Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 78. TBL. 86. ÁRG. EÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Jeltsín fellst á hringborðsumræður um nýja stjórn Þingið fær frest til að fallast á Kíríjenkó Kommúnistar ætla samt sem áður að hafna forsætisráðherraefninu Moskvu. Reuters. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti gaf rússneska þinginu í gær vikufrest til viðbótar til að ákveða hvort það staðfesti skipun Sergejs Kíríjenkós í embætti forsætisráðherra. Fresturinn átti að renna út í dag en Jeltsín dró vikugamla beiðni sína tO þingsins um skipun Kíríjenkós til baka og lagði inn nýja. Þá varð hann við kröfum andstæðinga sinna á þingi um að efna til hringborðsumræðna með fulltrúum þings, héraðsstjórna og verkalýðsfélaga, um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Kíríjenkó átti að ávarpa þingið í dag en vegna frestunar Jeltsíns getur það dregist um allt að viku. Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnista, sagði frestinn engu breyta, flokkur hans myndi eftir sem áður hafna Kíríjenko. Svartsýni í Japan Tókýó. Reuters. NORIO Ohga, forstjóri Sony í Japan, sagði í gær á fundi með erlendum fréttamönnum, að hann óttaðist efna- hagslegt hrun í landinu. Kenndi hann ráðamönnum um og sagði þá hafa brugðist við samdi’ættinum með ná- kvæmlega sama hætti og Hoover Bandaríkjaforseti við kreppunni 1929. Ohga sagði að rættist ekki úr á næstunni væri framundan langt verðhjöðnunartímabil í Japan sem hefði alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslíf annarra Asíuríkja og alls heimsins. Pessi svartsýni kemur lika fram í könnun, sem japanski seðla- bankinn gerði meðal forsvarsmanna í atvinnulífinu, og í fyrsta sinn gera stórfyrirtækin ráð fyrir minni fjár- festingum á nýbyrjuðu fjárhagsári. Japansstjórn hefui- tilkynnt, að rúmlega 8.600 milljörðum ísl. kr. verði varið til að örva efnahagslífið en margir óttast, að fjárausturinn verði aðeins til að fresta enn óhjákvæmileg- um umbótum í fjármálalífi landsins. Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Tókýó lækkaði í gær og einnig gengi jensins. í kjölfarið lækkaði gengi annarra gjaldmiðla í Asíu verulega. Vonir fara nú dvinandi um að Jap- anir geti lagt sitt af mörkum til að lina fjármálakreppuna í álfunni. ■ Ótti við hrun/30 Jeltsín átti í gær fund með Gennadí Seleznjov, forseta neðri deildar þingsins, og Jegor Strojev, forseta efri deildarinnar, um skipan Kíríjenkós. Sat forsætisráðherrann seinni hluta fundarins sem haldinn var á sveitasetri skammt frá Moskvu. Á fundinum bað hann þing- forsetana að tilnefna ráðherra í væntanlega ríkisstjórn, en skipan hennar verður rædd í hringborðsum- ræðunum sem fram fara á þriðjudag. Með þessum tilslökunum gefur Jeltsín andstæðingum sínum á þingi tækifæri til að koma skoðunum sín- um á framfæri en annað mál er hvort hann fer að tillögum þeirra. Sam- kvæmt stjórnarskránni getur hann hunsað vilja meirihluta þingsins, leyst það upp og boðað til kosninga. Igor Shabdurasulov, talsmaður Jeltsíns, vísaði í gær á bug að forset- inn myndi fallast á samsteypustjórn, eins og kommúnistar hafa krafist. Hringborðsumræðurnar eru hins vegar taldar til marks um að forset- inn viðurkenni völd kommúnista á þinginu og sé reiðubúinn að hlýða á tillögur þeirra í von um að það verði til að þeir fallist á skipun KMjenkós. Japansferð á áætlun Itar- Tass-fréttastofan dró í gær til baka frétt um að heimsókn Jeltsíns til Japans 11.-13. apríl hefði verið frestað fram í lok mánaðarins. Hvorki var gefin skýring á fréttinni né því að hún var afturkölluð. Paula Jones vill ekki ræða niðurstöðu dómara Clinton „ánægður“ með frá- vísunina Dakar í Senegal. Reuters. BILL Clinton Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann væri ánægður með að málsókn Paulu Jones gegn sér hefði verið vísað frá dómi í Arkansas. „Eg held að ákvörðun dómarans tali sínu máli,“ sagði Clinton er hann ræddi við fréttamenn í fyrsta sinn síðan málinu var vísað frá á miðvikudag. Reuters CLINTON og Hillary, kona hans, veifuðu í kveðju- skyni er þau fóru frá Senegal. Þar með lauk 12 daga ferð þeirra um sex Afríkuríki. Hóta skjótum hefndum MORG þúsund manns fylgdu Mu- hyideen al-Sharif, einum helsta sprengjusmið Hamas-samtak- anna, til grafar í bænum Ram- allah á Vesturbakkanum í gær. Hann fannst látinn á Vesturbakk- anum sl. sunnudag. Lögregla í ísrael sagði í gær að öryggisráð- stafanir hefðu verið hertar vegna hótana Hamas um að hefna Sharifs. Skæruliðaarmur Hamas segir Israela hafa staðið að morð- inu á Sharif, og í dreifiriti var því hótað að hefndin yrði „skjótari en nokkurn gæti órað fyrir“. Israel- ar neita því að hafa átt nokkurn þátt í dauða Sharifs en palestfnsk- ir þingmenn tóku í gær undir þá fullyrðingu að Israelar bæru ábyrgð á morðinu. Yfirmaður ísraelsku lögregl- unnar sagði í gær að Hamas-sam- tökin, sem eru andvíg bráða- birgðasamkomulagi því, er Pal- estínumenn hafa gert við Israela, hefðu hingað til ekki látið sitja við orðin tóm er þau hafi haft í hót- unum. Því væru ísraelar við öllu búnir. Jafnframt sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Israels, í gær að hann myndi gera heimastjórn Palestínu ábyrga fyr- ir hveijum þeim sjálfsmorðsárás- um á fsrael sem fylgdu í kjölfarið. ■ Hizbollah hafnar/30 Jones hefur ekki viljað ræða við fréttamenn um niðurstöðuna og haldið sig á heimili sínu, ásamt eig- inmanni sínum og börnum þeirra, á Long Beach í Kaliforníu. Hún hafði krafist 700 þúsund dollara í skaða- bætur af forsetanum fyrir meinta kynferðislega áreitni við hana er hann var ríkisstjóri í Arkansas 1991. Ráðgjafi Jones, Susan Carpenter-McMillan, kvaðst í gær miður sín vegna niðurstöðunnar. Clinton var í Senegal í gær á síð- asta degi Afríkuheimsóknar sinnar og var væntanlegur til Bandaríkj- anna síðla í gær. Á miðvikudags- kvöld náðu sjónvarpsmyndatöku- menn myndum af forsetanum að spila á bongótrommu og reykjandi vindil á svölum hótelherbergis hans eftir að fregnir bárust af því að mál- inu hefði verið vísað frá. Starr heldur áfram rannsókn sinni Á stuttum fundi með fréttamönn- um í gær vildi Clinton ekkert segja um það, hver áhrif hann teldi að niðurstaðan í máli Jones hefði á störf Kenneths Starrs, sérstaks saksóknara er rannsakar meint meinsæri forsetans í tengslum við meint kynferðissamband við Mon- icu Lewinsky, fyrrverandi starfs- mann Hvíta hússins. Starr sagðist hins vegar halda ótrauður áfram rannsókn sinni á því hvort Clinton hefði beðið Lewinsky að ljúga til um samband þeirra, enda væri það al- varlegur glæpur af hálfu Clintons ef satt væri. Hillary Clinton, eiginkona forset- ans, sagðist telja að frávísunin væri réttmæt niðurstaða, byggð á stað- reyndum málsins og samkvæmt bókstaf laganna. Kvaðst hún sann- færð um að þeir, sem væru að reyna að koma óorði á forsetann, myndu ekki hafa erindi sem erfiði. ■ Dómari taldi/28 Bíllinn víki fyrir körtunum Ósló. Morgunblaðið. DÝRAVINIR í norska bænum Arendal hafa krafist þess að ýmsum götum í bænum verði lokað til að koma í veg fyrir að bflar verði ástsjúkum körtum að aldurtila. Körtur eru í útrýmingar- hættu í Noregi og því friðaðar en í Arendal eru þær drepnar í stórum stfl. Á vorin koma þær til að gjóta í vatni í bænum og eru þá aðallega á ferð á nótt- unni. Margar komast aldrei á áfangastað, heldur verða bara að klessu á veginum. Ástir kartna gangi fyrir Beate Johnsen, formaður Dýrafræðifélagsins í Austur- Ögðum, hefur nú krafist þess ásamt öðrum, að bílaumferð um nokkrar götur verði bönn- uð á þessum árstíma þegar körturnar eru á ferðinni. Segir Johnsen að það sé skelfilegt að horfa upp á göturnar útataðar í körtulíkum og hún hvetur náttúruunnendur til að koma og verða vitni að þeim eftir- minnilega atburði sem ástar- leikur kartnanna er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.