Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 m------------------------ MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Björn Þórðarson var fæddur að Steindyrum í Svarf- aðardal 20. febrúar 1902. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 3. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Lovísa Björnsdóttir frá Syðra-Garðshorni í Svarfaðardal, f. 1. nóvember 1862, d. 9. júní 1906, og Þórður Kristinn Jónsson bóndi í sömu sveit, f. 15. júní 1858, d. 7. október 1941. Björn var næstyngstur tíu systk- ina og lifði hann þau öll. Systkin- in voru Dóróthea, f. 6.5. 1882, d. 23.4. 1972, Jóhanna, f. 16.8. 1884, d. 18.10. 1975, Svanhildur, f. 1.1. 1887, d. 23.4. 1887, Sesselja, f. 29.8. 1888, d. 10.9. 1942, Sigríður eldri, f. 4.5. 1891, d. 22.4. 1898, Gunnlaug, f. 4.1. 1894, d. 29.4. 1996, Jón, f. 1.12. 1896, d. 16.3. 1995, Sigríður yngri, f. 5.7. 1899, d. 21.7. 1912, Árni, f. 3.6. 1906, d. 10.10. 1984. Björn kvæntist 16.8. 1930 Sig- ^ ríði Guðmundsdóttir frá Bolung- arvík, f. 20. ágúst 1903, d. 26. desember 1983. Foreldrar henn- ar voru Guðríður Hannibalsdótt- ir, f. 20.6. 1874, d. 20.6. 1921, og Guðmundur Steinsson, f. 16.10. 1874, d. 7.11. 1923. Sigríður og Björn eignuðust þrjár dætur. 1) Guðrún, húsmóðir, f. 23.11. 1930, gift Árna Gunnarssyni, skrif- stofustjóra, f. 6.11. 1930. Dætur þeirra eru Sigríður, f. 24.5. 1960, gift Helga Má Arthurssyni, f. 19.2. 1951. Þau eiga tvö börn, Gunnar Arthur og Elínu Þóru. Auður Þóra, f. 21.3. 1962, gift Höskuldi Björnssyni, f. 17.11. 1961. Þau eiga þrjú börn, Árna Björn, Birgi Orn og Guðrúnu. 2) Björn Þórðarson, tengdafaðir minn, komst nærri því að lifa bilið milli tvennra aldamóta, þeirra sem fáir geyma nú lengur í minni og hinna sem eru í þann veginn að ganga í garð. Þetta er drjúglangur tími í mannlegu samhengi og má nota ýmsa mælikvarða til að átta sig á því. Björn minntist þess gjarnan að hann átti sama fæðing- ardag og Samband íslenskra sam- #vinnufélaga, 20. febrúar 1902. Það átti hins vegar fyrir honum að liggja að lifa Sambandið allmörg ár, Erla, hússtjórnar- kennari, f. 31.3. 1932, gift Erni Guð- mundssyni, kennara, f. 3.10. 1924. Sonur þeirra er Björn Arn- arson, f. 21.6. 1954. 3) Birna, handa- vinnukennari, f. 2.2. 1936, d. 15.6. 1985, gift Heimi Hann- essyni, lögfræðingi, f. 10.7. 1936. Börn þeirra eru Hannes, f. 25.3. 1960, kvæntur Guðrúnu Sólonsdótt- ur, f. 20.4. 1962. Þau eiga tvö börn, Heimi og Jónu Vestfjörð. Sigríður, f. 29.3. 1963, gift Erling Jóhannessyni, f. 10.4. 1963. Þau eiga tvö börn, Birnu og Kristin. Magnús, f. 25.8. 1965, kvæntur Sigríði Bjarnadóttur, f. 24. 9. 1960. Börn þeirra eru Kol- beinn Ingi, Arnar Freyr og Unn- ur Birna. Björn varð búfræðingur frá Hólaskóla 1925. Hann stundaði framhaldsnám við bændaskól- ann í Ladelund á Jótlandi og lauk íþróttakennaraprófi frá Ollerup á Fjóni vorið 1928. Hann vann hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri í nærfellt 50 ár við verslunar- og skrifstofustörf. Björn gegndi um ævina fjöl- mörgum félags- og trúnaðar- störfum. Hann var í stjórn Ferðafélags Akureyrar í aldar- fjórðung og síðar kjörfélagi; í stjórn Leikfélags Akureyrar í áratug og heiðursfélagi þess. Hann var í stjórn Skógræktarfé- lags Eyfirðinga í 20 ár og með- hjálpari í Akureyrarkirkju í 25 ár. Auk þess starfaði hann í ýms- um öðrum félögum í lengri eða skemmri tíma. Útför Biörns verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. þótt hann hefði áreiðanlega talið það líklegt til lengri lífdaga og unnt því þeirra vel. Eins og eðlilegt er um mann sem lifði næstum alla öldina má í ævi Björns greina ýmislegt af því sem hefur markað breytingaferil þjóðfé- lagsins hér á landi á tuttugustu öld. Foreldrar hans bjuggu búi sínu í Svarfaðardal en þegar móðir hans dó frá stórum hópi barna leystist heimilið fljótlega upp. Björn var þá aðeins fjögurra ára. Hann ólst upp þar í dalnum, að mestu hjá vanda- lausum. Hann átti heimili á Tjörn frá sautján ára aldri og minntist ár- anna þar löngum með ánægju. Eins og önnur börn í Svarfaðardal naut hann þess að skólahald varð þar með skipulegum hætti íyrr en víða annars staðar, m.a. reist sérstakt skólahús skömmu áður en Björn komst á skólaskyldualdur. Hann fór síðan í Hólaskóla og varð bú- fræðingur þaðan eftir tveggja ára nám. Að því loknu fór hann til Dan- merkur og var þar í tvö ár við nám og störf á sviði landbúnaðar og íþrótta. Eftir heimkomuna til Is- lands starfaði hann eitt ár við kúa- búið á Vífilsstöðum. A þeim tíma kynntist hann konuefni sínu, Sigríði Guðmundsdóttur frá Bolungarvík. Þau gengu í hjónaband árið 1930 og stofnuðu heimili sitt á Akureyri. Björn hafði þá ráðist til starfa hjá Kaupfélagi Eyfirðinga og á vegum þess vann hann síðan alla sína löngu starfsævi, lengst á skrifstofu félagsins. Þegar Björn og Sigríður voru að byrja búskapinn voru kreppuár í landinu. Þá var mikils virði að hafa örugga vinnu. Þótt efnin væru ekki mikil festu þau hjón fljótlega kaup á íbúð í nýlegu húsi við Oddagötu á brekkutungunni norðan við Grófar- gil og þar stóð heimili þeirra alla tíð síðan. Úr gluggum íbúðarinnar á efri hæðinni þar sem þau bjuggu er útsýn yfir Pollinn og út Eyjafjörð. Þar er oft svo morgunfagurt að maður heldur að engin sjón geti orðið fallegri, þangað til kvöldið kemur og býður jafnvel enn betur með sólarlaginu við fjarðarmynnið. Þannig var hin ytri umgjörð um ástríka sambúð þeirra Sigríðar og Björns í meira en hálfa öld og æskuheimili dætra þeirra þriggja. Ég þekkti ekki heimilisbraginn þar á fyrri árum en af löngum kynnum síðar þykist ég fara nærri um að hann hafi fallið dável inn í þá um- gjörð sem ég var að reyna að lýsa. Avallt frá því ég kom þar fyrst hef- ur mér fundist þetta hús á brekkunni einhver eftirsóknarverð- asti staður heim að sækja. Ég var ekki einn um þá afstöðu. Ekki síst munu barnaböm þeirra hjóna telja það meðal sinna bestu stunda er þau fengu færi á að dveljast hjá ömmu og afa á Akureyri, og þau tækifæri voru mörg og ósparlega notuð. Hlýleiki Sigríðar, rósemi Bjöms og umhyggja þeirra beggja setti mark sitt á þennan notalega griðastað. Bjöm kunni starfi sínu vel og stundaði það af kostgæfni og stakri reglusemi. Því fór þó fjarri að áhugamál hans væra öll við það bundin. Hann var sérlega félags- lyndur maður og starfaði um lang- an aldur í ýmsum félögum á Akur- eyri. Þeima á meðal var Leikfélag Ákureyrar þar sem Björn var lengi í stjórn, þótt ekki muni hann hafa komið fram á leiksviðinu. I Ferða- félagi Akureyrar starfaði hann einnig lengi af miklum áhuga. Hann var oft fararstjóri í ferðum á vegum félagsins um byggðir og óbyggðir og í ritnefnd tímarits þess, Ferða. Hann naut þess ríkulega að ferðast um landið, nær og fjær, fótgang- andi eða á hestbaki um fjöll og firn- indi og akandi um byggðir. Hann átti margar góðar minningar um ferðir sínar og samferðamenn og það var gaman að heyra hann rifja þær upp. Þar koma allt til, að hann gerði sér far um að fræðast sem best um þá staði sem hann kom á, var stálminnugur og kunni vel að segja frá. En ekki var síður skemmtilegt að vera í för með hon- um, fræðast af honum um það sem íyrir augu bar og lúta röggsamri leiðsögn hans. Hann hefði aldrei látið sér til hugar koma að fara svo fram hjá byggðu bóli að hann reyndi ekki að gera sér grein fyrir nafni þess, enda var óvíða komið að tómum kofunum hjá honum í þeim efnum. Áhuga sínum á ferðalögum hélt Björn til hinstu daga og lét ekki fótfúa aftra sér frá að eiga framkvæði að þeim þegar færi gafst. Björn var kirkjurækinn og gegndi um aldarfjórðungs skeið meðhjálparastarfi í Akureyrar- kirkju. Hann var í góðu vinfengi við prestana sem hann átti þar sam- starf við og sinnti þessu hiutverki af sömu alúð og öðra sem hann tókst á hendur. Eftir að Sigríður lést, fyrir rúm- um fjórtán áram, bjó Björn einn í íbúðinni við Oddagötu, þótt hann hefði mislanga vetursetu í Reykja- vík. Fyrir norðan naut hann mikils- verðs stuðnings frænku sinnar, Sig- urveigar Árnadóttur, og hin síðustu ár veitti Helgi Sigurjónsson frá Torfum honum margvíslega aðstoð sem ekki verður fullþökkuð. Björn Þórðarson var sterkbyggð- ur maður og vörpulegur og bar með sér þá reisn að það var prýði að honum hvar sem hann fór. Allt hans fas einkenndist af traustleika og hugarró og hann brá ekki gjarn- an vana sínum að nauðsynjalausu. Hann var glaðlegur í viðmóti og mannblendinn, vel að sér og fróð- leiksfús. Ég hygg að hann hafi talið sig mikinn hamingjumann. Hann hélt fullum sálarkröftum til efstu dægi’a og auðnaðist að lifa svo fram í háa elli að hafa ánægju af lífinu og vera sínum nánustu til gleði. Slíkr- ar ævi og slíks manns er gott að minnast. Árni Gunnarsson. Björn Þórðarson fæddist inn í nýja öld að Steindyrum í Svarfað- ardal 20. febrúar 1902 og var hann níundi í röðinni af tíu börnum for- eldra sinna. Þennan sama dag stofnuðu þingeyskir hugsjónamenn fyrstu heildarsamtök samvinnufé- laganna - Samband íslenskra sam- vinnufélaga - en Björn átti eftir að helga samtökum þeirra starfs- krafta sína í hálfa öld. Örlög Sam- bandsins urðu þau að hin mikla sveit samvinnumanna riðlaðist á síðari hluta aldarinnar en jafnaldr- inn, sveinninn úr Svarfaðardal, náði háum aldri. Hann lifði nærri því öldina alla og lést á 97. aldursári. Skömmu áður fór hann norður yfir heiðar, en hann hafði dvalið hjá dætrum sínum hér syðra frá því á jólaaðventu. Kröpp kjör í æsku hafa án efa haft áhrif á mótun og alla skaphöfn Björns. Hann missti móður sína, Guðrúnu Björnsdóttur frá Syðra- Garðshorni, aðeins fjögurra ára gamall og leystist þá æskuheimilið upp. Það varð honum áreiðanlega til mikillar gæfu að dvelja nokkur ár sem unglingur og síðan ungur maður á menningarheimilinu á Tjörn í Svarfaðardal, þar sem sterk vináttubönd voru hnýtt. Þar átti hann lögheimili sitt þar til heimilið á Akureyri var stofnað árið 1930. Útþráin var rík í Birni, en liðlega STJÓRNSKIPUNARRÉTTUR H Á fietta merka rit Gunnars G. Schram prófessors sktrir öll helstu ókvœl stjómarskrórinnar. Hér er m.a. a* finna umfjöllun um: « íslenskt yflrró*asvœ*i • Rétt íslendinga T efnahagslögsögunni og landgrunni > Réttindl og skyldur íslenskra ríklsborgara « A*stu stjórn landsins ■ Völd forseta, ró*herra og óbyrg* fleirra • Störf Alflingis, kosningar, kosningarétt, kjörgengi, réttindi og skyldur alflingismanna • fiingrof • Samninga vl> eriend ríkí • Mannréttlndl FÆST í ÖLLUM HELSTU BÓKAVERSLUNUM T , G S I M I Á F 5 2 5 - A N 4 0 0 3 BJÖRN ÞÓRÐARSON tvítugur að aldri fer hann að Hólum og lýkur námi í bændaskólanum þar vorið 1925. Aðeins 24 ára hleyp- ir hann heimdraganum og hefur nám við bændaskóla í Danmörku um eins árs skeið og síðar stundar hann nám í tvö ár við Iþróttakenn- araskólann í Ollerup í Danmörku. Það er erfitt íyrir nútímamanninn að gera sér grein fyrir hversu stórt skref þetta hlýtur að hafa verið fyr- ir févana, ungan mann, tengslalaus- an við umheiminn með bjartsýnina eina og trúna á sjálfum sér sem veganesti. Sjálfur hefur Björn sagt frá því, að þeir Þórarinn á Tjörn og Páli Zóphóníasson skólastjóri á Hólum hafi hvatt sig og leiðbeint. I einstakri grein Hjartar E. Þór- arinssonar heitins frá Tjörn um for- eldra Björns, þau Guðrúnu og Þórð Jónsson, í Niðjatali, sem er þeim helgað og útgefið af frænda þeirra, Gísla Pálssyni á Hofi, árið 1988, birtir Hjörtur nokkur kveðjuorð sem faðir hans, Þórarinn Eldjám, flutti einn útfarargesta við útfór Þórðar frá Tjarnarkirkju í október 1941. Þar bendir Þórarinn á þrennt, sem hann taldi að einkum hefði ein- kennt líf hans og sem „hann átti í ríkara mæli en flestir aðrir. I fyrsta lagi ást hans á lífinu" og „hversu sterka löngun hann hafði til að lifa lífinu vegna lífsins sjálfs og þess al- mættis sem á bak við það stæði“. Þeir sem þekktu Björn geta tekið undir, að þessi lýsing á ekki síður við soninn. Mikil tímamót verða í lífi Björns árið 1930. Þá hefur hann störf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, en starfs- aldur hans þar náði að verða tæp- lega hálf öld. Þetta sama ár kynnist hann Sigríði Guðmundsdóttur frá Bolungarvík. Þau setja upp hring- ana á þjóðhátíðarárinu í Þingvalla- lundi og vora gefin saman á Akur- eyri þá um sumarið. Þar stofnuðu þau heimili sitt og bjuggu á Akur- eyri allan sinn búskap. Sigríður lést á jólum 1983. Ég átti því láni að fagna að tengj- ast fjölskyldu Björns og Sigríðar við giftingu okkar Birnu, yngstu dóttur þeirra, sumarið 1959, en hafði eins og aðrir Akureyringar þekkt fjöiskylduna í sjón. Við nán- ari kynni af Birni og fjölskyldu hans kom fljótt í ljós, að hún var einstaklega samhent og fór mikið sínar eigin leiðir. Sem bfleigandi, allt frá árinu 1947, hafði Björn ferð- ast með fjölskyldu sinni, mun meira en þá var títt. Leitað var á vit nátt- úra, kyrrðar og fegurðar, hvort sem það var í faðmi eyfirskra fjalla eða í öðrum landshlutum, sem á þeim árurn vora í raun mjög fjar- lægir. Á síðari áram var farið út fyrir landsteinana til fjarlægra landa, en öll þessi ferðalög urðu jafnt og þétt uppspretta nýrra minninga og frásagna sem miðlað var af í nýjum heimi barna, barna- barna og fjölskyldna þeiiTa. Segja má, að Björn og Sigríður hafi átt sína óskaveröld ein, með sínum nánustu, í íslenskri náttúru- vin. Björn var einn þeirra Islend- inga sem tók sér ferð á hendur um miðja sumarnótt, þegar bærinn svaf, til þess að fylgjast með mið- nætursólinni rísa úr hafi við Kald- bak í norðri. Sennilega hafa sterk- ustu vináttubönd þeirra Björns og Sigríðar við aðra samferðamenn bundist fyrst og fremst á ferðalög- um þeirra. Margar kærustu endur- minningar þessara ára tengjast fögrum reitum í nágrenni Akureyr- ar, á Svalbarðsströnd, í Svarfaðar- dal eða austur í Vaglaskógi. Mörg framfaraspor voru stigin á þessum árum í vaxandi bæjarfélagi. Skógræktarmenn plöntuðu skógi í Vaðlareitum, við Kjarna og á Þela- mörk. Ferðafélagsmenn lögðu Vatnahjallaveg og reistu skála við Laugafell. Starfsmenn og stjórn- endur KEA lögðu nótt við dag og byggðu sumarhús í fögrum lundi í Vaglaskógi. Þetta hús, Bjarkar- lundur, varð einn vinsælasti sumar- dvalarstaður fjölskyldunnar í Oddagötu og samferðamanna henn- ar um langt árabil. Björn tók þátt í þessum störfum af mikilli elju og dugnaði, en fjölskyldan var ætíð í fyrirrúmi - hún var honum ailt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.