Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 37
> >. > > > > i > > > > > > > > > > í > > \ > > > MORGUNBLAl) 11) Bjöm hafði mikinn áhuga á stjórn- málum. Hann var eindreginn fylgis- maður Framsóknai'flokksins, en þar kunni hann sér einnig hóf. Á einu sviði dró hann ekki af sér. Björn var kirkjunnar maður og fjölskyldan tók þátt í því með hon- um. Hann átti sína höfuðkirkju, Akureyrarkirkju. Hana hafði hann í sjónmáli, hvort sem hann var á heimili sínu eða á vinnustað - hún varð hans viðmiðun í andlegum og veraldlegum efnum. Björn var fast- ur gestur í Akureyrarkirkju um áratuga skeið og starfsmaður þar í aldarfjórðung. Hvar sem farið var, í borg eða sveit, var hlýtt á messu og kirkjur skoðaðar. Pað munu ekki hafa verið mörg guðshús á landinu sem ekki voru heimsótt á löngum æviferli. Bjöm var ekki prédikari og hampaði ekki trú sinni - jafnvel ekki við sína nánustu. Hins vegar fólst prédikun í lífí hans, hvernig hann lifði þvi og eftir þvi var tekið. Komið er að leiðarlokum og skilnaðarstundu og minningar hrannast upp. Hugurinn ferðast áfram frá Éjarkarlundi að Brett- ingsstöðum, til Kaupmannahafnar og heim í Kjamaskóg. Nú hefur Björn lagt í sína hinstu fór og var ferðbúinn sem fyrr. Bjöm Þórðar- son var gæfumaður. Á langri æfi varð hann vissulega fyrir áfóllum. Hann missti mikið þegar Sigríður féll frá og skömmu síðar Birna. En hann stóð eftir teinréttur og æðru- laus. Hann lifði lífínu lifandi „vegna lífsins sjálfs og þess almættis sem á bak við það stæði“. Björn hafði sýn til tveggja alda. Það var mikil gæfa að fá að njóta þeirrar lífssýnar. Blessuð sé minning hans. Heimir Hannesson. Heiðursmaðurinn Björn Þórðar- son er fallinn í valinn. Tvíburi við Sambandið, sem lifði það. Fram- sóknarmaður allt frá þvi Jónas frá Hriflu bjó flokkinn til. Flokksmað- ur, sem hafði síðustu ái'in áhyggjur af þeim pólitíska félagskap, sem hann var lentur í. Var enda aðdá- andi Steingríms og mat mjög leið- togahæfileika hans. Þegar hann er til moldar borinn lifir áfram ýmis- legt, sem hann kenndi og benti af- komendum sínum á, glöggskyggn og greindur sem hann var. Að þvi leyti lifír hann sjálfan sig. Næst- yngstur tíu systkina, sem öll eru látin, fékk hann fátt í vöggugjöf annað en góða heilsu, dugnað og þrautseigju. Fáir hefðu spilað betur úr þeim gjöfum en hann. Allt til loka hafði Björn Þórðarson brenn- andi áhuga á umhverfi sínu. Þjóð- mál í víðasta skilningi voru honum ofarlega í huga og aldrei lá hann á skoðun sinni. í þeim efnum miðlaði hann af reynslu sinni frá tímanum áður flokkar urðu til, og stjórnmál í þeirra skilningi. Trúnni hélt hann fyrir sig, en kirkjuna, hina formlegu hlið trúar- innar, setti Björn í öndvegi. Langt fram á síðasta aldursárið fór hann með dætrum sínum og tengdason- um í kirkjur hvar sem hann kom. Hann heilsaði upp á guðsmenn í flestum sóknum landsins, og gaf þeim einkunnir, ef ekki fyrir kenni- mennskuna, þá að minnsta kosti fyrir ræðumennsku, en þar var Björn á heimavelli. Hann naut þess að halda ræður, enda ágætur ræðu- maður, og innihaldið var jafnan þannig, að menn hlustuðu á meðan ræðan var flutt og hugsuðu um hana eftir á. Mannrækt lagði hann ekki aðeins lið með beinum hætti. Hinn félags- legi eða uppeldislegi arfur Björns Þórðarsonar lifir nú góðu lífi í þriðju kynslóð afkomenda, og á sjálfsagt enn eftir að dafna. Slík eru áhrif hans. Og í dag verður honum að ósk sinni. Að fá aftur að hvíla hjá eiginkonu sinni, Sigríði Guðmundsdóttur úr Bolungarvík, sem var honum hvort tveggja í senn, góð eiginkona og fastur punktur í tilverunni. Björn Þórðarson var ekki sínkur á góð ráð. Hann var fastheldinn, ýt- inn þegar á þurfti að halda, og íhaldssamur í besta skilningi orðs- ins. Þannig lifði hann bæði stefnur og stofnanir. Þannig lifir hann áfram meðal afkomenda sinna. Helgi Már Arthursson. Það er bjart yfir æviminningum afa míns, Björns Þórðarsonar, sem nú er fallinn frá á 97. aldursári. Líf afa var bæði langt og hamingjuríkt. Hann upplifði öldina næstum alla og byltingu íslenskra þjóðfélags- hátta. Amma, Sigríður Jóna Guð- mundsdóttir, ættuð úr Bolungar- vík, lést 26. desember 1983. Þrátt fyrir fráfall ömmu hélt afi einarður áfram búskap í Oddagötu til síðasta dags. Aldrei kom til greina að fara á heimili fyrir aldraða. Um jól og páska dvaldi hann í góðu yfirlæti hjá dætrum sínum fyrir sunnan. Afi fylgdist grannt með afkomendum sínum. Einkum var honum annt um yngstu fjölskyldumeðlimina sem hann kallaði gjarnan þi-ílembing- ana. Áhugi yngstu kynslóðarinnar á afa langa var gagnkvæmur. Á sumrin voru gestakomur tíðar og mikið um að vera í Oddagötunni. Fjölskyldan stendur í mikilli þakk- arskuld við Helga Sigurjónsson, fyrrum bónda að Torfum í Eyja- fjarðarsveit, er heimsótti afa á hverjum morgni um árabil og stytti honum stundir. Á hverjum fóstu- degi fylgdi Helgi afa til innkaupa í Hrísalundi. Nú, þegar afí Bjöm er kvaddur, koma efst í hugann ánægjustundir á Akureyri hjá afa og ömmu. Þegar vinir og jafnaldrar í Reykjavík fóru í sveitina í sumarbyrjun fórum við systkinin í okkar „sveit“ hjá ömmu og afa fyrir norðan. Við fórum reyndar á mis við hefðbundin bú- störf í fjósi og hlöðu, en lærðum ótalmargt annað í staðinn. Alltaf var nægur tími fyrir bamabömin og nóg fyrir stafni. Afi var sam- vinnumaður og dyggur stuðnings- maður Framsóknarflokksins. Stundum var afi heimsóttur í vinn- una á skrifstofunni hjá Kaupfélagi Eyfirðinga og undantekningarlaust íylgdum við afa og ömmu í kirkju á sunnudögum. Afi var í aldarfjórð- ung meðhjálpari við Akureyrar- kirkju. Það var alltaf gott veður þessi sumur á Akureyri. Sunnu- dagsmessurnar, í eyfirski'i sumar- blíðu, reyndu stundum á þolinmæði okkar krakkanna og stutt var í óþekktina. Við reyndum að gæta þess vel að afi yrði aldrei vitni að óþekkt á meðan á messu stæði. Ekki mátti hann skammast sín fyr- ir börnin hennar Birnu. Um helgar og eftir að afí lét af störfum var far- ið í ótal ferðalög um Eyjafjörð og nágrannasveitir. Vaglaskógur var vinsælastur. Þar þekktu amma og afí vel til. Þau höfðu bæði tekið þátt í uppbyggingu skógaæktarsvæðis- ins og smíði Bjarkalundar á fjórða áratugnum. Sem búfræðingi var afa annt um landbúnað og ræktunar- mál. Einkum hafði hann áhuga á skógrækt og tók þátt í frumherja- starfi á því sviði á Eyjafjarðar- svæðinu. Okkur krökkunum fannst alltaf gaman að koma á æskuslóðir afa í Svarfaðardal. Þar þekkti afi auðvitað hverja þúfu. Vænst þótti honum um kirkjustaðinn Tjörn, þar sem hann ólst upp að hluta, og um allt Tjarnarfólkið. Á björtum júní- kvöldum var stundum ekið út í Ólafsfjarðarmúla til að fylgjast með sólarlaginu. Á þessum ferðalögum áttu amma og afi sér uppáhalds- lautir þar sem drukkið var kaffí og borðað nesti. Stundum lögðu þau eldri sig eftir nestisbitann meðan börnin könnuðu nágrennið. Um fermingaraldur þótti þeim er þetta ritar mikil upphefð að því að fá að fara með afa og ferðafélaga hans til margra ára, Sigmundi heitnum Björnssyni, íyrrum starfsmanni Samvinnutrygginga, í langa og erf- iða gönguferð úr Skagafjarðardöl- um um Hörgárdalsheiði yfir í Hörgárdal. Þetta þótti mikið ævin- týri og ekki á færi nema vöskustu manna. Þá var afi kominn á áttræð- isaldur. Það var ævintýri að ferðast um Island með afa. Hann þekkti svo vel til sagna og staðhátta. Hver bær átti sína sögu og hver reitur lands var dýrmætur. Eyðibýlin lifn- MINNINGAR uðu við. Afi kenndi mér að meta einstaka náttúru og sögu þessa lands. Hann þekkti líka vel til ís- lenskrar ferðamennsku sem einn stofnenda Ferðafélags Akureyrar. Hann var einnig virkur þátttakandi í starfsemi þess og ritstýrði Ferð- um, blaði ferðafélagsins. Minnis- stæð er heimsókn afa, tæplega ní- ræðs, til okkar í París vorið 1990. Þá var hver einasta stund nýtt. Hann ætlaði ekki að yfirgefa heimsborgina án þess að hafa grandskoðað helstu kennileiti. Skoðunarferðir og atburðir dagsins voru skráð af mikilli nákvæmni í dagbókina. Eftir kvöldmat var spil- uð félagsvist fram á rauða nótt. Elsku afi, ég þakka þér fyrir samfylgdina. Guð blessi minningu Björns Þórðarsonar. Hannes Heimisson. Sumarið 1985 fór ég í mína fyrstu ferð með Hannesi, þá tilvon- andi eiginmanni mínum, að heim- sækja afa hans Björn á Akureyri. í þessari fyrstu heimsókn kynntist ég Birni vel og gaf hún mér ágætis innsýn í líf og lífsskoðun þessa aldr- aða heiðursmanns. Við vöknuðum á sunnudagsmorgni og bjuggum okk- ur til kirkju. Þann dag var Björn að hætta sem meðhjálpari í Akureyr- arkirkju eftir áralangt starf. Af því tilefni hélt Björn kveðjuræðu í kirkjunni. Það var ánægjulegt að upplifa þennan dag með Birni. Ég fann að það honum mikils virði að hafa Hannes hjá sér og geta kynnt hann fyrir prestinum og gestum í kirkjukaffinu á eftir. Eftir kaffið heimsóttum við leiði eiginkonu Bjöms, Sigríðar Jónu Guðmunds- dóttur, sem lést árið 1983. Að því loknu ókum við um æskuslóðir Bjöm í Svarfaðardal. Nokkrum ámm síðar átti Björn eftir að segja mér nánar frá upp- vexti sínum í Svarfaðardal. Björn fæddist 20. febrúar 1902 að Steindyrum í Svarfaðardal, þar sem foreldrar hans bjuggu. Aðeins fímm ára gamall missti hann móður sína af barnsförum. Faðir hans gat ekki haldið heimilinu saman og vom yngri börnin send í fóstur á ýmsa bæi í dalnum. Elstu systurn- ar tvær vora þá giftar og var Björn hjá annarri fyrsta veturinn. Eftir það var honum komið í fóstur á Ingvörum. Sem barn sótti Björn skóla að Tjörn. Hann naut skóla- göngunnar og átti auðvelt með lær- dóminn. Hann hefði viljað njóta lengri skólagöngu en fósturforeldr- unum fannst nóg komið af lærdómi. Var Björn látinn taka tvö síðustu skólaárin saman á einu ári svo hann gæti hafið fullt starf við búið. Eitt af verkunum var að sækja silung í net með fóstursystur sinni. Þau höfðu hest til afnota við þennan starfa sem var svo feitur að þau runnu af baki hans oft á leiðinni. Yfirleitt var silungur í netinu. Það þótti Birni miður því hann var kom- inn með mikinn leiða á að borða sil- ung í öll mál og bragðaði helst aldrei silung eftir að hann varð full- orðinn. Einu peningana sem hann hafði tækifæri á að vinna sér inn fékk hann fyrir ullartæjur sem tíndar voru á víðavangi. Farið var með þær í kaupstaðinn fyrir jólin, jafnvel alla leið inn til Akureyrar og gat hann keypt sér sætindi íyrir. Þegar kom að fermingu gekk Björn til prestsins að Tjöm sem þá var Kristján Eldjám Þórarinsson. Börnin lásu Kverið fyrir ferming- una og áttu að kunna það utanbók- ar. Björn sagði að Kristján hefði verið góður prestur og bömin hefðu verið hrifín af honum. Séra Kristján var þá hættur að taka bömin upp eitt og eitt og spyrja út úr Kverinu fýrir framan kirkju- gestina, sem víða tíðkaðist enn á þessum tíma. Þetta var mikill léttir fyrir fermingarbömin. Fermingar- fötin vom keypt á Akureyri, en þegar til kom voru þau allt of stór. Föt vom fengin að láni af dreng á næsta bæ, sem fermst hafði árið áð- ur. Þetta kom ekki að sök, sagði Bjöm, því of stóra fermingarfötin nýttust vel síðar þegar farið var að sækja böllin niður á Dalvík. FIMMTUDAGUR 12. MÁRZ 1998 37« Lýsingar Björns á skemmtanalíf- inu í Svarfaðardal vom skemmti- legar. Ungmennin í dalnum sóttu böllin saman. Þau vom samferða út dalinn og tíndust í hópinn eitt og eitt þegar gengið var framhjá bæj- unum þar sem ungmennin bjuggu. Á heimleiðinni var sami háttur hafður á. Björn sagðist stundum hafa verið orðinn einn eftir þvi hann átti lengstu leið að fara. Oft sagðist hann hafa lagst út í hlöðu eftir að heim var komið og hugsað um dansleikinn. Dunaði þá harmon- ikutónlistin enn í eyranum, sagði hann. Björn kunni vel við sig á Tjörn og bar heimilisfólkinu vel söguna. Þar var hann líka hvattur til að halda áfram námi. Sautján ára hóf hann búfræðinám á Hólum í Hjaltadal. Þar var þá mikið af ungu fólki. Margir piltar stunduðu nám við skólann og fjöldinn allur af kaupakonum var á bænum. Björn hafði gaman af því að dansa og var oft slegið upp balli hjá unga fólkinu á Hólum. Bjöm sagði að það hefði verið einstaklega gaman að vera í Skagafirðinum og Skagfirðingar léttir og skemmtilegir, miklir hesta- og kvennamenn. Eftir námið á Hólum hélt Björn í framhaldsnám í Danmörku. Lýsingar hans af kom- unni til Kaupmannahafnar vom stórkostlegar. Margt skrítið bar fyrir augu unga mannsins sem var að koma í fyrsta sinn til stórborgar- innar. Björn hitti yngri bróður sinn, Árna, í Kaupmannahöfn, og saman gengu þeir um borgina og skoðuðu hið markverðasta. Verslunarglugg- arnir í stórborginni vora þeim framandi. Árna fannst markverðast að skoða ýmis smíðatæki og tól sem erfitt var að nálgast á Islandi. En Bjöm vildi helst standa fyrir utan bakkarísgluggana og horfa á tertur og sætabrauð. Annað eins hafði hann aldrei séð. Björn var ákveðinn og þrautseig- ur og lét ekkert aftra sér þegar ákvörðun var tekin. Minnisstæð er heimsókn hans til okkar Hannesar og Heimis litla í París árið 1990. Hann var búinn að ákveða að sjá sem mest af París og njóta ferðar- innar til hins ýtrasta. Þetta ár var Björn 88 ára og átti að fara í mjaðmaaðgerð seinna á árinu. Hann vildi heimsækja París fyrir aðgerðina ef hún skyldi ekki ganga sem skyldi. Hann var allan daginn á ferðinni að skoða, þó hann væri orðinn seinn til gangs. Þar sem einkenndi Björn mest ** við nánari kynni var hin mikla gleði og hamingja sem streymdi frá honum. Hann var sáttur og ánægður með það sem honum hafði verið úthlutað í lífinu. Hann var svo stoltur af Sigríði eiginkonu sinni, dætrunum þremur og af- komendunum. Þó einkenndi hóg- værð og nægjusemi öll hans orð og athafnir. Þegar komið var í Odda- götuna var eins og tíminn hefði staðið í stað á milli heimsókna. Ekkert hafði breyst. Alltaf ríkti saman kyrrðin. Björn sat í stólnum sínum með Dag hjá sér, hlustaði á útvarpið og fylgdist grannt með öllu. Kynni mín af Birni skilja eftir minningu um mann sem var sáttur við lífið og hamingjusamur. Þannig mun hann lifa áfram með okkur fjölskyldunni. Guðrún Margrét Sólonsdóttir. • Fleiri minningargreinar um Bjöm Þórðarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. GIMLIGIMLI FASTEIGNASALA ÞÓRSGÖTU 26, RVÍK, FAX 552 0421 OPIÐ LAUGARDAGA KL. 11-14 SÍMI 5525099 jf NETFANG www.mbl.is/gimli JAKASEL Fallegt einbýli hæð og ris 185 fm ásamt 35 fm bílskúr, 6 svefnherb. Um er að ræða múrsteinshlaðið Hosby hús staðsett innst í botnlanga. Áhv. hús- br. og byggsj. 11,0 millj. Verð 14,9 millj. 5806 REYRENGI - GLÆSIEIGN Óvenju glæsilegt 165 fm einbýli á einni hæð ásamt 38 fm bílskúr m/jeppahurð. Allar innr. gólfefni og frágangur til fyrir- myndar. 4 svefnherb. 70 fm suðurverönd m/skjólveggjum og heitum potti. Áhv. 7,2 millj. húsbr. og fl. 5860 RAÐ- OG PARHUS ÁSBÚÐ - ENDARAÐHUS Vor- um að fá í sölu sérlega gott og vel skipu- lagt 204 fm endaraðhús innst í götu með 42 fm tvöföldum jeppafærum bílskúr. 4 rúmgóð svefnherb. Stórt eldhús og góðar stofur. Útsýni. Fallegur garður. Áhv. 4,5 millj. Verð 14,6 millj. 5893 ÁSGARÐUR - ÚTSÝNI Sérlega gott 115 fm endaraðhús á besta stað efst í hlíðinni með fallegu útsýni. Nýl. vandað eldhús. Endum. gluggar, gler og fl. Park- et. Verð 8,7 millj. 5800 SÉRHÆDIR ÞINGHOLTIN Sérlega falleg efri hæð ásamt risi i steinhúsi með útsýni yfir tjömina. Allar innr. og gólfefni ásamt gleri °g lögnum er nýtt. SJON ER SÖGU RÍK- ARI. VERÐ 13,6 MILU. 5892 SPÍTALASTÍGUR - LAUS STRAX Góð efri sérhæð og ris með suðursvölum 96 fm ásamt 20 fm úti- geymslu. 3 svefnh. stofa og sjónvarpshol. Parket. Eign sem búið er að endum. að hluta. Áhv. 600 þ. Verö 8,8 millj 5815 4RA HERBERGJA GULLENGI óvenju glæsileg - ALI.T SÉRSMÍÐAÐ. 3ja-4ra herb. 111 fm íbúð á 2. hæð i 6 ibúða húsi. Tvennar svalir. Þvottahús og geymsla i íbúð. Áhv. 4,7 millj. Verð 8,9 millj. 5349 VIÐ MIKLATÚN Sérlega hugguleg 4ra herb. 110 fm hæð i góðu húsi á róleg- um stað. Parket og góðar innréttingar. Endum. rafmagn og fl. Áhv. húsbr. og fl. alls 5,2 millj. Verð 9,0 millj. 5880 KÓNGSBAKKI Snyrtileg 90 fm 4ra herb. íbúð á 3. hæð í nýlega viðgerðu fjöl- býli. Áhv. 1,9 milij. Verð 6,6 millj. 1639 3JA HERB. SMAIBUÐARHVERFI - RIS Falleg 3ja herb 48 fm risibúð ásamt 35 fm ósamþ. ibúð í kjallara í góðu tvíb. Lítiö undir súð. Stór og rúmgóð herb. Áhv. 3,3 millj. byggsj. og Irfsj. Verð 6,7 millj. FREYJUGATA Glæsileg 3ja herb. 89 fm ibúð á 3. hæð í góðu steinhúsi. Allt meira eða minna endum. fyrir ca 5 árum. Fallegt útsýni, góð staðsetning. Áhv. hús- br. 3,9 miilj. Verð 8,3 millj. 5809 HAGAMELUR - SKIPTI Góð 3ja herb. 70 fm íbúð á jarðhæð i nýl. viðg. fjórbýli. Sérinng. Skipti á stærra í hverfinu. Ahv. 3,4 millj. byggsj. Verð 6,6 millj. MARÍUBAKKI Mjög snyrtileg og björt 3ja herb. 81 fm ibúð á 3. hæð (efstu) i standsettu fjölbýli. Parket á flestum gólf- um, suðursvalir. Gott hverfi. Áhv. byggsj. r(k. 1,6 millj. Verð 6,3 millj. 5879 5 HF.RB. OC, STÆRRI MELAR - HÆÐ OG RIS. Ásamt aukaíbúð. Vorum að fá i sölu mjög góða 141 fm íbúð á góðum stað. 4 rúmgóð svefnherb. Suðursvalir. Mikiö standsett íbúð. Fyrrum bílskúr nýstands. sem stúdióíbúð. Gott geymslu- pláss. Áhv. húsbr. 5,6 millj. Verð 12,6 millj. LAUS STRAX. 5978 SKÓGARÁS Falleg og vel skipulögð 130 fm Ibúð á tveimur hæðum. Vandaðar innréttingar. Glæsilegt útsýni. Áhv. bygg- sj. 2,6 millj. Verð 9,9 millj. SKIPTI MÖGUL. Á SÉRBÝLI EÐA MINNI EIGN. 2JA HERB. HRISRIMI - RIS - UTSYNI Vorum að fá í sölu sérstaklega skemmti- lega risíbúð með vönduðum innréttingum. Stæði í bilgeymslu fylgir. Glæsileat útsýni. EIGN FYRIR UNGA FÓLKIÐ. Áhv. 4,0 millj. húsbr. Verð 6,8 millj. 5897 LANGHOLTSVEGUR Vorum að fá f sölu mjög snyrtilega og rúmgóða 75 fm 2ja herb. ibúð í kjallara í steinhúsi. Parket á gólfum. Suðurgarður. Áhv. 3,5 millj. húsbréf. Verð 5,2 millj. 5919 LAUFÁSVEGUR Góð 2ja herb. 59 fm íbúð með sérinng. á jarðhæð. Nýtt parket á gólfum. Hús nýl. tekiö í gegn að utan. Áhv. 890 þús. Verð 4,9 millj. VINDAS Falleg og björt 2ja herbergja 59 fm íbúð á 2. hæð ásamt stæði ( bdskýli. Austursvalir. Parket og flísar. Sameign mjög góð. Áhv. 2,4 millj. Verö 5,6 millj. 5933
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.