Morgunblaðið - 12.03.1998, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 11
Breytingar á vísitölu neysluverðs
Mars 1997 = 100
Tölurisvigum visa til
Febrúar til mars1998
01 Matur og óáfengar drykkjarvörur (17,7%)
0116 Ávextir (1,1 %)
02 Áfengi og tóbak (3,5%)
03 Föt og skór (6,5%)
032 Skór (1,1%)
04Húsnæði, hiti og rafmagn (17,6%) ■ +0,6%
042 Reiknuð húsaleiga (8,3%) ! I +1,4"u
05 Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. (5,8%) | +0,2%
053 Raftæki (0,9%) -2,0% l i
06 Heilsugæsla (3,1 %) 0+0,5%
07 Ferðir og flutningar (15,3%) '0,3% H
0722 Bensín og olíur (4,2%) ( yy ) -1,3% £23
08 Póstur og sími (1,2%) -1,0% HIÉi
09 Tómstundir og menning (13,9%) | +0,3%
091 Sjónvörp, myndbönd, tölvur o.fl. (1,5%) -1,5% í l
10 Menntun (1,0%) 10,0%
11 Hótel, kaffihús og veitingastaðir (5,4%) HH +1 >1 %
126 Önnurþjónusta (1,3%) I ' f* -*i +2,5%
VISIT. NEYSLUVERÐSI MARS: 102,4 stig
| +0,4%
VERÐBÓLGA I NOKKRUM RIKJUM
Grikkland
ÍSLAND
Svíþjóð
Spánn
Ítalía
Japan
Finnland
Danmörk
Bandaríkin
Noregur
Holland
Portúgal
Bretland
Lúxemborg
írland
Austurríki
Þýskaland
Frakkland
Belgía
Sviss | 0,0%
Meðaltal ESB
Viðskiptalönd
Hækkun samræmdrar
neysluverðsvísitölu frá
janúar 1997 til janúar 1998
1,3%
1,4%
N ey sluverðsvísital-
an hækkar um
0,4% milli mánaða
VÍSITALA neysluverðs hækkaði
um 0,4% milli mánaðanna febrúar
og mars, sem jafngildir 4,7% verð-
bólgu umreiknað til árshækkunai’.
Síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan
hækkað um 0,7%, sem jafngildir
2,9% verðbólgu á ári, og síðustu
tólf mánuði hefur vísitala neyslu-
verðs hækkað um 2,4%.
I frétt frá Hagstofu Islands segh’
að föt og skór hafi hækkað um
1,9%, sem leiddi til 0,12% hækkun-
ar vísitölu neysluverðs. Hækkun á
markaðsverði húsnæðis um 1,4%
olli 0,11% hækkun vísitölunnar og
matur og drykkjarvörur hækkuðu
um 0,3%, sem leiddi til 0,06%
hækkunar vísitölunnar. Hins vegar
lækkaði bensínverð um 1,3%, sem
hafði í fór með sér 0,06% vísitölu-
lækkun.
1,3% að meðaltali í
EES-ríkjum
Verðbólgan í ríkjum á evrópska
efnahagssvæðinu frá janúar 1997
til janúar 1998, mæld á samræmda
vísitölu neysluverðs, var 1,3% að
meðaltali. Verðbólga í Belgíu var
0,5%, í Frakklandi 0,6% og í
Þýskalandi 0,8%. Verðbólgan á ís-
landi á sama tímabili var 2,2% og í
helstu viðskiptalöndum Islendinga
1,4%.
Vísitala neysluverðs í mars 1998,
sem er 182,7 stig, gildir til verð-
tryggingar í apríl 1998.
Vísitala fyrir eldri fjárskuldbind-
ingar, sem breytast eftir lánskjara-
vísitölu, er 3.607 stig fyrir apríl
1998
Sjö ung-menni
tekin með
fíkniefni
LÖGREGLAN í Kópavogi
fann í fyrradag tæki til fíkni-
efnaneyslu í bíl hjá átján ára
pilti. í framhaldi af því var
gerð húsleit í herbergi hans,
þar sem sex ungmenni til við-
bótar voru handtekin með
nokkur grömm af fíkniefn-
um.
Skýrsla um „Vistvænt Island“ rædd á búnaðarþingi
Allar íslenskar bú-
vörur verði vottaðar
í SKÝRSLU starfshóps um „Vist-
vænt Island“, sem nú er rædd á
Búnaðarþingi, er lagt til að stefnt
verði að því að allar íslenskar bú-
vörur verði vottaðar. Gert er ráð
fyrir annars vegar vistrænni vottun
sem byggi á gæðastýringu allan
framleiðsluferil vöru, og hins vegar
lífrænni vottun sem sé staðfesting á
tilteknum framleiðsluháttum.
Starfshópurinn ályktar að mik-
ilvægt sé að íslensk matvæli verði
vottuð á trúverðugan hátt til þess
að undirstrika sérstöðu íslands í
matvælaframleiðslu og hvað varðar
umhverfismengun enda muni vist-
vænt Island gefa landinu einstæða
samkeppnisstöðu. Mikilvægt er
talið að ísland verði fyrst allra
landa til að lýsa því yfir að það sé
vistvænt, enda muni það vekja um-
talsverða athygli víða um heim og
stuðla að ódýrri umfjöllun um land-
ið, kosti þess og gæði.
Rekja uppruna matvæla frá
„haga til maga“
í skýrslunni kemur fram sú af-
staða að vert sé að gefa sérstakan
gaum kröfu neytenda um rekjanleg-
an uppruna vörunnar, að hægt sé að
rekja uppruna matvæla frá „haga til
maga“ því æ fleiri séu reiðubúnir til
að greiða ívið hærra verð fyrir vott-
uð matvæli. Island ætti að einbeita
sér að því að keppa á matvælamörk-
uðum á grundvelli gæða fýrir sann-
gjarnt verð og skapa sér sérstöðu
með vistvænni framleiðslu, enda
bendi flest til þess að stærstur hluti
íslenskrar búvöruframleiðslu geti á
skömmum tíma náð því marki að fá
vistvæna vottun.
Bændur munu þurfa að upp-
fylla ýmsar kröfur til að fá afurðir
búa sinna vottaðar en Kjartan
Ólafsson, sem sat í starfshópnum og
er jafnframt fulltrúi á Búnaðar-
þingi, sagði í samtali við Morgun-
blaðið ekki von á öðru en að bændur
tækju tillögunum vel. Kröfurnar
snúa m.a. að aðbúnaði og meðferð
dýra, bann við notkun hormóna,
takmörkunum á notkun lyfja og
hjálparefna, aðgang að heilnæmu
og ómenguðu drykkjarvatni, frá-
rennsli og sorphirðu, banni við
vatns- og jarðvegsmengun áburðar
og að umgengni og umhirða á og við
býli sé í samræmi við lög og reglu-
gerðir. Jafnframt verði allar land-
búnaðarafurðir merktar viðkomandi
framleiðanda á þann hátt að ávallt
sé hægt að rekja afurðina aftur til
hans.
Sama stefnumörkun í
sjávarútvegi
Guðmundur Bjarnason landbún-
aðarráðherra skipaði starfshópinn
snemma árs 1997 með það í huga að
móta afstöðu til þess hvemig stuðla
megi að því að landbúnaðurinn geti
fært sér i nyt þau tækifæri til sókn-
ar sem felast í opnara viðskiptaum-
hverfi og til að koma í veg fyrir að
hann verði undir í samkeppninni.
Forsaga málsins er sú að Upp-
lýsingaþjónusta landbúnaðarins réð
í desember 1993 Baldvin Jónsson til
þess að vinna að möguleikum á
markaðssetningu íslenskra búvara
undir merkjum hollustu, hreinleika
og gæða og kynningum á slíkum
hugmyndum meðal bænda og al-
mennt í þjóðfélaginu.
Baldvin sagði í samtali við
Morgunblaðið að í raun væri sitt
verkefni ekki bundið eingöngu við
landbúnaðarafurðir. Að undanfórnu
hefur hann einbeitt sér að íslensk-
um sjávarafurðum en þótt mál séu
skemmra á veg komin þar segir
Baldvin að Island sé einnig þar vel í
stakk búið til að skapa sér sérstöðu
sem vistvænt land, enda teljist fisk-
veiðar við Islandsstrendur nú harla
vistvænar. Krafan um upprunavott-
un sjávarafurða segir Baldvin fyrir-
ferðarmikla en að vottunin sé til í ís-
lenskum sjávarútvegi, rétt eins og
hún sé til í skráningarkerfi land-
búnaðarins.
„Það þarf hins vegar að koma
vottuninni á þannig að hún sé trú-
verðug. Og til þess að hún sé trú-
verðug þarf þetta að vera sam-
kvæmt lögum viðkomandi lands og
vottunarstofumar þurfa að fá lög-
gildingu. Þannig verði fullkomið eft-
irlit með öllu saman.“
Kcarlcalcorinn
Laugardagmn 14, mars
DAGSKRÁ:
Karlakórínn Heimir með stórskemmtilega
og fjölbreytta söngdagskrá.
Söngstjóri: Stefán R. Gíslason.
Einsöngvarar: Einar Halldórsson, Oskar Pétursson,
Pétur Pétursson og Sigfús Pétursson.
Undiríeikarar: Thomas Higgerson og Jón St. Gíslason.
Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður
og Jóhannes Kristjánsson
slá á létta strengi.
Álftageróisbrseður taka lagið.
Kynnir: Geirmundur Valtýsson.
[etkur fyrirdans^
tilkL*.
Pantið með I
góðum fyrirvara á
skemmtiatriðin og
missið ekki af vin- \
sælasta kór landsins,
frábærum skemmti- \
kröftum og hljómsveit.
Ihótel íslandi
Miða- og borðapantanir í síma 533 1100.
Verð 4.900, matur og sýning. 2.200, sýning. 1.000, dansleikur.