Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 27 Menntaskól- inn í Kópavogi BÆKUR Heimildarit SAGA MENNTASKÓLANS f KÓPAVOGI 1973-1983, 1983-1993 eftir Ingólf A. Þorkelsson. Utg.: Menntaskólinn í Kópavogi. Fyrra bindi 1983-1993, 1995, 280 bls. Síðara bindi 1973-1983, 1997, 260 bls. ENDA þótt þessi tvö snotru bindi séu vissulega Saga Menntaskólans í Kópavogi fyrstu tuttugu starfsár hans býst ég við að alveg eins megi líta á þau sem útvíkkað- ar skólaskýrslur. Þessi tuttugu ár eru jafnframt starfsár höfundar sem skólameistara. Eftir að hann lauk starfsferli sínum tók hann að sér að semja þetta tuttugu ára yfirlit. Má líka segja að hver sé sínum hnút- um kunnugastur. Eins og sést hér á undan kom bókin fyrir yngra tímabilið , út tveimur árum á eftir bókinni fyrir eldra tíma- bilið. En þannig var mál vaxið að eftir að höfund- ur hætti störfum við skólastjórn var honum falið að gera skýrslu um síðustu tíu árin. Er því var lokið ákvað hann að breyta einnig skýrslunni frá 1993 í sögu fyrstu tíu áranna sem skólinn starfaði. Hlaut hann til þess styrk frá menntamálaráðuneyti og Kópa- vogskaupstað. Enda þótt útgáfu sé þennan veg háttað þykir eðlilegra að gera grein fyrir þessum bókum í réttri sögu- legri tímai'öð. Bókin fyrir fyrra tímabilið skiptist í fimm kafla. í þeim fyrsta segir frá stofnun skólans og aðdraganda hennar, fyrstu skólasetningunni og þeim vanda sem við var að etja er ýtt var úr vör. Fremur getur sá kafli þótt þurr eða a.m.k. fyrri hluti hans, því að þar eru birt lagafrumvörp, þingsályktunartillaga, tillögur sveit- arstjórnar og nefndarálit. Síðan seg- h- frá stofnun skólans, bréfaskiptum í því sambandi og loks kemur setn- ingarræða skólameistara, löng og ítarleg og vandlega samin, svo og ávarp menntamálaráðherra. Allt er þetta að sjálfsögðu eins og vera ber og nauðsynleg byrjun. Næsti kafli ber heitið Stjórnand- inn í kröppum sjó. Það var á hinu fræga hippa-, popp- og uppreisnar- tímabili. Höfundur rekur talsvert andrúmsloftið eins og það var úti í heimi, í þjóðfélagi okkar og í öðrum framhaldsskólum og víkur síðan að sínum eigin skóla og segir frá nokkrum minnisverðum atburðum. En svo virðist sem sá krappi sjór hafí verið sigldur nokkuð farsællega, líklega vegna þess að sjaldnast var látið skerast verulega í odda. Oft er það líka affarasælast. Þá kemur kafli um húsnæðismál, baráttu við bæjarstjórn og ráðuneyti fyrir bættu húsnæði. Það var löng og ströng barátta, sem ekki var lokið þegai' þessi frásögn endar. Hlýtur hún að hafa tekið vel á taugarnar. Fjórði kaflinn, Félagslífíð, er all- langur. Þar er greint frá öllum helstu þáttum: Busavígslu, myi'ki'a- messu, árshátíð, drykkjutísku, dans- leikjum og ferðalögum, íþróttum, leiklist, tónlist, skólablaði, Fagur- skinnu, og loks er svo skrá um stjórnir nemendafélagsins. Stuttur kafli nefnist Kennslukerfi og kennslugreinar. Að lokinni al- mennri lýsingu segir frá skólanefnd og fyrsta fundi hennar. Skólasóknar- reglum er lýst og greint frá skóla- sjóði. Þá kemur að brautskráningu stúdenta og þar á eftir fer stúdenta- tal. Bókinni lýkur á nafnaskrá. Bókin fyrir tímabilið 1983-1993 er mjög áþekk hinni fyrri, eins og gefur að skilja. Þar er kafli um húsnæðismálin, sem að lokum fengu far- sælan endi. Félags- lífskafli er hér alllangur eins og fyrra sinnið. Þá eru kaflar um skóla- nefnd, starfslið, skóla- stjórn og stúdentatal. Hið nýja er kafli sem nefnist Skólasamningur- inn, en hann var gerður milli ráðherra mennta- mála og fjármála og bæjarstjóra Kópavogs- kaupstaðar um skólahald á fram- haldsskólastigi í Kópavogi. Er sá samningur birtur hér. Þá nefnist einn kafli Nýja kennslukerfið. Haustið 1982 var tekið að kenna eftir svonefndu kjarnakerfi sem er milli- leið milli hefðbundins bekkjarkerfís og áfangakei'fis. Er því kerfí og þró- un þess lýst. Stutt frásögn er af tíu ára afmæli skólans og önnur mun lengi'i af tuttugu ára afmælinu. I bókarlok er svo nafnaskrá. Eg efast um að jafn ítarleg saga um tuttugu ára skólastarf' hafí sést áður. Hún er vissulega fróðleg af- lestrar og vekur tvennt sérstaklega áhuga. Annað er að fá að fylgjast svo vel með mótun nýrrar stofnunar. Það getur verið mörgum lærdómsríkt. Hitt er að tímabilið frá 1973-1993 er á margan hátt áhugavert. Það hefst með miklu óróaskeiði hjá æskufólki, umbyltingu í viðhorfum og mati á Iífsgildum. Hitt er, að þegar líður á tímabilið verður mikil uppstokkun í skólakei'fi og kennsluháttum. Yfm hvort tveggja fær maður góða sýn í þessum bókum. Sagnfræðilega þenkjandi lesendur kynnu þó að segja að fullsnemmt sé að skrá þá sögu. Menn þui*fi að komast lengi'a frá henni. En hér er þó a.m.k. heim- ildarefni fyrir þá sem síðar koma. Saga Menntaskólans í Kópavogi er vandað rit frá höfundarins hendi. Hann sér að vísu sögu síns eigin skóla úr stól skólameistarans og er það vitaskuld sérstakur sjónarhóll, en hann á líka rétt á sér eins og hver annar. Varla verður komist hjá því að birta bréf sem fóru á milli yfír- valda, lagafrumvörp, þingsályktanir, reglugerðii' og samninga, en aldrei verðui' það skemmtilestm' talinn. Mikill fjöldi mynda er í báðum þessum bókum. Þæi' hafa flestar ótvírætt sögulegt gildi. Sigurjón Björnsson Ingólfur A. Þorkelsson Gísl í Fjölbrauta- skóla Vesturlands LEIKLISTAKLÚBBUR NFFA, Fjölbrautaskóla Vesturlands, frum- sýnir söngleikinn Gísl eftir Brendan Behan laugardaginn 14. mars kl. 20.30. Leikgerðin er í þýðingu Jónas- ar Árnasonai'. Sögusviðið er gisti- heimili Monsjúrs í Dublin á Irlandi þegai- barátta Breta og ÍRA er í full- um gangi. Bretar taka írskan pilt til fanga og halda honum í varðhaldi í Belfast. Til að svara fyrir sig tekur her ÍRA breskan dreng til fanga og telja þeir að fullkominn felustaður til að fela fangann sé gistiheimili Mon- sjúrs. Leikarar eru 15 en hátt í 90 nem- endui' koma að sýningunni. I sýning- unni er leikið á píanó, gítar, tromm- ur, bassa, fíðlu, harmonikku og þver- flautu. Allar sýningarnar fara fram í sal Fjölbrautaskóla Vesturlands, Akranesi. ÞÓRUNN Björnsdóttir með viðurkenningu frá Rotaryklúbbi Kópa- vogs. Hjá henni standa Guðmundur Arason, formaður viðurkenningar- nefndar, og Haukur J. Hauksson, forseti RK. I bakgrunni stendur Skólakór Kársness. Heiðursviðurkenn- ing vegna afreka á sviði tónlistar ÞÓRUNN Björnsdóttir, stofnandi og stjórnandi skólakórs Kársness í Kópavogi, hefur hlotið heiðursvið- urkenningu frá Rotaryklúbbi Kópavogs vegna framúrskarandi afreka á sviði tónlistar í bæjarfé- laginu. Þórunn Björnsdóttir lauk tón- menntakennaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík árið 1977 og hóf sama ár kennslu við Kársnes- skólann í Kópavogi og hefur kennt þar síðan. Arið 1975 stofnaði hún og sljórnaði Skólakór Kársness og hefur gert það síðan og kórinn hefur komið mjög víða fram á tón- leikum bæði innanlands og utan. Auk framanritaðs hefur Þórunn átt sæti f lista- og menningarráði Kópavogs, setið í stjórn Nordisk Musikpedagogisk Union, verið í framkvæmdanefnd um ár söngsins 1991-1992. Þá hefur hún fengið útgefnar tvær hljómplötur með Skólakór Kársness. Hún var sæmd riddarakrossi íslensku fálkaorð- unnar í desember 1997 fyrir störf að tónlistarmálum. Þórunn Björnsdóttir á fjögur börn. Eiginmaður hennar er Mar- teinn Hunger Friðriksson, dómorganisti. Morgnnblaðið/Þorkell Velína Nærfatnaður Laugavegi 4, sími 551 4473 - kjarni málsins! HONDA 4 d y r a 1 . 4 S i _________________________________ 9 0 h e s t ö f l Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri Innifalið í verði bíisins 1400cc 16 ventla vél með tölvustýrðri innsprautunl Loftpúðar fyrir ökumann og farþega! Rafdrifnar rúður og speglar! ABS bremsukerfi! Samlæsingar í Honda teppasett! 14" dekk! Ryðvörn og skráning! Útvarp og kassettutæki! Honda Civic 1.5 LSi VTEC 1.550.000,- 115 hestöfl Verð á götuna: 1.455.000,- Sjálfskipting kostar 1 00.000,- Fjarstýrðar samlæsingar 4 hátalarar Hæðarstillanlegt ökumannssæti Sjálfskipting 100.000,- 0 HONDA Simi: 520 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.