Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 11 Breytingar á vísitölu neysluverðs Mars 1997 = 100 Tölurisvigum visa til Febrúar til mars1998 01 Matur og óáfengar drykkjarvörur (17,7%) 0116 Ávextir (1,1 %) 02 Áfengi og tóbak (3,5%) 03 Föt og skór (6,5%) 032 Skór (1,1%) 04Húsnæði, hiti og rafmagn (17,6%) ■ +0,6% 042 Reiknuð húsaleiga (8,3%) ! I +1,4"u 05 Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. (5,8%) | +0,2% 053 Raftæki (0,9%) -2,0% l i 06 Heilsugæsla (3,1 %) 0+0,5% 07 Ferðir og flutningar (15,3%) '0,3% H 0722 Bensín og olíur (4,2%) ( yy ) -1,3% £23 08 Póstur og sími (1,2%) -1,0% HIÉi 09 Tómstundir og menning (13,9%) | +0,3% 091 Sjónvörp, myndbönd, tölvur o.fl. (1,5%) -1,5% í l 10 Menntun (1,0%) 10,0% 11 Hótel, kaffihús og veitingastaðir (5,4%) HH +1 >1 % 126 Önnurþjónusta (1,3%) I ' f* -*i +2,5% VISIT. NEYSLUVERÐSI MARS: 102,4 stig | +0,4% VERÐBÓLGA I NOKKRUM RIKJUM Grikkland ÍSLAND Svíþjóð Spánn Ítalía Japan Finnland Danmörk Bandaríkin Noregur Holland Portúgal Bretland Lúxemborg írland Austurríki Þýskaland Frakkland Belgía Sviss | 0,0% Meðaltal ESB Viðskiptalönd Hækkun samræmdrar neysluverðsvísitölu frá janúar 1997 til janúar 1998 1,3% 1,4% N ey sluverðsvísital- an hækkar um 0,4% milli mánaða VÍSITALA neysluverðs hækkaði um 0,4% milli mánaðanna febrúar og mars, sem jafngildir 4,7% verð- bólgu umreiknað til árshækkunai’. Síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,7%, sem jafngildir 2,9% verðbólgu á ári, og síðustu tólf mánuði hefur vísitala neyslu- verðs hækkað um 2,4%. I frétt frá Hagstofu Islands segh’ að föt og skór hafi hækkað um 1,9%, sem leiddi til 0,12% hækkun- ar vísitölu neysluverðs. Hækkun á markaðsverði húsnæðis um 1,4% olli 0,11% hækkun vísitölunnar og matur og drykkjarvörur hækkuðu um 0,3%, sem leiddi til 0,06% hækkunar vísitölunnar. Hins vegar lækkaði bensínverð um 1,3%, sem hafði í fór með sér 0,06% vísitölu- lækkun. 1,3% að meðaltali í EES-ríkjum Verðbólgan í ríkjum á evrópska efnahagssvæðinu frá janúar 1997 til janúar 1998, mæld á samræmda vísitölu neysluverðs, var 1,3% að meðaltali. Verðbólga í Belgíu var 0,5%, í Frakklandi 0,6% og í Þýskalandi 0,8%. Verðbólgan á ís- landi á sama tímabili var 2,2% og í helstu viðskiptalöndum Islendinga 1,4%. Vísitala neysluverðs í mars 1998, sem er 182,7 stig, gildir til verð- tryggingar í apríl 1998. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbind- ingar, sem breytast eftir lánskjara- vísitölu, er 3.607 stig fyrir apríl 1998 Sjö ung-menni tekin með fíkniefni LÖGREGLAN í Kópavogi fann í fyrradag tæki til fíkni- efnaneyslu í bíl hjá átján ára pilti. í framhaldi af því var gerð húsleit í herbergi hans, þar sem sex ungmenni til við- bótar voru handtekin með nokkur grömm af fíkniefn- um. Skýrsla um „Vistvænt Island“ rædd á búnaðarþingi Allar íslenskar bú- vörur verði vottaðar í SKÝRSLU starfshóps um „Vist- vænt Island“, sem nú er rædd á Búnaðarþingi, er lagt til að stefnt verði að því að allar íslenskar bú- vörur verði vottaðar. Gert er ráð fyrir annars vegar vistrænni vottun sem byggi á gæðastýringu allan framleiðsluferil vöru, og hins vegar lífrænni vottun sem sé staðfesting á tilteknum framleiðsluháttum. Starfshópurinn ályktar að mik- ilvægt sé að íslensk matvæli verði vottuð á trúverðugan hátt til þess að undirstrika sérstöðu íslands í matvælaframleiðslu og hvað varðar umhverfismengun enda muni vist- vænt Island gefa landinu einstæða samkeppnisstöðu. Mikilvægt er talið að ísland verði fyrst allra landa til að lýsa því yfir að það sé vistvænt, enda muni það vekja um- talsverða athygli víða um heim og stuðla að ódýrri umfjöllun um land- ið, kosti þess og gæði. Rekja uppruna matvæla frá „haga til maga“ í skýrslunni kemur fram sú af- staða að vert sé að gefa sérstakan gaum kröfu neytenda um rekjanleg- an uppruna vörunnar, að hægt sé að rekja uppruna matvæla frá „haga til maga“ því æ fleiri séu reiðubúnir til að greiða ívið hærra verð fyrir vott- uð matvæli. Island ætti að einbeita sér að því að keppa á matvælamörk- uðum á grundvelli gæða fýrir sann- gjarnt verð og skapa sér sérstöðu með vistvænni framleiðslu, enda bendi flest til þess að stærstur hluti íslenskrar búvöruframleiðslu geti á skömmum tíma náð því marki að fá vistvæna vottun. Bændur munu þurfa að upp- fylla ýmsar kröfur til að fá afurðir búa sinna vottaðar en Kjartan Ólafsson, sem sat í starfshópnum og er jafnframt fulltrúi á Búnaðar- þingi, sagði í samtali við Morgun- blaðið ekki von á öðru en að bændur tækju tillögunum vel. Kröfurnar snúa m.a. að aðbúnaði og meðferð dýra, bann við notkun hormóna, takmörkunum á notkun lyfja og hjálparefna, aðgang að heilnæmu og ómenguðu drykkjarvatni, frá- rennsli og sorphirðu, banni við vatns- og jarðvegsmengun áburðar og að umgengni og umhirða á og við býli sé í samræmi við lög og reglu- gerðir. Jafnframt verði allar land- búnaðarafurðir merktar viðkomandi framleiðanda á þann hátt að ávallt sé hægt að rekja afurðina aftur til hans. Sama stefnumörkun í sjávarútvegi Guðmundur Bjarnason landbún- aðarráðherra skipaði starfshópinn snemma árs 1997 með það í huga að móta afstöðu til þess hvemig stuðla megi að því að landbúnaðurinn geti fært sér i nyt þau tækifæri til sókn- ar sem felast í opnara viðskiptaum- hverfi og til að koma í veg fyrir að hann verði undir í samkeppninni. Forsaga málsins er sú að Upp- lýsingaþjónusta landbúnaðarins réð í desember 1993 Baldvin Jónsson til þess að vinna að möguleikum á markaðssetningu íslenskra búvara undir merkjum hollustu, hreinleika og gæða og kynningum á slíkum hugmyndum meðal bænda og al- mennt í þjóðfélaginu. Baldvin sagði í samtali við Morgunblaðið að í raun væri sitt verkefni ekki bundið eingöngu við landbúnaðarafurðir. Að undanfórnu hefur hann einbeitt sér að íslensk- um sjávarafurðum en þótt mál séu skemmra á veg komin þar segir Baldvin að Island sé einnig þar vel í stakk búið til að skapa sér sérstöðu sem vistvænt land, enda teljist fisk- veiðar við Islandsstrendur nú harla vistvænar. Krafan um upprunavott- un sjávarafurða segir Baldvin fyrir- ferðarmikla en að vottunin sé til í ís- lenskum sjávarútvegi, rétt eins og hún sé til í skráningarkerfi land- búnaðarins. „Það þarf hins vegar að koma vottuninni á þannig að hún sé trú- verðug. Og til þess að hún sé trú- verðug þarf þetta að vera sam- kvæmt lögum viðkomandi lands og vottunarstofumar þurfa að fá lög- gildingu. Þannig verði fullkomið eft- irlit með öllu saman.“ Kcarlcalcorinn Laugardagmn 14, mars DAGSKRÁ: Karlakórínn Heimir með stórskemmtilega og fjölbreytta söngdagskrá. Söngstjóri: Stefán R. Gíslason. Einsöngvarar: Einar Halldórsson, Oskar Pétursson, Pétur Pétursson og Sigfús Pétursson. Undiríeikarar: Thomas Higgerson og Jón St. Gíslason. Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður og Jóhannes Kristjánsson slá á létta strengi. Álftageróisbrseður taka lagið. Kynnir: Geirmundur Valtýsson. [etkur fyrirdans^ tilkL*. Pantið með I góðum fyrirvara á skemmtiatriðin og missið ekki af vin- \ sælasta kór landsins, frábærum skemmti- \ kröftum og hljómsveit. Ihótel íslandi Miða- og borðapantanir í síma 533 1100. Verð 4.900, matur og sýning. 2.200, sýning. 1.000, dansleikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.