Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 23
Pathfind-
er lýstur
„dauður“
Los Angeles. Reuters.
TILRAUN vísindamanna í Pasa-
dena í Kaliforníu til að ná sam-
bandi við Pathfinder-farið á Mars
mistókst á þriðjudag og var farið
þá lýst „dautt“, fjórum mánuðum
eftir að leiðangri þess til plánet-
unnar lauk.
Leiðangursmenn í Rannsóknar-
stofu NASA í þotukný kvöddu far-
ið og Marsjeppann Sojourner 250
dögum eftir að Pathfinder lenti á
Mars 4. júlí í fyrra. Jennifer Harr-
is, sem stýrði farinu, lýsti það
„dautt“ klukkan 21.21 í fyrra-
kvöld að íslenskum tíma. „Við
færum öllum heiminum, sem
fylgdist með okkur 4. júlí og mán-
uðina á eftir, kærar þakkir fyrir
allan þann áhuga sem hann
sýndi,“ sagði Harris.
Ekki hafði verið reiknað með
að Pathfinder myndi halda „lífi“ á
yfirborði Mars nema í einn mán-
uð, en þegar samband við hann
rofnaði skyndilega 27. september
sl. hafði hann tórt tveim mánuð-
um lengur. Jeppinn Sojourner
entist einnig mun lengur en vænst
hafði verið.
Fleiri tilraunir til samskipta við
Pathfinder verða ekki gerðar, og
ætla vísindamenn að einbeita sér
að athugunum á þeim upplýsing-
um sem bárust frá farinu. Eru
þær greindar í 2,6 milljarða ein-
inga, 16.000 myndir og efnagrein-
ingu á 15 yfirborðssýnum og
gijóti.
----------------
Lendir herinn
í klónum á
mafíunni?
Moskvu. Reuters.
AGINN í her Rússlands er orðinn
svo lítffl að hætta er á að nokkrar
herdeildir gangi í greipar rússnesku
maííunni, að sögn Igors Sergejevs,
varnarmálaráðherra landsins.
Sergejev lét þessi orð falla á fundi
með háttsettum embættismönnum,
sem ræddu fjárhagsvanda hersins á
þriðjudag. Hann sagði að glæpir
væru „æ algengari og alvarlegri“ í
hernum, sem væri orðinn berskjald-
aður gagnvart uppgangi glæpasam-
taka í þjóðfélaginu. „Það er raunveru-
leg hætta á að herdeildir lendi í klón-
um á glæpasamtökum," sagði hann.
Ottast er að glæpasamtökin hafi
komist yfir hættuleg vopn, m.a.
kjarnorkusprengjur, en ráðherrann
ræddi ekki það mál. Herinn hefur
neitað því að slík vopn hafi komist í
hendur glæpamanna.
Sergejev gat þessi ekki hvers kon-
ar glæpir hefðu verið framdir í hern-
um en virtist skírskota til þess að al-
gengt er að hermenn, sem eru illa
launaðir, þiggi greiðslur fyrir örygg-
isgæslu eða sölu á eignum hersins
frá kaupsýslumönnum er tengjast
glæpastarfsemi. Nokkrir herforingj-
ar, sem voru nýlega sakaðir um að
hafa selt hergögn, sögðust hafa gert
það til að geta keypt mat handa her-
mönnum sínum.
Pakistanskar vörur
Rýmingarsala v/flutnings
flllt að
50% afsláttur
Háholti 14,
Mosfellsbæ
(annar eigandi. áöur Karatchi,
Armúla)
Síðir ieðurfrakkar
st. S-XXXL, jakkar,
koparstyttur, kínasilki,
ullarteppi frá Kasmír.
reiðskálmar,
útskornar gjafavörur,
Opið virka daga frá kl. 13-18
Opið laugardag frá kl. 13-16
Verið velkomin.
Símar 566 8280 og 566 6898 (á kvöldin).
ERLENT
Meint hætta af
rafeindatækj-
um rannsökuð
London. The Daily Telegraph.
BRESKA flugmálastjórnin (CAA)
rannsakar nú hvort hætta stafi af
því að flugfarþegar noti kjöltutölv-
ur og ferðahljómflutningstæki, en
fjöldamörg atvik benda til þess að
notkun slíkra tækja um borð í
flugvélum tefli öryggi í tvísýnu.
Fulltrúar CAA segja að á und-
anförnum fimm árum hafi borist
13 skýrslur frá breskum flug-
mönnum sem gruni að bilanir í
stjórntækjum hafi mátt rekja til
þess að farþegar voru með raf-
eindatæki í gangi.
í einu tilviki tók Boeing 747-
þota með 300 farþega innanborðs
óvænta vinstri beygju og hallaðist
eftir að rangar upplýsingar bárust
til sjálfstýringar vélarinnar. í ljós
kom að rekja mátti bilunina. til
þess að einn farþeganna var með
myndbandstökuvél í gangi. Þegar
slökkt hafði verið á henni virkaði
sjálfstýringin eðlilega.
Mánuði síðar hætti áttaviti í
annarri B-747-þotu að virka eðli-
lega vegna áhrifa frá tveimur
kjöltutölvum. Þegar slökkt var á
þeim hvarf bilunin. Eitt alvarleg-
asta atvikið varð er Shorts 360-
flugvél með 30 farþega innanborðs
bar 40 gráður af leið úti fyrir
strönd Lancashire, vegna þess að
kjöltutölva í farþegarými truflaði
flugleiðsögutækin. Áhöfnin varð
ekki vör við skekkjuna en flugum-
ferðarstjóri aðvaraði hana.
Fulltrúar CAA segja að þrátt
fyrir þessar skýrslur frá flug-
mönnunum hafi rannsóknir ekki
sýnt fram á skýr tengsl milli raf-
eindatækja og bilana í stjórntækj-
um. Núverandi reglur banna notk-
un rafeindatækja í flugtaki og
lendingu, en flugstjóri hefur enn-
fremur vald til að banna notkun
þeirra hvenær sem er.
Það er ánægjuefni fyrir viðskiptavini Landssímans að
þann 1. mars lækkaði verð á GSM farsímaþjónustu
innanlands. Á þessi lækkun við hvort sem hringt er
úr GSM kerfinu eða í það.
Þá lækkaði verð á símtölum innan
GSM kerfis Landssímans, þ.e. úr einum
GSM síma í annan enn frekar.
og lægri GSITI uerdsl^r
Dagtaxti Lækkun í krónum Kvöld-, nætur og helgartaxti Lækkun í krónum
Hringt í almenna símkerfiö og NMT úr GSM 21,90 kr./mín 3 kr. 14,60 kr./mín 2 kr.
Hringt úr almenna símkerfinu og NMT í GSM 21,90 kr./mín 3 kr. 14,60 kr./mín 2 kr.
Hringt innan GSM kerfis Landssímans 1 9,90 kr./mín 5 kr. 1 3,30 kr./mín 3,30 kr.
Lækkunin gildir ekki um GSM símtöl til útlanda, í símatorg, 800 númer, og önnur númer sem bera sérstaka gjaldskrá. 118, 155