 0-1 Cicak, Svíþjóð-Jóhann H. Ragnarsson 0-1 Björa Þorfinnss.-Conquest, Engl. 'k-'k Hall, Svíþjóð-Davíð Kjartansson 'h - ‘k Einar K. Einarss.-Van der Weide, Holl. k-'k M. Ivanov, Rússl.-Schubert, Austnrr. 1-0 Þorv. F. Ólafss.-Westerinen, Finnl. 0-1 Hillarp-Perss., Sví.-Guðj. H. Valgarðss. 1-0 Halldór Pálsson- Jón V. Gunnarsson 0-1 Björgvin Jónss.-Helgi E. Jónatanss. 'k-'k Hrannar Baldursson-Jón G. Viðarsson 0-1 Bradbury, Engl.-Sig. P. Steindórsson 1-0 Hjalti R. Ómarsson-Dewenter, Þýskal. 0-1 Schmied, Þýskal.-ÁskeU Öra Káras. 'k-'h Islandsmót bamaskólasveita íslandsmót bamaskólasveita 1998 fer fram dagana 14. og 15. mars næstkomandi og hefst tafl- mennskan kl. 13 báða dagana. Teflt verður í húsnæði Taflfélags- ins Hellis að Þönglabakka lf Reykjavík. Tefldar verða níu um- ferðir, umhugsunartíminn er 20 mínútur á skákina fyrir hvern keppanda. Keppt er í fjögurra manna sveitum, auk varamanna. Keppendur skulu vera fæddir 1985 og síðar. Skráning sveita fer fram hjá Skáksambandinu í síma 581 9141, frá kl. 10-13 virka daga. Netskákmót framhaldsskóla Skákskóli íslands efnir til fyrsta^ netskákmóts framhaldsskóla sunnudaginn 15. mars klukkan 14. Um er að ræða liðakeppni og verð- ur hvert lið skipað tveimur skák- mönnum. Hver skóli má senda fleiri en eitt lið. Tefldar verða 7 umferðir og umhugsunartíminn er 15 mínútur auk þess sem 4 sekúnd- ur bætast við fyrir hvem leik. Því má gera ráð fyrir að mótið taki 4-5 klst Teflt verður á ElCS-skák- þjóninum. Nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst til Halldórs Grétars Einarssonar (hge@ejs.is). Þeir sem ekki hafa forrit til að tefla á netinu geta nálgast slíkt forrit á httpy7rvik.ismennt.is/asb/netskak.e xe. Einnig eru upplýsingar um^ mótið á skáksíðunni: www.vks.is/ skak. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson SHARP F-1500 • Faxtæki,sími, símsvari • Windows prentari, HK skanni oa tölvufax fyrir stæroing, A4 Faxtæki verb frá 23.900,- B R Æ Ð U R N I R - kjarni málsiiis! SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 5= 1781237 = KK I.O.O.F. 11 = 1783128'/2 s Fr. □ MÍMIR 5998031219 11 □ Hlín 5998031219 VI Landsst. 5998031219 VII Frímúrarareglan Netfang: isholf.is./frmr Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Kl. 20.00 lofgjörðarsamkoma í umsjá Rannvá og Sigga. Allir hjartanlega velkomnir með- an húsrúm leyfir. Aðaldeild KFUK, Holtavegi Fundur í kvöld kl. 20.30. „Fastan og páskahald i suðurríkj um Bandaríkjanna." Umsjón: Sr Frank M. Halldórsson. Upphafs- orð: Guðmundur Hjartarson. Allir karlmenn velkomnir. Frá Sálar- > W1 rannsóknar- félagi íslands Opið hús fyrir félagsmenn sunnudaginn 15. mars kl. 14.00 í Garðastraeti 8. Kaffi, spjall, upp- lestur o.fl. Aðgangur ókeypis. SRF(. „Leiðin til velgengni" Krefjandi námskeið. 5 kvöld einu sinni í viku. ★ Að takast á við lok- aðar tilfinningar. ★ Meðvirkni og fíkn er flótti frá innri liðan. Bima Smith, ★ Að fella grímu loiðboinandi. hins falska persónuleika. ★ Sköpun allsnækta. Að láta drauma sína rætast. ★ Að halda sér ungum og heil- rigðum. ★ Máttur bæna og hugarorkunnar. Einkatimar I heilun tilfinninga og innra barns. Upplýsingar í símum 553 6677 og 898 8220. Norðurljósin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.