Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 64
1 64 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ i I I Málþing um stöðu upplýs- ingarinnar FÉLAG um átjándu aldar fræði heldur málþing sem ber yfir- skriftina Staða upplýsingarinnar í sögu Islands laugardaginn 4. apríl í Þjóðarbókhlöðu, fyrir- lestrasal á 2. hæð. Málþingið hefst kl. 13.30 og því lýkur um kl. 16.30. A málþinginu verður athygl- inni beint að ýmsum efnum sem varða stöðu stefnunnar í þjóðar- sögunni. Flutt verða fjögur er- indi: Ingi Sigurðsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla íslands: Hverju breytir upplýsingin á ís- landi? Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur: Hugmyndir um hagstjóm á 18. öld. Guðmundur Hálfdánarson, dósent í sagn- fræði við Háskóla Islands: Frá forræði til lýðræðis: Ahrif upp- lýsingarstefnu á íslensk stjóm- mál. Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu við Háskóla íslands: Upplýsingin og upphaf nútímans í íslenski-i kirkjusögu. Flutningur hvers erindis tek- ur um tuttugu mínútur. Að er- indunum loknum fara fram pall- borðsumræður með þátttöku fyrirlesara. Fundarstjóri er Svavar Sigmundsson dósent. Veitingar verða fáanlegar í veit- ingastofu í Þjóðarbókhlöðu, 2. hæð. Öllum er heimill ókeypis aðgangur. ■ HRESS líkamsrækt í Hafnar- firði býður nú upp á námskeið sem ber titilinn Framtíð í fínu formi. Umsjónarmaður verður Helga Bergsteinsdóttir, íþrótta- og heislufræðingur, sem hefur sérhæft sig í að vinna með ein- staklingum sem eiga við yfirvigt að stríða. Næringarferli hvers einstaklings er skoðað á annan hátt en áður með nýju tölvufor- riti. Forritið gefur upplýsingar um næringar- og bætiefnainni- hald í þein-i fæðu sem einstak- lingurinn neytir. Ekki eru ein- ungis gefnar upplýsingar um hvemig á að borða og grennast heldur einnig hvernig nýta má kraft hugans til að ná settu markmiði. Námskeiðið stendur í 10 vikur og hefst 17. apríl nk. I 1 Ný L sending nfh \ v: Stuttar og síöar kápur Sumarhattar 1 Páskatilboð 1 1 Sumarúlpur kr. 7.900. | Opið laugardag 10—16. 1 -1 \o^HU5ID Mörkinni 6, sími 588 5518. OROBLUl Kynning afsláttur öllum OROBLU sokkabuxum föstudaginn 3. apríl frá kl. 14.00 - 18.00. OROBLU* leggur línurnar Breiðholtsapótek Mjódd S: 557 3399 í DAG VELVAKiODI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Frábær skemmtun UNDANFARNAR vikur hafa danskennarar frá Danssmiðju Hermanns Ragnars og Dansskóla Auðar Haraldsdóttur, þau Auður, Ólafur Geir, Jó- hann Örn og Unnur Berg- lind, kennt 9 ára börnum í 9 grunnskólum á höfuð- borgarsvæðinu. Síðastliðinn sunnudag buðu kennaramir öllum nemendum skólanna ásamt gestum á „danshá- tíð“ á Broadway og gestir fengu að sjá sýnishorn af danskennslunni. Þessi skemmtun var al- veg sérstaklega vel heppn- uð og gaman var að sjá öll þessi börn, stelpur og stráka, hvað þau nutu sín og skemmtu sér vel með skólafélögum sínum og ekki síður þegar mamma og pabbi tóku þátt í dans- inum. Þetta var verðugt fram- tak hjá danskennurum og eiga þeir þakkir skilið. Þar sem ég var gestur á þess- ari skemmtun sá ég svo sannarlega hvað dansinn gefur mikla gleði og ég skora á Menntamálaráð að gera dans að skyldunáms- grein hjá 7-9 ára börnum í grunnskólum landsins. Halldóra Sigurðardóttir. Góð grein STEFÁN hafði samband við Velvakanda og vildi hann taka undir það sem Njörður P. Njarðvík skrif- ar í Morgunblaðinu í gær, miðvikudaginn 1. aprfl, um spillingu. Segist hann sjálfur hafa verið spilltur en sé hæstánægður með þessa grein, hún hafi verið tímabær. Tapað/fundið Lyklar á VÍS-kippu týndust 3 LYKLAR á rauðri VÍS- kippu týndust seinni part- inn í febrúar í Mosfellsbæ. Skilvís finnandi skili lyklunum til lögreglunnar í Mosfellsbæ. Froskalöpp fannst á Alftanesi FROSKALÖPP fannst í fjörunni á Alftanesi. Upp- lýsingar í síma 565 1125. Dýrahald Svartur fress í óskilum SVARTUR fress, með svarta ól og brotið gult spjald, fannst í Vogahverfí 22. mars sl. Þeir sem kann- ast við kisa hafi samband við Kattholt. SKAK llm.vjun Margcir Pétursson Staðan kom upp á New York Open-skákmótinu, sem lauk í síðustu viku. Rússinn Gennadi Sagaltsjík (2.550) var með hvítt, en Vladímir Akopjan (2.660) frá Armeníu hafði svart og átti leik. Hvít- ur lék síðast 31. Ha5-b5 til að reyna að létta á stöðunni, en það kom að litlu gagni: 31. - Hxg2+! 32. Kxg2 - Rxe3+ 33. Kg3 - Rfl+! 34. Kg2 - Dxf4 (Svartur er kominn með drottningu sína og tvo riddara í návígi við hvíta kónginn, sem fær enga björg sér veitt) 35. Bf2 - Re3+ 36. Bxe3 - Df3+ og hvítur gafst upp, því hann er mát í næsta Ieik: 37. Kgl - Rh3 mát. 64 stórmeistarar voru að þessu sinni með á hinu ár- lega New York Open-móti. Amienar voru mjög sigur- sælir. Minasjan sigraði nokkuð óvænt með 8 v. af 10 mögulegum. Lputjan varð annar með 7!4 vinning og þeir Akopjan og Rússinn Episín deildu þriðja sætinu með 7 v. Skákþing íslands 1998, áskorenda- og opinn flokk- ur. Keppnin hefst á morgun kl. 14 og stendur til 11. apríl. Frí á sunnudaginn og skír- dag. !~I Wfffr ^ll! ^ ^ R R HfP A SfP ’^W//M^^^W////,^ SVARTUR leikur og vinnur HÖGNI HREKKVÍSI Pennavinir SEXTÁN ára ungverskur piltur með áhuga á íslensk- um eldfjöllum og goshver- um, sundi, hjólreiðum, safn- ar frímerkjum og póstkort- um, tölvum og mörgu fleiru: Jozsef Lieszkovszky, Budapest, Kecses utca 10, 1173, Hungary. ÁTJÁN ára japönsk s túlka með margvísleg áhugamál: Mami Furutani, Soya 2-27-20, Hirakata-shi, Osaka-fu, 573-0113 Japan. SEXTÁN ára indónesísk stúlka með áhuga á kvik- myndum, tónlist, sundi o.m.fl.: Ervi, K.H.A. Dahlan no:4, Lubuk Pakam, 20512 Sumut, Indonesia. LITHÁI sem safnar frí- merkjum óskar eftir að skipta á íslenskum merkj- um og litháískum, pólskum og rússneskum. Skrifar bæði á ensku og þýsku: Aleksandras Dreimanas, ab. dezute 21, 2000 Vilnius, Lithuania. ÁTJÁN ára franskur piltur sem hefur nýlega lokið ferðalagi um Island óskar eftir pennavinum á svipuð- um aldri: Nicolas Teindas, 19600 Estivals, France. Víkverji skrifar... AÐ ER gaman að koma í Laug- ardalinn og skoða hina nýju Skautahöll sem þar er risin. Þetta er veglegt mannvirki, sem á eflaust eftir að verða mikil lyftistöng fyrir skautaíþróttirnar. Nú vantar bara tvennt í viðbót í Laugardalinn til þess að hann megi teljast fullkomið íþróttasvæði, yfir- byggða sundlaug og stóra knatt- spymu- og frjálsíþróttahöll. Knattspyrnumenn okkar hafa lengi beðið eftir slíkri höll og Vík- verja sýnist að ekki verði frekari framfarir hjá íslenzkum knatt- spymumönnum fyrr en hægt verð- ur að æfa við góðar aðstæður allan ársins hring. Yfírbyggð íþróttahöll ætti einnig að nýtast frjálsíþróttamönnum okk- ar en búast má við stórauknum áhuga á þeirri íþróttagrein í kjölfar stórglæsilegs árangurs Völu Flosa- dóttur. Víkverji tekur undir með fyrrver- andi landsliðsþjálfara í grein hér í blaðinu nýlega að bæta þurfi að- stöðu frjálsíþróttafólks. En ekki dugir fyrir hann að nota þau rök að Vala Flosadóttir sé í nokkurs kona útlegð í Svíþjóð vegna aðstöðuleysis á íslandi. Hún á heima í Svíþjóð og þess vegna æfir hún þar. xxx ÍKVERJI átti erindi á bíla- verkstæði Heklu í vikunni. Hann skildi bílinn eftir að morgni dags og spurði hvort ekki væri hægt að fá lánaðan síma til að hringja í leigubíl. Það er alveg óþarfi, Heklurútan skutlar þér þangað sem þú þarft að fara, sagði maðurinn sem tók við bílnum. Heklurútan renndi uppað og ung kurteis stúlka skutlaði Víkverja í vinnuna. Kom upp úr dúmum að þarna var um að ræða splunkunýja þjónustu fyrirtækisins sem eflaust mun mælast mjög vel fyrir hjá við- skiptavinunum, enda alveg til fyrir- myndar. XXX ATHYGLISVERÐAR upplýs- ingar koma fram í nýjasta fréttabréfi lyfjafyrirtækisins GlaxoWelIcome. Þar segir að nýj- ustu rannsóknir bendi til þess að kvenkyns fóstur séu farin að æfa talvöðvana þegar í móðurkviði. Læknar við sjúkrahús í Belfast könnuðu mun kynjanna á fóstur- stigi. Einn munurinn sem þeir fundu var að kvenkyns fóstur þroskuðust mun fyrr hvað varðar munnhreyfingar. Læknar telja þetta benda til aukins hæfileika til að sjúga og komast af. „Við karl- menn hjá GW teljum hins vegar að þetta bendi einungis til óstöðvandi munnræpu kvenþjóðarinnar allt frá getnaði!“ segir í fréttabréfinu. Ekki munu nú allir taka undir þessa skoðun ef að líkum lætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.