Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 68
68 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/ÁrniSæberg úr skruddunum fyrir keppnina. Fullt tungl í uppsiglingu? Morgunblaðið/Halldór PLÖTUSNÚÐAR kvöldsins voru DJ Árni og DJ Frímann. EYRÚN Magnúsdóttir, Gyða Ingadóttir, Hrafnhildur Einarsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir. HEIÐA Ehrat, Erla Reynisdóttir og Anna Birgisdóttir á dansgólfinu. SKEMMTISTAÐURINN Tunglið var opnaður á ný um síðustu helgi. „Það er búið að taka húsið í gegn, gera allt snyrtilegra, laga lýsinguna og lækka dansgólfið," segir Sverrir Rafnsson, sem er nýr eigandi staðarins. Hann segir að góð dagskrá sé í vændum. „Það er bókað út mán- uðinn. Við verðum með erlenda plötusnúða og útsendarar tíma- ritsins MixMag og plötufyrirtæk- isins Diesel koma hingað. Á efri hæðinni verður stemmn- ingin eins og á áttunda áratugn- um með diskókúlu, bláum leður- stólum og diskó- og fönktónlist. Niðri verður leikin danstónlist." FÓLK í FRÉTTUM Hver getur / Urslit ráðast í spurningakeppni framhalds- skólanna í kvöld þegar Menntaskólinn í Reykjavík mætir Menntaskólanum við Hamrahlíð. Guðmundur Asgeirsson fjallar um keppnina. GETTU betur hefur skapað sér var- anlegan sess í hugum margra lands- manna undanfarin ár. Utsendingar Sjónvarpsins eiga sinn þátt í vinsæld- um keppninnar, en í kvöld verður bein útsending frá lokaviðureigninni. Davíð Þór Jónsson er stjórnandi keppninnar þriðja árið í röð og tók hann við af Ömari Ragnarssyni í því hlutverki. Andrés Indriðason sér um tæknilega hlið mála fyrir hönd Sjón- varpsins, eins og hann hefur^ gert síðan árið 1991. Gunnsteinn Ólafs- son semur spurningar og gegnir dómvörslu. Honum til aðstoðar er Katrín Jakobsdóttir sem iylgist með klukku og stigagjöf. Drengileg keppni Finnur Þór Birgisson er í for- svari fyrir lið MH. Hann hafnaði við- tali fyrir hönd sinna manna og sagði þá ákvörðun hafa verið tekna að sneiða hjá samskiptum við fjölmiðla fram að keppni. Ti-úlega er álagið nægilegt fyidr, því liðið hefur æft stíft undanfarnar vikur og mikill keppnishugur er í mönnum, eins og Finnur orðaði það. „Lið MH hefur verið við æfingar frá því að keppnin hófst í vetur og liðið hefur lagt mjög hart að sér við undirbúning," sagði hann. Við sem stöndum að baki liði Menntaskólans við Hamrahlíð vænt- um þess að keppnin verði drengilega háð og laði fram það besta í báðum liðum.“ Lið þeirra menntskælinga í Hlið- unum er skipað Ingu Þóru Ingvars- dóttur, Oddi Þóri Þórarinssyni og Fjalari Haukssyni. Þjálfarar liðsins eru Björn Grétar Stefánsson og Finnur Þór Birgisson. Auk þess hef- ur liðið „notið ómetanlegrar hjálpar Eggerts Þrastar Þórarinssonar" að sögn Finns. Tveir keppenda tóku þátt í úrslitakeppninni í fyrra þegar lið sömu «KL “-7™. “eppnum. ‘ skóla áttust við og háðu grimmilega baráttu um Gullna hljóðnemann. MR-ingar bera sig vel Menntskælingar í Miðbænum halda sig í gömlu húsi á hól við Tjörn- ina í Reyjavík. Keppnislið MR var saman komið til léttra æfinga þegar blaðamann bar að garði. Liðið skipa Viðar Pálsson, Arnar Þór Stefánsson og Svemr Guðmundsson. Þeir voru spurðir um andlegt ástand liðsins. „Það er léttur titringur í okkur,“ sagði Viðar. „Við erum að sjálfsögðu spenntir fyi-ir keppnina, en stressið er vel innan hættumarka enn sem komið er. Eg og Sverrir vorum báðir í liðinu í fyrra og erum því vanir álag- inu.“ „Liðsheildin er sterk," bætti Arnar Þór við. „Við erum vel undir- búnir og góður andi í liðinu." best? Menntaskólinn í Reykjavík hefur verið ákaflega sigursæll í Gettu bet- ur. Lið frá skólanum hefur gengið með Gullna hljóðnemann af þessum viskuhólmi síðastliðin fimm ár óslitið og er verðlaunagripurinn nánast orð- inn hluti af sjálfsvitund nemenda. Það eru því miklar kröfur gerðar til liðsins. „Gullni hljóðneminn er ekki eign- arbikar og hverfur því frá skólanum ef liðið tapai-,“ sagði Sverrir, og glotti ásamt félögum sínum þegar minnst var á að gripurinn væri hvort sem er alltaf á sínum stað. „Við vörumst að ofmetnast og að vanmeta lið and- stæðinganna. Menntaskólinn við Hami’ahlíð hefur sterku liði á að skipa. Tveir þeirra tóku þátt í úrslita- keppninni síðast og liðið er því keppnisvant. Það er mikill metnaður í ki’ingum keppnina. Liðin æfa vel og við teljum að í ár hafi keppnin verið óvenju sterk. Mikil stemmning myndast í þeim skólum sem ná góðum árangri í Gettu betur og er keppnin nánast ómissandi þáttur í félagslífi margi’a þeirra. Samkvæmt hefð sjá fulltrúar skólanna sem keppa í hvert skipti um skemmtiatriði í hléum og þá er oft mikið lagt á sig. „Gettu betur nýtur gríðariegra vinsælda í skólanum," segir Viðar. „Keppnin hefur dafnað á kostnað Morfís þvi áhugi á mælskustríðum hefur dalað að sama skapi og vegur spurningakeppninnar hefur vaxið. Utsendingar Ríkisútvarpsins eiga stóran þátt í vinsældum Gettu betur, en Morfískeppnum er ekki lengur út- varpað. Sjónvarpið stendur mjög vel að keppninni. Andrés Indriðason er ákaflega fær og reyndur á sínu sviði og það er gaman að fylgjast með hon- um stjórna sínu fólki.“ Þessir gall- hörðu svaramenn vildu nú fara að komast til æfínga á ný og slitu því við- talinu. Þeir vildu þó koma á iramfæri þakklæti til starfsfólks Sundlaugar Seltjarnarness og ekki síður til liðs- stjóra sinna, þeirra Svans Pétursson- ar og Hjalta Snæs Ægissonar." FOSTUDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Stöð 2 ► 20.55 Helgin hefst ekki með lúðrablæstri og söng, Brenn- andi sól (Race the Sun, ‘96), er bíó- mynd sem aldrei var sýnd hérlendis og fær aðeins ★ *,4 hjá oftast jákvæð- um gagnrýnanda tímaritsins Boxoffice. Segir myndin af unglingum á Hawaii og viðskiptum þeÚTa við nýja kennarann (Halle Berry), fyiirsjáan- leg og velluleg. Halle stappar stálinu í þessi olnbogabörn og skólastjórann, sem leikinn er af James Belushi, sem tímaritið segii’ að eigi í vandræðum með að halda sér vakandi. Sýn ► 21.00 Mynd kvöldsins Með hjartað I buxunum (High Anxiety, ‘77). Sjá umsögn í ramma. Sjónvarpið ► 22.35 Að venju gefst áhorfendum tækifæri til að velja sjálfír mynd kvöldsins fyrsta föstu- dag mánaðarins Kostirnir eru: 1) Einhleypingar (Singles, ‘92), mynd um ungt fólk í Seattle, nær sér aldrei á strik þrátt fyrir góða spretti og ágætan leikhóp (Matt Dillon, Kyra Sedgwick, Bridget Fonda, Campbell Scott, Bill Pullman. o.fl.) Handrits- höfundinum og leikstjóranum tókst mun betur upp nokkrum árum síðar með myndina Jerry Maguire. Fyrir ungt fólk og ástfangið. ★★1/a 2) Evrópuförin (National Lampoon’s European Vacation, ‘85). Bandaríska kjarnafjölskyldan á menningar- snauðu ferðalagi um söguslóðir Gamla heimsins. Marflatt framhald ágætrar gamanmyndar með sömu aðalleikurum, Chevy Chase og Beverly D’Angelo. Hin fullkomna bið eftir engu. ★ 3) Nornirnar (The Witches, ‘90). Níu ára snáði kemst að þvi sér til skelf- ingar að samtímis honum á hóteli við sjávarsíðuna, þinga hinar ferlegustu nornir. Enginn trúir strák, enda er hann einn um að sjá í gegnum ham- inn. Fín fantasía fyrir fjölskylduna. Jim Henson sér um gervin, Anjelica Huston er stormandi góð sem norna- drottningin og Mai Zetterling engu síðri sem amman. ★★★ Stöð 2 ► 22.45 Stálfuglinn 4 Spaugast með Hitch- cockmyndir Sýn ► 21.00 Með hjartað í buxunum (High Anxiety, ‘77) ★★★, er í hópi betri mynda háð- fuglsins Mels Brooks, gerð á uppgangsárum hans hjá 20th Centui-y Fox á áttunda áratugn- um. Hér tekur Brooks fyrir meistara Hitchcock, skrumskælir heilu atriðin úr myndum eins og Vertigo, Spellbound, North by Northwest, The Birds, o.fl. Brooks leikur sjálfur aðalhlut- verkið; afar lofthræddan og „nojaðan" lækni sem tekur við stjórninni á geðspítala. Minnii’ í sífellu á að verið er að gera bíó- mynd með því að láta myndavél- arnar vera að rekast á hluti og áhrifstónlistina koma leikurunum á óvart. Einn handritshöfunda er Barry Levinson. Með aðalhlut- verkin fara ásamt Brooks, Madel- eine Kahn, Cloris Leachman og Harvey Korman. Þau eru öll í fastagengi leikstjórans. Auk þeirra sjáum við m.a. Dick Van Patten, Ron Carey, auk þess sem ófáum stórstjörnum bregður fyiTi’. Sæbjörn Valdimarsson (Ivon Eagle 4, ‘95), er síðasta myndin í langþreyttum bálki um skólasvein- ana, fluggarpana hans Lou Gossett, Jr. sem bjarga heiminum þó þeir líti ekki út fyrir að vera færir um að snýta sér hjálparlaust.1/ Sýn ► 23.20 Það er ekki verið að skafa utan af hlutunum og samtölin tæpitungulaus í Og hvað með það! (So Fucking What, ‘94). Stephen Dorff er magnaður sem kokkur á skyndibitastað sem verður frægur um stund á meðan fréttamenn beina að honum kastljósinu á meðan á um- sátursástandi stendur vegna gísla- töku. Með honum í prísundinni er ung stúlka (Reese Witherspoon), úr hinum enda þjóðfélagsstigans. Kald- hæðnisleg ádeila, vel skrifuð og leik- in, minnir á verk Linu Wertmuller, Swept Away. Astin er hverful, eins og frægðin. ★★★ Stöð 2 ► Listamenn, einkum rithöf- undar, hafa verið vinsælt yrkisefni alvarlega þenkjandi kvikmyndagerð- armanna að undanförnu. Tom og Viv (Tom and Viv, ‘94), er ein þeirra, tek- ur fyrir tregafullan kafla úr lífi Nó- belsskáldsins T.S. Elliot (Willem Dafoe), á meðan hann bjó með aðals- konunni Vivienne Haigh-Wood (Miranda Richardson). Hún reyndist honum dýrmæt en sinnisveiki batt enda á hjónaband þeirra. ★★‘/2 Stöð 2 ► 2.30 Föðurland (Father- land, ‘95), er skuggaleg framtíðarsýn sem á að gerast í Berlín tveimur ára- tugum eftir að Adolf Hitler hefur lagt heiminn undir sig. Nokkuð for- vitnileg en haldlítil mynd þar sem glæpir Þriðja ríkisins í síðari heims- styrjöldinni eiga að stuðla að falli þess. Með Rutger Hauer og Miröndu Richardson. ★★‘/2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.