Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Yfírlýsing banka- ráðs Landsbanka A Islands hf. BANKARÁÐ Landsbanka íslands hf. sendi í gær frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Á fundi bankaráðs Landsbanka íslands hf. í dag var fjallað um þá athugun sem nú fer fram á vegum Ríkisendurskoðunar á þáttum tengdum kaupum Landsbanka ís- lands á laxveiðileyfum. Eins og komið hefur fram opinberlega óskaði einn af bankastjói-um bank- ans eftir því við Ríkisendurskoðun að stofnunin tæki saman upplýs- ingar um kaup Landsbanka ís- lands á veiðileyfum af leigutaka Hrútafjarðarár og tengsl hans við leigutakann. Þess var óskað að stofnunin skil- aði skýrslu um málið til bankaráðs Landsbankans ef stofnunin teldi efni til þess. Hinn 16. mars sl. til- kynnti Ríkisendurskoðun banka- ráðinu að hún hefði orðið við þess- ari málaleitan. í framhaldi af þessu óskaði bankaráð Landsbanka ís- lands hf. eftir því með bréfi til Rík- isendurskoðunar hinn 30. mars sl. að þessi athugun yrði víkkuð út þannig að Ríkisendurskoðum fram- kvæmdi einnig sérstaka athugun á öllum risnukostnaði Landsbankans 1994-1997 svo og öllum ferðakostn- aði innanlands og erlendis og bif- reiða- og aksturskostnaði. Ríkis- endurskoðun vinnur nú að þessari athugun og er henni ekki lokið. Þegar bankaráðinu berst skýrsla Ríkisendurskoðunar mun banka- ráðið taka hana til efnislegrar með- ferðar og greina opinberlega frá niðurstöðum sínum. I framhaldi af frumathugun Ríkisendurskoðunar á þessum málum hefur hún gert bankaráðinu viðvart um að svar bankans til viðskiptaráðherra vegna fyrirspurnar á Alþingi um kostnað bankans vegna laxveiða sé ekki nægjanlega nákvæmt. I framhaldi af þessari ábendingu hefur Ríkisendurskoðun að ósk bankaráðsins kannað þennan kostnað sérstaklega og í framhaldi af því hefur bankaráðið sent við- skiptaráðherra viðbótarupplýsing- ar um þetta efni. I upphaflegu svari Landsbankans frá 3. mars 1998 kom fram að kostnaður Landsbankans sjálfs af laxveiði- ferðum er talinn hafa numið 18.309.000 kr. Upplýsingar sem nú liggja fyrir bera á hinn bóginn með sér að þessi kostnaður nam 41.667.000. Þessi hækkun skýrist m.a. í íyrsta lagi af því að nú er meðtal- inn allur laxveiðikostnaður dóttur- félaga bankans. í öðru lagi er þátt- taka bankans í kostnaði við lax- veiðiferðir með dótturfélögum og/eða hlutdeildarfélögum og öðr- um bönkum talin með. I þriðja lagi var annar kostnaður í tengslum við veiðiferðirnar ekki að fullu til- greindur í fyrra svari bankans. Landsbanki íslands hf. harmar þessi mistök og hefur þegar gert viðskiptaráðherra grein fyrir þeim bréflega.“ Vollebæk heimsækir Alþingi UTANRÍKISRÁÐHERRA Noregs, Knut Vollebæk, hóf daginn í gær á því að sækja heim Alþingi Is- lendinga, þar sem Ólafur G. Ein- arsson, forseti Alþingis, tók á móti honum. Eftir að hafa skoðað húsakynnin ræddi Vollebæk við utanríkismálanefnd Alþingis í þingflokksherbergi sjálfstæðis- manna þar sem meðfylgjandi mynd er tekin. Á fundinum var fjallað almennt um utanríkismál og samband Islands og Noregs. Að því loknu kom Vollebæk við í Norræna húsinu og kynnti sér starfsemi þess en þaðan lá leiðin í Stofnun Árna Magnússonar þar sem handritin voru skoðuð. Eftir hádegi heimsótti Vollebæk Þing- velli en á leiðinni snæddi hann há- degisverð ásamt föruneyti sínu í Skíðaskálanum í Hveradölum. Morgunblaðið/Áini Sæberg Skemmtistaður opnaður í Fischersundi SKEMMTISTAÐURINN Reggae Pub í Fischersundi, sem var opnaður síðustu helgi, hefur bráðabirgðavín- veitingaleyfi frá lögreglustjóraemb- ættinu í Reykjavik, þar til umsögn hefur borist frá borgaiyfirvöldum. Ibúasamtök Grjótaþorps hafa mót- mælt því í bréfi til borgarráðs að staðnum verði veitt áframhaldandi leyfi og krefjast flýtimeðferðar máls- ins. Það er nú til umsagnar hjá bygg- inganefnd og félagsmálai-áði Reykja- víkurborgar. Haft var eftir Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borgar- stjóra í Morgunblaðinu á þriðjudag að sér sýndist það fara að verða full- reynt að reka veitingastað á þessum stað í sæmilegri sátt við umhverfið. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn í forvamadeild lög- reglunnar í Reykjavík, segir að þeg- ar eigendaskipti verði á veitingastöð- um sé ferlið á þann veg að nýr eig- andi snúi sér til lögreglustjóra og óski eftir því að taka við rekstrinum. Það sé einfaldlega lagaskylda á lög- reglustjóra að gefa út bráðabirgða- leyfi til rekstrarins meðan umsóknin er til umsagnar í borgarkerfinu. Komi síðan neikvæð umsögn frá borgaryfirvöldum sé lögreglustjóra óheimilt að veita vínveitingaleyfið til frambúðar. Glæsilegur söngur TONLIST II á s k ó I a b f ö ÓPERUTÓNLEIKAR Fluttir voru forleikir og millispil og sungnar aríur úr óperum eftir Handel, Rossini, Bellini, Borodin, Dvorak, Puccini og Verdi. Einsöngv- ari: Sigrún Hjálmtýsdóttir. Sfjórn- andi: Paul Wynne Griffiths. Fimmtu- dagurinn 2. apríl. VINSÆLDIR óperuforleikj- anna höfðu afgerandi áhrif á þróun tónlistar, því með fyrstu verkum þessa listforms var sáð fyrir sin- fóníum og þrátt fyrir að óperumar sjálfar féllu í gleymsku, héldu for- leikirnir og einstaka hljómsveitar- millispil oft stöðu sinni og enn í dag nýtur þessi tónlist vinsælda, enda mörg verkin skemmtileg og vel gerð tónlist. Tónleikarnir hófust á inngöngu drottingarinnar af Saba, úr óratoríunni Salomon eftir Handel. Þessi skemmtilegi hljómsveitarþáttur var mjög vel leikinn, en þar áttu óbóistamir Kristján Þ. Stephensen og Hólm- fríður Þóroddsdóttir vel útfærðan leik. Stjarna kvöldsins, Sigrún Hjálmtýsdóttir, hóf söng sinn með aríu Alcinu, Tormani a vaghegghi- ar, eftir Hándel, er hún flutti af glæsibrag. Þar eftir voru flutt verk eftir hið galsafengna tónskáld Rossini, fyi'st forleikurinn að óperunni Semiramide, sem hljómsveitin lék mjög vel, en þar átti Ognibene fallega leik- ið sóló á horn og Hall- fríður Ólafsdóttir á piccoloflautu. Una voce poco fa úr Rakar- anum var annað við- fangsefni Sigrúnar, sem hún söng frábær- lega vel, þar sem raddgæði hennar og elskuleg túlkun blátt áfram blómstmðu í mótun þessa söng- Sigrún Hjálmtýsdóttir listaverks. Bellini átti tvö síðustu verkin fyrir hlé, fyrst forleikinn að Normu, sem er æði misjöfn tón- smíð, en Sigrún bætti þar um með aríunni Casta Diva, sem var aldeil- is glæsilega sungin. Eftir hlé var leikinn forleikurinn að Igor fursta eftir Borodin og þar eftir söng Sigrún Óðinn til mánans úr óperunni Rusalka eftir Dvorák. En það var með aríu Mímí úr La Bohéme eftir Puccini sem Sigrún bókstaflega tók áheyrendur með trompi. Intermezzo úr ópemnni Manon Lescaut eftir Puccini er sérlega fallega rituð tónsmíð sem hljómsveitin lék aldeilis vel og má vel nefna ágætan einleik Pauls Kellet á selló og lág- fiðlueinleik Helgu Þór- arinsdóttur. Forleik- urinn að Nabucco eftir Verdi er tónverk af svipuðum gæðum og forleikurinn að Normu, enda er Verdi svo gott sem að hefja sinn feril sem tón- skáld. Forleikurinn var samt vel leikinn og áttu básúnurnar og túban fallega leikinn kóral í upphafi verks- ins. Lokaviðfangsefni tónleikanna var arían Mereé, dilette amiche, úr I vespri Siciliani eftir Verdi, ar- ía þar sem virkilega reynir á söng- hæfni og túlkun. Sigrún er óum- deilanlega ein af okkar glæsileg- ustu söngkonum og var söngur hennar í heild frábær og t.d. í Una voce, Casta Diva og aríu Mímí hreint frábær. Það mátti og heyra að hljómsveitarstjórinn Paul Wynne Griffiths kann sitt fag og náði hann oft að fá hljómsveitina með sér í fallega mótuðum leik, bæði í undirleiknum og sérstak- lega í Intermezzo-kaflanum, úr Manon Lescaut. Þetta vom frá- bærir tónleikar og mikill listasigur fyrir Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Jón Ásgeirsson Borgarstjóri um umræðuþætti um borgarmál í Dagsljósi Höfum fallist á einn þátt REYKJAVÍKURLISTINN hefur afþakkað boð um að taka þátt í Dagsljóssþætti í Sjónvarpinu þar sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sætu fyrir svörum en tekið boði um að sitja fyrir svörum í Dagsljósi 14. apríl næstkomandi. Boðið var upp á tvo umræðuþætti þar sem frambjóðendur Reykjavík- urlista sætu fyiir svörum í öðrum þættinum og sjálfstæðismenn veldu umræðuefnið en í hinum sætu sjálf- stæðismenn fyrir svörum og Reykjavíkurlistinn veldi umræðu- efnið. „Þessu hafnaði Reykjavíkurlistinn og óskaði ekki eftir að nýta það tækifæri að spyrja sjálfstæðismenn. Niðurstaðan vai'ð sú að það verður einn þáttur þar sem Reykjavíkur- listamenn sitja fyi'h' svörum en það verða ekki innhringingar. Að öðru leyti verður sama fyrirkomulag. Sjálfstæðismenn tilnefndu málefnið og verður það loforð og efndh' R- listans," sagði Svanhildur Konráðs- dóttir, ritstjóri Dagsljóss. Að sögn Svanhildar var þegar í mars leitað til framboðanna um að koma fram í Dagsljósi. „Mér skilst að borgarstjóri hafi gefið út yfirlýs- ingu um að kosningabaráttan færi formlega af stað eftir páska þannig að það má líta svo á að þetta verði upphaf hennar,“ sagði hún. „Frétta- stofan mun síðan verða með mjög öfluga dagskrá fram að kosningum.“ „Okkur fannst að það væri ekki skynsamlegt að slíta pólitíska um- ræðu úr samhengi og taka hana frekar í einum þætti,“ sagði Ingi- björg Sólrún Gisladóttir borgar- stjóri í samtali við Morgunblaðið. „Við töldum það óheppilegt vegna þess að áhorfendur ei'u ekki endi- lega hinir sömu að hvorum þætti. En við höfum fallist á að vera í ein- um þætti og hugmynd okkar er sem sagt sú að hafa einn þátt eftir páska,“ sagði borgarstjóri. Upphaflega var hugmyndin sú að R-listinn sæti fyrir svörum í öðrum þættinum, en sjálfstæðismenn í hin- um. Ekki ástæða til að spyrja minnihlutann I fi’étt frá borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna er fagnað því tæki- færi sem Dagsljós hugðist gefa báð- um framboðunum og þvi jafnræði sem í þvi var fólgið. Borgarbúar eigi rétt á málefnalegri og opinni um- ræðu um stöðu og framtíð Reykja- víkur. Síðan segir að Reykjavíkur- listinn hafi tekið sér tíma til umhugs- unar en síðan neitað að taka þátt í umræðunni. Fram kemur að í svari aðstoðarkonu borgarstjóra eru for- sendur synjunarinnar sagðar þær að Reykjavíkurlistinn geti ekki fellt sig við uppbyggingu þáttanna. Meginá- stæða þess er sögð sú að Reykjavík- urlistinn sjái ekki ástæðu til að spyrja minnihlutann um borgarmál- in. Lýst er furðu á þeirri drambsemi sem fram komi í afstöðu Reykjavík- urlistans. Heilbrigðisgjald endurskoðað Níu milljónir verða hugsanlega endurgreiddar ENDURSKOÐAÐ verður hjá Reykjavíkurborg hvaða aðilar kunna að hafa greitt gjald fyrir heil- brigðiseftirlit árin 1995 og 1996 án þess að hafa fengið eftirlit. Alls var gjaldið innheimt hjá 440 aðilum og þurfi að endurgreiða öllum er upp- hæðin tæpar 9 milljónir króna. Hulda Ólafsdóttir, formaður heil- brigðisnefndar, segir að gjaldið, sem fyrst var lagt á árið 1993, hafi verið endurskoðað árið 1995 og svo aftur í framhaldi af athugasemd umboðs- manns Alþingis hafi fyrirkomulagi innheimtu verið breytt. Höfðu Vinnuveitendasambandið og Versl- unarráð kært málið til umboðs- manns sem taldi innheimtu gjaldsins löglega en að ekki hefði verið staðið rétt að henni. Stofnaður var samstarfshópur fulltrúa Reykjavíkur og áðurnefndra aðila og hefur nú náðst samkomulag um að gjaldið, sem innheimt var árin 1995 og 1996 og var talið of hátt, skuli endurskoðað þar sem aðilar hafi hugsanlega ekki fengið þá þjón- ustu sem þeir gi-eiddu fyrh’. Verður þeim sem hugsanlega hef- ur verið tekið of mikið gjald af end- urgreitt og segir Hulda þetta vera 440 aðila. Þurfi að endurgreiða þeim öllum er upphæðin tæpar 9 milljónir króna. Hulda sagði hins vegar að margir þessara aðila hefðu ekki greitt gjaldið og því yi'ði að fara yfir alla starfsemina þessi ár og kanna hverjir hefðu verið heimsóttir, hverjir gi'eitt og hverjum bæri að endurgreiða. Sagði hún þetta mikla vinnu og yrði ekki ljóst fyrr en tals- vert langt liði á árið hver endanleg niðurstaða endurskoðunarinnar yi-ði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.