Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Gögnum varðandi Strandgötu 30 leynt fyrir endurskoðendum Hafnarfjarðarbæjar Morgunblaðið/Árni Sæberg STRANDGATA 30 í Hafnarfirði. Talið er að veðskuldabréf sem hvíla á fasteigninni beri ekki bæjarábyrgð. Veðskuldabréf undir- rituð af fjármálastjóra bera ekki bæjarábyrgð ______Endurskoðendur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hafa_ sent bréf þar sem þeir segja að upplýsingum um Strandgötu 30 hafí verið haldið leyndum fyrir þeim og því hafí þeir ekki getað sinnt skyldum sínum. GÖGNUM varðandi Strand- götu 30, áður Hafnarfjarð- arbíó, hefur verið leynt fyrir endurskoðendum Hafnarfjarðarbæjar og þeir því ekki getað sinnt lögboðnum skyld- um sínum, segir í bréfí endurskoð- endanna til bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar. Tekið er fram að bæjar- stjórn ein geti veitt bæjarábyrgð og að veðskuldabréf sem hvfla á fast- eigninni Strandgötu 30, sem undir- rituð eru af fjármálastjóra bæjar- ins, beri því ekki bæjarábyrgð. Samkvæmt fundargerð bæjar- ráðs frá því í apríl 1997 kemur í ljós að gefin höfðu verið út veðskulda- bréf með einfaldri bæjarábyrgð á 2. veðrétti á fasteigninni við Strand- götu 30 og voru þau undirrituð af fjármálastjóra bæjarins. Bréfin voru í vanskilum og nam upphæðin þá 11 milljónum króna. Bæjarráð óskaði eftir áliti bæjarlögmanns um hvort um bæjarábyrgð væri að ræða og komst hann að þeirri nið- urstöðu ásamt bæjarendurskoð- anda að svo væri ekki. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum þyrfti sam- þykkt sveitarstjómar fyrii- slíkri ábyrgð og að bæjarstjóri undirrit- aði ábyrgðina. Magnús Jón Ámason, bæjarfull- trúi Alþýðubandalags í bæjarráði, lagði fram tillögu á fundinum um að eigendum veðskuldanna yrði til- kynnt að ekki væri um bæjará- byrgð að ræða. Tillögunni var frestað en jafnframt var lögð fram fyrirspurn til Ingvars Viktorssonar bæjarstjóra um hvort bréfin hafi verið undirrituð. með hans heimild, vitund eða vilja. I svari bæjarstjóra kom fram að hann hefði ekki gefið heimild fyrir bæjarábyrgð. Bæjar- ráð samþykkti síðan í maí sl. að skrifa eigendum veðskuldabréf- anna og tilkynna þeim að bæjar- stjórn Hafnarfjarðar samþykkti ekki bæjarábyrgðina og það var gert. Fallið frá uppboði A síðastliðnu ári fóm kröfuhafar fram á uppboð á eigninni og var því frestað tvisvar en lokauppboð átti að fara fram 24. nóvember en var afturkallað, þar sem allar kröfur höfðu verið dregnar til baka. Hinn 20. nóvember skrifar bæjarstjóri undir bréf, „Til þeirra er málið varðar", þar sem hann staðfestir að hann, sem bæjarstjóri muni undir- rita, með fyrirvara um samþykki bæjarstjómar, drög að leigusamn- ingi um leigu á húsnæði fyrii’ Leik- félag Hafnarfjarðar á Strandgötu 30, ásamt samkomulagi er íylgi varðandi uppgjör á fasteignagjöld- um sem hvfli á eigninni, en gjöldin nema nú um 3,7 millj. Tekið er fram að frágangur og undirskrift bæjarins sé háð því að samkomulag náist við alla kröfuhafa með áhvflandi veðkröfur á fasteigninni. „í ljósi ofanritaðs mun Hafnar- fjarðarbær afturkalla uppboð á við- komandi fasteign, sem á að fara fram mánudaginn 24. nóvember nk. enda geri aðrir kröfuhafar slíkt hið sama, á grundvelli samkomulags eigenda hússins við þá,“ segir í yfir- lýsingu bæjarstjóra. Þetta var í nóvember en í febrúar upplýsir bæjarstjóri á fundi bæj- arráðs að Leikfélag Hafnarfjarðar áformi að taka húsnæðið á leigu og lagði hann fram tillögu um að bæjarsjóður legði fram 3,5 millj. tfl að standa straum af húsaleigukostn- aði, brúa kostnað við flutninga og í rekstrarstyrk til félagsins. Nýjar upplýsingar í desember sl. senda bæjarfull- trúar Alþýðubandalagsins bæjar- endurskoðendum bréf vegna Strandgötu 30, sem svar barst við í mars sl. en í ljósi nýrra gagna sem þá höfðu komið fram óskuðu bæjar- fulltrúamir eftir að þeir endurskoð- uðu svar sitt. Gögnin sem komið höfðu fram voru, auk yfirlýsingar bæjarstjóra sem fyrr er getið og undirrituð var 20. nóvember, yfir- lýsing undirrituð 21. nóvember af fjármálastjóra bæjarins og stjórn- arformanni Strandgötu 30 ehf. og yfirlýsing frá Leikfélagi Hafnar- fjarðar. Yfirlýsing fjármálastjórans og stjórnarformannsins er í tveimur liðum. Þar kemur fram að fyrir Iiggi yfirlýsing bæjarstjóra með íyrirvara um samþykki bæjar- stjórnar um að bæjarsjóður muni samþykkja að skuldajafna ógreidd fasteignagjöld Strandgötu 30 og ógreidda leigu vegna kjallara húss- ins. Þannig verði fasteignagjöld út árið 1997 greidd að fullu. Þá muni bæjarsjóður gera leigusamning vegna Leikíélags Hafnarfjarðar og leigu á hluta jarðhæðar, miðhæðar og kjallara í eitt ár. I öðru lagi kemur fram að 12 millj. veðskuldabréf væru í vanskfl- um og því lýst yfir að gegn því að uppboð á fasteigninni verði aftur- kallað heimili Strandgata 30 ehf. fjármálastjóra bæjarins f.h. bæjarsjóðs að greiða f.h. félagsins, þ.m.t. of- angreint leigugjald; a. Greiða inna þriggja vikna 2 millj. til veðhafa. b. Að greiða og leggja fram yfirlýsingu og kvittanir um að innan sama tíma verði fasteigna- gjöld eignarinnar að fullu greidd ásamt einni milljón til Lífeyrissjóðs Framsýnar. Fram kemur að á sama tíma muni aðilar leita leiða til að greiða upp vanskil bréfanna að fullu og skuli stefnt að því að það verði fyrir 20. janúar 1998, og helst með endurfjármögnun á 2. veðr. bréfum. Tekið er fram í lokin að yf- irlýsingin sé háð því að bæjarstjóm Hafnarfjarðar samþykki tillögu bæjarstjóra. I yfirlýsingu frá Leikfélagi Hafn- arfjarðar sem gefin er vegna vill- andi fregna um stöðu húsnæðis- mála og vilja félagsins eru viðskipt- in við Hafnarfjarðarbæ rakin. Þar segir að bæjaryfirvöld hafi farið fram á það árið 1996 að félagið rýmdi Bæjarbíó fyrir Kvikmynda- safni Islands. Sett hafi verið á lagg- imar nefnd, sem komið hafi saman nokkrum sinnum til að finna lausn á húsnæðisvandanum en um haust- ið hafi fulltrúar LH verið kallaðir til með litlum fyrirvara til að skoða Strandgötu 30. Hart lagt að leikfélagsfólki Þar voru að auki fulltrúar meiri- hluta bæjarstjórnar, embættis- menn og eigendur húsnæðisins. A fundinum var hart lagt að leikfé- lagsfólki að lýsa yfir stuðningi við húsnæðið þannig að bæjaryfirvöld gætu keypt það en formaður fé- lagsins hafði nokkru áður lýst því yfir að það hentaði ekki sem leik- hús. Fyrir þrábeiðni bæjarfulltrúa samþykkti leikfélagsfólkið að skoða málið. Uttekt leikfélagsins, sem unnin var í framhaldi og komið til bæjaiyfirvalda, leiddi í ljós að húsið væri óhæft sem leikhús auk þess sem það væri í slæmu ástandi og þarfnaðist mikilla lagfæringa. í byrjun árs 1997, var bæjaryfir- völdum kynnt mótuð tillaga að litlu leikhúsi við Strandgötu 50 og var þeim hugmyndum vel tekið og lýsti meirihlutinn yfir fullum vilja bæj- aryfirvalda til að leysa húsnæðis- vanda LH. Bæjarskipulag vann fjárhagsáætlun að tillögunni sem hljóðaði upp á 30 millj. Hún var síð- an skorin niður um 18 millj. af leik- félagsfólki auk þess sem það gerði fimm ára framkvæmdaáætlun, sem hefði kostað bæjarsjóð 3,5 millj. á ári. Samkvæmt samningi við Kvik- myndasafnið átti safnið að taka við Bæjarbíói í september 1997 en leigusamningur við LH var ekki uppsegjanlegur íyrr en í maí 1998. Bæjaryfirvöld fóru fram á að LH flytti í bráðabirgðahúsnæði en LH neitaði nema tryggt yrði að boðið yrði upp á endanlegt húsnæði, sem félagið sætti sig við. Tilboð kom til félagsins um að unnið yrði að end- anlegu húsnæði og var því tilboði hafnað en eftir að samningnum hafði verið breytt og fastákveðið hvenær vinnu húsnæðisnefndar lyki var hann samþykktur. I yfir- lýsingunni segir að í samningnum komi ekkert fram um hvaða hús- næði væri að ræða en í samtölum hafi verið ljóst að bæjaryfirvöld höfðu Strandgötu 30 í huga. Á þess- um tíma var LH aldrei boðið að finna sér bráðabirgðahúsnæði sjálft eða boðin ákveðin upphæð til þess. Jafnframt segir í yfirlýsingunni að í febrúar sl. hafi komið fram ósk fjármálastjóra bæjarins um að leikfélagið léði nafn sitt á leigusamningi við eigendur Strandgötu 30. Formaður LH sam- þykkti þessa málaleitan og skrifaði undir leigu- samning við eigendur en þó án samþykkis stjórnar félagsins. Samningurinn gildir til ársloka 1998 og er leigan rúmar 200 þús. á mánuði. Tekið er fram að LH hafi ekki komið að neinum samningum varðandi leigu eða leigutíma enda telji félagið að leiga húsnæðisins sé alfarið að tilstuðlan bæjaryfirvalda. Sóttu ekki um styrk Þá segir í yfirlýsingu LH: „Varð- andi 3,5 millj. styrkveitingu bæjar- ins til Leikfélags Hafnarfjarðar skal það tekið fram að félagið sótti ekki um téðan styrk enda er þessi upphæð alllangt frá þeim venjulega styrk sem félagið hefur fengið í gegnum tíðina (200-500 þús.).“ Við- urkennt er að félagið hafi vitað að styrkurinn yrði ríflegur í ár vegna flutninga auk þess sem tilkynnt hafi verið um 5 millj. kr. framlag vegna framkvæmda við nýtt leik- hús. I lokin átelur stjórn LH harð- lega ef rangar upplýsingar hafi ver- ið veittar um stöðu húsnæðismála innan bæjarstjórnar og áskilur sér allan rétt til að rifta öllum gerðum samningum. Spurt er hvort það sé einlægur vilji bæjarstjórnar að leysa úr húsnæðisvanda félagsins á sómasamlegan hátt eða hvort hún telji félagið betur komið undir grænni torfu. Alvarlegt háttalag í svari bæjarendurskoðenda til bæjarfulltrúa Alþýðubandalagsins að fengnum þessum upplýsingum, segir að augljóst sé að þeir hafi vís- vitandi verið leyndir gögnum en ekki sé lagður dómur á hvers vegna. Slíkt háttarlag sé litið mjög alvarleglum augum. Þeir telji að forsenda fyrir vinnu bæjarendur- skoðenda sé samkvæmt sveitar- stjómarlögum að þeir fái aðgang að öllum eignum, bókum, fylgiskjölum og öðrum gögnum sveitarfélagsins og að starfsmenn sveitarfélags veiti þeim allar þær upplýsingar sem óskað er eftir og unnt er að láta í té. Ef embættismenn komist upp með slík vinnubrögð geti þeir ekki rækt lögboðna skyldu sína. Um gildi bæjarábyrgðar á veð- skuldabréfum segir að bæjarstjóra hafi verið send rökstutt álit bæjar- endurskoðanda og bæjarlögmanns með greinargerð í aprfl 1997. Þar komi skýrt fram með tilvísun í sveitarstjórnarlög að það sé á valdi bæjarstjórnar einnar að veita slíka ábyrgð enda sé búið að tilkynna það eigendum bréfanna. Þá segir: „Nú hefur fjármálastjóri stimplað þessi bréf eins og um bæjarábyrgð sé að ræða og má mönnum vera Ijóst að gengi slíkra bréfa á fjár- málamarkaði er ólíkt annað en að henni slepptri. Hafa ber einnig í huga að eftir 4. mgr. 71. gr. sveitar- stjórnarlaga skal framkvæmda- stjóri sveitarfélags, þ.e. bæjarstjóri undirrita skjöl varðandi ábyrgð og skuldbindingar sem samþykki sveitarfélags þarf til.“ Ástæðulaus afarkjör Varðandi fyrirspurn um ákvörð- un um að afturkalla uppboðsbeiðni á Strandgötu 30, sé ljóst að bæjar- stjóri hafi tekið þá ákvörðun og að bréfaskriftir hafi gengið milli bæj- arsjóðs og lögmanna. Viðræðuaðili af hálfu bæjarsjóðs hafi íyrst og fremst verið fjármálastjórinn. Að mati endurskoðenda er það fyrir- tækið Strandgata 30 ehf., sem verð- ur að standa sjálft við sínar skuld- bindingar líkt og önnur fyrirtæki verða að gera. Hagsmunir bæjar- sjóðs hljóti fyrst og fremst að liggja í að gæta útistandandi fasteigna- gjalda sem eru nú rúmar 3,7 millj. Er það skoðun endurskoðenda, að yfirlýsing fjármálastjóra um að skuldajafna eigi leigu á kjallara hússins upp í skuldina séu afarkjör sem bæjarsjóður geti ekki sætt sig við og í raun ástæðulaus. Fram kemur að kjallarinn er 25 fermetrar með lofthæð á bilinu 1-1,90 m og verði skuldin jöfnuð við ógreidd fasteignagjöld, sem voru 3,2 millj. um sl. áramót, þá jafngildi það 70 þús. í leigu á mánuði. Útilok- að sé að fallast á að slík leiga geti talist eðlileg. ítrekað er að embættismenn þurfi og eigi ekki að blanda sér í daglegan rekstur fyrirtækja, félaga eða samtaka enda sé afstaða LH skýr, þar sem í yfirlýsingu þess segi að félaginu hafi aldrei verið boðið að finna sér bráðabirgðahús- næði sjálft eða verið boðin ákveðin upphæð til þess. Bæjarstjóri gaf ekki heimiid fyrir bæjarábyrgð Leigusamn- ingurvegna leikfélagsins fyrirhugaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.